Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201820 Norski lagaprófessorinn Peter T. Örebech frá Tromsö hélt erindi á fjölmennum fundi á háskólatorgi Háskóla Íslands þann 22. október sl. Samkvæmt orðum Örebech er verið að stefna íslenskum hagsmunum í orkumálum og þar með sjálfsákvörðunar- og fullveldisrétti þjóðarinnar í stórhættu ef Alþingi samþykkir að innleiða regluverk ESB á bak við orkupakka 3. Að fundinum stóð Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékkst enginn til að tala fyrir sjónarmiðum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur iðnaðarráðherra. Fullyrt að orkupakki 3 hafi ekki áhrif á réttarstöðu íslenskra orkumála Iðnaðarráðherra lét héraðsdóms- lögmanninn Birgi Tjörva Pétursson vinna fyrir sig greinargerð sem efnislega telur enga hættu felast í því fyrir Íslendinga að samþykkja orkupakka 3. Í áliti sínu, sem birtist í september, sagði Birgir Tjörvi meðal annars að reglurnar í orkupakkanum myndu ekki hafa áhrif á eignarrétt á orkuauðlindum á Íslandi, þar sem 125. grein EES-samningsins, um að samningurinn hafi ekki áhrif á reglur samningsríkis um skipan eignaréttarins. Þórdís Kolbrún sagði í tilkynningu um greinargerðina í september síðastliðinn að hún hafi lagt sig fram við að hlusta eftir gagnrýnisröddum á mál sem snúa að þriðja orkupakkanum. Hún sagði þar að greinargerð Birgis Tjörva væri ítarleg og svara þeim helstu álitamálum sem hefur verið rætt um opinberlega. „Athugun á innihaldi þriðja orkupakkans styður ekki sjónarmið um að innleiðing hans fæli í sér slík frávik frá þverpólitískri stefnumörkun og réttarþróun á Íslandi að það kalli sérstaklega á endurskoðun EES-samningsins. Með innleiðingu hans væri ekki brotið blað í EES-samstarfinu,“ sagði ráðherra. Álit sem unnið var fyrir ráðherra er þvert á álit lagaprófessorsins Sú staðhæfing sem finna má í málinu sem unnið var fyrir iðnaðarráðherra er algjörlega þvert á það sem kom fram í máli Peter T. Örebech á fundinum í HÍ. Hann hefur líka skilað greinargerð til norska Stórþingsins vegna sama máls. Um greinargerð Birgis Tjörva gerir Peter T. Örebech mjög ítarlegar athugasemdir og segir hann m.a. misskilja eða sjást yfir mikilvæg atriði grundvallarsamninga fyrir tilurð ESB og ekki taka tillit til fordæmisgefandi dóma um ýmis atriði hans, m.a. um eignarréttarákvæði. Örebech segir m.a.: „Jafnvel þótt skrif lögmannsins séu dálítið óskýr m.t.t. þess, hvort hann haldi því fram, að reglur EES- samningsins skuli ekki gilda, nema afleidda lagasetningin nefni það sérstaklega, þá sé ég ástæðu til að nefna, að þessu er þveröfugt farið: Allar nýjar gerðir og tilskipanir, sem varða EES-samninginn – ef EES-löndin undirgangast þær – gilda fyrir allt EES. Ef EES-ríki óskar eftir undanþágu frá einu eða fleiri ákvæðum í nýrri Evrópugerð, já, þá þarf að semja sérstaklega um það, og undanþágurnar verða að koma fram í viðkomandi reglugerð.“ Ályktanir standast ekki og eru í mótsögn við EES-samninginn „Niðurstaða mín er sú, að lögmaðurinn BTP dragi ályktanir, sem ekki standast. Þetta á við um skoðanir lögmannsins á, að EES-samningurinn gildi ekki um orkugeirann vegna þess í fyrsta lagi, að grein 125 í EES-samningnum – reglan um eignarrétt, sem sé á valdi hverrar þjóðar – að sögn – útiloki slíkt. Í öðru lagi sú afstaða lögmannsins, að greinar 11, 12 og 13 um magnbundnar viðskiptahindranir gildi ekki um Ísland vegna þess að landið, eins og staðan er í dag, sé án strengtenginga við útlönd. Hver sá, sem hefur kynnt sér réttarvenjur, mun auðveldlega sjá, að grein 125 gildir um – andstætt því sem lögmaðurinn BTP heldur fram – eignarréttarlegar aðstæður á Íslandi, vegna þess að ESB- dómstóllinn hefur slegið því föstu, að þessar aðstæður séu ekki almennt undanþegnar hvorki innri markaðinum né „fjórfrelsinu“. Þessu er einnig slegið föstu fyrir orkugeirann, sbr. úrskurð EFTA- dómstólsins 2007 „Hjemfallssaken“ [þar sem dómstóllinn féllst á réttmæti eignarupptöku norska ríkisins af einkafyrirtækjum á vatnsaflsvirkjunum eftir ákveðinn tíma virkjananna í rekstri]. Það er enn