Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 25 Vísindamenn um allan heim hafa árum saman glímt við það að finna ódýrt efni sem nóg er til af í heiminum til að framleiða rafhlöður í bíla. Þar hafa menn talið lausnina vera að finna í natríum eða sóda „sodium (Na)“ sem er sjötta algengasta efni jarðar og um 2,8% af jarðskorpunni. Natrium er til í ýmsu formi eins og matarsódi sem mikið er notaður í matreiðslu. Natríum er alkalímálmur og mikilvægt steinefni sem líkaminn notar í miklu magni. Er þetta steinefni ómissandi fyrir frumustarfsemi líkamans og gegnir þar mikilvægu hlutverki við orkuefnaskipti frumna. Þá er natríum til í ýmsu öðru formi eins og natríumklóríð eða „sodium chloride (naCi)“ sem allir þekkja væntanlega sem venjulegt borðsalt. Vísindamenn um allan heim hafa lengi talið sig geta gert natríum rafhlöður (sodium-ion) sem yrðu afar ódýrar í framleiðslu vegna hins ódýra og auðfinnanlega hráefnis. Eitthvað hefur þessi þróun þó staðið á sér, en ef þetta tekst þá myndu slíkar rafhlöður snarlega ryðja dýrum og varasömum lithium-ion rafhlöðum af stalli. Lausn kann nú að vera í sjónmáli ef marka má frétt sem birtist þann 19. september síðastliðinn. Þar er greint frá því að vísindamenn við Purdue-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum hafi náð að leysa mikilvæga þætti sem staðið hafa notkun á natrium til að geyma og halda raforku fyrir þrifum. Var það undir fyrirsögninni „Super cheap earth element to advance new battery tech to the industry“. Var rannsóknin reyndar gerð opinber þann 31. ágúst og birt í tímaritinu Journal of Power Sources. Þótt natríum rafhlöður verði þyngri en lithium ion rafhlöðurnar sem nú eru notaðar, þá hafa þær væntanlega marga aðra kosti. Í fyrsta lagi er engin hætta á að hráefnið þrjóti eins og lithium og kóbaltið sem notað er í lithium rafhlöðurnar sem verður uppurið á næstu áratugum. Þá er talið að hægt verði að búa til risarafhlöður með natríum sem nýst gætu til að geyma og miðla orku í miklu magni frá vindorkurafstöðvum. /HKr. Bókaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 Fáðu heyrnartæki til prufu Akureyri | Akranes | Borgnarnes| Egilsstaðir| Húsavík| Ísafjörður| Reykjanesbær Um árabil hefur Heyrnartækni veitt þjónustu víðs vegar um landið. Við bjóðum upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Kannaðu hvenær Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður næst í nágrenni við þig. Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 | www.heyrnartaekni.is Sauðárkrókur | Selfoss| Vestmannaeyjar| Vopnafjörður Tilraunir með ceramic solit-state þurrrafhlöður sagðar lofa góðu Í ágúst var kynnt hjá háskólanum í Michigan ný gerð af rafhlöðum sem sögð er geta markað tímamót í rafhlöðugerð. Reyndar hafa ótal slík tíðindi heyrst á umliðnum árum. Hugmynd vísindamanna í Michigan-háskóla byggir á þurrrafhlöðu, eða ceramic solit- state rafhlöðu, sem hefði mun betri endingu og hleðslugetu en lithium- ion rafhlöðurnar sem kynntar voru 1991 og eru arftaki lithium rafhlaðna sem fundnar voru upp á níunda áratug síðustu aldar. Þessar nýju þurrrafhlöður eru líka sagðar hafa þann eiginleika að keramikið sem í þeim er veldur því að það kviknar ekki auðveldlega í þeim eins og hinum votu lithium-ion rafhlöðum. Það þýðir einnig að hægt er að endurhlaða slíkar rafhlöður mun hraðar, en hröð hleðsla er einmitt stór áhrifavaldur í að stytta endingartíma á lihium-ion rafhlöðum. Í 22 daga endurhleðslutilraunum sáust engin merki um hnignun á ceramic solit- state rafhlöðunni. Var tilraunin gefin út á á prenti í Journal of Power Sources 31. ágúst. /HKr. Einnota pappírsbakteríurafhlöður með fjögurra mánaða líftíma Ótalmargar hugmyndir hafa komið fram á síðustu áratugum um hagkvæma rafhlöðu sem nota mætti í bíla. Engin þeirra nema lithium-ion rafhlöðurnar hafa þótt almennilega nothæfar. Enn eru menn þó að leggja fram „snjallar“ hugmyndir. Ein