Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201844
Fyrir skömmu var keyrt nýtt
kynbótamat fyrir afurðir og
frumutölu í nautgriparæktinni en
með notkun mælidagalíkans bætist
mun örar við afurðaupplýsingar
dætra nautanna en áður þegar
notast var við mjaltaskeiðslíkan.
Fagráð í nautgriparækt fundaði
í kjölfarið og tók ákvörðun um
hvaða naut verða í dreifingu sem
reynd naut á komandi mánuðum.
Að þessu sinni var hægt að taka
afstöðu til nánast allra nauta sem
fædd voru árið 2013. Þannig hefur
mælidagalíkanið flýtt afkvæmadómi
nautanna um nánast eitt ár og
munar um minna með tilliti til
erfðaframfara. Fagráð ákvað að
eftirtalin naut yrðu áfram í notkun:
Fossdal 10040, Stólpi 11011, Skalli
11023, Bakkus 12001, Pipar 12007,
Loki 12071, Sjarmi 12090, Dúett
12097, Polki 12099, Jörfi 13011,
Víkingur 13017 og Hálfmáni 13022.
Ákveðið var að setja fimm naut í
dreifingu að lokinni afkvæmaprófun
og eru þau öll fædd 2013. Þetta eru;
Kakali 13009, Bárður 13027, Ýmir
13051, Steri 13057 og Lurkur 13084.
Þau reyndu naut sem áfram eru
í notkun hafa öll orðið traustan og
sterkan dóm og hafa til að bera kosti
sem geta nýst ræktunarstarfinu vel.
Hér á eftir fer örstutt lýsing á helstu
kostum þeirra og göllum en nánari
upplýsingar um nautin er að finna í
nautaskrám og á nautaskra.net.
Fossdal 10040 frá Merkigil í
Eyjafirði (f. Glæðir 02001, mf.
Hamar 94009) er búinn að vera
í dreifingu um nokkurt skeið en
þetta er naut sem gefur miklar
og skapgóðar mjólkurkýr með
frábæra júgurgerð og mjög vel setta
spena. Hins vegar er fituhlutfall í
mjólk dætra hans fremur lágt og
mjaltir þeirra undir meðallagi.
Heildareinkunn 106.
Stólpi 10011 frá Litla-Ármóti
í Flóa (f. Lykill 02003, mf. Stíll
04041) verður áfram til notkunar en
hann hefur haldið sinni sterku stöðu.
Dætur hans eru mjólkurlagnar og
júgurhraustar en fituhlutfall í mjólk
er fremur lágt og mjaltir í tæpu
meðallagi. Heildareinkunn 107.
Skalli 11023 frá Steinnýjarstöðum
á Skaga (f. Gyllir 03007, mf. Fontur
98027) státar áfram af góðu mati en
dætur hans eru mjög mjólkurlagnar
með góða júgurgerð og úrvalsgott
skap. Efnahlutföll í mjólk eru
hins vegar neðan meðallag.
Heildareinkunn 106.
Bakkus 12001 frá Auðsholti í
Hrunamannahreppi (f. Ófeigur
02016, mf. Frami 05034) er með eitt
hæsta mat nauta í landinu öllu. Dætur
hans eru stórar afurðakýr með góðar
mjaltir og frábært skap (með alhæstu
nautum) en spenar eru grannir og
gleitt settir. Heildareinkunn 113.
Pipar 12007 frá Espihóli í Eyjafirði
(f. Gyllir 03007, mf. Flói 02029) er
efnahlutfallanaut þar sem dætur hans
eru góðar afurðakýr með sérlega há
efnahlutföll í mjólk. Þær státa af
góðri byggingu, sterkri júgurgerð,
vel settum spenum og góðum
mjaltaeiginleikum. Heildareinkunn
108.
Loki 12071 frá Bakka á Kjalarnesi
(Birtingur 05043, mf. Þröstur 00037)
hefur styrkt sína stöðu. Dætur hans
eru mjólkurlagnar með ákaflega
góða júgur- og spenagerð og góðar
mjaltir sem skipar honum meðal
hæstu nauta í mati. Heildareinkunn
110.
Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í
Hrunmannahreppi (f. Koli 06003,
mf. Laski 00010) heldur sinni
gríðarsterku stöðu og kemur næstur
Bamba 08049 í röð hæstu nauta í
mati. Dætur Sjarma eru gríðarmiklar
og skapgóðar mjólkurkýr með
úrvalsgóða júgurgerð og góðar
mjaltir. Heildareinkunn 114.
