Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 20184 FRÉTTIR Útflutningur á lambakjöti til Indlands og Kína: Kjarnafæði stígur fyrsta skrefið inn á Indlandsmarkað – Gott verð er í boði fyrir íslenska framleiðandann Opnað hefur verið fyrir útflutning á lambakjöti til Indlands. Matvæla stofnun hefur undanfarin tvö ár unnið að því að afla leyfis fyrir slíkum útflutningi frá Íslandi, í samvinnu við SAH Afurðir, Kjarnafæði og sendiráð Íslands á Indlandi. Leyfið sem hefur verið gefið út er til sex mánaða og tekur til fimm tonna lambakjöts; hluti þess er í heilum og hálfum skrokkum en annað hlutað niður og úrbeinað. Leyfið sem nú hefur verið veitt gildir fyrir sláturhús SAH Afurðir á Blönduósi og kjötvinnslu Kjarnafæðis, sem jafnframt er útflutningsaðilinn. Fyrsta sendingin fór til Indlands í byrjun október og eru fleiri sendingar fyrirhugaðar á næstu vikum. Riða ekki greinst á fjórum varnarsvæðum Matvælastofnun greinir frá þessum tíðindum á vef sínum á dögunum. Þar segir enn fremur að ýmsar sérkröfur séu gerðar og skilyrði sett fyrir útflutningnum; einungis sé heimilt að flytja út lambakjöt af þeim svæðum þar sem riða hefur aldrei greinst, auk þess sem kjötinu á að halda aðskildu frá öðru kjöti í vinnslu og í geymslum. Mikil áhersla sé á rekjanleika sláturlamba og öryggi afurðanna. Á fjórum varnarsvæðum hefur aldrei greinst riða; Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, N-Þingeyjarsýsluhluti Norðausturhólfs og Öræfahólf. Kjarnafæði stígur inn á Indlandsmarkað Andrés Vilhjálmsson, sölustjóri Kjarnafæðis, hefur síðustu tvö ár unnið að því, fyrir hönd Kjarnafæðis, að fá leyfi hjá indverskum yfirvöldum fyrir innflutningi á íslensku lambakjöti til Indlands. „Þetta hefur verið gert í mjög góðri samvinnu við Matvælastofnun og Gissur Guðmundsson, sem er milliliður í þessu verkefni og sá sem í upphafi kom þessum viðskiptum á. Sendiráð Íslands á Indlandi hefur líka komið komið að þessu verkefni,“ segir Andrés. Kaupandinn flytur inn 20 tonn lambakjöts á mánuði „Tímabundið leyfi fékkst fyrir fimm tonnum sem gildir í sex mánuði fyrst um sinn og fór fyrsta prufusendingin út í byrjun október. Þar er svo stefnt á að næsta sending fari í nóvember og við áætlum að það verði um 20 tonn, en með því skilyrði að leyfið verði fyrst framlengt. Ekki er vitað hversu mikið magn þetta getur orðið en sá sem kaupir af okkur núna flytur inn 20 tonn í hverjum mánuði frá Nýja- Sjálandi og Ástralíu. Þessar tölur gefa þó ekki nákvæma vísbendingu um hversu mikið magn af íslensku lambakjöti þetta getur orðið, það gæti verið minna og einnig þarf að hafa í huga að kjötið þarf að koma frá riðufríum svæðum. Þetta er á algjöru frumstigi og þess vegna mikilvægt að stíga varlega til jarðar í öllum væntingum, en þetta lofar þó góðu.“ Tækifæri fyrir aðrar afurðastöðvar Að sögn Andrésar var samningurinn gerður á milli innflutningsaðila á Indlandi og SAH Afurða á Blönduósi og Kjarnafæðis. „Við vonumst til að fleiri afurðastöðvar geti notið góðs af þessu verkefni ef vel tekst til svo þetta muni gefa fleiri afurðastöðvum tækifæri á að selja inn á þennan markað þar sem þó nokkur hefð er fyrir neyslu á sauðfjárafurðum. Skilyrðin fyrir þessum útflutningi til Indlands er að lambakjötið komi frá riðufríum svæðum og þarf að halda kjötinu aðskildu frá öðru kjöti í vinnslu og geymslum. Einnig er lögð sérstök áhersla á rekjanleika afurðarinnar. Matvælastofnun hefur unnið mjög gott starf í þessu verkefni og á hrós skilið.