þessar nýju hugmynda var kynnt í Science Daily 19. ágúst síðastliðinn. Þar er um að ræða rafhlöðu sem búin er til úr pappír og orkugeymirinn er myndaður af bakteríum. Er fullyrt að þessi gerð af rafhlöðum geti yfirunnið alla þá vankanta sem framleiðsla á hefðbundnum rafhlöðum hefur. Kynna átti uppfinninguna á fundi American Chemical Society (ACS). Doktor Seokheun (Sean) Choi, sem er talsmaður hönnunarteymisins hjá ríkisháskólanum í Binghamton í New York-ríki, segir að þessi pappírsbakteríurafhlaða [paper- based bio-battery] sé bæði ódýr í framleiðslu, með mikið yfirborð, sveigjanleg og auðveld í förgun. Hins vegar þurfi mjög sértækan lífrænan skynvæddan hleðslubúnað til að hlaða rafhlöðurnar. Rafhlöðurnar eru þannig gerðar að þunn lög af málmögnum og fleiri efnum eru prentuð á pappír. Síðan er komið fyrir frostþurrkuðum sérhæfðum exoelectrogens bakteríum á pappírinn. Þessar bakteríur hafa þann eiginleika að geta flutt rafeindir. Þessar pappírsrafhlöður eru það sem kalla má einnota, en líftími þeirra er um fjórir mánuðir. Unnið er að því að lengja líftíma bakteríanna og þar með endingartíma rafhlaðnanna. Áður en eitthvað er hægt að vinna með slíkar rafhlöður þarf þó að minnsta kosti að þúsundfalda geymslugetuna. /HKr. Stóri draumur vísindamanna um rafhlöður úr matarsóda: Vísindamenn Purdue-háskóla í Indiana ná áfangasigri í þróun ofuródýrra rafhlaðna Magnesíum er sá málmur sem afar margir vísindamenn hafa talið langbestu lausnina til að nýta við geymslu á rafmagni. Magnesíum er fjórða algengasta efnið á jörðinni á eftir járni, súrefni og sílikoni og er um 13% af massa jarðarinnar. Þá er það talið vera níunda algengasta efni alheimsins. Gallinn er bara að áratugalangar tilraunir virðast litlu hafa skilað í þeirri viðleitni að búa til nothæfar rafhlöður úr magnesíum. Kannski er þar þó að rofa til ef marka má frétt frá NREL Transforming Energy þann 2. apríl 2018, þar sem segir að vísindamenn hafi yfirunnið miklar hindranir í að búa til endurhlaðanlegar magnesíum málm rafhlöður (Magnesium-Metal Batteries). Um er að ræða vísindamenn við rannsóknastöðina Department of Energy’s National Renewable Energy Laboratory, skammstafað NREL. Hafa þeir að sögn fundið leið til að framleiða endurhlaðanlegar þurrrafhlöður með magnesíum. Niðurstöður rannsókna þeirra voru birtar í Nature Chemistry og þar telja vísindamennirnir sig hafa tekist að virkja magnesíum málm í ætifrírri kolefnisbundinni raflausn og gert með það vel heppnaðar tilraunir í frumgerð rafhlöðu. Sagt er að rafhlöður úr magnesíum geti haft mikla yfirburði yfir lithium- ion rafhlöðurnar. Þar kemur til meiri orkuþéttni, meiri stöðugleiki og mun lægri kostnaður við gerð þeirra. Vitnað er í Chunmei Ban, vísindamann hjá efnarannsóknadeild NREL og útgefanda vísinda- greinar innar. Segir hann að það sé mikil nauðsyn á að rannsaka nýja tækni í hönnun rafhlaðna sem hafi meiri áreiðanleik og betri geymslueiginleika á raforku fyrir minni kostnað en hægt er að ná með lithium-ion rafhlöðum. „Okkar rannsóknir er ný nálgun í hönnun magnesíum rafhlaða.“ Magnesíum rafhlöður eiga tæknilega að geta geymt nær tvöfalda meiri orku á hverja einingu en mögulegt er að gera með lithium-ion rafhlöðum. Hingað til hafa efnabreytingar sem verða við það þegar raforka er dregin af magnesíum rafhlöðum í gegnum hefðbundna kolefnissýruraflausn eyðilagt endurhleðslumöguleika þeirra með einangrun rafskauta. Til að yfirvinna þetta bjuggu vísindamennirnir til brú úr fastri raflausn [solid-electrolyte] úr polya crylonitrile og magnesíum-ion salti. Þetta virðist hafa gert gæfu- muninn til að hægt sé að endurhlaða rafhlöðurnar að nýju. /HKr. Vísindamenn við rannsóknastöð NREL: Segjast hafa yfirunnið stóra hindrun í gerð magnesíum rafhlaðna Pappírsrafhlöður. Mynd / NREL hafa notkun á natrium til að geyma og halda raforku fyrir þrifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.