Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 29 Landbúnaður með svipað vægi í landsframleiðslu og stóriðjan, segir hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson: Landbúnaður er órjúfanlegur hluti byggðastefnu – Góð byggðastefna á ekki snúast um að binda fólk niður heldur að skapa góðar tekjur Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, byrjaði á stuttum fyrirlestri um stöðu landbúnaðar í þjóðhagslegu samhengi og þá ekki síst sauðfjárræktarinnar, þar sem hann á reyndar uppruna sinn sem barn. Benti hann á að landbúnaður skilaði um 2–3% af útflutningi landsmanna og sú staða hafi verið nokkuð stöðug um langan tíma. Landbúnaður hafi þó á öldum áður verið ein aðal útflutningsgreinin. Hlutur landbúnaðar í landsframleiðslu er um 1% og hefur verið svo um árabil, en það er svipað vægi og stóriðjan hefur. „Landbúnaðurinn skiptir því enn miklu máli í landsframleiðslunni, sérstaklega á dreifbýlli svæðum.“ Benti Ásgeir á að um 4.000 manns væru skráðir beint starfandi í landbúnaði í dag og það væri svipað og í fiskvinnslu þar sem störfum fer fækkandi. Til samanburðar væru um 2.000 manns starfandi í stóriðju. Breytingar á neyslumynstri Ásgeir vísaði einnig til breytinga sem hafa verið og eru að eiga sér stað í neyslumynstri á landbúnaðarafurðum. Þar hafi neysla á kindakjöti dregist saman á meðan neysla á svínakjöti og alifuglakjöti hafi aukist hröðum skrefum. Þetta er gjörbreyting á fáum áratugum og nefndi Ásgeir sem dæmi að í sínu ungdæmi í sveitinni þá hafi hænsnakjöt ekki verið talinn almennilegur matur. Taldi hann ástæðuna fyrir þessum breytingum einkum þær að mun auðveldara væri að framleiða „hvíta kjötið“ svokallaða í miklu magni og á skemmri tíma, en t.d. kinda- og nautakjöt. Umframframleiðsla og nauðsyn á fækkun sauðfjárstofnsins Þá kom Ásgeir inn á það umfram- framboð sem væri á kindakjöti sem hefði m.a. áhrif á afkomu sauðfjárbænda með tekjulækkun. Þar er hlutfallið umtalsvert. „Umframframleiðslan í sauðfjár rækt er sá bráðavandi sem við er að glíma í sauðfjárræktinni í dag. Ég er þó ekki að segja að ég hafi endilega einhverjar lausnir á því máli, en með einhverjum hætti þarf að gera þar breytingar og væntanlega þurfa stjórnvöld að koma að því máli.“ Ásgeir sagðist ekki geta tjáð sig um með hvaða hætti yrði farið í nauðsynlegar breytingar, hvort það yrði með fækkun þeirra sem stunduðu sauðfjárbúskap eða á annan hátt. Benti hann á að eftir verulega fækkun sauðfjárstofnsins undir lok síðustu aldar hafi stofninn farið nær því sem hann var á nítjándu öld. Spurning hvort það þyrfti að fækka honum enn frekar og þá í þá stöðu sem var á átjándu öld. Sagði Ásgeir að á liðnum áratugum hafi orðið gríðarleg framþróun í allri tækni í sauðfjárrækt, m.a. við heyskap. Það hafi leitt til þess að greinin væri ekki nærri eins mannaflsfrek og áður. Í því gætu falist tækifæri. Ásgeir sagði að undanfarin ár hafi fjöldi starfa í landbúnaði haldist stöðugur í kringum 4.000 störf. Það sé þrátt fyrir að kúabúum hafi fækkað verulega og verulegur samdráttur hafi orðið í sauðfjárbúskap. Nú væri ný kynslóð vel menntaðra kraftmikilla bænda að taka við og miklar framfarir að eiga sér stað. Telur hann því einsýnt að það verði tækifæri í landbúnaði þótt störfin kunni að breytast. Það sama hafi verið að eiga sér stað í öðrum greinum eins og sjávarútvegi, verslun og í fjármálageiranum þar sem nú starfa um 3.000 manns og muni fækka í 2.000, en þar störfuðu um 6.000 manns árið 2007. Létt verði af reglugerðum sem binda landbúnaðinn niður „Fyrir mér er mjög mikilvægt að létta af landbúnaðinum öllum þeim reglugerðum sem binda greinina niður. Ég var alinn upp á sauðfjárbúi þar sem við unnum mjög mikið matinn sjálf. Með einhverjum hætti þarf að breyta þarna til. Af hverju má t.d. ekki framleiða osta úr ógerilsneyddri mjólk? Það er augljóst að íslenskur matvælaiðnaður stendur töluvert að baki erlendum matvælaiðnaði. Íslenskur matvælaiðnaður er ekki að gera hráefninu rétt skil. Það mun breytast vænti ég með framþróun, en ég tel að það sé hægt að gera þar mun betur. Líka með aukinni verðmætasköpun heima á bæjum.