“ Gott verð mun fást „Verðið sem fæst fyrir kjötið er gott fyrir íslenska framleiðandann ef úr þessu verður,“ segir Andrés. „Kjarnafæði sendi fyrst út prufur til sendiráðs Íslands í Nýju-Delí á Indlandi fyrir tveimur árum þar sem íslenska lambakjötið var kynnt fyrir áhrifamönnum í matreiðslugeiranum á Indlandi. Kaupandinn hefur svo kynnt íslenska lambakjötið fyrir matreiðslumönnum eftir að fyrsta prufusendingin fór út núna í byrjun október, meðal annars fjölmörgum af bestu hótelum í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, og fengið frábærar viðtökur. Nú er búið að stíga fyrsta skrefið en fyrsta sendingin var að fara í gegn hjá indverskum tollayfirvöldum sem gekk vel. Næsta skref verður tekið í nóvember og vonandi getum við horft á Indland sem framtíðarmarkað fyrir íslenskt lambakjöt,“ segir Andrés. Fjallalamb þreifar á Kínamörkuðum Eins og komið hefur fram var áður veitt leyfi til útflutnings á lambakjöti til Kína með svipuðum skilyrðum. Þar er þó tilgreint að svæðin skuli vera riðufrí í dag, en ekki skilyrt við að þar hafi aldrei greinst riða eins og Indverjar gera kröfu um. Þar er hins vegar gerð krafa um að sláturhús, kjötpökkunarstöðvar og frystigeymslur séu á riðulausum svæðum. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, segir að Fjallalamb standi nú í viðræðum við fjóra aðila í Kína um sölu á lambakjöti og þær gangi mjög vel. „Það er ánægjulegt að svæðið fái nú að njóta þeirrar landfræðilegu sérstöðu sem það hefur. Nú bíðum við eftir heilbrigðis- vottorði frá Matvælastofnun en kínversk og íslensk yfirvöld eru að koma sér saman um ákveðið heilbrigðisvottorð sem mun fylgja vörunni alla leið til kaupenda. Þegar það er komið þá þarf að skrá leyfi Fjallalambs á öllum tollstöðvum. Það er okkur mjög mikilvægt að þetta ferli taki sem stystan tíma, svo hægt sé að hefja sölu.“ Hundrað tonna útflutningsþörf „Þegar þessu ferli er lokið ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að fara að senda kjöt út. Útflutningsþörf Fjallalambs er ríflega 100 tonn, en ef við fáum gott verð þá munum við örugglega senda meira. Mitt markmið er að fá gott verð fyrir vöruna þannig að bændur og Fjallalamb sjái sér hag í því að selja á þennan markað án þess að tapa á því. Ef það gengur eftir gætum við verið að tala um framtíðarviðskipti. Verðið skiptir öllu máli. Viðræður um verð eru í gangi en ég get ekki upplýst frekar um þau mál núna. Kínverjar gera kröfu um það að sláturhúsið sé staðsett á hreinu svæði sem gerir það að verkum að Fjallalamb er eina húsið á landinu sem gat fengið leyfi. Það hefur aldrei komið upp riða á svæði Fjallalambs þannig að ég geri fastlega ráð fyrir því að við getum líka fengið leyfi á Indlandi en ég hef aðallega verið að skoða Kínamarkaðinn. Við erum að tala um mjög stóra markaði og þurfum því að vanda mjög til verka í samningunum,“ segir Björn Víkingur. /smh Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2018: Fleiri veiðidagar á stærri veiðistofn Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið að rjúpnastofninn þoli veiðar á 67 þúsund fuglum. Í fyrra var niðurstaðan 57 þúsund fuglar og árið 2016 40 þúsund fuglar. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veiðidagar rjúpu verði fimmtán talsins í ár, en í fyrra og árið 2016 voru þeir 12. Veiðitímabilið hófst á föstudaginn og skiptist niður á næstu fimm helgar. Miðað er við að tíu rjúpur komi í hlut hvers veiðimanns ef þessum 67 þúsund fuglum er dreift jafnt á milli þeirra sem héldu til veiða á síðasta ári. Áfram er sölubann á rjúpum. Sjálfbær rjúpnastofn Í tilkynningu úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að meginstefna stjórnvalda sé að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær, sem og annarra auðlinda. