Bændablaðið - 30.11.2017, Page 10

Bændablaðið - 30.11.2017, Page 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Friðheimum verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru afhent. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í fjórtánda sinn sem SAF veita nýsköpunarverðlaun samstakanna en þetta árið bárust 25 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður dómnefndar nýsköpunarverðlaunanna, gerði grein fyrir niðurstöðu dómnefndar. Dómnefndina skipuðu auk Gríms, þau Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðburðadeildar CP Reykjavík og fulltrúi fyrirtækja innan SAF og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferða- mála. Tilnefningar til nýsköpunar- verðlaunanna í ár endurspegla mikla grósku og nýsköpun bæði í afþreyingu sem og í ýmsum nettengdum þróunarverkefnum, segir í umsögn dómnefndar. Var nefndin einhuga í vali á því fyrirtæki sem í ár hlýtur nýsköpunarverðlaun SAF – Friðheimar í Bláskógabyggð. Miklir frumkvöðlar á sínu sviði Í umsögn nefndarinnar segir að Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, séu miklir frumkvöðlar á sínu sviði en þau hafa tvinnað saman tómataræktun, ferðaþjónustu og hestamennsku og taka árlega við vel á annað hundrað þúsund ferðamönnum. Þá segir enn fremur: „Helena og Knútur voru fyrst til að flétta saman ferðaþjónustu og garðyrkju með áherslu á fræðslu um matvælaframleiðslu á Íslandi sem byggir á hreinni náttúru og orkugjöfum ásamt því að bjóða upp á veitingar beint frá býli. Gestir fá að skyggnast inn í líf og störf heimamanna og eru í raun að heimsækja fjölskyldu og fyrirtæki þeirra. Leitast er við að veita hverjum og einum gesti hlýjar móttökur, fræðslu og einstaka matarupplifun. Friðheimar eru skapandi í fræðslu og upplifun, þar er til dæmis boðið upp á stuttar hestasýningar á fjölmörgum tungumálum og áhersla lögð á sögu og sambúð manns og hests frá landnámi. Allt sem til fellur í tómataframleiðslunni er nýtt í veitingahúsinu og í afurðir sem eru seldar sem matarminjagripir og hafa slegið í gegn um allan heim. Erlendir fjölmiðlar hafa veitt Friðheimum mikla athygli og fjölmargir þeirra hafa komið í heimsókn og m.a. tekið upp matreiðsluþætti þar.“ Starfsemi Friðheima er lýsandi dæmi um það hvernig ferðaþjónusta er í sívaxandi mæli að skapa ný tækifæri fyrir hefðbundnar atvinnugreinar um land allt og að greinin er besta tæki til jákvæðrar byggðaþróunar, sem fram hefur komið í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Nýsköpun af þessu tagi byggir á fagmennsku og þekkingu á landbúnaði og garðyrkju sem er síðan grundvöllur að vöruþróun í ferðaþjónustu þar sem fræðsla og upplifun eru í fyrirrúmi. Þau Knútur og Helena eru því verðskuldaðir handhafar nýsköpunarverðlauna SAF árið 2017.“ Hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar Hjónin Knútur og Helena hafa fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir uppbygginguna í Friðheimum á liðnum árum. Ljóst er að þau hafa verið mikil lyftistöng fyrir sitt nærsamfélag og mikil vítamínsprauta fyrir jákvæða og skynsama hugsun í uppbyggingu á landsbyggðinni. Hlutu Friðheimar t.d. hvatningarverðlaun Landbúnaðar háskóla Íslands árið 2009 og verðlaunin „Ræktendur ársins“ hjá Sölufélagi garðyrkju manna árið 2010. Þá hlutu þau hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda árið 2011, „Land búnaðarverðlaunin“ fyrir frumkvöðlastarf og fyrirmyndar- búskap árið 2014 og svo nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Hafa þau jafnframt tekið virkan þátt í félagsmálum garðyrkjunnar, landbúnaðarins og ferðaþjónustunnar í landinu. Þau eru m.a. félagar í Opnum landbúnaði, Ferðaþjónustu bænda, Sambandi garðyrkjubænda og Sölufélagi garðyrkjumanna. Nýsköpunarverðlaun SAF Eins og fyrr segir var þetta í 14. skipti sem nýsköpunarverðlaun SAF voru afhent, en verðlaunahafar til þessa eru eftirfarandi: • 2017 – Friðheimar í Bláskóga- byggð. • 2016 – Óbyggðasetur Íslands. • 2015 – Into The Glacier. • 2014 – Gestastofan Þorvaldseyri. • 2013 – Saga Travel. • 2012 – Pink Iceland. • 2011 – KEX hostel. • 2010 – Íslenskir fjalla leiðsögu- menn. • 2009 – Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit. • 2008 – Menningarsetur Þórbergs- seturs, Hala í Suðursveit. • 2007 – Norðursigling Húsavík. • 2006 – Landnámssetur Íslands. • 2005 – Adrenalín.is, VEG Guesthouse á Suðureyri og Fjord Fishing. • 2004 – Sel Hótel Mývatn og Hótel Aldan. /HKr. Einangrunarstöð fyrir hunda og ketti í Landsveit FRÉTTIR Við afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF 2017. Talið frá vinstri: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir í Friðheimum og Grímur Sæmundsen, formaður dómnefndar. Mynd / Jón K.B. Sigfússon. Friðheimar er handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar 2017 Tómataræktin í Friðheimum hefur vakið aðdáun ferðamanna sem geta notið veitinga í tómataræktunarhúsi. Þar eru framreiddar súpur og annað góðgæti sem framleitt er á staðnum við eins heilnæmar aðstæður og hugsast getur. Á bænum Selási í Landsveit eru hafnar framkvæmdir við byggingu nýrrar einangrunarstöðvar fyrir hunda og ketti. Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglumaður, verður eigandi og rekstraraðili stöðvarinnar, sem vonast er til að verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs. „Það verður pláss fyrir sextán hunda og þrjá ketti í hverju holli. Eins og staðan er í dag er einungis ein önnur einangrunarstöð fyrir hunda og ketti í landinu og er hún staðsett í Höfnum. Þar er margra mánaða biðlisti í einangrun,“ segir Jóhanna. Boðið verður upp á þjálfun fyrir hundana meðan á dvöl stendur, sem eru 28 dagar. Markmiðið er, að sögn Jóhönnu, að öllum hundum, sem dvelji í einangrunarstöðinni, líði eins og best verður á kosið á einangrunartímanum og fái allt sem hundur þarf til að lifa eðlilegu lífi. Þeir fái andlega örvun, samskipti við fólk og hreyfingu. Áhyggjur bænda óþarfar Jóhanna leggur áherslu á að nágrannar hennar þurfi ekki að hafa áhyggjur af einangrunarstöðinni. „Fólk hefur viðrað áhyggjur varðandi það að flytja inn lifandi skepnur, en þær áhyggjur eru óþarfar. Farið var í vinnu með Matvælastofnun frá fyrsta degi um staðsetningu og rekstrarform stöðvarinnar og engar athugasemdir gerðar við það. Mjög strangar kröfur eru um rannsóknir og bólusetningar áður en dýrin fá leyfi til að koma til landsins,“ segir Jóhanna sem sjálf er með frístundabúskap; nokkrar kindur og reiðhross. „Lög og reglugerðir eru afskaplega strangar hvað viðkemur innflutningi og er einangrunarstöð hugsuð sem varnagli ofan á annars strangar kröfur. Þegar dýrin koma til landsins eru þau fyrst skoðuð áður en þau yfirgefa flugvöllinn sjálfan og ef grunur er um smit fær dýrið ekki inngöngu í landið. Ítarlegar rannsóknir eru svo gerðar meðan á dvöl stendur. Horft var til einangrunarstöðvar nautgripa í Flóanum við hönnun og skipulagningu stöðvarinnar og eru kröfurnar ekki síðri en gerðar eru í þeirri stöð. Ásamt því verður dýralæknir starfandi sem hefur yfirumsjón með stöðinni. Hann sér um verkferla sóttvarna, sótthreinsun, og getur meðhöndlað dýr meðan á dvöl stendur. En rekstrarleyfið sem við fengum hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að fenginni umsögn frá Matvælastofnun var langt og strangt ferli og miklar kröfur gerðar vegna sérstöðu landsins hvað varðar lifandi skepnur,“ segir Jóhanna. Þjálfar hunda fyrir einhverfa Jóhanna er sem fyrr segir starfandi lögreglumaður en einnig menntaður hundaþjálfari. „Þetta er því framhald við það sem ég lærði erlendis, en ég tók diplómu í hundaþjálfun frá skóla í Austin, Texas og útskrifaðist sem „canine trainer and behavior specialist“. Ásamt því að starfa við löggæslu og hundaþjálfun kennir Jóhanna. Ég kenni bæði í einkatímum og á námskeiðum – og hef einnig verið að þjálfa hunda í þjónustu. Nýjasta verkefnið er þjálfun á hundum fyrir einhverfa. Ég er einnig að rækta hunda af tegundinni australian cattle dog sem ætlaðir eru fyrir þjónustuhundahlutverk, ásamt því að vera liðtækir smala- og rekstrarhundar,“ segir Jóhanna. Starfsleyfi veitt að uppfylltum kröfum Kristín Silja Guðlaugsdóttir er dýralæknir inn- og útflutnings- eftirlits hjá Matvæla stofnun (MAST). „MAST er aðeins umsagnaraðili í þessu máli. Í lok ágúst síðastliðinn skilaði MAST inn umsögn til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna fyrirhugaðrar starfrækslu einangrunarstöðvar fyrir hunda og ketti í Landsveit. MAST bar í umsögninni saman gögn frá umsækjanda og þær kröfur sem gerðar eru til einangrunarstöðva í reglugerð um einangrunarstöðvar og sóttkvíar fyrir gæludýr og reglugerð um velferð gæludýra. Niðurstaða umsagnar MAST var að veita umsækjanda leyfi til að starfrækja einangrunarstöð að uppfylltum öllum kröfum ofangreindra reglugerða ásamt kröfum sem birtast í athugasemdum MAST. Endanlegt framkvæmdaleyfi kom frá ANR,“ segir Kristín Silja. /smh Einangrunarstöð fyrir hunda og ketti rís við bæinn Selás í Landsveit. Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir ræktar hunda af tegundinni Australian catlle dog sem ætlaðir eru til þjónustuhlutverka.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.