Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201824 TÆKNI&VÍSINDI Efast um ágæti á lithium-ion rafhlöðum í bíla: „Getur ekki einhver komið með góða lausn á rafhlöðumálinu?“ – spyr Elan Musk, framleiðandi Tesla-bílanna, og bíður eftir svari eins og fleiri Stöðugt eru að koma á markað nýjar gerðir rafbíla sem eru með stærri rafhlöður og komast lengra. Eigi að síður hafa bílaframleiðendur verulegar áhyggjur af rafhlöðunum sjálfum. Meira að segja Elan Musk, framleiðandi Tesla-bílanna, telur þær ekki nógu góðar og séu í raun enn á tilraunastigi. „Getur ekki einhver komið með góða lausn á rafhlöðumálinu?“ spyr Musk á vefsíðu The Verge. – „Við myndum elska slíkt.“ Í nær öllum rafbílum og raftækjum, símum og fartölvum sem eru á markaðnum eru lithium- ion blautrafhlöður. Þær hafa þann galla að raflausnin er á stöðugri hreyfingu og við núning sem þá myndast verður til hiti sem stundum hefur valdið sjálfsíkveikju. Tesla- bílar hafa einmitt nokkrum sinnum orðið fyrir barðinu á sjálfsíkveikju. Samstarf og eignarhald Toyota í Tesla var m.a. tilkomin vegna hugmynda Toyota um þurr-rafhlöður eða það sem kallað er solit-state. Upp úr þessu samstarfi slitnaði í fyrra og viðurkennt hefur verið að verr hafi gengið að hanna nothæfar solit-state þurrrafhlöður en vonast var til. Slíkar þurrrafhlöður eru ekki taldar eins hættulegar með tilliti til íkveikju. Þurrrafhlöður í stað votra lithium-ion rafhlaða Annar frægur rafbílahönnuður, Henrik Fisker sem stofnaði Fisker Autimotive, kynnti glæsilegan tvinn-sportbíl til sögunnar fyrir nokkrum árum, en það ævintýri endaði með gjaldþroti. Hann hefur nú stofnað nýtt fyrirtæki, Fisker Inc., og einblínir á hreinræktaða rafbíla. Hann hefur þó ekki frekar en aðrir fundið almennilega lausn og mun notast við lithium-ion rafhlöður frá LG. Hann segist þó í samtali við The Verge alvega vera að komast á það stig að geta kynnt solit-state rafhlöðu sem hægt yrði að nota í bíla. Slíkt hafa líka mjög margir aðrir fullyrt á undnaförnum áratugum. Hráefnið kóbalt er ekki ótakmarkað Annar galli sem bæði framleiðendur rafbíla og raftækja hafa vaxandi áhyggjur af er að hráefnið kóbalt, sem er lykilefni í lithium-ion rafhlöðurnar, fer þverrandi. Óttast menn nú að með ört vaxandi eftirspurn eftir slíkum rafhlöðum dugi kóbaltnámur heimsins vart í marga áratugi í viðbót. Þá er ljóst að aukin eftirspurn mun leiða til stöðugra hækkana á hráefnisverðinu og þar með rafhlöðunum sjálfum. Þess vegna leita menn nú logandi ljósi að lausn í gerð rafhlaðna með efni sem nægt framboð er af og að þær verði ódýrari í framleiðslu. Er lausnin fólgin í natríum- kalíum rafhlöðum? Fjallað er um þessar áhyggjur af kóbaltskorti í Science Daily þann 19. júní síðastliðinn. Þar er líka greint frá því að vísindamenn hafi fundið út að rafhlöður sem byggja á notkun á kalíum gæti verið lausnin að ódýrum rafhlöðum. Er þar vísað í vísindamenn hjá Georgia Institute of Technology sem telji sig hafa sannanir fyrir því að að rafhlöður sem byggi á notkun natríum og kalíum geti leyst lithium-ion rafhlöðurnar af hólmi. Hingað til hafa tilraunir með slíkar rafhlöður sýnt að þær endast afar illa, enda er natríum mjög óstöðugt og rokgjarnt. Vísindamenn Georgia Institute of Technology segja að slíkt þurfi ekki endilega alltaf að vera niðurstaðan. Segja þeir að þótt natríum-kalíum rafhlöður hafi kannski ekki betri hleðslueiginleika en núverandi lithium-ion rafhlöður, þá sé hráefnið í slíkar rafhlöður víða að finna og mun ódýrara. Rannsóknir sínar birtu þeir í vísindaritinu Joule. Var verkefnið m.a. styrkt af National Science Foundation og orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Kuldi getur tafið hleðslu rafbíla umtalsvert Í ágúst síðastliðinn var svo kynnt ný rannsókn Idaho National Laboratory sem sýnir að í kulda verði hleðsla á lithium-ion rafhlöðum stöðugt hægvirkari. Getur þar munað allt að 36% hægari hleðslu við 0° á Celsíus [32°F] miðað við hleðslu í 39 gráðu hita. Ástæðan er að kuldi hefur mikil áhrif á fljótandi raflausnina í rafhlöðunum. Því sé m.a. í rafhlöðunum stjórnbúnaður sem hamlar of hraðri hleðslu sem getur skemmt rafhlöðurnar. Þessi áhrif kulda hafa verið þekkt um langan tíma, segir Yutaka Motoaki hjá rannsóknarteymi INL í þróuðum ökutækjum. Þar hafi þó skort þekkingu og rannsóknir því tilraunir hafi allar miðast við notkun á litlum lithium-ion rafhlöðum við aðstæður á rannsóknastofum. Því gefi framleiðendur yfirleitt