Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201840 VIÐ SKÓGAREIGENDUR Helgina 10. og 11. ágúst í sumar lögðu félagar í Félagi skógarbænda á Vesturlandi upp í leiðangur um Suðurland og skoðuðu þar ýmsa þætti skógræktar og heimsóttu bændur. Á Suðurlandi er skógarauðlindin nýtt á fjölbreytilegan hátt. Fyrsti viðkomustaður okkar var Nátthagi í Ölfusi. Þar tók á móti okkur Ólafur Sturla Njálsson, sem hefur rekið þar garðplöntustöð frá árinu 1990. Hann fylgdi okkur um stöðina og sagði okkur söguna af því hvernig hann hefur komið þar upp alls kyns trjám og gróðri í stöðugri baráttu við veðurguðina. Má svo sannarlega segja að hann fari með sigur af hólmi. Ólafur hefur margsinnis lagt land undir fót og sótt efnivið til fjarlægra landa til að prófa í ræktun hér á landi og selur hann ýmislegt úr þeim tilraunum núna. Má þar nefna kjarrfuru og japanselri frá Japan, aspir, greni, víði og fleira frá Alaska og svo ýmislegt úr nokkrum ferðum til Alpafjallanna í Evrópu og Norðurlandanna. Það er því óhætt að mæla með heimsókn í Nátthaga til að fá tilbreytingu í skóginn og garðinn. Næst á dagskrá var heimsókn í skóginn að Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem Digra Sigga tók á móti okkur ásamt Böðvari Guðmundssyni, skógræktarráðgjafa hjá Skógræktinni. Digra Sigga er skógvinnsluvél sem fest er aftan á venjulega dráttarvél og hentar því vel í fyrstu grisjun. Digra Sigga dregur trén út úr skóginum, afkvistar þau og bútar þau niður í þær lengdir sem óskað er eftir. Með þessu tæki og sambærilegum verður auðveldara að nýta þá auðlind sem skógar bænda eru og er augljóst að mikil þörf er fyrir það. Digra Sigga var flutt inn af Finnboga Magnússyni, framkvæmdastjóra Jötuns, og nú hafa nokkrir skógarbændur og Skógræktarfélag Árnesinga myndað rekstrarfélag um hana. Digra Sigga dugleg kvistar drumbatröll úr skógum Út og suður teygir, twistar traktorinn á nóg um Höfundur: HGS Í Hrosshaga tóku á móti okkur hjónin Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Gunnar Sverrisson. Í Hrosshaga hefur verið stunduð skógrækt frá því á níunda áratug síðustu aldar og voru þau með fyrstu bændum sem tóku þátt í Bændaskógum. Þar er nú vaxinn upp glæsilegur skógur sem yndi er að ganga um, nú eða sofa í. Þar er nú í boði að sofa í kúluhúsum sem eru líkt og sápukúlur gagnsæjar og fallegar, vakna undir laufþaki að morgni á sumrin eða að sofna út frá bjarma norðurljósanna um vetur. Inni í húsunum er hlýtt og notalegt og náttúran allt um kring. Það er Róbert Sveinn Róbertsson sem á og rekur kúlurnar. Þetta er afar skemmtileg nýjung þar sem saman fer ferðaþjónusta og skógarnýting. Galtalækur í Biskupstungum er orðinn að miklu leyti skógi vaxinn og þar er nú lögð áhersla á grisjun og uppkvistun til að fá sem bestan við út úr skóginum. Þar búa hjónin Agnes Geirdal og Guðfinnur Eiríksson og foreldrar Agnesar, þau Njörður Geirdal og Sigurbjörg Snorradóttir. Ein af afurðum skógarins á Galtalæk er hunang því þar eru ræktaðar býflugur í 7 býflugnabúum. Flugurnar sækja skjól, frjókorn og blómasafa í skóginn og þakka fyrir sig með aukinni frjóvgun skógarins og hunangi. Á Galtalæk var okkur boðið í ketilkaffi og kleinur áður en haldið var áfram. Sigurður Jónsson í Ásgerði er reynslubolti bæði þegar kemur að skógrækt og tækjum. Hann fór með okkur að tilraun sem hann er að gera þar sem gróðursettar eru skógarplöntur beint í mold og sáð um leið einæru rýgresi í kringum þær til að koma í veg fyrir frostlyftingu. Sigurður sýndi okkur einnig fellihaus á skurðgröfu sem hann notaði til að fella 25 ára gamlar 15 metra háar aspir. Greinarnar eru kurlaðar og bolunum flett. Frá Ásgerði héldum við í Hellishóla þar sem við snæddum kvöldverð og gistum. Að loknum morgunverði var ekið að Múlakoti í Fljótshlíð þar sem Hallur S. Björgvinsson tók á móti okkur. Þar gengum við hring í skóginum og Hallur sagði okkur frá staðnum áður en við ókum yfir að Tumastöðum. Á Tumastöðum var frá 1944 rekin í mörg ár stærsta gróðrarstöð landsins á vegum Skógræktar ríkisins. Nú er fræframleiðsla Emblu þar í gróðurhúsi, frægarður sitkagrenis og stiklingaræktun Skógræktinnar. Frá Tumastöðum lá leiðin í Landgræðsluna í Gunnarsholti þar sem við áttum gott spjall við Guðmund Halldórsson um landgræðslu, beitarstýringu og fleira. Hrönn Guðmundsdóttir leiddi okkur svo í gegnum Hekluskóga og fræddi okkur um gang mála þar. Hekluskógar eru samstarfsverkefni Skógræktarfélaga Árnesinga og Rangæinga, Landgræðslusjóðs, Suðurlandsskóga, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar. Það er óhætt að segja að árangur verkefnisins sé stórkostlegur og greinarhöfundur mælir með að fólk leggi leið sína um svæðið til að sjá með eigin augum. Næsta stopp var í Þjórsárdal þar sem okkur var sýnd viðarvinnsla eftir öllum kúnstarinnar reglum. Þar var verið að framleiða til dæmis veggklæðningar, eldivið og kurl. Ferðinni lauk á Laugarvatni þar sem við snæddum grillaða hamborgara í nýju fallegu viðarskýli, svokölluðu bálskýli. Södd og sæl héldum við heim á Vesturland eftir viðburðaríka og fróðlega helgi. Greinarhöfundur vill þakka Guðmundi Sigurðssyni og öðrum í stjórn Félags skógarbænda á Vesturlandi kærlega fyrir skemmtilega og vel skipulagða ferð. Einnig vil ég þakka öllum þeim frábæru Sunnlendingum sem gáfu tíma sinn til að kynna okkur skógarauðlindina á Suðurlandi. Hjördís Geirdal Skógarbændur á Vesturlandi kynna sér skógarauðlind sunnlenskra skógarbænda Jóhannes Sigurðsson segir frá aðstöðunni í Þjórsárdal. Skógarbændur í halarófu svo þeir týnist ekki í skógunum á Suðurlandi. Kúluhúsin í Hrosshaga vekja athygli, Grillað í Bálskýlinu á Laugarvatni. Hekla fylgist spennt með hverju spori skógræktenda. Sigurður Jónsson sýnir greni gróður- setningu með rýgresissáningu. Digra Sigga að verki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.