Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 28

Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Hinn árlegi jólamarkaður hand- verkstæðisins Ásgarðs verður haldinn í Álafosskvosinni laugardaginn 2. desember. Þar gefst fólki kostur á að kaupa vandaða smíðagripi sem smíðaðir eru af mikilli alúð af starfsfólki staðarins. Unnið er úr náttúrulegum efnivið og nær eingöngu er notaður íslenskur trjáviður. Frá upphafi hafa starfsmenn Ásgarðs lagt áherslu á að hanna og þróa einföld, sterk og skemmtileg leikföng sem eiga sér samsvörun í íslenskum þjóðháttum. Hvort sem um er að ræða sjávarútveg, landbúnað, þjóðsögur eða ævintýri. Eingöngu er unnið með náttúrulegan efnivið. Heimir Þór Tryggvason forstöðumaður segir að allar hugmyndir af framleiðsluvörum séu teknar til skoðunar. Þar sé ekkert fyrirfram talið ómögulegt svo framarlega að hægt sé að framkvæma hlutina með skynsamlegu móti. Heimir hóf störf í Ásgarði 1998 og tók við sem forstöðumaður árið 2001. Að öðrum ólöstuðum hefur Óskar Albertsson án efa verið ötulasti talsmaður Ásgarðs í gegnum tíðina, en þar hefur hann starfað frá stofnun 1993. Markaðurinn haldinn í Bragganum Markaðurinn er í smíðahúsinu að Álafossvegi 14 sem venjulega er kallað Bragginn. Þá geta gestir einnig brugðið sér á kaffihlaðborð í húsi sem er þar nokkur skref í burtu, eða í Ásgarði númer 24 við Álafossveg gegnt Álafoss- versluninni. Markaðurinn verður opnaður klukkan 12 og mun standa til klukkan 5 síðdegis. Óskar Albertsson, talsmaður Ásgarðs, segir að alltaf sé góð aðsókn að markaðinum. Síðast hafi nær allt selst upp svo vissara sé fyrir fólk að mæta tímanlega. Það verður gott veður og skemmtilegt „Við ætlum líka að hafa gott veður og hafa þetta skemmtilegt. Hér verða leikföng og margvíslegir listmunir til sölu í Bragganum. Hér í Ásgarði verður svo boðið upp á kökuhlaðborð, kaffi og heitt súkkulaði, en bakarar hafa verið duglegir að styrkja okkur á þessum degi. Svo hafa tónlistarmenn verið svo elskulegir að koma til okkar líka. Við seljum annars okkar framleiðslu allt árið um kring. Starfsemin er rekin í gegnum þjónustusamning við sveitarfélögin, þannig að starfsemin er styrkt bæði af sveitarfélögunum og ríkinu. Hingað koma um 40 manns til vinnu á hverjum degi. Sumir eru bara fyrir hádegi, aðrir eftir hádegi og einhverjir eru allan daginn. Hér ríkir mjög góður andi og gott að vera. Það verður því gaman að fá gesti til okkar á laugardaginn,“ segir Óskar. Ásgarður hand verkstæði var stofnað 1993 sem sjálfseignarstofnun og hefur starfsleyfi frá velferðar ráðu- neytinu sem vernd- aður vinnustaður. Fyrst í Lækjarbotnum og síðan í Álafosskvosina Fyrstu árin var starfsemin í húsi í Lækjarbotnum, ofan við Lögbergsbrekkuna. Það svæði tilheyrir Kópavogi. Í byrjun desember árið 2000 brann verkstæðið sem þar var þegar nýbúið var að ljúka við að vinna alla jólaframleiðsluna og hún fuðraði upp ásamt húsinu. Þá var keyptur pöbb í Álafosskvosinni og honum breytt í vinnustað sem fékk nafnið Ásgarður. Í framhaldinu voru keyptir tveir braggar þar rétt hjá og gerðir upp og sett þar upp smíðaverkstæði og listasmiðja var sett upp í hluta af Ásgarði. Þar er einnig matsalur starfsfólks og í plássi listasmiðjunnar er nú búið að Á verkstæðinu í Bragganum hjá Ásgarði. Frá vinstri: Gunnar Jónsson, Pétur Steinþórsson, Kristinn Axel Ólafsson, Pawel Patynek frá Póllandi, Erlendur Birgisson og nafnarnir Óskar Guðmundsson og Óskar Albertsson. Í innklipptu myndinni má sjá sumt af þeirri hagleikssmíð sem þarna er unnin af mikilli vandvirkni og hægt er að fá keypta. Myndir / HKr. Óskar Albertsson kominn í jólajakkafötin og sýnir hér hluta af þeim leikföngum Jólamarkaður í handverkstæðinu Ásgarði í Álafosskvosinni 2. desember: Þar eru smíðuð leikföng og skrautmunir af mikilli alúð Braggar Ásgarðs í Álafosskvosinni þar sem jólamarkaðurinn verður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.