Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 45
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Breytingar á birtingu uppgjörs í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar
Við næstu birtingu á uppgjöri
í skýrsluhaldi nautgripa-
ræktarinnar verða gerðar nokkrar
breytingar. Fyrir það fyrsta verða
uppgjörssvæði stækkuð og látin
fylgja kjördæmunum að mestu í
stað birtingar á sýslugrunni áður.
Þetta er meðal annars gert til
þess að gera meðaltöl marktækari
en vegna fækkunar búa standa
sums staðar orðið æði fá bú bak við
meðaltöl í hverri sýslu. Í öðru lagi
verða birtar mun fleiri lykiltölur en
áður sem lúta þá að fleiri þáttum en
einungis fjölda gripa og afurðum. Í
þriðja lagi verður svo birt uppgjör
fyrir nautakjötsframleiðslu en það
er nýjung að um slíkt sé að ræða
hérlendis. Segja má að það sé hluti af
því ræktunarátaki sem nú er í gangi
við framleiðslu nautakjöts.
Skýrsluhald í mjólkurframleiðslu
Áfram verður birt yfirlit yfir fjölda
búa og kúa, meðalbústærð og afurðir
eftir árskú. Tölurnar ná yfir öll bú
sem eru í mjólkurframleiðslu og
hafa skilað skýrslum þegar uppgjör
er birt. Þessu til viðbótar munu
ýmsar lykilstærðir verða birtar
mánaðarlega sem ekki hafa verið
birtar með reglubundnum hætti áður.
Þarna má nefna fjölda 1. kálfs
kúa, fjölda kvígna eldri en 24
mánaða og endurnýjunarhlutfall en
þessar stærðir segja okkur til um
hversu hratt kúastofninn endurnýjar
sig og hversu margar kvígur hafa náð
burðaraldri.
Til fróðleiks er svo birt hlutfall
kúa með förgunarástæðu, þ.e. kúa
sem hafa tilgreinda ástæðu fyrir
förgun. Óviss eða óþekkt ástæða
telst ekki vera förgunarástæða enda
liggur hún greinilega ekki fyrir.
Nýjar lykiltölur varðandi
mjólkurframleiðsluna eru
meðalbústærð í innlagðri mjólk, þar
sem reiknuð er meðalbústærð þeirra
búa sem eru með innlegg alla síðustu
12 mánuði og kg OLM/árskú, þar
sem afurðir eftir árskú eru birtar í
kg orkuleiðréttar mjólkur (OLM).
Þar er búið að taka tillit til þess
að framleiðsla efnaríkrar mjólkur
krefst meiri orku en þeirrar sem
efnaminni er. Einnig kemur fram
hver meðalmjólkurnýtingin er,
þ.e. hlutfall innlagðrar mjólkur
í mjólkurbú af framleiddri eða
skýrslufærðri mjólk.
Nokkrar lykilstærðir varðandi
framleiðslu kjöts eru teknar saman
og birtar. Hlutfall kúa með sláturgögn
segir til um hversu hátt hlutfall þeirra
kúa sem afsettar hafa verið síðustu
12 mánuði eru með sláturgögn. Kýr
sem hafa farist heima á búi eru að
sjálfsögðu ekki með sláturgögn.
Meðalflokkun er birt á líkan hátt
og tíðkast í sauðfjárræktinni þar sem
reiknað er meðaltal fyrir flokkun í
holdfyllingarflokka með því að
gefa flokkunum tölugildi. Þau eru;
P = 2, O = 5, R = 8, U = 11 og E
=14. Mínus-flokkar fá síðan einum
lægra í tölugildi og plús-flokkar
einum hærra þannig að t.d. P+ = 3.
Meðalflokkun upp á t.d. 3,5 þýðir
þá að flokkun liggur á milli P+ og
O- að jafnaði.
Tekið er saman örlítið yfirlit um
heilsufar kúnna síðustu 12 mánuði og
byggir það á sjúkdómaskráningum
og birt sem meðhöndlunartíðni á
árskú.
