Bændablaðið - 30.11.2017, Side 39

Bændablaðið - 30.11.2017, Side 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 bara í efnisöflun. Þá var ég að heyja mér heimildir, bæði úr prentuðum ritum og í skjalasöfnum, einnig að safna upplýsingum úr munnlegri geymd. Það var svo ekki fyrr en á árunum 1997 og 1998 sem ég byrjaði að skrifa eitthvað að ráði og fyrsta bókin kom út 1999. Ég byggði strax grindina að verkinu og hafði þá ekkert til fyrirmyndar, nema kannski helst ritið Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Byggðasaga Skagafjarðar er samt miklu viðameira verk. Sem betur fer gerði ég mér grein fyrir því í upphafi að setja þyrfti inn í þetta skemmtilegt efni sem hjálpaði þá þurrum og leiðinlegum staðreyndatexta. Þessar innskotsgreinar hafa tvímælalaust skapað verkinu vinsældir. Þarna eru sögur af körlum og kerlingum, draugum og huldufólki. Þá eru líka vísur og eitt og annað skemmtilegt og fróðlegt sem tilheyrir hverri jörð. Þá legg ég mikið upp úr myndatextum og kem þar fyrir upplýsingum sem ekki eru í megintextanum. Eignarhald á bújörðum rek ég eins langt aftur og heimildir finnast. Vinnan við þetta verk hefur þó þróast og ég er farinn að vinna suma hluti betur en ég gerði í fyrsta bindinu. Ég hæli mér líka af því að strax í fyrsta bindinu setti ég inn GPS-staðsetningarpunkta á t.d. seljum, fornum eyðibýlum og ýmsu fleiru eins og álagablettum. Þannig geta menn gengið beint að þessum stöðum. Ég stend í þeirri meiningu að þetta sé fyrsta ritið þar sem þetta er gert, a.m.k. með svo skipulegum hætti. Byggðasagan kemur því að margvíslegum notum. Bækurnar eru mikið notaðar, t.d. í ferðaþjónustu, við skipulagsvinnu og fornleifaskráningu og fasteignasalar sækja þangað að sjálfsögðu upplýsingar.“ Auk þess sem Byggðasagan verður fjölnota uppflettirit um allar bújarðir í Skagafirði. Munnlegar heimildir hafa reynst ómetanlegar Hjalti segist hafa lagt mikið upp úr því að ná í munnlegar heimildir hjá fólki sem er staðkunnugt og þekkir landið sitt. „Þeir eru færri nú en áður sem þekkja landið sitt vel. Fólk sem fæddist í byrjun tuttugustu aldar gjörþekkti sitt umhverfi. Á þeim tíma þurfti fólk til sveita að snúast í kringum búpening sinn sem fór hingað og þangað og þá var nauðsynlegt að geta vísað fólki með því að nota nöfn á kennileitum. Nú þurfa menn lítið á þessu að halda og örnefnin eru óðum að týnast. Tilurð örnefna á sér yfirleitt einhverja sögu sem í flestum tilfellum er gleymd. Stundum hef ég náð slíkum sögum bak við örnefnin.“ Í efnisöflun förum við byggðasöguritarar á hverja einustu jörð og yfirleitt oft á hverja. Þá fáum við upplýsingar úr munnlegri geymd sem hefðu annars glatast og fáum líka einhverja þekkingu á landinu sem við erum að skrifa um. Nú erum við farnir að sjá fyrir endann á þessu verki og komnir út í Fljót. Ég hef oft „unnið framfyrir mig“ ef svo má að orði komast og talað við fólk sem ég gat ekki búist við að yrði á lífi þegar ég kæmi að þeirra búsvæðum. Þannig hef ég stundum náð í mjög dýrmæta heimildarmenn í tæka tíð. Nú eru heilu dalirnir komnir í eyði og fáir eða engir lengur sem vita deili á stöðum eða bújörðum sem