Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 20186 Þeir sem fylgst hafa með umræðum um landbúnaðarstefnuna á síðustu árum og áratugum hafa óneitanlega orðið varir við að um hana hefur verið deilt. Almennur velvilji er til bænda meðal almennings í landinu en gagnrýnin beinist oft og einatt að afurðastöðvunum og landbúnaðarstefnunni sem margir kalla „landbúnaðarkerfið“. Stuðningur við landbúnað nemur um 2% af ríkisútgjöldum Um það er ekki deilt að samfélag okkar styður við landbúnað með ýmsum hætti. Uppistaða þess stuðnings eru greiðslur sem renna til bænda uppfylli þeir ákveðin skilyrði sem geta verið margþætt. Þau geta snúist um framleiðsluhætti, framleiðslumagn eða að bændurnir hafi aflað sér ákveðinna réttinda. Verkefnin eru fjölþætt enda er landbúnaður ákaflega fjölbreytt starfsemi. Það er í boði stuðningur fyrir þá sem eru að hefja búskap, eru að fjárfesta eða endurnýja, fara út í lífræna ræktun og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert á einhverjum forsendum sem uppfylla verður og virðast oft flóknar utan frá séð. Margvíslegar reglur gilda um landbúnað eins og aðra matvælaframleiðslu enda viljum við öll að matvælin okkar séu örugg og þau séu framleidd við bestu mögulegu aðstæður. Gert er ráð fyrir að þessi beini stuðningur við landbúnað verði um það bil 16 milljarðar króna á næsta ári, sem er um það bil 2% af ríkisútgjöldum ársins. Tollvernd er ætlað að jafna samkeppnisstöðu Hin stoðin í stuðningnum er tollvernd sem er þá ætluð til að jafna samkeppnisstöðu innflutnings gagnvart innlendri framleiðslu. Hún hefur rýrnað talsvert undanfarin ár. Bæði hefur verið dregið úr henni almennt, samningar hafa verið gerðir sem hafa minnkað verndina á landbúnaðarvörum og sterk króna hefur svo rýrt verðgildi hennar enn frekar. Aðeins eru nú lagðir tollar á ákveðnar landbúnaðarvörur og áætlað er að tekjur af þeim verði 2,9 milljarðar króna á næsta ári, sem eru 0,3% af áætluðum tekjum ríkisins. Tollverndin er því ekki orðin umfangsmikil. Hver er tilgangur þess að styðja við landbúnað? Það er eðlileg spurning að velt sé fyrir sér tilgangnum að baki. Meginspurningarnar eru tvær: Annars vegar er spurningin hvort að stuðningurinn sé aðallega til að greiða niður verð til neytenda og hins vegar hvort að hann sé til að styðja við byggð í landinu. Síðan má spyrja í þriðja lagi hvort að stuðningurinn eigi að nýtast til að stuðla að ákveðnum framleiðsluháttum í landinu. Rökin að baki stuðningnum upphaflega voru þau að hann ætti að lækka verð til neytenda, enda hétu þetta lengi niðurgreiðslur og voru greiddar til afurðastöðva. Á vissan hátt virkar stuðningurinn enn þannig þegar hann er bundinn við ákveðna framleiðslu. Hann gerir þá bóndanum kleift að selja vöru sína á lægra verði en annars væri hægt og sú lækkun gengur áfram til neytandans. Þegar þetta var gert á sínum tíma fór mun hærra hlutfall útgjalda heimilanna til kaupa á matvælum en nú er. Núna er það hlutfall um 13% sem varið er til kaupa á mat og drykkjarvörum, bæði innlendum og erlendum. Sé eina markmiðið að verðið sé sem lægst þá hefur það víðtæk áhrif. Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um okkar upprunalegu búfjárstofna og þá framleiðsluhætti sem hér hafa tíðkast um leið og leitað hefur verið allra leiða til hagræðingar og aukinnar framleiðni. Það hefur náðst mikill árangur á því sviði, en vissulega erum við ekki með hagkvæmustu framleiðslutækin ef við ætlum bara að hugsa um að verðið sé sem lægst. Það eru til búfjárstofnar sem eru afurðahærri og víða eru búin orðin margfalt stærri en þau stærstu hérlendis. Þá eru líka víða notuð ýmiss konar lyf og hjálparefni til að fá dýrin til að vaxa hraðar og ná út úr þeim meiri afurðum. Við höfum ekki farið þær leiðir og engar áætlanir eru um það, en eigi verðið að ráða öllum ákvörðunum þá hefur það ýmislegt fleira í för með sér. Eigi samkeppnin við innflutning áfram að fara sífellt harðnandi án þess að neitt komi á móti og innflutningur búi við önnur skilyrði en innlend framleiðsla þá munu þessar spurningar koma upp. Það er óhjákvæmilegt. Er landbúnaðarstefna það sama og byggðastefna? Í öðru lagi þá er stundum spurt hvort að landbúnaðarstefnan eigi að styðja við byggð. Hún gerir það auðvitað alltaf á einhvern hátt í ljósi þess að landbúnaðurinn er staðsettur í dreifbýlinu en spurningin snýr þá frekar að því hvort að það eigi að styðja við landbúnað án þess að tengja það ákveðnum greinum eða ákveðinni framleiðslu. Með því er þá verið að horfa minna á verð ákveðinna vara til neytenda, en stuðningurinn mun eftir sem áður koma fram óbeint í þeirri framleiðslu sem mun eiga sér stað á hverjum tíma. Gagnsæið verður ekki eins mikið gagnvart skattgreiðendum og það er þá ekki verið að greiða fyrir ákveðna framleiðslu með sama hætti og gert er í dag. Samt sem áður er víða verið að þróa landbúnaðarstefnuna í þessa átt, til dæmis innan ESB og hugmyndir