Þá er gefið yfirlit yfir hlutfall
dauðfæddra kálfa við 1. burð og svo
seinni burði. Þessi tala tekur til þeirra
kálfa sem fæðast dauðir eða drepast
í fæðingu á meðan að hlutfall dauðra
kálfa 1-180 daga segir til um hversu
hátt hlutfall kálfa drepst á fyrstu 6
mánuðum æviskeiðsins, þ.e. af þeim
sem fæðast lifandi. Kálfar sem fá
afdrifin drapst á fyrsta sólarhring
flokkast í þennan flokk.
Að lokum er svo horft til frjósemi
og endingar kúnna en hvoru tveggja
eru þættir sem vert er að gefa mun
meiri gaum en hingað til. Dagar frá
burði til 1. sæðingar er meðaltal sem
sýnir hversu fljótt menn byrja að
jafnaði að sæða kýrnar eftir burð.
Eigi að láta kýrnar halda innan við
400 dögum milli burða er mikilvægt
að byrja að sæða ekki seinna en 60
dögum eftir burð að jafnaði.
Meðalaldur við 1. burð sýnir
okkur hversu gamlar kvígurnar eru
þegar þær eignast sinn fyrsta kálf
að jafnaði en þar glímum við þann
gamla draug að margir láta kvígurnar
ekki bera fyrr en við þriggja ára
aldur. Reynslan af því er sú að þær
kýr mjólka því styttra sem þær bera
seinna á æviskeiðinu.
Hlutfall kálfa undan sæðinga-
nautum tekur til fæddra kálfa
síðustu 12 mánuði og sýnir hversu
hátt hlutfall þeirra er tilkominn með
sæðingu. Þar er staða okkar afleit og
nánast aumkunarverð í alþjóðlegum
samanburði.
Þær tölur sem taka til endingar
kúnna eru meðalaldur við förgun,
sem gefur til kynna hver aldur
kúnna í dögum er við förgun að
jafnaði, meðalfjöldi burða við
förgun, sem sýnir hve marga kálfa
meðalkýrin hefur átt á sinni ævi og
svo meðalæviafurðir fargaðra kúa.
Sú tala segir okkur hve mikið þær
kýr sem fargað var á síðsutu 12 mán.
hafa mjólkað frá 1. burði til förgunar
að jafnaði.
Skýrsluhald í kjötframleiðslu
Hér er um að ræða nýtt uppgjör sem
tekur til þeirra búa sem eru ekki í
mjólkurframleiðslu og eru með
lifandi kýr við lok uppgjörstímabils.
Það má því segja að þetta yfirlit nái
yfir meginþorra þeirra kúa sem
nýttar eru til kjötframleiðslu þó
vissulega séu þær kýr sem eru á
búum með mjólkurframleiðslu og
merktar til kjötframleiðslu ekki með
í þessu uppgjöri. Ástæðan fyrir því
er tæknilegs eðlis en jafnframt eru þá
búin flokkuð eftir sinni aðalbúgrein.
Á uppgjörsyfirlitinu kemur fram
hversu mörg bú er um að ræða og
hversu margar kýr eru haldnar á
þessum búum, sundurliðað í allar
kýr og holdakýr af erlendu kyni.
Þessar stærðir eru svo reiknaðar í
meðafjölda kúa á bú og árskýr á bú.
Á yfirlitinu má einnig sjá
hversu margir burðir hafa verið á
þessum búum síðustu 12 mánuði,
meðalfjölda burða á bú sem og fjölda
kúa á 1. kálfi. Einnig er gefið upp
hversu margar kvígur hafa náð 24
mánaða aldri án þess að þær séu
bornar. Endurnýjunarhlutfall er
reiknað en það segir til um hversu
hratt hjörðin endurnýjar sig, þ.e.
hve hátt hlutfall kýr á 1. kálfi eru af
hjörðinni. Að lokum er í fyrsta lið
yfirlitsins birt hversu hátt hlutfall kúa
er með tilgreinda förgunarástæðu.
Í öðrum lið yfirlitsins er að finna
uppllýsingar um kjötframleiðslu
búanna. Þar kemur fram hversu
mörgum gripum hefur verið slátrað
síðustu 12 mánuði og hversu hátt
hlutfall þeirra er með sláturgögn.
Þá er meðalkjötframleiðsla á bú
reiknuð, þ.e. heildarframleiðsla
viðkomandi búa.
