Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Spunasystur Rangæska hópnum „Spunasystur“ var einnig boðið á Ullarvikuna. Spunasysturnar flugu um Glasgow til Leirvíkur. Fyrir hópnum fór Maja Siska, hún kom með sýninguna sína „Óður til kindarinnar“ sem vakti mikla athygli og aðdáun. Maja var einnig með námskeið í lokkaspuna og Ingibjörg Sveinsdóttir kenndi um opnun og lista á lopapeysum. Aukið samstarf sunnlenskra ullarkvenna er mjög ánægjulegt. Austan Þjórsár hefur verið meiri áhersla á spuna, það skilar sér t.d. í „Uppspuna“, spunaverksmiðju Huldu og Tyrfings, þar sem framleitt er mjög fallegt band. Einnig má þakka Spunasystrum fyrir töluverða vakningu um feldfjárrækt. Þingborgarkonur og Spunasystur fóru saman í hópferð (æfing í vinstri akstri) í veðri sem minnti helst á íslenska haustlægð. Við heimsóttum m.a. bónda sem var með hjaltneskar stuttrófukindur, flestar mislitar, ærnar kollóttar en hrútarnir sívalhyrndir. Útlitið er kunnuglegt og litanöfnin sömuleiðis, moorit og moget heyra íslensk eyru sem mórautt og mögótt. Því miður verður þetta fé samt undir í samkeppninni um afurðasemi, fé af „ensku kyni“ skilar þyngri skrokkum og meiri ull. Mikil virðing er borin fyrir ullinni á Hjaltlandi. Við hliðina á hótelinu þar sem við gistum eru bækistöðvar Jamieson og Smith, þeir kaupa ull frá bændum og flokka, lita og spinna. Þeir flokka reyfið í fimm hluta, mjög nákvæm flokkun. Ullin er síðan send niður á meginlandið í spuna. Þarna keyptum við auðvitað töluvert af bandi. Mesta athygli okkar vakti hins vegar Uradalebandið. Ullin er frá þrem lífrænt vottuðum sauðfjárbýlum sem búa með hjaltneskt sauðfé, margir tónar af sauðalitum og sömuleiðis band litað með lífrænt vottuðum aðferðum. Þetta band hyggjumst við í Þingborg flytja inn og selja í versluninni. Framtíðarsýn Þingborgar Starfið í Þingborgarhópnum er mjög gefandi og skemmtilegt. Hópurinn hefur heldur verið að stækka undanfarið, ,,gamlar“ Þingborgarkonur hafa verið að koma aftur og eins hafa bæst í hópinn nýjar konur sem allar hafa eitthvað nýtt fram að færa. Gæðaeftirlitið er alltaf jafn strangt í Þingborg og það hefur skilað sér í góðu orðspori. Lopinn okkar er líka mjög sérstakur, í náttúrulegum litum og sérunninn fyrir okkur af Ístex. Forsvarsmenn Ístex hafa sýnt okkur sérstaka þolinmæði og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir þeirra þátt í velgengni okkar. Þeir leyfa okkur að fara í gegnum ullina í Þvottastöð Ístex á Blönduósi og velja það sem við viljum fá í lopann okkar. Það er fróðlegt að skoða ullina í þvottastöðinni, margir bændur ganga mjög vel um ullina en því miður eru alltof margir pokar sem við gerum ekkert annað við en loka aftur. Skítug ull og stundum jafnvel blaut og þar af leiðandi illa lyktandi. Íslenskir bændur margir hverjir þurfa að taka sig vel á í meðferð ullar, það gengur ekki að senda ull sem er skemmd af húsvist. Í það minnsta lítum við ekki við svoleiðis ull. Það eru verðmæti fólgin í ullinni og því allra hagur að hugsa sem best um hana. Í janúar höldum við Þingborgarkonur á Blönduós enn eina ferðina, það er alltaf tilhlökkun þó það sé mikil vinna að velja ullina í lopann. Við vonum að við fáum mikið af fallegri ull í öllum litum, við hvetjum því alla bændur sem nú á næstu vikum rýja sitt fé að vanda sig í meðferð ullarinnar. Katrín Andrésdóttir Margrét Jónsdóttir Syðra-Velli Á FAGLEGUM NÓTUM Á öðrum kvöldfyrirlestri kynnti Hildur Hákonardóttir bók sína um kljásteinavefstaðinn. Meðhöfundar Hildar og með henni á myndinni eru þær Elizabeth Johnston and Marta Kløve Juuhl. Málin rædd við sauðfjárbónda. Samstilling gangmála áa Fyrir um 50 árum var farið að nota progestagen svampa víða um heim til að samstilla gangmál áa á fengitíma. Á námsárum mínum í Wales kynntist ég og notaði þessa tækni og hóf tilraunir með hana við Bændaskólann á Hvanneyri veturinn 1972. Þessi nýjung hlaut skjóta útbreiðslu hér á landi, einkum við skipulagningu sæðinga, og hafði mikið hagnýtt gildi um árabil. Reynslan hér á landi Þótt tilraunir mínar á 8. áratug liðinnar aldar bentu ekki til þess að svampameðferðin skaðaði frjósemi áa fóru síðar að koma fram vísbendingar um nokkra lækkun á fanghlutfalli og dálitla á frjósemi mældri sem fjöldi fæddra lamba hjá sæðingaám. Með úrvinnslu umfangmikils gagnasafns úr sæðingunum á seinni árum staðfesti dr. Jón Viðar Jónmundsson í grein í síðasta Bændablaði að samstillingin lækki fanghlutfallið um 20% og frjósemina töluvert. Allt virðist vera með eðlilegum hætti