Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 7 Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu stóð fyrir Degi sauðkindarinnar laugar- daginn 20. október. Þangað mættu fjáreigendur af öllu svæðinu á milli Þjórsár og Markarfljóts. Fjöldi fólks og fjár var á sýningunni sem þótti takast afar vel. Ræktunarbú ársins Þarna voru m.a. veitt verðlaun fyrir ræktunarbú ársins en þau hlutu Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson í Butru. Litfegursta gimbrin var líka valin af áhorfendum og varð grámóbotnótt gimbur frá Djúpadal þar hlutskörpust. Kótiletta sýningarinnar var Botni frá Skíðabakka Alls mættu 22 hyrndir hrútar til leiks og 8 kollóttir. Af hyrndum hrútum bar lamb nr. 39 frá Skíðbakka 3 í Landeyjum sigur úr býtum með 89,0 stig, hvítur hrútur undan heimahrút sem kallaður er Botni. Hlaut hann líka verðlaun fyrir að vera „kótiletta“ sýningarinnar. Þetta lamb var með þykkasta bakvöðvann, eða 43 mm. Eigandi hans og ræktandi er Erlendur Árnason á Skíðbakka. Í öðru sæti var lamb nr. 398 frá Hemlu II í Landeyjum, hvítur undan heimahrútnum Auði. Ræktendur hans eru Lovísa Ragnarsdóttir og Vignir Siggeirsson í Hemlu. Hann fékk 88,5 stig. Í þriðja sæti varð hvítur hrútur frá Rökkva Hljómi Kristjánssyni á Hólum á Rangárvöllum undan Burkna frá Mýrum 2 (sæðingarhrút) með 88,0 stig. Kollóttu sigurhrútarnir komu allir frá Árbæ í Holtum Kollóttu sigurhrútarnir komu allir frá Guðmundi Bæringssyni í Árbæ í Holtum. Þar voru tvílembingar númer 32 og 33 undan heimahrútnum Birki sem stóðu efstir og í þriðja sæti var lambhrútur númer 51 undan Álfi sem einnig er heimahrútur. Tvílembingarnir fengu 89,0 og 89,5 stig og lamb nr. 51 fékk 88,0 stig. Guðmundur í Árbæ líka með þrjár efstu kollóttu gimbrarnar Í kollótta gimbrahópnum var Guðmundur í Árbæ að nýju með þrjár efstu gimbrarnar og voru tvær efstu tvílembingar undan Birki. Í þriðja sæti var svo gimbur nr. 24 undan Adam sem Guðmundur keypti fyrir vestan og hefur notað hann ásamt nágranna sínum. Efsti veturgamli hrúturinn kom einnig frá Guðmundi í Árbæ Í hópi veturgamalla hrúta var það enn Guðmundur í Árbæ sem átti efsta veturgamla hrútinn og er hann kollóttur nr. 17-007 og heitir Logi. Í öðru sæti var hrútur frá Helga Benediktssyni, Regúlu Rudin og Símoni Helga Helgasyni í Austvaðsholti nr. 17-175 og í þriðja sæti hrútur númer 17-750 frá Ágústi Rúnarssyni í Vestra-Fíflholti. Efsta hyrnda gimbrin er frá Skíðabakka Erlendur á Skíðbakka var efstur með hyrnda gimbur númer 49. Í öðru sæti voru Benedikt og Lilja í Djúpadal með gimbur nr. 54 og í þriðja sæti var gimbur frá Ágústi Rúnarssyni í Vestra-Fíflholti nr. 18. LÍF&STARF Fyrr en fram er haldið þessum vísnaþætti, þarf að gera skil þeirri vísu sem ég vísaði til Dagbjarts á Hrísum í von um að hann vissi höfund að. „Frjálst er í Flókadal / framsóknarmannaval,“ o.s.frv. Fjöldi fólks hefur haft samband við mig, og sagst vita gjör um kveðskapinn. Sá gjörfróðasti sem haft hefur samband er Máni Sigurjónsson, Vallargerði í Kópavogi. Máni er sonur sr. Sigurjóns Jónssonar sem þjónaði söfnuði í Fljótum í Skagafirði (Flókadal) og sat á Barði árin 1917 til 1920. Síðan flytur Sigurjón þjónustu sína að Kirkjubæ í Hróarstungu og gegndi þar prestskap til 1965. Sigurjón var ágætlega hagorður og orti m.a. langan brag um Héraðsbúa sem vel er þekktur og sunginn enn í dag sem gleðiefni. Þar er að finna erindi sem hefst með þessum tveimur fyrstu vísuorðum, „Glatt er á Gálgaás, / Gróa á hverjum bás,“ o.s.frv. Það fékk ég staðfest hjá Mána, að síðan hefði faðir hans „nýtt“ sér niðurlag vísu sem hann lærði norður í Fljótum og er eignuð Ludvik Kemp vegaverkstjóra sem starfaði við vegbætur í Fljótum (Flókadal). Vísa Sigurjóns er því sannanlega sameiginlegt hugverk hans og Ludviks Kemp: Glatt er á Gálgaás, Gróa á hverjum bás, „það er nú þjóðlegur staður. Enginn af öðrum ber, efalaust þaðan fer til andskotans annar hver maður“ Erindi Ludviks Kemb er ort öllu fyrr en erindi sr. Sigurjóns, og talið úr lengri skætingsbrag sem Ludvik hafi ort um Fljótafólk. Máni segir mér, að faðir sinn hafi lært erindið þá hann gegndi þjónustu á Barði og sagt það verk Ludviks Kemp. Því stendur stakan sem ég birti í síðasta vísnaþætti rétt og rímuð eftir Ludvik. Dagbjart bið ég afsökunar á að ætla erindið framsóknarmönnum í Flókadal í Borgarfirði. Hugulsemi Davíðs Hjálmars Haraldssonar er fágæt. Það er sem hann finni á sér þegar sneyðist um nýjar vísur í Bændablaðsþættinum. Svofelldan póst fékk ég á netfangið nýverið: Hrúgist að þér hrossataðið hreyta því á túnið má. Viltu ögn í Bændablaðið? Bestu kveðjur, DHH Meðliggjandi var bragur ærið snjall sem hér fer á eftir og Davíð nefnir Haustlægð: Við Eyjafjörð er oftast blítt, nær alltaf stafalogn og hlýtt, svo öllum þótti næsta nýtt og napurt þegar hvessti. Af snúrum tættust vinnuföt og vesti. Um allan fjörðinn bændum brá, um búsmala nú varð að sjá og margur átti úti há og einn að frúnni gáði. Svo brast hann á en Birta Líf því spáði. Og svo varð hvasst og sjórinn rauk og svartmálaður járnkarl fauk á fjóra hesta inni, auk eins sem var að bíta og þá á hrút og hrafn sem var að skíta. Af heitum pottum hurfu lok, við Hauganes var stólparok, í fréttum kom að fjallið Ok fyki þangað norður. Já, allt var laust því engar héldu skorður. Loks gekk hann niður, sorgarsjón að sjá er hér og mikið tjón en lítið gráta Gunna og Jón þó glati fé og arfa. Í Becromal fær bændafólkið starfa. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Mikill áhugi er alltaf á Degi íslensku sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu en núna var sýningin Dagur sauðkindarinnar tókst frábærlega – Sýningin haldin í fyrsta skipti í reiðhöllinni á Gaddstaðaflötum við Hellu Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.