Birt eru sundurliðuð meðaltöl
fyrir kýr og ungneyti þar sem fram
kemur meðalþungi, meðalflokkun
og meðalaldur. Meðalflokkun
er reiknuð á holdfyllingarflokka
þannig að P = 2, O = 5, R = 8, U
= 11 og E =14. Mínus-flokkar fá
síðan einum lægra í tölugildi og
plús-flokkar einum hærra þannig
að t.d. P+ = 3. Fyrir ungneyti er svo
reiknaður vaxtarhraði í g/dag miðað
við fallþunga.
Að lokum er að finna í kjöt-
framleiðslu yfirlitinu tölur fyrir öll
ungneyti á landinu öllu, þ.e. fjölda
sem slátrað hefur verið síðsutu
12 mánuði ásamt meðalþunga,
meðalflokkun og meðalaldri.
Þannig geta menn borið saman
framleiðslu búanna með holdakýr
við framleiðslu landsins alls.
Á sama hátt og í mjólkur-
uppgjörinu eru birtar tölur úr
sjúkdómaskráningu umreiknað í
fjölda tilfella á árskú. Þá er einnig
yfirlit yfir dauðfædda kálfa við 1.
burð, aðra burði og svo hlutfall
þeirra gripa sem drepast á fyrstu
sex mánuðum ævinnar.
Frjósemi er mikilvægur þáttur
í rekstri búa með kýr til kjöt-
framleiðslu eins og í öllum
búskap eða búfjárrækt. Í yfirliti
um frjósemi kemur fram fjöldi
fæddra kálfa síðustu 12 mánuði
ásamt bili milli burða. Það liggur í
hlutarins eðli þegar haldnar eru kýr
til kjötframleiðslu að reglulegur
burðartími og hæfilegt bil milli
burða hlýtur að vera gríðarlega
mikilvægt atriði. Að jafnaði ætti bil
milli burða ekki að víkja mikið frá
12 mánuðum eða 365 dögum en að
öðrum kosti er hætt við að burður
færist yfir óhagstæðan árstíma.
Aldur við 1. burð er reiknaður sem
meðaltal fyrir þessi bú og þá er tekin
saman örlítil tölfræði úr sæðingum.
Þar koma fram fjöldi sæðinga, fjöldi
sæddra kúa, sæðingar á kú og dagar
frá burði til 1. sæðingar. Að lokum
er svo að finna þarna hlutfall kálfa
undan sæðinganautum.
Að lokum
Ég hygg að við birtingu fyrstu
yfirlitanna eigi mönnum eftir
að bregða nokkuð en ákveðnar
lykiltölur sýna glöggt miklar
brotalamir í bæði framleiðslu
mjólkur og nautakjöts hjá okkur.
Ég ætla á þessu augnabliki ekki
að ljóstra upp hvar þær brotalamir
liggja en það er nokkuð ljóst að
allmargir framleiðendur eiga mikla
möguleika á að bæta sinn rekstur
og auka framleiðni sinna búa með
bættri bústjórn og fagmennsku.
Það er okkar von að birting
ítarlegri yfirlita úr skýrsluhaldi
mánaðarlega geri mönnum betur
kleift að hagnýta tölurnar til
samanburðar við sinn eigin rekstur
og grípa til viðeigandi ráðstafana ef
ástæða er til.
Guðmundur Jóhannesson
ábyrgðarmaður í
nautgriparækt
mundi@rml.is
Reynsla af notkun SpermVital
hérlendis er góð
Nú styttist í að SpermVital-sæði
hafi staðið til boða í ár hérlendis
og ekki hægt að segja annað en
að reynslan af notkun þess er
góð.
Á þeim tíma sem liðinn er frá
því að þetta sæði kom til dreifngar
hafa 9,9% allra sæðinga verið með
SpermVital, 8,4% kúasæðinga og
16,2% kvígusæðinga. Ef horft
er til samstillinga eingöngu eru
34,7% samstilltra kúa sæddar með
SpermVital-sæði en 56,2% kvígna.
Notkun mismikil eftir svæðum
Notkun á SpermVital er mjög
mismikil eftir svæðum og því miður
nær ekkert svæði því sem kalla má
viðunandi mörkum. Í dag er u.þ.b.
