Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201836
Bergur Jónsson og Olil Amble hlutu tvær viðurkenningar síðastliðna helgi þegar ræktunarbúið Ketilsstaðir / Syðri-
Gegnishólar var kjörið ræktunarbú ársins 2018 á ráðstefnunni Hrossarækt. Um kvöldið hlutu þau svo viðurkenningu
á Uppskeruhátíð hestamanna fyrir ræktun keppnishrossa. Mynd/Páll Imsland
Hrossaræktarbúið Ketilsstaðir
/Syðri-Gegnishólar var kjörið
hrossaræktarbú ársins á
ráðstefnunni Hrossarækt 2018 sem
fram fór síðastliðinn laugardag.
Það er óhætt að segja að Bergur
Jónsson og Olil Amble reki eitt
farsælasta hrossaræktarbú landsins
en það hefur þrisvar sinnum áður
hlotið titilinn, árin 2010, 2012 og
2015, auk þess að hafa átt nær fast
sæti á lista yfir tilnefnd hross á
síðasta áratug.
Í ár komu fimmtán hross frá
búinu fram í kynbótadóm, og
þrettán þeirra hlutu fyrstu einkunn.
Fjórtán þeirra voru sýnd hérlendis
og náðu 8 þeirra þátttökurétti á
Landsmóti. Meðaleinkunn þeirra
14 hrossa sem náðu 8 í aðaleinkunn
eftir aldursleiðréttingu var 8,26,
meðaleinkunn sköpulags var 8,29
og meðaleinkunn kosta 8,23.
Þá hlaut Djörfung frá Ketils-
stöðum heiðursverðlaun fyrir
afkvæmi og 1. sæti og er því
handhafi Glettubikarsins í ár.
Djörfung er 14 vetra gömul, er
undan Álfasteini frá Selfossi og
Framkvæmd frá Ketilsstöðum.
Fimm afkvæmi hennar hafa hlotið
fullnaðardóm og komu fjögur þeirra
til dóms á árinu.
Útreikningar við mat á
ræktunarbúum ársins
Gögnin sem liggja til grundvallar
við val á ræktunarbúi ársins eru
dómar allra fulldæmdra hrossa
á viðkomandi ári, með IS í sínu
fæðingarnúmeri, þ.e. fædd á Íslandi.
Þá liggja og allar kynbótasýningar í
heiminum undir. Aðeins hæsti dómur
hvers grips telur með. Öll hross
telja þar sem viðkomandi ræktandi
er tilgreindur, þ.e. hross sem telja
til stiga eru stundum ekki lengur
í eigu viðkomandi ræktenda/bús.
Fyrsta sían sem lögð er á gögnin er
að a.m.k. fjögur hross frá búi hafi
hlotið fullnaðardóm á árinu. Önnur
sían að a.m.k. 2 þeirra hafi náð 8,00
í aðaleinkunn.
Aðaleinkunnir hrossanna eru þá
leiðréttar fyrir aldri og kyni líkt og gert
er við útreikning á kynbótamatinu.
Við útreikning á meðaleinkunn
sýndra hrossa og samantekt á fjölda
hrossa er aðeins horft til hrossa frá
hverju búi sem ná 8,00 í aðaleinkunn
(sem búið er að leiðrétta fyrir
aldri og kyni) – lágmark er fjögur
hross. Þá er búum raðað upp eftir
fjölda sýndra hrossa og leiðréttum
aðaleinkunnum. Stig þessara þátta
eru lögð saman fyrir hvert bú og
raðað eftir skori. Auk þess telja
heiðurs- og fyrstu verðlaunagripir
ræktenda, á sýningarárinu, til stiga
við útreikning. Fagráð í hrossarækt
tilnefnir á hverju ári tólf efstu búin
til þessarar viðurkenningar og þegar
það liggur fyrir hver þessi bú eru, eru
þau metin og raðað að nýju innbyrðis
eftir meðaleinkunn og fjölda hrossa
svo endanleg röðun náist fram.
Hér er yfirlit yfir árangur þeirra
tólf búa sem tilnefnd voru fyrir árið
2018.
Berg
Anna Dóra Markúsardóttir og
Jón Bjarni Þorvarðarson stunda
hrossarækt að Bergi á Snæfellsnesi.
Fjögur hross voru sýnd frá búinu í
ár og var meðaleinkunn þeirra 8,49.
Meðaleinkunn sköpulags var 8,41 og
meðaleinkunn kosta var 8,54.
Fet
Karl Wernersson og fjölskylda
stendur að ræktunarbúinu Feti.
Fimmtán hross liggja til grundvallar
mati Fagráðs en meðaleinkunn þeirra
er 8,16. Meðaleinkunn sköpulags er
8,24 og meðaleinkunn kosta er 8,11.
Hæst dæmda hrossið frá Feti í ár er
Sigyn sem stóð efst í 5 vetra flokki
hryssa á Landsmóti. Auk þess hlaut
Arndís frá Feti heiðursverðlaun
fyrir afkvæmi, en hún og Sigyn eru
sammæðra, báðar undan heiðurs-
verðlaunahryssunni Vigdísi frá Feti.
Garðshorn á Þelamörk
Agnar Þór Magnússon og Birna
Tryggvadóttir Thorlacius rækta
hross á Garðshorni á Þelamörk.
Fjögur hross voru sýnd frá búinu í
ár og var meðaleinkunn þeirra 8,42.
Meðaleinkunn sköpulags var 8,38 og
meðaleinkunn kosta var 8,44. Hæst
dæmda hross búsins í ár er Adrían
sem sigraði flokk 5 vetra stóðhesta
á Landsmóti. Móðir Adríans,
HROSS&HESTAMENNSKA
Afkvæmastóðhesturinn Óskasteinn frá Íbishóli. Knapi er Guðmar Magnússon.
Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink.
Hugmynd 8,13 8,86 8,57
Stúdent 8,43 8,63 8,55
Hugrökk 7,96 8,52 8,3
Framsýn 8,56 7,98 8,21
Aradís 8,3 8,15 8,21
Gígur 8,44 8 8,18
Dugur 8 8,2 8,12
Stinni 8,22 8,03 8,11
Örvænting 8,02 7,98 8
Álfaklettur 8,65 8,45 8,53
Álfgrímur 8,58 8,37 8,45
Huldumær 8,16 8,52 8,38
Ljósálfur 8,39 7,85 8,07
Stillir 8,22 7,7 7,91
Ketilsstaðir / Syðri-Gegnishólar
Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink.
Berg
Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink.
Kolka 8,1 8,34 8,25
Gerpla 8,36 8,27 8,31
Kilja 8,33 8,33 8,33
Brana 8,35 8,1 8,2
Njörður 8,19 7,71 7,9
Sigyn 8,48 8,62 8,56
María Hlín 8,31 7,87 8,05
Mekkín 8,46 8,24 8,33
Gefn 8,27 8,06 8,14
Malín 7,92 8,28 8,14
Vakning 8,01 8,05 8,04
Andri 8,14 7,85 7,97
Fenrir 8,33 8,39 8,37
Dröfn 8,18 7,83 7,97
Dáð 8,13 7,68 7,86
FET
Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink.
Adrían 8,63 8,63 8,63
Arya 8,4 8,47 8,44
Kastor 8,21 8,41 8,33
Neptúnus 8,27 8,26 8,26
Garðshorn á þelamörk
Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink.
Steinsholt
Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink.
Hamarsey
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum og Bergur Jónsson.
Guðrún Hulda Pálsdóttir
ghp@bondi.is
Lukkudís frá Bergi á Fjórðungsmóti
2017. Knapi er Viðar Ingólfsson.