Dúett 12097 frá Egilsstaðakoti í
Flóa (f. Birtingur 05043, mf. Dúllari
07024) er einkum afurðanaut þar
sem dætur hans eru mjólkurlagnar
með há efnahlutföll í mjólk og
góðar mjaltir. Byggingareiginelikar
þeirra eru um meðallag án þess
að um áberandi galla sé að ræða.
Heildareinkunn 108.
Polki 12099 frá Brúnastöðum
í Flóa (f. Koli 06003, mf. Spotti
01028) bætir fyrst og fremst júgur-
og spenagerð en dætur hans skarta
af frábærri júgurgerð og einstaklega
vel settum spenum sem eru í nettari
kantinum. Polki er með hæstu
nautum hvað júgur- og spenagerð
snertir. Heildareinkunn 105.
Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð
(f. Birtingur 05043, mf. Skurður
02012) er gott alhliða naut en dætur
hans eru gallalitlar en aftur á móti
með frábæra júgur- og spenagerð
sem auk þess eru ákaflega vel settir.
Jörfi er meðal alhæstu nauta í mati
fyrir júgur. Heildareinkunn 107.
Víkingur 13017 frá Syðri-
Knarartungu í Breiðuvík (f.
Birtingur 05043, mf. Ingjaldur
04011) bætir sína stöðu en dætur
eru gríðarlega mjólkurlagnar og
skapgóðar. Byggingareiginleikar
eru hins vegar nærri meðallagi
og til galla verður að telja fremur
langa spena og lágt fituhlutfall í
mjólk. Heildareinkunn 111.
Hálfmáni 13022 frá
Brjánsstöðum í Grímsnesi (f.
Vindill 05028, mf. Laski 00010)
er afurðanaut umfram allt annað
en dætur hans eru gríðarmiklar
mjólkurkýr með há verðefni
í mjólk. Hálfmáni er með
næsthæsta mat allra nauta fyrir
fitu% nú. Mjaltir og skap eru hvoru
tveggja gott en bygging er nærri
meðallagi án áberandi kosta eða
galla. Heildareinkunn 110.
Í hóp reyndra nauta í dreifingu
koma nú fimm ný naut, öll fædd
árið 2013 eins og áður sagði. Þessi
naut eru:
Kakali 13009 frá Engihlíð í
Vopnafirði (f. Birtingur 05043, mf.
Skurður 02012) sem gefur miklar
mjólkurkýr með góð efnahlutföll í
mjólk og mikla júgurhreysti. Þetta
naut sækir mikinn styrk, eins og
aðrir synir Birtings, í góða júgur-
og spenagerð en mjaltir og skap
eru í meðallagi þó lítið sé um galla
í mjöltum. Heildareinkunn 107.
Bárður 13027 frá Villingadal í
Eyjafirði (f. Baldi 06010, mf. Laski
00010). Hér er á ferðinni alhliða
naut sem gefur mjólkurlagnar kýr
með há efnahlutföll í mjólk, góða
júgur- og spenagerð og frábært
skap þar sem ekki hefur verið
merkt við skapgalla hjá neinni kú
í mjaltaathugun. Heildareinkunn
107.
Ýmir 13051 frá Klauf í Eyjafirði
(f. Baldi 06010, mf. Laski 00010)
er alhliða naut þar sem dætur hans
eru mjólkurlagnar og júgurhraustar
auk þess að skarta frábærri júgur-
og spenagerð ásamt úrvalsgóðum
mjöltum og skapi. Ýmir er með
alhæstu nautum hvað júgurhreysti,
júgurgerð og skap varðar. Til galla
verður að telja lágt próteinhllutfall
í mjólk. Heildareinkunn 108.
Steri 13057 frá Stóru-Mörk undir
Eyjafjöllum (f. Koli 06003, mf.
Aðall 02039). Steri kemur inn sem
eitt af hæstu nautum í mati enda dætur
hans með afbrigðum mjólkurlagnar
og raunar er Steri hæsta naut landsins
hvað þann eiginleika varðar. Hlutföll
verðefna í mjólk eru há. Hvað aðra
eiginleika snertir er Steri meðalnaut
og t.d. eru mjaltir undir meðallagi
og júgur mættu vera betur borin.
Heildareinkunn 113.
