Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Katrín í Ecospíru: Fæðið reyndist lykillinn að heilsunni „Ég stofnaði Ecospíru árið 2012 eftir að ég reyndi af eigin raun lifandi spírað og grænt fæði sem lækningafæði,“ segir Katrín um upphaf Ecospíru. „Að upplifa endurnýjunarmöguleika fæðisins á líkamlega og andlega líðan var nánast eins og að endurfæðast. Reynslan vakti hjá mér áhuga á að kynna mér nánar eiginleika lifandi og spíraðs fæðis sem og söguna á bak við þetta fæði. Niðurstaða þeirrar athugunar sannfærði mig um mikilvægi þess að koma þessari vöru á almennan markað.“ Sérvirk heilandi jurtaefni Katrín hefur skoðað vel rannsóknir á þeim efnum sem myndast við neyslu á spírunum. „Í þessu fæði eru mikilvæg sérvirk jurtaefni sem eru frumuverjandi ásamt ríkulegum andoxunarefnum sem hlutleysa sindurefni en sindurefni geta verið skaðleg fyrir frumur líkamans og flýtt fyrir hrörnun. Þá er fæðið mjög auðmelt og ensímríkt sem auðveldar upptöku næringarefnanna út í blóðið. Spírur eru jafnframt auðugar af trefjum sem næra góðu þarmaflóruna. Neysla á spírum er í raun frábær leið til að neyta meira af jurtaefnum sem líkaminn okkar þarfnast því við þurfum í raun einungis að neyta lítils magns af spírum til að fá mikið af jurtaefnum í líkamann,“ útskýrir Katrín. „Ég framleiði nú um tíu til tólf tegundir af spírum og einnig ýmsar smájurtir og kress (e. microgreens) sem og grös, eins og sólblómagrös og baunagrös. Ég hef mjög góða aðstöðu til að framleiða hvaða tegund sem er og í miklu magni; er með afkastamiklar vélar og gott rými. Ég hef því getað framleitt það sem eftirspurn er eftir hverju sinni. Vinsælustu spírurnar eru radísuspírur. Ég framleiði fjórar mismunandi tegundir af þeim, grænar, hárauðar, bleikar og rauðkálsrauðar. Þær eru ekki bara bragðgóðar og fallegar heldur einnig mjög afeitrandi fyrir líkamann, innihalda m.a. ríkulegt magn C- og A-vítamína og kalsíum auk annara næringarefna. Enn fremur bendir nýleg rannsókn til að að þær hafi svipuð frumuverjandi áhrif og brokkólíspírur sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að geti m.a. hindrað æxlismyndun í líkamanum.“ Bragðsterkar spírur vinsælar á veitingahúsum Þó svo að Katrín hafi byrjað að framleiða spírur aðallega sem heilsufæði hefur notkun á þeim á veitingahúsum farið vaxandi á þeim fimm árum sem Ecospíra hefur verið starfrækt. „Hjá veitingamönnum hafa bragðsterkari spírurnar verið vinsælastar; blaðlauks-, hvítlauks- og radísuspírur. Spírurnar eru borðaðar ferskar með öllum mat – eins og salat. Þær eru settar ofan á brauð, í hamborgara, í vefjur, í samlokur og í græna drykki. Það er í raun hægt að borða þær með öllu. Bragðeiginleikar spíra eru mjög mismunandi eins og grænmetið sem kemur af þessum fræjum. Blaðlaukur, hvítlaukur, brokkólí og radísur; allt er þetta grænmeti með mismunandi bragði sem við sækjumst eftir í matnum okkar – og það sama á við um spírurnar nema þær eru safaríkari og bragðið ferskara.“ Lífrænt vottuð framleiðsla Katrín sóttist strax eftir lífrænni vottun fyrir starfsemi sína. „Ef fræin eru ekki vottuð lífræn þá getur maður ekki verið viss um að þau séu laus við skordýraeitur og/eða önnur svokölluð varnarefni. Spírur eru frá sex til fimmtán daga gamlar þegar þær eru tilbúnar til neyslu. Þess vegna er mikilvægt að fræin hafi ekki verið húðuð eða sprautuð fyrir framleiðslu þar sem þá væri möguleiki á að efnin séu enn til staðar í vörunni. Það er ekki hægt að markaðssetja matvöru sem heilsuvöru sem er mögulega blönduð varnarefnum. Brokkólíspírurnar mest rannsakaðar Að sögn Katrínar eru brokkólíspírurnar mest rannsakaðar af öllum spírum. „Það er