Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201816 Íslenski fiskiskipaflotinn hefur tekið byltingarkenndum breyting- um síðustu áratugina. Skipin eru margfalt afkastameiri, öflugri og tæknivæddari en fyrr. Nú þarf miklu færri skip og færri sjómenn til að sækja sama afla og áður. Hér er eitt lítið dæmi úr fortíðinni sem segir sína sögu. Þeir sem muna tímana tvenna þekkja til Eggerts Gíslasonar, eins frægasta aflaskipstjóra Íslandssögunnar. Hann var eins konar þjóðhetja upp úr miðri síðustu öld. Fréttir um aflasæld hans voru vinsælt umfjöllunarefni í blöðum og fólk sat límt við útvarpstækin meðan lesnar voru upp tölur um afla síldarbátanna. Aflahæstur ár eftir ár Eggert var skipstjóri á Víði II GK frá Garði sem varð aflahæstur síldveiðibáta ár eftir ár, þrátt fyrir að vera einn minnsti báturinn, aðeins 56 tonn að stærð. Á síldarvertíðinni árið 1959 veiddu Eggert og áhöfn hans rétt um 20 þúsund mál og tunnur af síld, sem var mælieining þess tíma. Umreiknað eru þetta 2.400-2.600 tonn sem þótt gríðarlegur afli eins skips. Til samanburðar má nefna að í dag getur eitt af stærri uppsjávarskipunum í íslenska flotanum tekið metvertíðarafla Víðis II GK í einni veiðiferð og gott betur því burðargeta þeirra nýjustu er um og yfir 3.000 tonn. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr afrekum fyrri tíma á fiskveiðum heldur til að bregða ljósi á það hversu breyttur þessi heimur er. Tífalt meiri burðargeta Breytingin er einna augljósust í uppsjávarflotanum, þ.e. hjá þeim skipum sem veiða loðnu og síld og nú á síðari tímum makríl og kolmunna að auki. Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni EA frá Akureyri lýsti þróuninni vel í erindi fyrir nokkrum árum. Súlan var smíðuð árið 1967 og var á þeim tíma með stærri nótaskipum íslenska flotans en þegar hlutverki hennar lauk og hún seld úr landið árið 2010 var hún orðin eitt minnsta skipið. Þegar Súlan kom ný til landsins var meðalburðargeta íslenskra uppsjávarskipa 300 tonn en nú geta nýjustu skipin borið tífalt það magn, eins og fram kom hér áðan. Á fyrstu árum Súlunnar var vélarafl flotans að meðaltali 500 hestöfl en var komið í 5.500 hestöfl árið 2014. Þróunin á þessu tímabili var framan af sú að mörg skipanna voru endurbyggð, þau lengd og yfirbyggð, og nokkur ný sérbyggð uppsjávarskip komu inn í flotann. Auk þess var vélaraflið aukið, ekki síst eftir að kolmunnaveiðar komu til sögunnar. Síðustu tvo áratugina hefur uppsjávarflotinn þróast í enn stærri skip með sjókælingu á afla og útbúnaði til flotvörpuveiða. Á stærð við 20 fótboltavelli En það hafa ekki bara orðið breytingar á skipunum. Veiðarfærin eru nú orðin miklu afkastameiri en áður. Bjarni benti á að stærð loðnunótanna þá og nú væri ekki sambærileg. Áður var stærðin á við fjóra fótboltavelli en nú á við 20 fótboltavelli. Dýpi fyrstu nótanna var á við eina Hallgrímskirkju (75 metrar) en núna er dýpið meira en þrjár kirkjur. Loðnunót árið 1970 var 0,9 milljónir rúmmetra að stærð en núna 8,1 milljón rúmmetra. Nótin myndi rúma ríflega 190 byggingar eins og Menningarhúsið Hof á Akureyri, að sögn Bjarna. Tæknibylting Þá hefur tækninni við veiðarnar ekki síður fleygt fram. Áður var notast við handstýrða hljóðsjá með pappír við fiskileit, sem sýndi afmarkað