um landbúnaðarstefnu Bretlands eftir Brexit eru enn opnari en hjá sambandinu sjálfu. Mjög mismunandi skoðanir eru uppi um skilvirkni stefnu sem þessarar en vissulega veitir hún ákveðið svigrúm, en það er heldur ekki eins afmarkað hverju bændur eiga að skila á móti. Í þriðja lagi má svo spyrja hvort að landbúnaðarstefnan eigi að verða til þess að stuðla að ákveðnum framleiðsluháttum. Hún gerir það líka á vissan hátt eins og málum er háttað í dag en ætti hún að ýta enn frekar undir það, s.s. varðandi þá þætti sem við teljum okkar sérstöðu og taka þá tillit til þess hvaða áhrif það hefur á kostnaðinn? Það er atriði sem ýmsir hafa rætt og kunna að fá meira vægi, s.s. umhverfis- og loftslagsmál, landnýting og fleira en enn er margt óljóst í þeim hugmyndum. Skoðanir á þessu öllu eru auðvitað skiptar og umræðan mun halda áfram, en það er þýðingarmikið að þeir sem vilja fjalla um landbúnaðarstefnuna byrji á því að draga fram hvaða markmið þeir hafa og tali þá um þau með skýrum hætti. Það er alltaf fyrsta skrefið að hafa markmiðin á hreinu. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Það er göfugt að vilja þjóð sinni vel og ekki síst ef það felur í sér að efla fjárhagslegan styrkleika íslenska orkuiðnaðarins, en er þá sama hvað það kostar? Um áraraðir hafa áhrifamenn í íslenska orkugeiranum gælt við þann draum að Ísland verði eins konar Sádi-Arabía norðursins í orkumálum með sölu á raforku um sæstreng til útlanda. Ef um einfalda tvíhliða viðskiptasamninga væri að ræða milli Íslands og Bretlands væri málið kannski ekki svo ýkja flókið, en svo gott er það ekki. Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í gegnum samninga EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið. Þeir samningar hafa læst Ísland inni í sérkennilegri atburðarás þar sem margir telja að okkur sé skylt að taka upp allar reglugerðir og tilskipanir sem skriffinnar í Brussel kunna að kokka upp með síauknum kvöðum á aðildarríki EES-samningsins. Þess vegna hefur Alþingi Íslendinga samþykkt fyrir hönd Íslendinga ýmsar reglur sem orka oft og tíðum tvímælis. Þannig var að sumra mati í pottinn búið þegar innleiddar voru hér að kröfu Evrópusambandsins reglur um aðskilnað framleiðslu og flutnings á raforku. Stofnað var sérstakt flutningsfyrirtæki sem leiddi til þess að orkukostnaður almennings hækkaði umtalsvert. Með þessari innleiðingu í gegnum EES-samninginn var ESB að undirbúa jarðveginn fyrir mögulega nýtingu Evrópu á orku frá Íslandi. Það var einfaldlega verið að hrinda af stað þróun á íslenska orkumarkaðskerfinu til samræmis við það evrópska. Í því sambandi skipti hagur íslenskra fjölskyldna spekúlantana í Brussel akkúrat engu máli. Nú á að klára þessa samhæfingu með innleiðingu á því sem nefnt er þriðji orkupakki ESB. Þar eru það hagsmunir ESB-landa númer eitt, tvö og þrjú sem ráða ferðinni, en ekki Íslands. Norski lagaprófessorinn Peter T. Örebech hefur sýnt fram á að með innleiðingu á Orkupakka 3 verða Íslendingar að undirgangast allt regluverkið sem þar liggur að baki og afsala sér yfirstjórn á eigin orkumálum í hendur ACER, yfirþjóðlegrar orkustofnunar Evrópu. Íslendingar munu engu fá ráðið um framvindu eigin orkumála eftir samþykkt þessa orkupakka. Við yrðum algjörlega háð markaðsaðstæðum á evrópskum orkumarkaði. Það þýðir í raun að óhjákvæmilegt er að raforka til almennings og fyrirtækja á Íslandi kemur til með að hækka verulega. Það mun líka ýta undir lagningu sæstrengs, sem er aðalmarkmið þessa gjörnings og mun enn frekar njörva Ísland inn í evrópskt raforkuviðskiptaumhverfi. Afleiðingin getur orðið verulega skert samkeppnisstaða okkar ylræktar og annars landbúnaðar, fiskiðnaðar, nýsköpunarfyrirtækja í málmiðnaði, ferðaþjónustu og fleiri greina. Það er afar undarlegt að hugsa til þess að fólk sem hreykir sér af umhverfisvernd og landsbyggðarsjónarmiðum skuli nú standa frammi fyrir því í ríkisstjórn Íslands að samþykkja yfir sig valdaafsal til ACER sem leiða mun til stórkostlegra virkjunarframkvæmda á Íslandi. Landsvirkjun hefur þegar viðurkennt að rekstur sæstrengs þýði að hér þurfi að virkja sem nemur að minnsta kosti einni Kárahnjúkavirkjun eða tveim Blönduvirkjunum. Allt tal um að þetta snúist eingöngu um að koma ónýttu launafli orkukerfisins í verð, er því fjarstæða. Svona rétt eins og þegar gulrót er veifað framan í asna. – Kannski erum við ekkert annað en ASNAR sem kikna í hnjáliðunum þegar kemur að samskiptunum við mjúkmála embættismenn frá Brussel. Afgreiðsla þingmanna á Alþingi mun væntanlega leiða í ljós hvort það er raunin. /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is Vefur blaðsins: www.bbl.is bbl@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT lands sem utan. Mynd / Hörður Kristjánsson Erum við ASNAR? Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands – sigey@bondi.is Stærri myndin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.