fremur misskilningur, þegar lögmaðurinn BTP heldur því fram, með einfaldri tilvísun til þess, að Ísland er ekki tengt erlendum rafkerfum, að landið sé þar með undanþegið grundvallarákvæðum í greinum 11, 12 og 13 í EES- samningnum. Þetta er í mótsögn við sjálfan EES-aðalsamninginn, sbr. „Viðauka IV orka“ (grein 24) og EES-grein 2 a). Sömu ályktun má draga af innganginum að nýjum reglugerðum og tilskipunum í orkugeiranum, sbr. hugtakið „EES- tengdur texti“. Allar samþykktir aðalsamnings EES eiga – eftir því, sem hinir ýmsu „orkupakkar“ koma fram og öðlast samþykki – algerlega við um Ísland. Þetta þýðir t.d. að íslenskt bann við því að stofna til sæstrengstenginga við útlönd væri andstætt 12. grein EES-samningsins,“ segir Peter T. Örebech. Víðtækt valdaafsal í orkumálum Samkvæmt orðum norska lagaprófessorsins er það kristaltært að innleiðing á orkupakka Evrópusambandsins númer 3 mun leiða til þess að ACER, Orkustofnun ESB, mun ná yfirþjóðlegri stöðu á Íslandi. Það þýðir að regluverk orkupakkans mun yfirkeyra íslensk lög og standa skör hærra í lagalegu tilliti. Það felur í raun í sér algjört og mjög víðtækt valdaafsal Íslands í orkumálum. Afleiðingin yrði sú að hvaða lög og reglur sem menn kunna að setja um mögulegt bann við lagningu sæstrengs yrðu ekki pappírsins virði. Sæstrengur yrði líklega næsta skref Íslenska ríkisfyrirtækið Lands- virkjun er enn með sæstrengslögn um „IceLink“ til Bretlands á sinni stefnuskrá og fer ekki dult með það á sinni heimasíðu. Slíkur strengur myndi um leið og hann yrði tengdur við Bretland hafa afdrifarík áhrif hér á landi. Því hefur m.a. verið haldið fram af Landsvirkjun að slíkur strengur myndi leiða til betri nýtingar á launafli í íslenska orkukerfinu. Það er að hluta til rétt, en umtalsverður hluti af slíku launafli sem færi inn á strenginn yrði orkutapi að bráð. Þá er yfirleitt ekkert talað um að strengurinn yrði rándýr og yrði aldrei lagður nema að inn á hann yrði tryggt stöðugt flæði raforku frá Íslandi. Það segir okkur að miðað við þær tölur sem forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa sett fram að hér þyrfti að byggja sem svaraði einni Kárahnjúkavirkjun eða þrem Blönduvirkjunum til þess eins að fóðra strenginn af hreinni raforku. Afar litlar líkur eru á að samstaða næðist um slíkt meðal núverandi stjórnarflokka. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort yfirþjóðlegt vald sem fælist í undirritun orkupakka 3 gæti yfirunnið mögulegar íslenskar FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Lagaprófessorinn Peter T. Örebech telur samþykkt orkupakka 3 frá ESB geti reynst íslensku þjóðinni stórskaðleg: Meiri háttar valdaframsal í uppsiglingu í orkumálum – Ákvarðanataka yrði flutt til ACER orkustofnunar ESB, galopnað fyrir sæstrengslögn og einkavæðingu Landsvirkjunar Þórdís Kolbrún R. Gylfa dóttir iðnaðar ráðherra. Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður vann greinargerð fyrir ráðherra. Lagaprófessorinn Peter T. Örebech hefur m.a. unnið greinargerð um orkupakka 3 fyrir norska Stórþingið. Norski lagaprófessorinn Peter T. Örebech í pontu á fundi sem Heimssýn stóð fyrir í Háskóla Íslands mánaudaginn 22. október sl. Lengst til vinstri á myndinni er Haraldur Ólafsson, prófessor og formaður Heimssýnar, en hægra megin við Örebech er Vigdís Hauksdóttir, sem einnig hélt erindi á fundinum ásamt Bjarna Jónssyni rafmagnsverkfræðingi. Enginn fulltrúi fékkst frá iðnaðarráðuneytinu til að tala fyrir áliti sem ráðherra hefur látið gera um málið. Mynd / HKr. Framtíðarhugmyndir ESB um raforkunet sem nefnt hefur verið SuperGrid. Rauðu línurnar eru tengingar sem þegar eru komnar. Þarna er gert ráð fyrir IceLink rafstreng á milli Íslands og Bretlands. Strengurinn er þegar inni á verkefnaskrá sameiginlegra hagsmuna ESB. Íslensk stjórnvöld geta ekki komið í veg fyrir þá lagningu, að mati Örebech, verði þriðji orkumarkaðslagabálkur ESB samþykktur á Alþingi. Það mun m.a. hafa víðtæk áhrif m.a. á raforkuverð til almennings á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.