svæði í kringum skipið og skipstjórinn hlustaði eftir endurvarpi. Nú er notast við 360° litasónar sem sýnir á skjá fiskitorfur allt í kringum skipið og skipstjórinn metur umfang þeirra myndrænt. Nákvæm staðsetningarkerfi (Loran/ GPS), siglingatölvur með sjókortum, farsími í stað talstöðvar, internet, allur þessi búnaður auðveldar skipstjórnarmanninum störfin í seinni tíð. Fiskidælan breytti öllu Bjarni benti enn fremur á að vinnufyrirkomulag og afköst um borð í skipunum væru ekkert í líkingu við það sem áður var. Þar ber fyrst að nefna að fiskidælan leysti háfinn af hólmi við að flytja aflann úr veiðarfærinu yfir í skipið. Háfurinn tók 1,5-2,0 tonn í senn og afkastaði 70-80 tonnum á klukkustund en fyrstu fiskidælurnar dældu 200-300 tonnum á klukkustund. Með stærri nótum komu öflugri kraftblakkir og nótaleggjarar og veiðiafköst jukust til muna. Sjóskiljur urðu stærri og lensibúnaður öflugri. Skipin komu þar af leiðandi með meira af fiski og minna af sjó í land. Áður fyrr var aflinn krabbaður úr skipinu í land, u.þ.b. hálft tonn í einu, síðan var farið að dæla honum í land og þá í hundruðum tonna á klukkustund. Þetta flýtti fyrir losun og skipin komust fyrr til veiða á ný. Nú er aflinn kældur um borð og manneldisvinnsla hefur aukist. Skipum fækkar um helming Þegar nær dró aldamótunum varð mikil samþjöppun í eignarhaldi uppsjávarflotans. Einstaklingsútgerðir runnu inn í stærri einingar, skipunum fækkaði og stærri skip voru keypt. Á árinu 2001 voru 43 uppsjávarskip í rekstri að hluta eða öllu leyti en síðan þá hefur þeim fækkað um meira en helming og voru 19 talsins á síðasta ári í eigu tíu útgerða. Sex þessara skipa eru af nýjustu og fullkomnustu gerð: Venus NS (smíðaár 2015), Víkingur AK (2015), Sigurður VE (2014), Beitir NK (2014), Börkur NK (2012) og Heimaey VE (2012). Þá hefur nýlega verið samið um smíði tveggja nýrra uppsjávarskipa, annars vegar fyrir Síldarvinnsluna og hins vegar fyrir Samherja. Veiða 60% heildaraflans Íslenski uppsjávaraflinn nam alls 715 þúsund tonnum á árinu 2017 eða rúmlega 60% af heildarafla íslenska fiskiskipaflotans. Aflaverðmætið nam 24 milljörðum króna sem var 22% af heildarverðmæti alls afla sem á land barst. Nær allur uppsjávaraflinn er veiddur af áðurnefndum 19 skipum. Aðeins í makrílveiðum og síld eru fleiri tegundir skipa notaðar en afli þeirra er hverfandi lítill í þessum samanburði. Öflugustu skipin hafa verkefni stærstan hluta ársins, fyrst með loðnuveiðum eftir áramót og fram í mars/apríl, síðan taka kolmunnaveiðar við fram á sumar, makríllinn kemur síðan næstur um mitt sumar og fram á haust og einnig norsk-íslenska síldin, og loks veiðar á íslenskri síld síðustu mánuði ársins. Þúsundir tonna á hvern sjómann Eins og gefur að skilja hefur störfum sjómanna á uppsjávarflotanum fækkað gríðarlega með fækkun og stækkun skipanna og þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað á síðustu áratugum. Á gullöld síldveiðanna á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, þegar Eggert Gíslason var þjóðhetja, skiptu síldarbátarnir hundruðum. Nú þegar 19 skip sinna veiðum á öllum uppsjávarfiski og sum þeirra aðeins hluta úr ári, má geta sér þess til að heilsársstörf sjómanna á flotanum séu um 200 miðað við að í áhöfn hvers skips séu 8–10 menn að jafnaði og eitthvað fleiri á vinnsluskipunum. Samkvæmt þeim forsendum veiddi hver sjómaður um 3.500 tonn af fiski á síðasta ári miðað við 700.000 tonna afla. Sé leikið sér áfram með tölur má finna út að aflaverðmæti á hvern sjómann hafi verið 120 milljónir króna á árinu 2017 miðað við 24 milljarða króna heildaraflaverðmæti. Það eru ekki svo slæm afköst. Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Eins og þúsundir Íslendinga þá hefur undirritaður orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að sjá og heyra sýningu í Borgarleikhúsinu á Ellý sem fjallar um feril hinnar stórkostlegu dægur laga söng- konu Ellý Vilhjálms. Strax eftir að sýn ing in hófst fékk maður hrein lega gæsa húð yfir frammi stöðu Katrínar Hall- dóru Sigurðar dóttur í hlutverki Ellýar. Eftir að hafa notið þess að sjá og hlusta á Ellý sjálfa á sviði, á árum áður, þá var eins og manni væri kippt aftur í þann tíma í sýningu Borgarleikhússins. Það var hreint með ólíkindum að verða vitni að þessu og eiginlega ekki hægt að lýsa því svo vel sé með orðum. Sviðsframkoman og hljómur raddarinnar var svo ótrúlega líkur því sem maður hafði kynnst fyrir áratugum síðan. Maður hélt að svona nokkuð væri ekki hægt. Meðleikendur Katrínar voru einnig ótrúlegir. Björgvin Franz Gíslason lék besta vin Ellýar í gegnum tíðina og einhvern besta vin íslensku þjóðarinnar, sjálfan Ragnar Bjarnason, sannkallaðan meistarasöngvara dægurlagatónlistarinnar. Þetta er í mínum huga án nokkurs vafa langbesta frammistaða Björgvins Franz í nokkru hlutverki sem ég hef séð hann í á leiksviði. Auk þess að leika Ragga Bjarna var Björgvin í hlutverkum Kristjáns Kristjánssonar (KK), amerísks flugmanns, Steins Steinars, spænsks sölumanns, bankastjóra og Vilhjálms Vilhjálmssonar, söngvara og bróður Ellýar. Öll þessi hlutverk leysti hann frábærlega. Hjörtur Jóhann Jónsson lék tvo af eiginmönnum Ellýar, þá Eyþór Þorláksson og Svavar Gests og leysti það sérlega vel. Katla Margrét Þorgeirsdóttir kom líka fram í mörgum hlutverkum með glæsibrag. Þar lék hún frú Sigríði Jacobsen, mömmu Ellýar, Maríu vinkonu Ellýar, Sigrúnu Jónsdóttur söngkonu auk þess að vera bakraddasöngkona. Getur maður beðið um mikið meira? Björn Stefánsson lék Jón Pál Bjarnason, annan eiginmann Ellýar, og gerði það afbragðsvel. Þá lék hann líka með sóma Ævar R. Kvaran og blaðamann DV. Ekki má gleyma hljómsveit- inni. Þar spilaði Sigurður Guðmundsson á píanó og orgel, Aron Steinn Ásbjarnarson á blásturshljóðfæri, Björn Stefánsson á trommur og slagverk, Guðmundur Óskar Guðmundsson á bassa og Örn Eldjárn á gítar og slagverk. Þessir snillingar voru á sviðnu nær allan tímann og brugðu sér í hlutverk meðlima hinna ýmsu hljómsveita sem Ellý söng með á sínum ferli. Þessir kappar eiga líka stóran þátt í hversu vel þetta undraverk Gísla Arnar Garðarssonar og Ólafs Egils Egilssonar hefur heppnast í samstarfi við Vesturport. Meira að segja uppklappið í lokin var ótrúleg upplifun. Þá birtist sjálfur „orginalinn“ Raggi Bjarna og hreif áhorfendur upp úr skónum með framkomu sinni og söng. – Þið eruð öll snillingar, takk innilega fyrir mig, Hörður Kristjánsson STEKKUR NYTJAR HAFSINS Byltingarkennd þróun Algjör gæsahúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.