löngu eru komnar í eyði. Ég get nefnt Flókadal í Vestur-Fljótum. Þar er ég með 20 bæi sem hafa verið í ábúð einhvern tímann frá 1780. Nú er aðeins búseta á tveimur þessara bæja. Á þriðja bænum er reyndar rekið fjárbú, en ábúendur með aðsetur á Sauðárkróki. Á þessu svæði eru fjölmargir heimildarmenn horfnir. Fyrir 20 árum síðan ræddi ég ítarlega við mann sem bjó innarlega í Flókadal og gjörþekkti hann. Hann fór með mér ríðandi um innhluta dalsins og reyndist mér ómetanlegur heimildarmaður. Hann er nú dáinn fyrir áratug síðan.“ Eins og Hjalti nefnir er slík söfnun á munnlegum heimildum ómetanleg fyrir framtíðina. Hann bendir á að þegar heimildamaður sé horfinn af vettvangi, þá er ekki á öðru að byggja en skráðum heimildum. Eins og menn þekkja eru slíkar heimildir síður en svo alltaf réttar jafnvel þótt þær séu ritaðar á sama tíma og atburðir gerðust. Eftir því sem lengra líður fækkar þeim sem leiðrétt geta heimildirnar. Því verður sagnfræðin stundum röng vegna rangra heimilda. Ritaðar heimildir geta í sumum tilfellum verið rangar „Sá sem skrifar sögu verður óhjákvæmilega að leggja mat á fyrirliggjandi heimildir og reynir að finna það sem réttast er og ritaðar heimildir eru stundum ekki áreiðanlegri en munnlegar,“ segir Hjalti. „Það er bara eðlilegt og oft óhjákvæmilegt að sá sem skrifar frétt eftir einhverjum öðrum, og þekkir sjálfur ekki vel til, getur hæglega misskilið hluti og farið rangt með.“ Hann segir að ekki þurfi annað en að fletta dagblöðum í dag. Í fréttum verða stundum skekkjur og staðreyndavillur sem enginn áttar sig á nema sá sem stóð nærri viðkomandi atburði. Staðreyndirnar fari því ekki alltaf réttar í prent, en verða samt uppleggið að heimildum sagnfræðinga í framtíðinni. „Í opinberum heimildum eru einnig stundum rangfærslur. Nægir að nefna þar framtöl búpenings, það er ekkert nýtt að menn séu að reyna að stela undan skatti og telji ekki rétt fram. Maður hefur lent í því að opinberar heimildir, sem eiga að vera réttar, stangast á eða stemma ekki þegar á reynir. Svo er sannleikur líka oft afstæður. Tveir aðilar sem verða vitni að sama atburði geta hæglega upplifað hann á mismunandi hátt.“ Hefði kannski þurft að byrja 30 árum fyrr „Ég finn til þess að hafa oft orðið of seinn eða á síðustu stundu að ná ýmsum munnlegum heimildum. Í raun hefði ég þurft að byrja 30–40 árum fyrr. En þá hefði ég heldur ekki haft þá tækni sem nú er til staðar til upplýsingaöflunar og úrvinnslu. Maður hefði þá ekki heldur getað gert þetta verk eins vel úr garði og nú er kostur með allri tækninni sem til er í dag,“ segir Hjalti Pálsson. /HKr. DALEN snjóblásarar Snjóblásararnir frá DALEN hafa slegið í gegn á undanförnum árum enda gífurlega öflugir og vel smíðaðir blásarar. Alla DALEN snjóblásara er hægt að nota á þrjá vegu: Að framan, að aftan og dreginn. Eigum fyrirliggjandi blásara á lager til afhendingar strax. Við bjóðum DALEN snjóblásarana í þremur stærðum: DALEN 2014 Vinnslubreidd: 270 Aflþörf: 160 hö. DALEN 2013 Vinnslubreidd: 255 cm Aflþörf: 130 hö. DALEN 2011 Vinnslubreidd: 233 cm Aflþörf: 100 hö. ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.