Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 21
laga- eða reglugerðarhindranir sem
stæðu þar í veginum.
Vilja hreinsa orkuímynd ESB
á kostnað þjóða eins og
Íslands og Noregs
Ástæðan fyrir því að Evrópuríkin
sækjast svo mjög eftir að fá aðgengi
og helst ná yfirhöndinni í stjórn
orkumála á Íslandi er tvíþætt og má
vel sjá í tölum Eurostat. Ört vaxandi
eftirspurn er eftir raforku í álfunni
m.a. vegna kröfu um orkuskipti og
síðan hætta á orkuskorti samfara
lokun mengandi orkuvera svo
ekki sé talað um kröfu um að loka
kjarnorkuverum.
Stærsti hluti mengunar sem
hlýst af núverandi orkuframleiðslu
er svo utan sviga í þeim botnlausa
blekkingarleik sem stundaður er
í loftslagsumræðu heimsins. Þar
er að mestu látið nægja að dæsa í
fínum kaffiboðum yfir mengun frá
bílum og leggja þar á ráðin með
skattlagningu dísil- og bensínbíla til
að friða samviskuna. Bíleigendur eru
líka nægilega sundurlaus hópur til að
ekki þurfi að óttast að hann svari fyrir
sig með einhverjum efnahagslegum
refsiaðgerðum.
Lítill hluti orku Evrópulandanna
af endurnýjanlegum uppruna
Samkvæmt tölum Eurostat voru
aðeins 12,5% allrar orku í löndum
ESB af endurnýjanlegum uppruna
árið 2010. Markið var sett á 20%
árið 2020, en hlutfall hækkaði ekki
nema um 0,7% fram til 2016 og var
þá komið í 13,2%. Ef takast á að
ná markmiðum þarf augljóslega að
sækja hluta af hreinni orku eitthvað
annað og þar dugar ekki til lengdar
blekkingaleikur með pappírslegum
tilfærslum á hreinni orku frá
Íslandi í formi syndaaflausna eða
hreinleikavottorða.
Yfir 70% af frumorku Evrópu er
framleiddur með olíu, gasi
og kolum
Langstærsti hluti frumorkunnar í
Evrópu 2016 var framleiddur með
olíu, eða 34,6% og gasi 23,3%.
Þar á eftir koma kol með 14,7%
hlutfall og kjarnorka er jafnfætis
endurnýjanlegri orku með 13,2%,
en önnur orkuframleiðsla er upp á 1%.
Mestu kolabrennsluþjóðirnar eru
Eistland með 61,1% hlutfall, Pólland
með 49,1%, Tékkland með 39,7%,
Búlgaría með 31,4% og langmesti
orkunotandinn, Þýskaland, fær 24,3%
af sinni orku úr kolum. Þar minnkaði
notkun kola, olíu og gass sáralítið á
síðasta ári en orkuaukning hefur að
mestu fengist úr vind- og sólarorku.
Mestu olíubrennsluþjóðirnar 2016
voru Kýpur með 93,1%, Malta með
78,6%, Lúxemborg með 62,8%,
Grikkland með 53,1% og Írland með
49,9%.
Mestu gasbrennsluþjóðirnar
eru Holland með 38,4%, Ítalía
með 37,5%, Bretland með 36,7%,
Ungverjaland með 31,2% og Írland
með 28,6%.
Frakkland er langöflugast í notkun
kjarnorku með 41,8% hlutfall af
þeim orkugjafa. Þá kemur Svíþjóð
með 33,1%, Slóvakía með 23,4% og
Búlgaría með 22,5% hlutfall.
Markmiðið er allsherjar
nettenging raforkukerfis Evrópu
Samkvæmt orðum Peter T. Örebech er
það innifalið í stofnmarkmiðum ESB
að unnið skuli að nettengingu allra
aðildarlandanna við orkunet Evrópu,
þ.e. Trans-European Networks for
Energy (TEN-E). Þá er það beinlínis
skylda aðildarríkjanna að miðla orku
til þeirra landa sem þurfa á henni að
halda. Innleiðing á orkupakka þrjú er
því greinilega liður í því markmiði
að festa Ísland í þessum orkuvef eða
ofurneti framtíðarinnar, „European
supergrid“.
