Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 34

Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 34
LEIÐIR TIL AÐ AUKA KOLEFNISBINDINGU Á ÍSLANDI | 30. NÓVEMBER 2017 34 Skógrækt og kolefnisbinding Skógar eru eitt stærsta kolefnisforðabúr jarðar. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri heimsins sé um 560 milljarðar tonna en af þeim séu 360-420 milljarðar tonna í skógum. Að auki má reikna með því að á milli 30 og 70 prósent kolefnisforða jarðvegs séu í jarðvegi skóga. Hversu hratt kolefni binst í skógum fer eftir því hversu hratt trén í skóginum vaxa. Samanburður á vexti trjáa á Íslandi hefur sýnt að vöxtur gjöfulustu tegundanna er svipaður hér og gjöfulustu tegundanna á sömu breiddargráðum í Skandinavíu. Kolefnisbinding með skógi er því vel raunhæf hér á landi. Þegar illa farið eða örfoka land breytist í skóg verður mikil og hröð binding kolefnis. Hversu hröð hún verður fer eftir því hvaða trjátegund er notuð. Hér á landi hafa mælingar sýnt að hraðvaxta alaskaösp bindur hvað mest, vel yfir 20 tonn af CO2 á hektara á hverju ári þar sem best lætur. Barrtegundir, t.d. lerki, stafafura og sitkagreni, binda 7-11 tonn af CO2 á hektara á ári en bindingin er minni hjá íslenska birkinu, 3,5 tonn CO2 á hektara á ári, enda vex það hægar. Binding íslenskra skóga Skóglendi ræktað á Íslandi eftir 1990 hafði árið 2015 bundið um 180 þúsund tonn af CO2. Ártalið 1990 er notað hér þar sem það er viðmiðunarár í alþjóðlegum samningum en ef litið er til allra skóga landsins, óháð gróðursetningaári, hafa þeir þegar náð 300 þúsund tonna árlegri bindingu af CO2. Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ frá 2017 er bent á að miðað við sömu gróðursetningu trjáa megi gera ráð fyrir að skógar landsins bindi tæplega 370 þúsund tonn árið 2030. Tvöföldun aðgerðarhraða myndi hins vegar þýða að bindingin yrði rúm 425 þúsund tonn og fjórföldun myndi skila tæplega 535 þúsund tonna bindingu af CO2 á ári. Skógar hafa einnig temprandi áhrif á loftslagsbreytingar og með auknum hita og styrk koltvísýrings binda skógar hraðar, svo framarlega sem ekki er skortur á öðrum þáttum svo sem vatni og næringu. Tré í stað olíu og kola Skógur er hins vegar ekki bara kolefni, heldur er hægt að búa til úr trjánum nánast hvað sem er. Þannig fer mikil nýsköpunar- og þróunarvinna fram vegna framleiðslu efna úr trjám sem nota má í snyrtivörur, málningu, lyf, bragðefni og fleira. Mikil tækifæri felast í aukinni notkun viðarmassa í lífeldsneyti og krosslímds viðar til húsbygginga. Ef viðurinn úr skóginum er nýttur til alls kyns framleiðslu í stað jarðefnaeldsneytis aukast loftslagsáhrif skógræktar mikið. Viður og hráefni unnin úr viði geta leyst af hólmi steinsteypu, járn og kol svo nokkuð sé nefnt. Plastefni má framleiða úr trjám í stað jarðolíu. Nýting okkar á trjáviði getur stuðlað að varanlegri bindingu kolefnis. Það sem gert er úr timbri eða timburafurðum geymir í sér kolefnið svo lengi sem það stendur, hvort sem það eru byggingar, húsgögn eða annað. Þegar viðurinn brotnar niður, rotnar eða brennur, losnar kolefnið aftur út í andrúmsloftið. Ólíkt bruna jarðefnaeldsneytis og kola er bruni viðar kolefnishlutlaus, komi viðurinn úr sjálfbærum skógum þar sem jafnmikið vex upp aftur og það sem af var tekið. Þegar viður brennur losnar aldrei meira kolefni en bundið var á ævi trésins. Þannig getur notkun á viðarafurðum dregið verulega úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, þegar litið er á heildarmyndina. Skyldur okkar til bjargar jörðinni Skógar og kjarr þekja nú aðeins um 2% af flatarmáli Íslands og hér er því einstakt tækifæri að rækta skóg til að binda kolefni. Í þeirri umræðu sem skapast hefur um kolefnismál hefur verið lögð mikil áhersla á skyldur okkar til að draga úr losun og stundum látið að því liggja að ekki beri að líta á kolefnisbindingu sem hluta af lausninni. Staðreyndin er hins vegar sú, að ef okkur á að takast að halda jörðinni byggilegri þá er ekki nóg að draga eingöngu úr losun, við verðum líka að binda kolefni sem þegar er í lofthjúpnum. Engin ein leið er sú eina rétta. Hins vegar stöndum við líka frammi fyrir því að aðgerðir sem miða að því að draga úr losun kalla í flestum tilfellum á breytt hegðunarmynstur fólks. Slíkt getur verið erfitt og tekið nokkurn tíma. Binding með skógrækt og landgræðslu er hins vegar leið sem byggð er á traustum grunni þekkingar og auðvelt er að auka verulega. Látum bókhaldið ekki ráða för Margt bendir til þess að Ísland verði með öðrum ríkjum Evrópu þegar kemur að losunar- og bindingarbókhaldi á fyrsta skuldbindingartímabili Parísarsamkomulagsins fram til 2030. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hversu mikla bindingu í landgræðslu og skógrækt Ísland fær að telja sér þar til tekna. Hafa þarf þó í huga að slíkir samningar sem við undirgöngumst byggjast á samkomulagi margra þjóða með ólíka möguleika til aðgerða í loftslagsmálum. Tryggja þarf að okkar sérstaða með bindingu í skógi, gróðri og jarðvegi á illa förnu landi fáist viðurkennd. Þegar öllu er á botninn hvolft eru alþjóðlegir samningar eingöngu verkfæri að ákveðnu markmiði. Varast verður að láta verkfærið stjórna ferðinni og burtséð frá því hversu mikil kolefnisbinding í skógi fæst talin með í bókhaldskerfi Evrópu, þá breytir ekkert þeirri staðreynd að með ræktun skóga drögum við úr styrk CO2 í andrúmslofti. Þannig aukast líkurnar á því að jörðin verði byggileg fyrir afkomendur okkar og það er aðalatriðið. Línuritið sýnir þrjár mismunandi spár um nettóbindingu CO2 með skógrækt frá 1990. Rauða línan sýnir bindinguna miðað við óbreytta skógrækt (1092 ha árlega), græna línan sýnir bindingu ef skógrækt yrði tvöfölduð og sú dökka ef skógrækt yrði fjórfölduð. Mynd / Arnór Snorrason, byggt á gögnum Íslenskrar skógarúttektar. Edda S. Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skóg ræktarinnar. timburnota eða til dæmis til framleiðslu á lífeldsneyti. Mynd / Edda S. Oddsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.