Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 49 Einfalt og fljótlegt sjal prjónað úr Drops Air. Garðaprjón og gatamynstur setja skemmtilegan svip á sjalið. Lungamjúkt sjal sem gott er að vefja um hálsinn í vetur. Mál: - Lengd efst: ca 160 cm. - Hæð fyrir miðju: ca 51 cm. Garn: Drops Air fæst í Handverkskúnst - Bleikur nr 20: 100 g Prjónar: Hringprjónn, 80 cm nr 8 – eða þá stærð sem þarf til að 12 lykkjur og 26 umferðir með garðaprjóni verði 10x10 cm. Sjal: Sjalið er prjónað fram og til. Prjónað er ofan frá við miðju að framan og aukið er út í hverri umferð í hliðum. Fitjið upp 2 lykkjur á hringprjón nr 8 með Air. Prjónið síðan þannig: Umf 1-2: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umf = aukið út um 2 lykkjur. Umf 3-4: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umf = aukið út um 4 lykkjur. Umf 5-6: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umf = aukið út um 2 lykkjur. Umf 7-8: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umferðina = aukið út um 4 lykkjur. Umf 9: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, *prjónið 2 slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn*, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af umf, 1 slétt = aukið út um 1 lykkju. Umf 10: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umf = aukið út um 1 lykkju. Umf 11-12: 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar út umf = aukið út um 4 lykkjur. Nú eru 20 lykkjur á prjóninum. Endurtakið umferðir 1-12, (lykkjufjöldinn eykst um 18 lykkjur í hverri endurtekningu). Prjónið þar til stykkið mælist 51 cm frá uppfitjunarkanti. Afelling: Til að fá affellingarkantinn teygjanlegan er fellt af með tvöföldum þræði eða með grófari prjónum. Fellið laust af. Klippið frá og festið enda, þvoið stykkið og leggið til þerris. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Primadonna-sjal HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 7 9 5 8 6 4 6 1 3 6 8 7 1 6 2 9 4 7 5 8 3 9 4 1 3 9 5 2 8 5 1 2 4 7 9 Þyngst 9 1 3 7 8 2 5 3 6 8 1 1 4 9 2 9 6 7 6 5 3 1 5 2 9 3 1 4 8 7 6 3 7 4 2 8 1 7 5 1 4 6 3 7 1 9 8 3 1 7 5 8 6 8 9 3 6 9 7 9 1 6 6 8 2 5 4 3 8 1 8 9 3 5 7 4 2 7 Á kind sem heitir Eyja FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ég heiti Ólöf Vala og bý í Árprýði, Flóahreppi og hef búið í sveit frá þriggja ára aldri. Það er ekki búskapur heima hjá mér en föður- amma mín og -afi á næsta bæ eru með kartöflurækt og kindur. Þar á ég kind sem heitir Eyja. Nafn: Ólöf Vala Heimisdóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Meyja. Búseta: Árprýði, Flóahreppi. Skóli: Flóaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Náttúrufræði og stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur og kindur. Uppáhaldsmatur: Þessa stundina er það mango chutney kjúklingur sem pabbi gerir. Uppáhaldshljómsveit: Queen og Guns N' Roses. Uppáhaldskvikmynd: Ég á enga sérstaka uppáhaldskvikmynd en horfi alltaf á Love Actually fyrir jólin. Fyrsta minning þín? Þegar ég fór hringinn í kringum landið með mömmu og pabba í kringum þriggja ára aldurinn. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi dans og píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Arkitekt eða einhvers konar hönnuður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég var í skemmtigarði í útlöndum og fékk að fara í stóran róbóta sem sveiflaði mér mjög hratt í allar áttir. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór norður með fjölskyldunni minni í ferðalag. Næst » Ólöf Vala ætlar að skora á Auðun Inga Davíðsson að svara næst. Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími 568 2870 www.praxis.is • Fatnaður og skór fyrir fagfólkið Gæða bómullarbolir fyrir dömur og herra, stutterma og síðerma, í mörgum fallegum litum. ...Þegar þú vilt þægindi Mikið úrval af klossum Mikið úrval af fatnaði sem þolir hátt hitastig í þvotti, ótrúlega góð efni. Kíkið á praxis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.