Hluti af þessu dæmi er að
þann 28. júní sl. undirritaði forseti
Evrópuráðsins, Jean-Claude Junker,
samstarfssamning við forsvarsmenn
þriggja Eystrasaltsríkja um
samhæfingu raforkukerfanna í
Póllandi, Litháen og Lettlandi við
Evrópunetið. Í því felst áætlun
um lagningu bæði jafnstraums og
riðstraumsstrengja á milli Póllands og
hinna aðildarríkja samkomulagsins.
Hærra orkuverð
Bannað yrð að mismuna orku-
kaupendum hvort á sínum enda
sæstrengsins um leið og hann
yrði tengdur við orkunet Evrópu.
Afleiðingin yrði sú að orkuverð á
Íslandi yrði að taka mið af breytilegu
orkuverði í Evrópu. Það getur þýtt að
orkuverð til íslenskra heimila hækkaði
stórlega og fylgdi orkuverðssveiflum
í Evrópu. Íslensk stjórnvöld hefðu
hreinlega ekkert með það að segja.
Þetta er m.a. reynslan frá Noregi.
Sundurlimun Landsvirkjunar
þýðir að forsendur Þjóðarsjóðs
fjúka út um gluggann
Afar ólíklegt er að yfirgnæfandi
samkeppnisstaða Landsvirkjunar á
íslenskum orkumarkaði yrði látin
óátalin eftir innleiðingu á orkupakka 3.
Sú staða stæðist ekki lög og regluverk
ESB. Því yrði væntanlega sett fram
krafa um að Landsvirkjun yrði hlutuð
í smærri einingar. Það galopnar síðan
leið fyrir einkavæðingu slíkra eininga
og einstakra raforkuvera. Þar með er
hruninn grundvöllur fyrir stofnun
Þjóðarsjóðs sem er eitt meginstefið
í stjórnarsáttmála núverandi
ríkisstjórnar. Þá hugmynd ítrekaði
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
á ársfundi Landsvirkjunar fyrr á
þessu ári. Sem sagt að komið yrði
á fót sérstökum Þjóðarsjóði um
arðgreiðslur Landsvirkjunar. Bætti
hann við að góð fjárhagsstaða
Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu
kleift að greiða umtalsverðan arð til
ríkisins á næstu árum.
Ljóst er að með slíkum sjóði er um
risavaxið dæmi að ræða og fjármuni
sem væru þá í eigu þjóðarinnar. Það
yrði ekki ónýtt fyrir áhugasama að
komast í stjórnunarstöður í slíkum
peningapotti.
Landsvirkjun hefur undanfarin
tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð
í ríkiskassann. Hörður Arnarson
forstjóri lét þó hafa það eftir sér
að Landsvirkjun eigi að geta
greitt 110 milljarða króna í arð til
ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi
fjárhagslegur styrkur aukist verulega
á síðustu árum. Með hugsanlegum
uppskiptum og einkavæðingu
Landsvirkjunarbúta í kjölfarið yrðu
þessi Þjóðarsjóðsáform í raun úr
sögunni. Einkafyrirtæki færu aldrei
að ráðstafa hagnaði af orkusölu í
einhvern þjóðlegan orkusjóð.
Kunnugleg blekkingarrökræða?
Í júní sagði Michael Mann,
sendiherra ESB á Íslandi, í samtali
við Viðskiptablaðið, að áhyggjur
fólks á Íslandi af orkupakka 3 væru
„algjörlega tilefnislausar“. Þriðji
orkupakkinn væri engin ógn við
Ísland og vísaði hann á bug því sem
hann kallaði „rangfærslum“ um áhrif
hans hér á landi.
„Megintilgangurinn með orku-
pakkanum er að veita neytendum
ódýra og örugga orku með tilstilli
markaðsafla og hann er ekki nokkur
ógn við framkvæmd íslenskrar
orkustefnu. Þar sem Ísland er eyja,
einangruð frá öðrum orkumörkuðum,
mun landið njóta víðtækra undanþága
frá flestum helstu skyldum sem fylgja
nýju löggjöfinni,“ sagði Mann m.a. í
viðtalinu við Viðskiptablaðið.