Lurkur 13084 frá Torfum í
Eyjafirði (f. Kambur 06022, Ófeigur
02016) er alhliða naut þar sem dætur
hans hafa til að bera mjólkurlagni
með góðum hlutföllum verðefna,
góða júgurgerð og góðar mjaltir og
skap. Heildareinkunn 106.
Reynt að horfa til fjölbreytni
Við val þessara nauta hefur verið
reynt að horfa til fjölbreytni í
ætterni svo sem kostur er enda eru
þessi 17 naut synir níu nautsfeðra.
Upplýsingar um þessi fimm naut
eiga að vera komnar til bænda á
prentuðum spjöldum.
Nautsfeður til notkunar næstu
mánuði verða þeir Bakkus 12001,
Sjarmi 12090, Hálfmáni 13022
og Steri 13057. Menn eru beðnir
að huga sérstaklega að júgurgerð
væntanlegra nautsmæðra ef nota á
Stera en með það skal ekki leynt fara
að dætur hans mættu gjarna skarta
betur bornum júgrum.
Þessar vikurnar er verið að kaupa
nautkálfa undan nokkrum nautum.
Þar hefur einkum verið um að ræða
syni Lúðurs 10067 en einnig hafa
boðist kálfar undan Strák 10011,
Skalla 11023 og Skelli 11054. Þeir
þrír eru hins vegar mun lægri í
mati nú en þegar þeir voru í hópi
nautsfeðra og því ljóst að undan
þeim verður aldrei keyptur mikill
fjöldi. Þá er þess beðið að synir
Bakkusar og Sjarma fari að líta
dagsins ljós og í fyllingu tímans
munu synir Hálfmána og Stera
bætast í þann hóp er sóttir verða til
bænda til notkunar í kynbótastarfi
íslenska kúastofnsins.
Hæstu naut
Sem fyrr trónir Bambi 08049 á
toppnum með hæstu eildareinkunn
allra nauta eða 116. Næstur kemur
Sjarmi 12090 með 114 og svo
þeir Bakkus 12001 og Steri 13057
með 113. Af þeim matadorum sem
horfnir eru úr notkun stendur Úlli
10089 í 112, Dropi 10077 er með
111 ásamt Birtingi 05043. Úranus
10081 hefur aðeins dalað og er með
110, Lúður 10067 hefur haldið sínu
með 110 og Gýmir 11007 hefur bætt
í og er einnig með 110. Koli 06003
stendur enn fyrir sínu með 110 og
skammt undan eru Baldi 06010,
Sandur 07014 og Aðall 02039 með
109. Bolti 09021 er með 108 sem
og Klettur 08030. Athyglisvert er
að Salómon 04009 hefur styrkt
sína stöðu og stendur nú í 108.
Til fróðleiks þá hafa hinir miklu
ættfeður Laski 00010 og Stígur
97010 nú 104 og 103 í einkunn.
Miklar framfarir
Ef litið er heilt yfir kynbótamatið má
sjá hve framfari í júgur- og spenagerð
hafa orðið miklar á undanförnum
árum. Nú stendur mönnum til boða
hópur nauta sem gefa öfluga og góða
júgurgerð og slök spenagerð er að
verða fátíð.
Helsti gallinn eru gleitt settir
framspenar en þó eru mörg góð
naut í boði sem geta lagað eða
bætt spenastöðu. Þá er greinilegt
að mjaltir fara batnandi og áhrif
þess að mjaltadómur byggir nú að
verulega leyti á beinum mælingum
að koma fram.
Án efa munum við sækja hratt
fram hvað mjaltir snertir á komandi
árum. Tilkoma mælidagalíkans bæði
flýtir og styrkir kynbótamatið og
eykur þannig á efðaframfarir. Nú er
staðan að verða sú að útlitsdómur og
afurðamat haldast nokkuð í hendur,
þ.e. afurðamat kúnna liggur fyrir á
svipuðum tíma og nægur fjöldi dætra
hefur verið útlitsdæmdur.
Áhyggjuefni er hins vegar að
skil á mjaltaathugun hafa dalað. Ég
bið menn að huga að því og fylla
mjaltaathugun samviskusamlega
út og skila. Þarna sækjum við
verulega mikilvægar upplýsingar
sem standa undir stórum hluta
einkunnar fyrir mjaltir og einkunn
fyrir gæðaröð. Það er einkunn sem
margir horfa til og án mats eða
röðunar á dætrum nautanna verður
hún markleysa ein.
