Bændablaðið - 30.11.2017, Side 57

Bændablaðið - 30.11.2017, Side 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Páfuglasjal HANNYRÐAHORNIÐ Kæru viðskipta vinir, um leið og við óskum ykkur gleðilegra hátíðar langar okkur að segja ykkur að við höfum tekið ákvörðun um að taka okkur gott og einstaklega notalegt jólafrí. Við ætlum því að hafa lokað hjá okkur í Gallery Spuna frá og með 19. desember til og með 2. janúar 2018. Með þessum fréttum deilum við með ykkur þessari æðislegu uppskrift af páfuglasjali. Hægt er að versla í það í netverslun okkar, galleryspuni.is, og svo eru þið auðvitað ávallt velkomin til okkar í verslunina í Grindavík. Páfuglasjal frá DROPS Design: Garðaprjóns DROPS sjal úr „ Delight“ með snúningum DROPS Design: Mynstur nr de-097 (145/3) Garnflokkur A Stærð: Breidd efst: ca 128 cm Hæð: ca 70 cm Efni: DROPS DELIGHT frá Garnstudio 350 gr litur nr 07, beige/blár DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4 – eða sú stærð sem þarf til að 21 l og 41 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm. DROPS HEKLUNÁL NR 3 – fyrir lista GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. LEIÐBEININGAR: Í hvert skipti sem snúið er við í miðri umf er 1. l tekin óprjónuð. Herðið á bandi og prjónið síðan áfram eins og áður. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir göt í skiptingunum. SJAL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 60 l á hringprjóna nr 4 með Delight. Prjónið garðaprjón með byrjun frá réttu þannig: Prjónið 1 umf þar til 58 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. 1 umf þar til 56 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. Prjónið 2 l í fyrstu l, prjónið þar til 54 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. 1 umf þar til 52 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. 1 umf þar til 50 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. Prjónið 2 l í fyrstu l, prjónið þar til 48 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. Haldið áfram með snúninga þar til 2 l eru færri en í fyrri umf fyrir hvert skipti sem snúið er við þar til prjónaðar hafa verið 2 umf yfir 2 síðustu l, prjónið 2 umf yfir allar l. JAFNFRAMT í 6. hverri umf eru prjónaðar 2 l í fyrstu l í umf frá réttu. Þegar prjónuð hefur verið 1 heil mynstureining (= 60 umf)hefur verið aukið út um 10 l = 70 l. Næsta mynstureining er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 umf þar til 68 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. 1 umf þar til 66 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. Prjónið 2 l í fyrstu l, prjónið þar til 64 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. 1 umf þar til 62 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. 1 umf þar til 60 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. Prjónið 2 l í fyrstu l, prjónið þar til 58 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka. Haldið áfram með snúninga þar til 2 l eru færri en í fyrri umf fyrir hvert skipti sem snúið er við þar til prjónaðar hafa verið 2 umf yfir 2 síðustu l, prjónið 2 umf yfir allar l. JAFNFRAMT í 6. hverri umf eru prjónaðar 2 l í fyrstu l í umf frá réttu. Þegar prjónuð hefur verið 1 heil mynstureining (= 70 umf) hefur verið aukið út um 12 l = 82 l. Haldið áfram alveg eins, fyrir hverja mynstureiningu sem prjónuð er verða fleiri og fleiri l í mynstureiningunni og mynstureiningin nær yfir fleiri umf. Haldið áfram þar til prjónaðar hafa verið 8 mynstureiningar – nú eru ca 206 l á prjóni. Fellið af. Herðið að í miðjunni með því að þræða band í gegnum innstu l og herðið að. HEKLAÐUR LISTI: Heklið lista kringum allt sjalið með heklunál nr 3 með Delight þannig: Heklið 1 fl, * 3 ll, 1 st í 1. ll, hoppið fram um ca 1 cm, 1 fl *, endurtakið frá *-* í kringum allt sjalið og endið með 1 kl í fyrstu fl. Fjölskyldan Gallery Spuna Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 8 2 8 2 1 7 9 6 7 5 3 1 3 4 2 7 6 5 6 9 8 4 4 9 3 1 8 1 6 4 9 5 2 1 4 Þyngst 5 4 6 3 7 3 1 2 2 6 4 3 5 7 9 2 1 9 8 6 7 9 2 4 5 1 6 8 2 4 9 3 2 4 7 2 1 5 6 1 6 8 2 7 9 7 4 1 8 4 9 5 8 7 3 1 8 5 4 1 3 6 9 9 1 8 6 7 5 2 6 2 1 4 7 8 3 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hrossabóndi eða hundatemjari Erla er mikill dýravinur og náttúrubarn. Henni finnst gaman í fjárhúsunum með pabba sínum og vera á hestbaki með vinum. Hún er svo heppin að hafa getað verið aðstoðarmanneskja í hestaleigu hjá Active North síðastliðin tvö sumur. Nafn: Erla Bernharðsdóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Ærlækjarsel í Öxarfirði. Skóli: Öxarfjarðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og myndmennt. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur og hundur. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Metallica og fleiri. Uppáhaldskvikmynd: Veit ekki. Fyrsta minning þín? Þegar ég var 3 ára og stalst inn í búr og flysjaði allar mandarínurnar. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi á gítar og bassa. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hrossabóndi eða hundatemjari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fór ein (ekki með neinum úr fjölskyldunni) til New York, þegar ég var 9 ára. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í nokkurra daga hestaferð með fjölskyldu og vinum. Næst » Erla skorar á Þorstein Sveinsson á www.galleryspuni.is Alpaca garn á 30% afslætti til 31. desember Lokað verður 19. desember - 2. janúar Hægt að panta í vefverslun, pantanir afgreiddar eftir 2. janúar. Gleðilega hátíð TURI .is Spennandi saga eftir húnvetnskt skáld Pöntun á www.godar-baekur.is – frí heimsending Látið þessa bók ekki fram hjá ykkur fara Bændablaðið Sendið jólakveðju til viðskiptavina Auglýsingasíminn er 563-0303

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.