Eitthvað hljómar þetta stef
kunnuglega í eyrum þegar rifjuð eru
upp orð sem féllu þegar ríkisstjórn
Íslands ákvað á sínum tíma að
sækja um aðild Íslands að ESB og
hefja samningaviðræður og það
án þess að spyrja þjóðina fyrst.
Sama rökfræði var viðhöfð þegar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reyndi
að telja Íslendingum trú um að það
eina rétta í stöðunni eftir hrun væri að
þjóðin tæki á sig að borga víxil vegna
fjárglæfraskulda einkaaðila. Það var
líka gert í Icesave-málinu og þetta er
sami röksemdagrunnurinn og Grikkir
voru neyddir til að kokgleypa þegar
þeir voru látnir taka á sig að borga
gríðarlegar óreiðuskuldir þýskra og
franskra banka. Sendiherra ESB hefur
einnig sagt:
„Þar sem EES er tveggja stoða
kerfi munu þær valdheimildir sem
ACER fer með í aðildarríkjum
ESB verða á vegum ESA, Eftirlits-
stofnunar EFTA, á Íslandi.“ Helsta
hlutverk ACER – og ESA í tilfelli
orkumála EFTA-ríkjanna – er að
hafa eftirlit með mörkuðum og getur
aðeins beitt valdheimildum gagnvart
eftirlitsstjórnvöldum ESB-ríkja í
málum þar sem eftirlitsstjórnvöldum
tveggja aðildarríkja tekst ekki að
komast að sameiginlegri niðurstöðu.
Jafnframt eru heimildir ACER
bundnar að mestu við grunnvirki sem
ná yfir landamæri og eiga því ekki við
á Íslandi á meðan slík grunnvirki eru
ekki til staðar.“
Slíka röksemdafærslu hrakti Peter
T. Örebech með rökum á fundinum
í HÍ. Vísaði hann í lög og regluverk
ESB og grunnþætti regluverksins
sem felast í Maastricht samningnum
frá 1992 og afleiðingum hans m.a.
varðandi sameiginlegan innri markað
aðildarríkjanna. Þar komi greinilega
fram að samningur vegna heildarinnar
yfirtaki lög einstakra aðildarríkjanna
þegar hagsmunir heildarinnar eru
taldir yfirsterkari. Tveggja stoða
kerfið sé við slíkar aðstæður haldlaust
og sérstaklega þegar smáríki eins og
Ísland ætti í hlut.
Þá varðar þetta líka skyldur
ríkjanna til að aðstoða hvert
annað í orkuöflun. Út úr slíkum
yfirþjóðlegum gjörningum getur
verið erfitt að komast eins og Bretar
eru nú farnir að upplifa mjög vel
á eigin skinni í sínum BREXIT
viðræðum.
– Sjá nánar á næstu síðum
um erindi Bjarna Jónssonar og
Vigdísar Hauskdóttur á fundinum
í Háskóla íslands.
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Réttu
græjurnar!
Við sérhæfum okkur í öryggisbúnaði
m.a. heyrnarhlífum og samskiptabúnaði.
Hugaðu að heyrninni, hún er mikilvæg!
Hafðu samband.
Við veitum þér faglega aðstoð.
Fyrir börnin
Í skotveiðina
Bluetooth
Áföst á hjálmi
Hefðbundin
Fyrir samskipti
Í júní sagði Michael Mann, sendiherra
ESB á Íslandi, að áhyggjur fólks
á Íslandi af orkupakka 3 væru
„algjörlega tilefnislausar“. Þriðji
orkupakkinn væri engin ógn við
Ísland og vísaði hann á bug því sem
hann kallaði „rangfærslum“ um áhrif
hans hér á landi.
Eins og sést á þessu korti telja þeir sem stýra ferðinni í orkumálum ESB og
Auk vatnsorku er þar merkt við jarðhitaorku og vindorku.