einkum vegna þess að í brokkólí greindust efni sem reyndust hafa frumuverjandi áhrif, einkum gagnvart krabbameinsfrumum. Þessi verndandi áhrif eru talin stafa af glúkórafaníninu (brennisteinsglýkósíð) sem plantan inniheldur. Til þess að líkaminn geti nýtt sér þetta efni verður að vera til staðar plöntuensímið mýrósínasi sem umbreytir efninu í lífvirka efnið súlfórafan. Rannsóknir hafa sýnt að súlfórafan getur meðal annars hindrað æxlismyndun, örvað afeitrun krabbameinsfruma úr líkamanum, hindrað útbreiðslu krabbameins, hægt á krabbameinsvexti auk fjölmargra annarra heilsuverndandi áhrifa. Til þess að plöntuensímið mýrósínasi sé nýtilegt og til staðar við niðurbrot glúkórafaníns má ekki hita grænmetið við hærra hitastig en 47 gráður á Celsíus. Því er mikilvægt að borða brokkólíið ferskt. Rannsóknir á brokkólíspírum leiddu í ljós að þær innihalda upp í 100 sinnum meira af glúkórafaníni en fullvaxta brokkólíplanta. Þar sem spíranna er neytt ferskra nýtist ensímið mýrósínasi við niðurbrot glúkórafaníns í súlfórafani í meltingarveginum sem fer síðan út í blóðið og hefur þessi frumuverjandi áhrif sem er í raun stórkostlegt. Það ættu í raun allir að borða sem svarar einni skeið af brokkólíspírum á dag, á sama hátt og fólk tekur inn lýsi,“ segir Katrín. Urban farming – matvælarækt í þéttbýli Katrín segist þakklát fyrir hvatningarverðlaunin og hún muni halda sínu striki og byggja upp. „Já, það var sérlega skemmtilegt að fá hvatningarverðlaun garðyrkjunnar, ég er mjög þakklát og stolt af því. Starfsemin hefur þróast á þann veg að framleiðslan er ekki eingöngu spírur heldur einnig smájurtir og grös. Ég get í raun framleitt hvað sem er á þessu sviði. Hef góð tæki, gott húsnæði hér í Hafnarfirði og gott og reynt starfsfólk. Ég er í raun með það sem vinsælt er núna að kalla Urban farming, matvælarækt í þéttbýli. Héðan er stutt á markað og í flestum tilvikum eru spírurnar komnar í verslanir og/ eða á borð neytandans daginn eftir uppskeru. Þróunin framundan hjá mér er að halda uppbyggingunni áfram, framleiða meira og fjölbreyttari jurtir og grös ásamt því að auka þjónustu við einstaklinga varðandi heilsufæði og ráðgjöf í þeim efnum. Margir hafa leitað til mín um heilsuráðgjöf vegna minnar reynslu í þeim efnum og hef ég fram að þessu haft lítinn tíma til að sinna því. Hins vegar hef ég rýmri tíma núna og langar að miðla af reynslu minni til þeirra sem þess þurfa. Ég er fullkomlega sannfærð um að heilnæmt fæði ásamt hæfilegri hreyfingu sé lykillinn að heilbrigði. Núverandi álag á heilbrigðiskerfið er ekki náttúrulögmál heldur væri hægt að minnka álagið mikið með heilsusamlegri lífsstíl. Með aukinni vitund fólks á mikilvægi heilnæms fæðis kemur Ecospíra sterkt inn,“ segir Katrín. /smh Κ atrín H. Árnadóttir umhverfisfræðingur framleiðir spírur, smájurtir (e. micro- greens) og grös úr baunum, fræjum og ertum af ástríðu í Hafnarfirði og markaðs- setur vörur sínar undir merkinu Ecospíra. Hún fékk hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2017 á sumardag- inn fyrsta síðastliðinn. Neysla á spírum hefur farið mjög vaxandi í kjölfar stofnunar Ecospíru en spírurnar eru fáanlegar í flestum matvöruverslunum og eru dag- lega á borðum margra mötuneyta og veitingahúsa. Talið er að tilteknar spírur geymi ofurhollustu og að við neyslu myndist ákveðið efni sem rannsóknir benda til að geti veitt forvörn gegn ýmsum sjúkdómum og hafi jafnvel lækningamátt. Brokkóli- og smárablanda úr fram- leiðslu Ecospíru. Radísuspírur eru vinsælastar. Katrín framleiðir um tíu til tólf tegundir spíra, auk smájurta og grasa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.