Bændablaðið - 30.11.2017, Side 47

Bændablaðið - 30.11.2017, Side 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Framleiðnisjóður landbúnaðarins kallar eftir umsóknum 2018 Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri – 311 Borgarnes Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar nú eftir umsóknum um styrki í eftirfarandi flokkum: # Umsóknir um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á bújörðum á vegum bænda (B flokkur). Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem líkleg eru til að leiða af sér umtalsverða atvinnusköpun. # Umsóknir um námsstyrki til nema í landbúnaðarvísindum (MSc. eða PhD). Forgangs njóta þeir umsækjendur sem sýna fram á í umsókn sinni að viðkomandi sé líklegur til að starfa að eflingu landbúnaðar í náinni framtíð. Í því samhengi er horft bæði til vals námslínu, sem og efnisvals lokaverkefna. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Eyðublöð sjóðsins hafa nýlega verið uppfærð og ekki verður tekið við umsóknum á eldri eyðublöðum. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknareyðublöðunum. Umsóknarfrestur er til 29. janúar 2018 (póststimpill gildir). Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri. Sími 430-4300 / netfang fl@fl.is. Styrkir þessir eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir Alþingis til sjóðsins fyrir árið 2018. Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar og tæki: » Volkswagen Transporter dobbule cab Syncro 4x4, árgerð 1996. » Ford Escort CLX, árgerð 1999. » Valmet 6400, árgerð 1996. » Epoke PSL 6,5, árgerð 1987. » Drifskaftsknúinn sand-/saltdreifari, árgerð 2012. » Wirtgen W350 malbiksfræsari, árgerð 2000. Allar frekari upplýsingar um tækin veitir Jónas Vigfússon í gegnum netfangið jonasv@akureyri.is Myndir af tækjunum má sjá á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is Tilboðum skal skila inn til Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð fyrir klukkan 15.00 mánudaginn 4. desember 2017 í lokuðum umslögum merktum því/þeim tæki/tækjum sem tilboðið nær til. Tilboð verða opnuð á sama tíma og stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Heimilt er að senda tilboð í tölvupósti á netfangið dora@akureyri.is Umhverfis- og mannvirkjasvið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum. UMHVERFISMIÐSTÖÐ AKUREYRARBÆJAR - TIL SÖLU BIFREIÐAR OG TÆKI - • FASTEIGNASALA NORÐURLANDS • Sala - verðmat - þjónusta • GUÐMUNDUR BJÖRNSSON löggiltur fasteigna- og skipasali662 4704 fastnord.isgummi@fastnord.is Jólamatarmarkaður Búrsins var haldinn í Hörpu um síðastliðna helgi. Bændur, sjómenn og smá- framleiðendur matvæla komu með afurðir sínar og vörur til að kynna og leyfa gestum að smakka á. Ljósmyndari blaðsins var á svæðinu á laugardeginum og tók nokkrar myndir af sölubásunum. Jólamatarmarkaður Búrsins haldinn í Hörpu: Hangikjöt frá Helllisbúanum og útigrísir frá Bjarteyjarsandi Eiður E. Kristinsson og Anna Björg Stefánsdóttir búa í Hrólfsstaðahelli með hesta og kindur. Síðastliðið haust tóku þau kjötvinnslu í notkun þar sem þau vinna lamba- og hrossakjöt til að selja beint frá býli. Bændurnir í Hrólfsstaðahelli markaðs- setja vörur sínar undir vörumerki Hellis- búans. Gómsæt heitreykt Hólableikja frá Kokkhúsi – krydduð með hvönn. Svava Hrönn Guðmundsdóttir fram- leiðir þrjár gerðir af sælkerasinnepi. Reykjavík Foods kynnti nýja vöru á markaðnum; niðursoðið lamb. Guðmundur bóndi Sigurjónsson á Bjarteyjarsandi var með eigið hangikjöt og afurðir af útigrísunum. Myndir / smh

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.