ekki upp nákvæma endurhleðslutíma og taki ekki heldur fram breytileika eftir hitastigi. Motoaki segir að tilraunin sem gerð var á flota rafknúinna Nissan Leaf leigubíla í New York hafi miðast við að finna út hvaða áhrif lækkað hitastig hefur nákvæmlega á hleðsluna við raunverulegar aðstæður utandyra. Einnig hvernig mismunandi aðstæður hafa áhrif á niðurbrot rafhlaðnanna við meira en 500 endurhleðslur. Hitastigið sem prófanirnar fóru fram í var á bilinu -10 gráður á Celsíus [14 á Fahrenheit] upp í 39,4°C [103°F]. /HKr. Sprenging í eftirspurn á bláa gullinu kóbalti, samdráttur í framleiðslu og verðið rýkur upp – Auðlindin er afar takmörkuð og búast má við ört hækkandi verði á rafhlöðum í bíla Eftirspurn eftir kóbalti sem er uppistaðan í hráefninu í rafhlöðum í bíla, síma og ýmis raftæki hefur stóraukist á síðustu árum og fer ört vaxandi. Framboðið er þó mjög takmarkað svo verðið hefur hækkað hröðum skrefum. Samkvæmt frétt tímaritsins Canadian Mining fyrr á þessu ári þá hækkaði verð á kóbalti, eða því sem vestan hafs er líka nefnt „bláa gullið,“ um 120% á árinu 2017. Þá gera spár ráð fyrir að eftirspurn eftir kóbalti aukist um allt að 4.500% fram til 2030. Er því búist við ört hækkandi verði á lithium-ion rafhlöðum í bíla og önnur rafhlöðuknúin tæki. Helstu kóbaltnámur heims eru í Kongó, en það finnst þó víðar og er þá hliðarafurð við vinnslu á nikkel og kopar. Fyrri utan Kongó er kóbalt m.a. framleitt sem hliðarafurð annarrar námuvinnslu víða um heim. Samdráttur í kóbalt-framleiðslu Samkvæmt tölum Cobalt Invest News var heimsframleiðslan á kóbalti 2017 um 110.000 tonn og hafði þá dregist saman á milli ára, en hún var 111.000 tonn árið 2016. Langmest var framleitt af kóbalti í Kongó á árinu 2017, eða 64.000 tonn, þá kom Rússland með 5.600 tonn. Ástralía með 5.000 tonn, Kanada með 4.300 tonn, Kúba með 4.200 tonn, Filippseyjar með 4.000 tonn, Madagaskar með 3.800 tonn, Papua Nýja Gínea með 3.200 tonn, Sambía með 2.900 tonn og Nýja Caledonia var í tíunda sæti með 2.800 tonn. Það vekur athygli að Kína náði ekki inn á lista yfir 10 stærstu kóbalt-framleiðsluríkin 2017 eftir að hafa verið í öðru sæti á árinu 2016. Í Kanada er vaxandi áhugi fyrir vinnslu á kóbalti. Fyrirtækið Pancontinental Gold Corporation í Kanada hefur verið að sækja eftir leyfum til vinnslu út fyrir landamæri Kanada og þá í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Það hefur líka verið að útvíkka starfsemi sína í Kanada og keypti m.a. 100% hlut í námunni Montcalm West Nickel-Copper- Cobalt Project sem er staðsett um 65 km norðvestur af bænum Timmins í Ontariofylki. Úr þessari námu hafa fengist 3,9 milljónir tonna af málmgrýti í gegnum tíðina. Úr því hafa fengist um 1,25% hlutfall af nikkel, 0,67% kopar og 0,051% kóbalt. Kóbalt og lithium lykilhráefni í nútíma rafhlöður Ein meðalfartölva inniheldur meira en eina únsu (28,35 grömm) af kóbalti og meðal lithium-ion rafhlaða í rafmagnsbíl inniheldur meira en 13,5 kg af kóbalti. Í slíkri rafhlöðu er hins vegar ekki nema um 113–245 grömm af lithium á hverja kílówattstund (kWst) af raforku sem rafhlaðan geymir. Það þýðir að í meðal rafhlöðu í rafbíl í dag getur verið í kringum 2 til 4 kg af lithium. Lithium er ekki ótæmandi auðlind frekar en kóbalt. Tölur um vinnanlegt magn af lithium í heiminum eru mjög á reiki, en þar er nú farið að reikna inn vinnanlegt málmgrýti sem ekki þótti áður árennilegt vegna ört hækkandi heimsmarkaðsverðs. Hafa áætlanir um vinnanlegt magn því hækkað úr 10,6 milljónum tonna í 28,4 milljónir tonna samkvæmt tölum National Research Council Panel. Heimsframleiðslan á lithium um 43.000 tonn Samkvæmt tölum Lithium Investing News jókst heimsframleiðslan á árinu 2017 um 13% frá árinu 2016 og fór í 43.000 tonn. Þar af fóru um 46% í rafhlöður í bíla, um 27% í keramikvinnslu og glergerð og um 7% í framleiðslu á smurfeiti. /HKr. Smásjármynd af kóbalti, eða bláa gullinu. Elan Musk hefur þótt afar framsýnn frumkvöðull og mikill talsmaður rafbílavæðingar. Hann gerir sér þó grein fyrir göllum þeirra rafhlaðna sem Logandi Tesla-bifreið er áminning um hvað lithium-ion rafhlöðurnar geta verið varasamar. Enn hefur ekki tekist að búa til nothæfar lithium-iona þurrrafhlöður (solit-state) til að minnka hættuna á sjálfsíkveikju. Vegna þessa hafa slökkviliðsmenn m.a. hér á landi þurft að tileinka sér sérstaka tækni við að meðhöndla slíka bruna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.