Bændablaðið - 30.11.2017, Síða 37

Bændablaðið - 30.11.2017, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 bæði við fjárskiptin sjálf og einnig vegna þess að mun meira land vantaði til haustbeitar en tiltækt var í Breiðholtsgirðingunni þótt margir fjáreigendur væru að nýta afgirt tún og bletti á ýmsum stöðum í bænum. Reyndar heyjuðu þeir mikið á slíku landi á sumrin og notuðu jafnvel líka til beitar á vorin. Þá voru sinubrunar fátíðir. Eftir miklar kannanir og umræður ákvað stjórnin 1957 að stofna félagið Sauðafell hf um kaup á rúmlega 2000 hektara landi í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Fjáreigendafélagið átti og á enn rúmlega 45% hlut en erfingjar 25 einstakra fjáreigenda, sem keyptu misstóra hluti á sínum tíma, samtals tæplega 55%. Síðan 2004 hefur félagið verið skráð sem Sauðafell sf. Þetta víðáttumikla, ógirta land nýttu sumir reykvískir fjáreigendur til haustbeitar og á sauðfjárstríðsárunum byggðu tveir þeirra myndarleg fjárhús þar, fluttu þangað féð ásamt nokkrum öðrum, aðallega úr gömlu Fjárborg, og höfðu fé sitt þar líka á sumrin. Þeir síðustu sem það gerðu voru reyndar úr Kópavogi og Hafnarfirði, fram yfir 1990, þegar mest allur Reykjanesskaginn var beitarfriðaður. Uppgræðsla í afrétti Allt frá 1978 hafa félög fjáreigenda í Reykjavík og Kópavogi lagt sérstakt uppgræðslugjald á allt sauðfé félagsmanna og hafa í samvinnu við sveitarfélögin þrjú og Landgræðslu ríkisins unnið að uppgræðslu í afréttinum. Búið var að græða upp á 2.hundrað hektara við Arnarnípur og í Lakheiði með góðum árangri þegar allt svæðið sunnan Suðurlandsvegar var friðað 2001. Þá voru tekin fyrir ný svæði norður undir Lyklafelli og suðaustur af því og lofar sú uppgræðsla líka góðu enda landið hóflega setið. Útrýming riðuveiki Riðuveiki kom upp á höfuðborgarsvæðinu 1966, þó aldrei í gömlu Fjárborg, og magnaðist hún mjög í sumum hjörðunum í nýju Fjárborg í Hólmsheið á 8. áratug liðinnar aldar. Farsælt samstarf hófst haustið 1978 á milli Fjáreigendafélags Reykjavíkur og Sauðfjárveikivarna, með Sigurð Sigurðarson dýralækni í broddi fylkingar, þar sem farið var í markvissan niðurskurð á sýktum og grunuðum hjörðum, hús og nánasta umhverfi sótthreinsað og keypt að lömb úr Vestur-Skaftafellssýslu eftir fjárleysi um skeið. Þarna tók meirihluti Fjárborgara þátt í merkilegri tilraun á landsvísu því að þar með var lagður grunnur að þeim aðgerðum sem síðan hefur verið beitt við útrýmingu riðuveiki hér á landi og hafa gefist vel. Talið er að tekist hafi að útrýma riðuveiki í Fjárborg fyrir fullt og allt en þar var síðast greind riðuveik kind 1979. Utan Fjárborgar kom riðuveiki síðast upp í Reykjavík 1981 og er bæði Reykjavíkur- og Kópavogsfé, svo og annað fé í Landnámi Ingólfs Arnarsonar, sennilega alveg laust við þennan vágest. Menningarlegt- félagslegt og uppeldislegt framlag Þótt mikið hafi breyst í Reykjavík á þeim 90 árum sem liðin eru síðan Fjáreigendafélag Reykjavíkur var stofnað hefur hlutverk þess ætíð verið með svipuðum hætti , að stuðla að sauðfjárbúskap í sátt við umhverfi og aðra starfsemi í borginni. Hér hefur verið stiklað á stóru en margt fleira mætti tilgreina um fjölþætt starf félagsins. Hafin er ritun sögu þess. Lengi framanaf voru bændur á bújörðum áberandi í hópi fjáreigenda í Reykjavík. Sá síðasti í hópi þeirra var Stefnir Ólafsson, bóndi í Reykjaborg í Laugardal, sem bjó þar til dauðadags 1993. Síðustu áratugina hafa allir félagarnir verið tómstundabændur utan lögbýla, bæði karlar og konur úr ýmsum stéttum. Þau taka virkan þátt í framkvæmd fjallskila á haustin, mynda þannig félagslegan hlekk sem skiptir máli fyrir fjárbændur í aðliggjandi sveitarfélögum, þau viðhalda menningarlegum arfi sem er liður í sögu Reykjavíkur og þau bjóða borgarbörn og foreldra þeirra velkomin í sauðburð í Fjárborg á vorin og Fossvallarétt á haustin. Þess er vert að geta að í eftirtöldum bókum er að finna margvíslegan fróðleik um Fjáreigendafélag Reykjavíkur og fjárbúskap í Reykjavík: 1. Sveitin við sundin, safn til sögu Reykjavíkur eftir Þórunni Valdimarsdóttur, útg. Sögufélag, Reykjavík 1986. 2. Sveitin í sálinni, búskapur í Reykjavík og myndun borgar eftir Eggert Þór Bernharðsson, útg. JPV útgáfa, 2014. 3. Sauðfjárbúskapur í Kópavogi eftir Ólaf R. Dýrmundsson, útg. Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs, 2017. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Höfundur greinarinnar hefur haldið fé í Reykjavík, og um skeið í Kópavogi, síðan 1957. Ólafur í fjárhúsinu sínu í febrúar 1964 ... Mynd / Úr safni ÓRD ... og 50 árum síðar í Reykjavík sem fyrr. Mynd / HKr. Símon Sveinsson, einn af stofnendum Fjáreigendafélags Reykjavíkur 1927 og fyrrv. sjómaður á Grímsstaðaholti, með fé sitt í gömlu Fjárborg 1965. Margt Reykjavíkurfé er mislitt, hér golsótt og ein golbíldótt til vinstri. Forystusauðurinn Hringur. Mynd / ÓRD Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Fjárhús og hlaða Ólafs R. Dýrmundssonar sem hann byggði í gömlu Fjárborg 1962–1963. Mynd / ÓRD

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.