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu. „Til að vinna að sjálfbærri veiðistjórnun eru stundaðar mikilvægar rannsóknir og vöktun á stofninum og síðan rekið stjórnkerfi til að stýra veiðinni að viðmiðum um hvað telst sjálfbær nýting. Rjúpnastofninn stendur betur nú en undanfarin ár. Því er talið ásættanlegt að rýmka þann tíma sem hægt er að stunda veiðar. Það getur jafnframt orðið til þess að minnka álag á veiðislóð.“ Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2018 er eftirfarandi samkvæmt tilkynningu úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu: 1. Heildarveiði árið 2018 miðast við 67.000 rjúpur sbr. mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli stofnsins. 2. Sölubann er á rjúpum. Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Með sölu er átt við hvers konar afhendingu gegn endurgjaldi. Umhverfisstofnun er falið að fylgja því eftir. 3. Hófsemi skal vera í fyrirrúmi. Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar. Umhverfisstofnun verður falið að hvetja til hófsemi í veiðum. 4. Veiðiverndarsvæði verður áfram á SV-landi líkt og undanfarin ár. 5. Veiðidagar eru 15 og skiptast á fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags og hefst veiði síðustu helgina í október sem hér segir: • Föstudaginn 26. október til sunnudags 28. október, þrír dagar. • Föstudaginn 2. nóvember til sunnudags 4. nóvember, þrír dagar. • Föstudaginn 9. nóvember til sunnudags 11. nóvember, þrír dagar. • Föstudaginn 16. nóvember til sunnudags 18. nóvember, þrír dagar. • Föstudaginn 23. nóvember til sunnudags 25. nóvember, þrír dagar. 6. Fyrirsjáanleiki. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun, til samræmis við ákvæði laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, fela Umhverfisstofnun að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands að hefja vinnu við gerð tillögu um fyrirkomulag rjúpnaveiða sem taki gildi frá og með haustinu 2019. Um það hafi stofnunin samstarf við Samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar og eftir atvikum aðra aðila, en í nefndinni sitja fulltrúar Skotvís, Fuglaverndar, Bændasamtakanna og Náttúru stofa, auk fyrrgreindra stofnana. Sú tillaga liggi fyrir í febrúar nk. /smh Erpsstaðir hlutu Fjöreggið Fjöreggið, viðurkenningu Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands og Samtaka iðnaðarins, hlaut Rjómabúið á Erpsstöðum í Dölum, en það var afhent á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands sem haldinn var á Grand hótel á fimmtudaginn. Fjöreggið er veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Í dag er framleitt gamaldags skyr, tvær tegundir af ostum á Erpsstöðum, margar tegundir af ís og skyrkonfekt. Á Erpsstöðum er rekin sveitaverslun sem selur framleiðsluvörur fyrirtækisins. Önnur verkefni og fyrirtæki sem voru tilnefnd til Fjöreggsins voru: AstaLýsi, blanda af íslensku astasantíni og síldarlýsi, Efstidalur II, fjölskyldubýli sem rekið er af fjórum systkinum og fjölskyldum þeirra, Heilsuprótein, framleiðsla á verðmætum afurðum úr mysu sem áður hefur verið fargað, og Matartíminn, vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem framleiðir mat handa skólabörnum. /smh Andrés Vilhjálmsson, sölustjóri Kjarnafæðis. Mynd / Kjarnafæði Björn Víkingur Björnsson, fram- kvæmda stjóri Fjallalambs. Mynd / Fjallalamb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.