NAUT 2018 Reynd naut Nautastöðvar BÍ sem fyrirhugað er að nota sæði úr haustið 2018
Nafn og nr. Mjólk Fitu% Prótein% Afurðir Frjósemi Frumutala Gæðaröð Skrokkur Júgur Spenar Mjaltir Skap Ending Kynbótaeinkunn Hæð dætra
Fossdal - 10040 109 84 96 107 95 116 92 98 117 98 89 102 116 106 5,8
Stólpi - 11011 116 82 92 110 105 115 90 94 98 105 90 105 114 107 5,6
Skalli - 11023 114 87 95 109 90 104 100 107 105 104 101 114 104 106 5,3
Bakkus - 12001 114 97 108 121 110 90 115 105 101 97 115 127 111 113 5,4
Pipar - 12007 105 121 112 112 97 104 99 106 113 110 112 96 98 108 5,4
Loki - 12071 111 99 109 116 105 86 96 104 117 104 112 94 113 110 5,5
Sjarmi - 12090 125 90 100 120 89 114 113 105 112 124 109 112 100 114 5,4
Dúett - 12097 115 115 121 115 100 94 101 99 102 103 109 97 111 108 5,9
Polki - 12099 102 106 110 104 90 104 107 103 124 123 98 95 109 105 5,6
Kakali - 13009 119 109 101 109 95 121 109 101 113 105 101 90 112 107 5,6
Jörfi - 13011 112 111 109 107 97 102 98 108 128 109 103 104 100 107 5,8
Víkingur - 13017 133 87 104 120 106 103 104 105 106 91 97 109 114 111 5,9
Hálfmáni - 13022 128 124 109 119 91 97 113 99 101 110 107 113 99 110 5,8
Bárður - 13027 113 114 107 106 90 100 112 101 122 107 105 127 108 107 5,8
Ýmir - 13051 122 100 84 101 94 127 121 104 127 110 115 121 100 108 5,8
Steri - 13057 135 115 109 126 100 102 94 107 103 113 89 106 100 113 5,8
Lurkur - 13084 112 106 106 108 108 93 118 102 114 98 110 112 100 106 5,8
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Guðmundur Jóhannesson
ábyrgðarmaður í
nautgriparækt
mundi@rml.is
Staða nautanna í október 2018
Bækur
Ljóðabókin Homo economicus I eftir Sigfús Bjartmarsson
Homo economicus I er heiti
nýrrar ljóðabókar Sigfúsar
Bjartmarssonar, en hann
var tilnefndur til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna fyrir
síðustu ljóðabók sína, Andræði,
sem kom út árið 2004.
Í tilkynningu útgefandans MTH
útgáfu segir: „Homo economicus
I“ eru ljóðmæli sem fjalla um
gleðileikinn íslenska fram að hruni
og þessa manntegund sem aðhyllist
frjálshyggju og markaðstrú.
Einum kann að
finnast ljóðin háð
og spott, öðrum
öfugmæli, þriðja
skopstæling, fjórða
oflof og þar með
níð – en eitt er
ljóst að aldrei áður
hefur hinu íslenska
„hagmenni“ verið
gerð viðlíka skil
í bundnu máli.
Í þessu fyrra
bindi hefur orðið
íslenska afbrigði
tegundarinnar og
kallast „hólmsteinn!“
Ljóðmæli hans
hljóta að teljast
trúarlegur kveðskapur
enda upphafin og
innblásin af þeim ógnar
sannfæringarkrafti sem
brenglaði dómgreind
mektarfólks og gáfnaljósa
í aðdraganda hrunsins.“
Lakir dílar lækka menn
en stórir stækka
Þú skalt vinur, varast þá
sem veðja á rangan hest.
Í flokksins góða félagsskap
færðu hollu ráðin best.
Þú skalt huga helst að þeim
hagnaði sem telur.
Aldrei gerast einn af þeim
sem uppá þína selur.
Þú skalt kallinn, koma þér
í klíkurnar sem telja,
kallanna sem kompaníin
kaupa flest og selja.
Upp, upp, upp þín sál
og allt þitt ríka geð.
Okkar maður öruggt lán
ekkert minnst á veð.
* * *
Æ skal gjöf til gjalda
gróðafélögum sínum.
Í feitra galta fláningu
er feikna stuð á mínum.