“ Eigum ekki að keppa við magnframleiðslu erlendra þjóða Taldi Ásgeir hægt að ná auknu hagræði, ekki bara með fækkun búa og sameiningum, heldur með aukinni fjölbreytni í framleiðslu hjá bændunum sjálfum þannig að virðisaukinn yrði til í auknum mæli heima á búunum. Hagræðið gæti því ekki síst falist í aukinni breidd í framleiðslu og ýmiss konar sérvinnslu. „Við getum þó aldrei keppt við erlendar þjóðir í magni og verði og ættum heldur ekki að gera það.“ Landbúnaður er órjúfanlegur hluti byggðastefnu Ásgeir sagði að landbúnaður væri órjúfanlegur hluti af byggðastefnu. Hann væri og yrði áfram ein af okkar helstu atvinnugreinum á landsbyggðinni. Þannig héldi landbúnaður uppi heilu landsvæðunum. „Landbúnaður hlýtur því alltaf að vera fókus byggðastefnunnar, svo lengi sem við viljum halda byggðastefnu í þessu landi. Það skiptir þá máli að framlag ríkisins sé þar vel nýtt og að við nýtum þau framleiðslutækifæri sem bundin eru í greininni. Góð byggðastefna á að skapa góðar tekjur Góð byggðastefna snýst ekki um að skapa störf og halda fólki í ákveðnum stöðum og binda fólk niður. Hún snýst um að skapa góðar tekjur. Það er eins með sjávarútveginn. Það er mikið talað um hvernig kvótakerfið í sjávarútvegi hafi eyðilagt greinina og fækkað störfum úti á landi. Það er rétt, en á sama tíma hefur sjávarútvegurinn búið til mjög mörg góð störf úti á landi. Það vill enginn hanga úti á landi fyrir skítalaun, menn vilja góð störf þannig að fólk geti lifað mannsæmandi lífi. Að mínu áliti er það einmitt þar sem landbúnaðarstefnu Íslands hefur misheppnast að mestu leyti, því miður. Byggðastefna hlýtur fyrst og fremst að vera lífskjarastefna. Við getum ekki ætlast til þess að fólk búi úti á landi undir fátæktarmörkum. Við eigum að setja bændur í fyrsta sæti og skapa aukinn virðisauka.“ Galli kvótakerfisins er að það sogaði fjármagn út úr greininni Benti Ásgeir á sem dæmi að kvótakerfið í sjávarútvegi hafi skilað mikilli hagræðingu í þeirri grein, en með sínu frjálsa framsali þá væri innbyggður galli. Um leið og hagræði næðist með sameiningum þá væri fólk að fara út úr greininni með fjármagnið með sér. Eftir stæði skuldsett fólk með veikan fjárhagslegan bakgrunn. Kvótakerfið hafi því dregið fjármagn út úr greininni og rýrt tekjur þeirra sem eftir stæðu. Áhersla verði lögð á innanlandssölu Ásgeir telur ekki rétt að leggja áherslu á útflutning á lambakjöti. Nær væri að fá fólk sem kemur til landsins til að borða meira af kjöti. „Markaðssetja afurðir til fólks sem er inni í landinu, en ekki utan þess. Fólk er tilbúið til að greiða miklu hærra verð fyrir landbúnaðarvörur ef það er á staðnum. Að einhverju leyti er ferðaþjónustan að endurreisa þetta. Ég er þeirrar skoðunar að það séu gríðarleg verðmæti fólgin í því sem við höfum í landbúnaði,“ og vísaði þar m.a. til verðmæta sem felast í íslensku búfjárstofnununum. Telur hann því varasamt að flytja inn erlenda búfjárstofna og að Íslendingar beri ábyrgð á að vernda þá stofna sem hér hafi þrifist frá landnámi. Því sé ekki ólíklegt að Íslendingar séu tilbúnir til að borga talsvert fyrir slíka verndun tegunda. – „Ég er hins vegar ekki tilbúinn að borga mikið fyrir norskar kýr,“ sagði Ásgeir. Hann er heldur ekki þeirrar skoðunar að framleiðsla á hvítu kjöti eigi að vera hluti af íslenskum landbúnaði, en segir ljóst að ekki séu allir sammála honum í þeim efnum. /HKr. Þessi mynd af svæðisbundnum tekjumun er að mati Ásgeirs Jónssonar falleinkunn á þá byggðastefnu sem rekin hefur verið. Það þýði að fullt af landsframleiðslunni, sérstaklega á dreifbýlli svæðum. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.