Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201810
FRÉTTIR
Markaðsstofa sauðfjárbænda,
Icelandic Lamb, gerði á dögunum
samstarfssamning við Hönnun-
ar miðstöð Íslands – og telst þessi
samningur vera númer 200 í
röð þeirra samstarfs samninga
sem Icelandic Lamb hefur gert.
Tilefnið var að Hönnunarmiðstöð
Íslands fagnar tíu ára afmæli
sínu á þessu ári.
Að sögn Ninju Ómarsdóttur,
verkefnisstjóra hjá Icelandic Lamb
á sviði ullarafurða, var Hönnunar-
miðstöðinni færð gjöf í tilefni
afmælisins.
„Við gáfum Sindrastólinn með
G.Á. húsgögnum, sem framleiðir
hann. Sindrastóllinn er klassísk
hönnun og nýlega kominn aftur í
framleiðslu í tilefni 50 ára afmælis
hans – en hann var hannaður
1962 af Ásgeiri Einarssyni.
Viðskiptavinir geta valið þá gæru
og litaafbrigði sem þeir vilja
á sinn stól sem gerir hvern stól
einstakan.“
Mikilvægt að tengja bændur
betur við hönnuðina
Ninja segir mikilvægt að tengja
bændur betur við hönnunarferlið
og hönnuðina. „Hönnuðirnir taka
við hrávöru bændanna sem mikil
vinna hefur farið í að framleiða.
Það er allra hagur að vel takist til
í öllu ferlinu sem á sér stað svo
að virðisaukningin geti orðið sem
mest, að hönnunarvara í háum
gæðaflokki verði til – og seld
hérlendis eða erlendis,“ segir
Ninja.
Verðmætasköpunin í
íslenskri hönnun
Hönnunarmiðstöð Íslands er
kynningar- og upplýsingamiðstöð
fyrir íslenska hönnun á Íslandi
og erlendis og er meginhlutverk
hennar að efla skilning
þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar
fyrir samfélagið og íslenskt
efnahagslíf og benda á þá miklu
verðmætasköpun sem getur falist í
íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið
allt.
Hönnunarmiðstöð stuðlar að
framgangi íslenskra hönnuða
erlendis, enda felast þar stór
tækifæri fyrir íslenska hönnun og
framleiðsluvörur.
Hönnunarmiðstöðin er í eigu
Arkitektafélags Íslands, Félags
húsgagna- og innanhússarkitekta,
Félags íslenskra landslagsarkitekta,
Félags vöru- og iðnhönnuða,
Leirlistafélags Íslands, Fata-
hönnunarfélags Íslands, Textíl-
félagsins, Félags íslenskra
gullsmiða og Félags íslenskra
teiknara.
Hönnunarmiðstöð Íslands er
rekin fyrir fjárframlög frá mennta-
og menningarmálaráðuneyti og
atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneyti. /smh
Þau skemmtilegu tímamót urðu á
síðasta fundi sveitarstjórnar Mýr-
dals hrepps að þar tók yngsti sveitar-
stjórnarfulltrúi í sögu sveitarfélagsins
sæti, Ástþór Jón Tryggva son, sem er
aðeins 19 ára gamall.
Það skemmtilega er að mamma
hans, Ragnheiður Högnadóttir, 55
ára, sat líka fundinn. Bæði eiga þau
sæti í sveitarstjórninni sem fulltrúar
L-lista framtíðar í Mýrdalshreppi.
/MHH
Skipuleggjendur hæstánægðir með fyrstu REKO-afhendingarnar á Akranesi og í Kópavogi:
Matvælaframleiðendur afhentu vörur
sínar milliliðalaust til neytenda
– Næstu afhendingar verða 3. og 17. nóvember
Fyrsta afhending úr svokölluðum
REKO-hópum, sem eru starf-
ræktir á Facebook, var laugar-
daginn 13. október. Um milliliða-
laus viðskipti er að ræða á milli
smáframleiðenda matvæla – eða
bænda – við neytendur.