þegar hleypt er til samstilltra áa. Æskilegt væri að sæðingaskýrslur yrðu kannaðar betur því að þar eiga að vera skráðar upplýsingar frá einstökum búum um þætti á borð við tímalengd frá úrtöku svampa til sæðingar. Utan ákveðinna marka gæti sú tímasetning haft veruleg áhrif á árangurinn. Þá má hugsanlega bæta fanghlutfallið með því að sæða tvisvar, t.d. upp úr hádegi og aftur um kvöldið. Það virðist til bóta en frekari rannsókna er þörf. Ýmsar aðferðir reyndar Ýmsar aðrar lyfjaaðferðir við samstillingu gangmála hafa verið reyndar, m.a. hér á landi, svo sem með prostaglandini sem er mun vandmeðfarnara, en engar þeirra hafa tekið svömpunum fram , og alls ekki með tilliti til kostnaðar og dýravelferðar. Þrátt fyrir framangreinda vankanta má þó reikna með að svamparnir verði notaðir áfram, einkum í smærri hjörðum við skipulagningu sæðinga og til að hagræða burði hjá ám sem hleypt er til. Sumir meta það mikils að geta látið ærnar bera á nokkrum dögum í stað tveggja til þriggja vikna á vorin. Hvað sæðingarnar varðar gæti skipt miklu máli ef unnt væri að bæta árangur af notkun djúpfrysts sæðis því að þá mundi þörfin fyrir samstillingu gangmála dragast enn meira saman. Vonandi tekst sæðingastöðvunum okkar að feta sig inn á braut Norðmannna þar sem notkun djúpfrysts sæðis hefur þróast með mjög jákvæðum hætti. Minnkandi lyfjanotkun Eins og staðan er í dag er reynt að draga sem mest úr lyfja- og þar með hormónanotkun í búfjárræktinni og gengur lífræni geirinn lengst í þeim efnum þar sem flest þau lyf sem þekkt eru í hefðbundinni búfjárframleiðslu eru annað hvort bönnuð eða takmörkuð við neyðartilvik. Því er töluverður áhugi á því meðal búvísindamanna og dýralækna að finna og þróa aðrar leiðir til að samstilla gangmál áa. Þó hafa ekki enn komið fram aðrar meðferðir, byggðar á lyfjum eða öðrum efnum, sem geta t.d. komið í stað svampameðferðar fyrir ær. Einn helsti kosturinn við samstillingu með hormónum er tiltölulega mikil nákvæmni, og á það ekki síst við um svampana, hvort sem svamparnir eru hafðir í ánum 13,14 eða 15 daga. Náttúrulegar aðferðir Vissulega væri það til mikilla framfara ef unnt yrði að þróa náttúrulegar aðferðir til samstillingar gangmála áa sem gætu komið að mestu eða öllu leyti í stað hormóna og annarra lyfja. Tiltæk er töluverð vitneskja um þessi efni, ekki síst í sauðfé, en þar eru hin svokölluðu hrútaáhrif þekktust. Athugun á þeim var reyndar dálítill liður í doktorsverkefni mínu í Wales á árunum 1969–1972 en þar var í fyrsta skipti í heiminum sýnt fram á samstillingaráhrif frá hrútum á gimbrar við kynþroska. Áður hafði slíkt komið fram hjá fullorðnum ám í nokkrum löndum þegar þær voru einangraðar frá hrútum í a.m.k. nokkrar vikur fyrir fengitíma. Egglos og beiðsli urðu gjarnan á ákveðnum tíma, jafnvel fáeinum dögum, eftir að hrútarnir komu aftur til ánna. Lyktin ein nægði. Þá hafa komið fram sterkar vísbendingar um að annars konar snögg áhrif á ær, skömmu fyrir fengitíma, geti framkallað egglos og beiðsli, sem sagt töluverða og jafnvel all góða samstillingu. Þar hefur m.a. verið tilgreindir þættir á borð við langflutninga og rúning sem geti valdið snöggri streytu eða sjokki er orsaki egglos og jafnvel beiðsli, trúlega vegna áhrifa á hormónastarfsemina í ánni. Rannsókna er þörf Þótt enn hafi ekki tekist að þróa náttúrulegar aðferðir til að samstilla gangmál áa með sambærilegri nákvæmni og t.d. svampameðferðin, finnst mér full ástæða til að við gefum þeim gaum. Það hefur ekki enn verið gert hér á landi. Öðru hvoru hafa bændur sagt mér sögur um tilvik þar sem t.d. snögg áhrif frá hrútum eða haustrúningur virðast hafa haft samstillingaráhrif á ærnar. Því legg ég til að Landbúnaðarháskóli Íslands, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. og báðar sauðfjársæðingastöðvarnar beiti sér fyrir rannsóknum á þessu sviði, helst á nokkrum búum, og væri ég til í að leggja á ráðin um skipulagninguna. Slíkar rannsóknir gætu haft bæði vísindalegt og hagnýtt gildi fyrir sauðfjárræktina. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson Höfundur er sjálfstætt starfandi búvísindamaður sem hefur unnið töluvert við æxlunarlíffræðilegar rannsóknir á sauðfé og stundar örbúskap með kindur o.fl. Kistumel 2 // 116 Reykjavík Sími 480 0444 // vinnuvelar@vinnuvelar. is www.vinnuvelar.is Bobcat er með mikið úrval skotbómulyftara fyrir bændur, verktaka og önnur fyrirtæki. Getum við hagnýtt hrútaáhrif til samstillingar gangmála?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.