þriðjungur alls ungnautasæðis
frystur í SpermVital og miðað
við 50:50 hlutföll milli notkunar
reyndra og óreyndra nauta þarf
notkun SpermVital að ná 16,7% á
landsvísu. Þessu hlutfalli erum við
ekki að ná og óhjákvæmilega hægir
það á dreifingu óreyndra nauta sem
er ekki viðunandi staða. Verði ekki
breyting á þessu næstu mánuði er
hætt við að endurskoða þurfi fjölda
frystra skammta í SpermVital en
þar er Nautastöðin samningsbundin
SpermVital í Noregi. Hætt er við
að endurskoðun á dreifingu þessa
sæðis sé óhjákvæmileg og gæti
jafnvel farið svo að þetta sæði
muni alls ekki standa öllum alltaf
til boða. Það væri miður.
Notkun í samræmi við
ráðleggingar
Notkun á SpermVital-sæði virðist
vera í góðu samræmi við ráðlegg-
ingar. SpermVital er notað við
samstillingar (og þá sætt einu sinni)
og notkun fer hlutfallslega vaxandi
eftir sem númer sæðingar hækkar.
Tæplega 10% fyrstu sæðinga
er með SpermVital-sæði og það
hlutfall hækkar með sæðinganúmeri
upp í um 25% við fjórðu sæðingu
svo dæmi sé tekið. Ef litið er til
samstillinga á kvígum þá eru
tæplega 45% þeirra sæddar fyrstu
sæðingu með SpermVital-sæði en
það hlutfall lækkar með hækkandi
númeri sæðingar og er við fjórðu
sæðingu um 2%. Það er því greinilegt
að menn nota SpermVital á þær kýr
sem kalla má „vandamálakýr“. Þegar
tölur um árangur eru skoðaðar er
mikilvægt að hafa þetta í huga.
Árangur í samræmi við væntingar
Árangur, mældur sem 56 daga
ekki uppbeiðsli, er með ofangreint
notkunarmynstur í huga mjög góður.
Þannig mælist hann um og yfir 80%
við samstillingar kvígna en auðvitað
er verulegum hluta þeirra síðan
haldið undir naut. Hluti þeirra kemur
því ekki til endursæðingar og mælist
fenginn. Árangur er því metinn
betri en hann er í raun en þrátt fyrir
það er þetta ákveðinn mælikvarði.
Árangur við samstillingar kúa mælist
lægri eða á bilinu 56-74% á þeim
svæðum þar sem fjöldi sæðinga nær
marktækum fjölda. Þrátt fyrir það er
um mjög góðan árangur að ræða.
Árangur úr kvígusæðingum
án samstillinga er góður með
SpermVital-sæði og mælist 65-67%
á þeim svæðum sem ná 50 sæðingum
eða fleiri. Árangur af kúasæðingum
er einnig mjög góður og mælist
59-65% við 1. sæðingu á þeim
svæðum þar sem um er að ræða
50 sæðingar eða fleiri. Ef litið er á
aðrar sæðingar en fyrstu sæðngar er
árangurinn sá sami með hækkandi
númeri sæðingar.
Af þessu má ráða að notkun
SpermVital-sæði ber tilætlaðan
árangur, þ.e. fanghlutfall er mjög
svipað og með hefðbundnu sæði þó
verið sé að nota eina sæðingu við
samstillingar og sæða þær kýr sem
ætla má að séu „vandamálakýr“.
Samkvæmt þessu er ekki annað að
sjá en notkun á SpermVital auki líkur
á því að koma kálfi í kýrnar og fækki
sæðingum sem lækkar kostnað við
sæðingastarfsemina í heild sinni.
Það er því engin ástæða til annars að
nýta þetta sæði þar sem gríðarlegur
og dulinn kostnaður liggur í því ef
kýrnar festa ekki fang á tilætluðum
tíma.
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Flaggaðu! Allt árið um kring!
Tilvalið fyrir:
sumarbústaðinn, hótelið, gisti-
heimili, sveitarfélög, golfvelli
o.s.frv.
Jólagjöfin í ár!
JÓNSVER - VOPNAFIRÐI
Flaggpoki 1. m: 15.000+vsk;
Festingar úr ryðfríustáli: 14.000+vsk.
Upplýsingar/pantanir: jonsver@ jonsver.is
Símar: 861-2840/895-1562