Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 19 Byggt upp á Kaupvangsbökkum og Melgerðismelum Einnig nefna þeir félagar að Léttisfólk réðst í það stórvirki árið 1962 að kaupa jörðina Kaupangsbakka í Eyjafjarðarsveit, skammt sunnan Akureyrar. Safnað var fyrir jörðinni með framlögum félagsmanna sjálfra og þá lagði sjóður kenndur við Caroline Rest fram umtalsverða fjármuni til kaupanna. Hesthús og greiðasala með því nafni stóð í Grófargili í eina tíð, en það reisti George Schrader árið 1913. Þegar hann yfirgaf landið 1915 skildi hann eftir sig eignir og fjármuni sem mynduðu sjóðinn. Léttisfélagar reistu minnisvarða um hestavininn Schrader á 100 ára ártíð Caroline Rest árið 2013. „Jörðin Kaupangsbakki var lengi vel einungis notuð til beitar fyrir hesta félagsmanna, en hin síðari ár höfum við staðið þar fyrir mikilli uppbyggingu. Nú hefur á jörðinni verið reist glæsilegt hús, Bakkahöll sem svo er nefnd, stór rétt sömuleiðis og önnur aðstaða sem kemur að góðum notum. Kaupangsbakkar eru líkast til fjöfarnasti áningastaður hestamanna á Norðurlandi, þar hefjast flestar hestaferðir frá Akureyri og Eyjafirði og enda þar sömuleiðis. Það stendur svo til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu og viðhalda þeirri aðstöðu sem þar er fyrir,“ segja þeir Björn og Sigfús. Hestamannafélagið Léttir hefur einnig í samstarfi við hestamanna- félagið Funa í Eyjafjarðarsveit unnið að uppbyggingu á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit en þar er ljómandi fínt mótssvæði og hafa þar verið haldin mörg stórmót hestamanna, m.a. fjórðungsmót og þá var Landsmót hestamanna haldið þar árið 1998. „Okkar framtíðarsýn er sú að Melgerðismelar verði útivistarparadís hestamanna, þar er fyrirhugað að byggja upp mannvirki, m.a. þjónustuhús og tjaldsvæði til að sá draumur verði að veruleika.“ Engin aldurstakmörk í hestamennskunni Léttir hefur einnig tekið gamalt eyðibýli í Fnjóskadal, Sörlastaði, í fóstur, en frá árinu 1975 hefur það leigt jörðina af Þingeyjarsveit og hefur um árin verið unnið að því að bæta og viðhalda gömlu íbúðarhúsi á jörðinni. „Það má segja að við höfum búið okkur til sælureit að Sörlastöðum, hann nýtum við vel yfir sumarið enda ávallt gott að dvelja þar og njóta lífsins.“ Sigfús nefnir að margir kostir fylgi því að vera félagsmaður í Létti, vel sé hugsað um alla aldurshópa sem hestamennsku stunda, hestamennskan eigi sér raunar engin aldursmörk, hvorki efri né neðri. „Það geta allir stundað hesta- mennsku, sama hver aldurinn er. Við höfum ávallt staðið fyrir miklu og góðu æskulýðsstarfi og því munum við halda áfram, það er nauðsynlegt að hlúa að ungum og efnilegum hestamönnum, það eru þeir sem taka við keflinu af okkur. Við höfum góða aðstöðu fyrir þennan hóp og munum hér eftir sem hingað til leggja mikla rækt við hann, enda býr lengi að fyrstu gerð eins og þar stendur,“ segir Sigfús. Gott veganesti inn í framtíðina Björn nefnir að á þeim tímamótum sem Léttir fagni 90 ára afmæli standi félagið einkar vel, það eigi umtalsverðar eignir og sé skuldlaust. „Við Léttismenn erum ákaflega stolt af þessari stöðu. Það hefur verið gæfa félagsins alla tíð að vel hefur verið farið með fé og sú stefna höfð að leiðarljósi að skuldsetja félagið ekki um of til framtíðar. Það er einmitt þess vegna sem okkur þykir framtíð félagsins einkar björt. Okkar mesti auður liggur í félagsmönnum sem eru tilbúnir að leggja á sig ómælt sjálfboðaliðastarf bæði í nefndarstarfi ýmiss konar eða við verklega framkvæmdir. Þetta er fólk sem ann félaginu sínu og er umhugað um að það dafni og eflist. Akureyrarbær hefur verið okkar sterkasti bakhjarl, hefur stutt við okkar starf með miklum sóma í áratugi. Með þetta veganesti, traustan bakhjarl, frábæra félagsmenn, miklar eignir og skuldleysi höldum við bjartsýn til móts við framtíðina,“ segir Björn. Styrkir til rannsóknar- og þróunarverkefna 2019 (A-flokkur) Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði hagnýtra rannsókna, þróunar og þekkingarsköpunar. Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem líkleg eru til að leiða af sér þekkingu, tækni eða aðrar afurðir sem hægt er að hagnýta í náinni framtíð í íslenskum landbúnaði. Styrkir til atvinnuuppbyggingar á lögbýlum á vegum einstakra bænda (B-flokkur) sem og námsstyrkir verða auglýstir síðar. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknarforminu. Umsóknarfrestur er til 21. desember n.k. (póststimpill gildir). Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri. Sími 430-4300/netfang fl@fl.is. Styrkir þessir eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir Alþingis til sjóðsins fyrir árið 2019. Landstólpi leitar að samstarfi - þjónustufulltrúa Vegna aukinna umsvifa þjónustudeildar Landstólpa leitum við nú logandi ljósi að þjónustulunduðum og klárum einstaklingi til að sinna viðgerðum og viðhaldi tækja og búnaðar hjá viðskiptavinum fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að sinna þjónustu við viðskiptavini okkar á sviði mjaltaþjóna, mjólkurtanka og öðrum þeim tækjum sem fyrirtækið þjónustar. Ekki er um fullt starf að ræða heldur verktöku eftir þörfum viðskiptavina hverju sinni. Starfssvæðið er Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur og þarf viðkomandi að hafa bíl til umráða. Verkefnið hentar bæði einstaklingum eða fyrirtækjum í þjónusturekstri sem vilja bæta við sig verkefnum. Viðkomandi þarf að: - hafa þekkingu á vélum og vélbúnaði - vera þjónustulundaður - vera fljótur að setja sig inn í verkefni og geta miðlað upplýsingum - vera tilbúinn að læra og leggja sig fram - hafa þekkingu á þörfum bænda og annarra viðskiptavina Landstólpa - geta unnið sjálfstætt en jafnframt vera hluti af liðsheild - geta sinnt útköllum utan hefðbundins vinnutíma Auk ofangreinds er góð enskukukunnátta og bílpróf nauðsynlegt. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar um starfið veitir Anton þjónustustjóri í s. 846-6116. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember næstkomandi og skal umsóknum skilað á netfangið anton@landstolpi.is Finna má okkur á heimasíðunni, www.landstolpi.is eða á facebook “Landstólpi” Landstólpi ehf. - Gunnbjarnarholti - 801 Selfoss - Tel.: +354 480 5600 Erum við að leita að þér? Hestur og maður á dýrlegri stundu á Akureyri síðsumars 2018, hér eru þau Valgerður Sigurbergsdóttir og Atli Sigfússon að leggja í hann inn í sólarlagið. Mynd / Léttir Frá Sörlastöðum í Fnjóskadal. Mynd / Léttir Hestaferð í Þingeyjarsýslu. Komið að Fosshól þar sem Léttir hefur komið upp glæsilegri rétt. Mynd / Léttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.