Um tvo hópa er að ræða; REKO
Vesturland og REKO Reykjavík
– og áttu neytendur stefnumót
við framleiðendurna á bílaplani
Krónunnar á Akranesi annars
vegar og á bílaplani Krónunnar
í Lindum Kópavogs hins vegar.
Meðlimir í þessum hópum sem
voru mættir á afhendingarstaðinn
höfðu þá þegar lagt inn pantanir
hjá framleiðendunum og greitt fyrir
með rafrænum hætti.
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
var í hópi neytenda sem hafði lagt
inn pöntun í Reykjavíkurhópnum
og var mættur til að taka við vörum
úr hendi framleiðanda síns. Hann
ræddi við framleiðendur og aðra
þá sem voru mættir á svæðið.
Að sögn skipuleggjendanna gekk
afhendingin hratt og vel fyrir sig
og fóru neytendur, framleiðendur
og skipuleggjendur ánægðir heim.
Smáframleiðendurnir færast ofar
í virðiskeðjunni
Tilgangurinn með REKO er að
efla nærsamfélagsneyslu og færa
framleiðendur og kaupendur nær
hver öðrum; gera matarhandverki
og heimavinnslu hærra undir höfði
og færa smáframleiðendur ofar í
virðiskeðjunni.
REKO er tekið úr sænsku
og er stytting á „vistvænir og
heiðarlegir viðskiptahættir“. Fyrir-
myndin kemur frá Finnlandi og
hefur verið að ryðja sér til rúms á
Norðurlöndunum og á meginlandi
Evrópu. Matarauður Íslands – í
samvinnu við Bændasamtök Íslands
– hefur unnið að því að koma
REKO-hugmyndafræðinni af stað
hér á landi og eru fleiri hópar að
myndast um land allt.
Næstu afhendingar í nóvember
Næsta afhending REKO Vestur-
lands verður 3. nóvember við
Fjölbrautaskóla Snæfellinga í
Grundar firði milli klukkan 11 og
12. Þar næst verður afhending 17.
nóvember á bílaplani Krónunnar
á Akranesi milli klukkan 11 og
12 og sama dag verður afhending
hjá REKO Reykjavík á bílaplani
Krónunnar í Lindum milli klukkan
14 og 15.
Sérstakur viðburður er stofnaður
í kringum hvern afhendingardag
innan hvers REKO-hóps og bjóða
framleiðendur vörur sínar til sölu
með stöðufærslu inn í viðburðinum.
Áhugasamir senda þeim svo
skilaboð þar sem þeir tilgreina hvað
þeir vilji kaupa; annaðhvort með
athugasemdum við færslurnar eða í
einkaskilaboðum. Vörur eru ekki til
sölu á staðnum því þetta er eingöngu
afhending á fyrirfram pöntuðum og
greiddum vörum – en ekki markaður.
Allir matvælaframleiðendur með
starfsleyfi hafa leyfi til að selja vörur
sínar í gegnum þessa hópa. /smh
Arnheiður Hjörleifsdóttir er bóndi á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd og
kom færandi hendi á bílastæði Krónunnar á Akranesi.
Ánægðir neytendur með vörur sínar á Akranesi. Myndir / REKO Akranes
Frá afhendingu Sindrastólsins. Grétar Árnason, eigandi G.Á. húsgagna,
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og Sara Jónsdóttir,
verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Sindrastóllinn er sígild íslensk
hönnun Ásgeirs Einarssonar sem aftur er kominn í framleiðslu.
Nítján ára í sveitarstjórn í Mýrdalshreppi:
Situr með mömmu sinni
á sveitarstjórnarfundum
Icelandic Lamb gerði samstarfssamning við Hönnunarmiðstöðina:
Tenging bænda við hönnuðina
n ar 56-30-300 gýsiláaugSm
Af sveitarstjórnarfundi í Mýrdalshreppi, talið frá vinstri: Ragnheiður
Högnadóttir og sonurinn, Ástþór Jón Tryggvason, þá Drífa Bjarnadóttir
og Einar Freyr Elínarson oddviti og Ingi Már Björnsson.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, stjórnandi
REKO Reykjavík, og Hlédís Sveins-
dóttir, stjórnandi REKO Akranes, við
Krónuna á Akranesi.