Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 23 Vigdís Hauksdóttir, lögfræðing- ur, fyrrverandi alþingismaður og núverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hélt einnig tölu á fund inum í HÍ. Hún sagði ljóst að um gríðarlegt valdaframsal yrði að ræða ef Alþingi samþykkti orkupakka 3. Sagði hún ljóst að það væru ákveðin öfl sem hömuðust í því hér á landi að einkavæða Landsvirkjun. Innleiðing þessa orkupakka væri mikilvægur hlekkur í því dæmi. „Það hefur hér verið sýnt fram á hvernig ESB vinnur, en þetta hefur verið kallað „spægipylsuaðferðin“. Fyrst kemur pakki 1, svo kemur pakki 2, síðan pakki 3, jafnvel pakki 4 og í þessu felst meira og meira valdaafsal fyrir ríkin þrjú sem eru í EFTA. Þetta er þvert á stjórnarskrá okkar þótt stjórnarskrá Noregs sé aðeins með öðrum hætti. Norðmenn hafa breytt sinni stjórnarskrá í þá veru að þeir viðurkenna valdaframsal vegna reglugerða sem þarf að taka upp í gegnum EES réttinn. Hér er þetta ekki hægt. Þegar það er verið að taka ákvörðun um svona hluti, eins og þessi orkupakki 3 felur í sér, þá er það skýrt brot á stjórnarskrá. Þá er sagt, þetta hefur verið gert áður og það er komið frumkvæði að slíku. Einnig að þetta sé ekkert meira en síðast og svo framvegis. Hér er verið að leggja til stofnun sem yfirtekur að mestu leyti yfirráð okkar yfir orkumálunum. Áður hafa komið upp mál þar sem er verið að framselja dómsvald úr landi. Það var mjög hörð umræða um það á þarsíðasta þingi að mig minnir.“ Mikilvægt að standa í lappirnar „Svona smám saman bresta varnirnar okkar og það er ég ósátt við. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum í lappirnar í þessu máli því hér er verið að fjalla um náttúruauðlindir Íslands. Ef það verður eitthvað sem skortir í nánustu framtíð, þá eru það náttúruauðlindir og þau gæði sem þær gefa hverri þjóð sem þær hafa. Orkuskortur er fyrir löngu orðinn viðvarandi í ríkjum ESB. Það var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Svíþjóð á síðustu öld um það hvort ekki ætti að loka kjarnorkuveri í Svíþjóð 2012. Eftir því sem ég best veit er ekki enn búið að loka því. Það er gríðarlegur orkuskortur í ríkjum Evrópusambandsins og þar eru gömul orkuver sem er verið að loka vegna mengunar og það er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir. – Hvert er þá gott að líta? – Jú, til þess ríkis sem hefur gnógt af fallvötnum og tækifærum til að framleiða hreina orku sem svo mikil eftirspurn er eftir, í stað þess að framleiða orkuna með kolum, olíu, gasi og jafnvel kjarnorku. Við stöndum því á svo breyttum tímamótum og þetta hefur verið að gerast mun hraðar en við gátum ímyndað okkur.“ Íslandi yrði skylt að tryggja þurfandi ríkjum ESB orku Vitnaði Vigdís einig í Lissabon- sáttmálann sem væri í raun stjórnarskrá Evrópusambandsins og væri hafin yfir öll innri lög ríkja sambandsins. Þar væri sérstakur 21. bálkur og 194. grein um orkumál sem segði m.a: „Með tilliti stofnunar og starfsemi innri markaðarins og með skírskotun til þarfarinnar á að varðveita og bæta umhverfið, skal stefna sambandsins í orkumálum miða að því í anda samstöðu meðal aðildarríkjanna, að tryggja starfsemi orkumarkaðarins, tryggja öryggi orkuafhendingar í sambandinu, auka orkunýtni og orkusparnað og stuðla að þróun nýrra og endurnýjanlegra orkugjafa og að stuðla að sameiningu orkuneta. – Þarna liggur þetta allt fyrir.“ Sagði Vigdís það klára skyldu ríkja í ESB að skaffa öðrum ríkjum í sambandinu orku ef þau skorti orku. Benti hún einnig á að í ESB viðræðunum sem fram fóru við íslensk stjórnvöld fyrir nokkrum árum hafi ESB verið búið að lofa íslenskum stjórnvöldum hagstæðu láni til að leggja sæstreng – ef þau bara gengju í sambandið. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2018. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn) og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2019 Öll verð eru í íslenskum krónum með vsk. og birtast með fyrirvara um innsláttar- og prentvillur. Tilboð gilda á meðan að birgðir endast. gildir frá 15.10.-15.12.2018 Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is SKOÐIÐ FLEIRI VORTILBOÐ FRÁ HOLZMANN Á HEIMASÍÐU IÐNVÉLA: WWW.IDNVELAR.IS WP20H WP30PLUSWP20H WP30PLUS verkstæðispressur WP20H & WP30PLUS WP20H WP30PLUS slag 190 mm 160 mm þrýstingur 20 t 30 t vinnusvæði 0-988 mm 166-1126 mm stærð 850x1800 mm 780x750x1838 mm þyngd 93 / 120 kg 170 / 206 kg 55.600,- 131.100,- rafmagnshjól EKR20M 32.600,- rafhlöðu borvél AKS45IND 23.500,- tifsög DKS21PRO 20.467,- rennibekkur tré D300F 55.000,- rennibekkur og rennijárnasett TILBOÐ H AU S T 3 fasa - 1500/2200 W 20 m kapall 18 V - 2 lithium-ion rafhlöður RAG - import export ∙ Helluhraun 4 220-Hafnarfjörður Tel + 354 565-2727 ∙ Mobile + 354 892 7502 ∙ Email: rafn@rag.is We are Fliegl. Öflugar vélar. Þarfnast lítils viðhalds. SELDU HRYSSUR TIL LÍFS Hrossabændur óska eftir hryssum Mega vera þriggja til fimmtán vetra Sækjum frítt á Suður-, Vestur- og Norðurland. Greiðum 25.000 kr. án vsk. fyrir hryssuna. Upplýsingar: hryssa@isteka.com eða í síma 581 4138. Geymið auglýsinguna! Hryssur eru greiddar eftir reikningi og eftir umskráningu í WorldFeng. Valdaframsal vegna orkupakka 3 er skýrt brot á stjórnarskrá – segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alþingismaður, Vigdís Hauksdóttir Vigdís Hauksdóttir. Mynd / HKr. „Með lögleiðingunni framselur Alþingi orkustofnun ESB, ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regu lators), úrslitavald yfir raforku flutnings málum landsins. Í ACER ræður hreinn meiri- hluti fulltrúa ESB ríkjanna ákvarðana tökunni, en Ísland mun aðeins eiga þar áheyrnarfulltrúa. Við ákvarðanatökur, er varða hagsmuni Íslands, hallar mjög á Ísland í þessari fjölþjóðlegu stofnun.“ /Úr umsögn BJ við drögum að frumvarpi til laga um breytingar á orkulögum og lögum um Orkustofnun (innleiðingu til- skipunar og viðlagaákvæði). Með innleiðingu orkupakka 3 framselur Alþingi ACER úrslitavald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.