Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 33

Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 33
 Leiðir tiL að auka koLefnisbindingu á ÍsLandi | 30. NÓVEMBER 2017 33 Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Uppgrætt land á Íslandi rúmlega 110 þúsund hektarar frá árinu 1990: Kolefnisbinding á landgræðslusvæðum Miðað er við að landgræðsla hafi hafist árið 1907 með setningu laga þar um, en á 19. öld höfðu ýmsir bændur unnið að heftingu sandfoks á jörðum sínum í kjölfar þess landhnignunarskeiðs sem þá reið yfir. Þetta átti sérstaklega við á Rangárvöllum og í Landsveit. Að ná upp gróðurhulu tekur tíma Frá árinu 1990 er áætlað að uppgrætt land sé rúmlega 110 þúsund hektarar. Umfangsmesta aðgerðin sem beitt er við landgræðslu í dag er notkun áburðar á lítt gróið land. Þar er alla jafna verið að styrkja svæði sem enn framleiða talsvert fræ og geta því jafnað sig með áburðargjöf og friðun. Á örfoka landi, þar sem engin fræframleiðsla er til staðar, þarf hins vegar að sá grastegundum jafnhliða áburðargjöfinni. Þar með fæst gróðurþekja sem stöðvar yfirborðshreyfingar vegna foks og frosts, og þar með hafa skapast góðar aðstæður fyrir náttúrulegan gróður til að nema land, á borð við birki. Oft er látið staðar numið þegar þessum áfanga er náð, en landið síðan friðað. Tíminn sem það tekur slíkt land að ná ásættanlegri gróðurhulu og uppskeru er breytilegur, en verður þó að mæla í árum, áratugum, og við allra erfiðustu aðstæður, í árhundruðum. Moldin bindur mikið kolefni Kolefnisbinding á landgræðslu­ svæðum fer fyrst og fremst fram í jarðveginum. Hraði hennar fer eftir því hversu öflugan gróður er þar að finna. Land sem tekur hraðast við sér er alla jafna land þar sem enn er að finna leifar lífræns jarðvegs, mold. Það er jafnframt land sem oftast dugar að bera einungis á áburð. Slíkt land getur hæglega bundið rúmlega 2,5­ 2,8 tonn koltvísýrings á hektara á ári í jarðvegi. Að jafnaði binda land­ græðslusvæði hins vegar um 2,1 tonn koltvísýrings á hektara á ári í jarðvegi þegar litið er til allra landgræðslu­ aðgerða og allra landgræðslusvæða. /Jóhann Þórsson, LR Sjálfsáið birki á uppgræðslusvæði sem áður var örfoka. Landgræðsluaðgerðir eru oft forsenda þess að annar gróður nái að nema land. Myndir / Jóhann Þórsson Á ÍSLANDI RÁÐSTEFNA 5. DES BÆNDAHÖLLINNI LEIÐIR TIL AÐ AUKA KOLEFNIS BINDINGU Ráðstefna um leiðir og möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni, Hótel Sögu, 2. hæð, þriðjudaginn 5. desember kl. 13-16 á alþjóðlegum degi jarðvegs. SKRÁNING Á VEFNUM BONDI.IS ENGINN AÐGANGSEYRIR Unnið að uppgræðslu á örfoka landi á Rangárvöllum. Hér er verið að dreifa kjötmjöli sem hefur reynst afbragðs áburður við svona aðstæður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.