Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201814
Veiðivötn eru án efa einn af mínum
uppáhaldsstöðum yfir sumarið og
reyni ég að fara sem oftast,“ segir
Halldór Gunnarsson þegar hann
ræðir um veiðisumarið í sumar.
„Við ákváðum þetta sumarið að
fara öll í fjölskyldunni saman yfir
verslunarmannahelgina til að reyna
fyrir okkur, en dóttirin hefur sýnt
mikinn áhuga á að kíkja eitthvað í
veiði með gamla. Það var búið að
vera tiltölulega rólegt yfir hjá okkur
þennan afskaplega fallega dag, utan
nokkra af minni gerðinni úr Stóra
Hraunvatni, og Litlasjó. Þá þurfti
ég að lenda í því óhappi að slíta
flugulínuna við Stóra Hraunvatn,
en í staðinn fyrir að gefast upp þá
var línan bara hnýtt saman með
tvöföldum naglahnút og haldið áfram.
Í hverjum túr í Veiðivötn er alltaf
stoppað um stund við Rauðagíg,
þennan flotta gíg sem geymir svo
marga risana.
Hér ætlaði ég að reyna að láta
dótturina fá einn stóran. En eftir
töluverðan tíma og mörg köst án þess
að verða var við nokkuð ákváðum við
að segja þetta gott og hendast niður
að Litlasjó. Dóttirin arkaði af stað
en ég ákvað að taka 2 köst í lokin
og viti menn. – Þegar flugan var að
sökkva í síðasta kastinu er rifið í af
offorsi og þessi tignarlegi hængur
tekur stökkið með agnið í kjaftinum.
Brösuglega náðist þessi 10,5 punda
höfðingi á land í góðri samvinnu við
dótturina. Var þetta án efa einn af
hápunktum sumarsins hjá okkur, og
klárlega borgaði sig að hnýta löskuðu
flugulínuna saman.
Rauðigígur gefur kannski ekki
marga ár hvert, en stórir eru þeir
sem þarna dvelja,“ sagði Halldór að
lokum.
HLUNNINDI&VEIÐI
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
Einn af hápunktum sumarsins
– segir Halldór Gunnarsson
Horfir frekar á veiðiþætti en hvolpasveitina
Í fyrrasumar fékk hann Henrik
Már Sigmundsson að fara að
veiða tvisvar sinnum og var
áhuginn ágætur en hann fékk
veiðistöng í jólagjöf frá ömmu
sinni um síðustu jól. Snemma í
sumar byrjaði þessi þvílíki áhugi
á veiði.
„Það var skrítið að heyra hann
velja veiðiþætti frekar en að horfa
á Hvolpasveit en þá vissum við að
áhuginn var orðinn mjög mikill,“
segir Sigmundur Einar Másson,
faðir Henriks.
„Hann hefur horft á ótrúlegt
magn af veiðiþáttum bæði í
sjónvarpinu, Youtube og síðan af
„veiðisnöppurum“. Í fyrstu var
byrjað á að fara á bryggjuna en það
varð síðan að nær föstum lið einu
sinni í viku. Þegar hann fór síðan að
veiða á vatni þá vildi hann ekkert
hlusta á pabba sinn því hann þekkti
þetta allt og vissi betur en ég.
Ekki gekk vel að fá fiska hjá
okkur fyrr en í lok sumars en þá var
hann að veiða í Skorradalsvatni en
þar fékk hann sína fyrstu tvo fiska
alveg einn. Það jók svo áhugann að
þennan dag veiddi hann í næstum 8
tíma samtals en þá þurfti að veiða
fram í svarta myrkur.
Sumrinu lauk loks með heimsókn
í Öxará að skoða Urriðadansinn en
það var frábær upplifun fyrir hann
að sjá meira um urriðann. Frábært
þegar maður er bara 5 ára og er
kominn með veiðidelluna. Það er
frábært hvað er til mikið af efni
sem hægt er að sýna svona ungum
krökkum.“
Rjúpnaveiðin komin á fleygiferð
„Þessi rjúpa var mynduð
fyrir austan Hvolsvöll og hún
var þar í rólegheitum,“ sagði
María Gunnarsdóttir en fyrstu
rjúpnahelgina var hún ekki að
mynda rjúpur heldur skjóta þær
fyrir norðan.
„Já, ég ætla á rjúpu næstu helgar
sem má eins og fleiri, við sjáum
hvernig gengur, útiveran er góð.
En það er alltaf gaman að mynda
rjúpur,“ sagði María, nýkomin af
rjúpu um síðustu helgi.
Frábær endir á sumrinu
„Já, laxinn slapp en það var allt
í lagi,“ sagði Jógvan Hansen
í síðasta veiðitúr sumarsins í
Affalinu og þar glímdi hann
við lax töluverða stund en hann
slapp.
„Þetta var bara gaman,“ sagði
Jógvan um leið og laxinn slapp,
en það skeði líka nokkrum metrum
ofar hjá veiðifélaga hans, Róberti
Þórhallssyni, bassaleikaranum
snjalla. Hann missti líka fisk en
svona er bara veiðin.
„Okkur er alveg sama, laxinn er
orðinn leginn,“ sögðu þeir félagar
Róbert og Jógvan afar hressir eftir
risaball í Vestmannaeyjum kvöldið
áður. Þeir voru samt komnir á
árbakkann og báðir búnir að setja í
laxa, en þeir sluppu.
Kuldi og rok
Þrátt fyrir kulda var fiskurinn að
taka hjá veiði mönnum, tveggja stiga
hiti og rok.
„Sumarið hefur gengið vel í
Eystri-Rangá, Affalinu, Þverá og
Tungufljótinu, fín veiði á öllum
stöðum. Næsta sumar verður
betra,“ sagði veiðimaðurinn Einar
Lúðvíksson. Allar árnar bættu sig
á milli ára hjá honum og það taldi
hann boða gott með næsta sumar.
Sumarið byrjaði á stórfiski hjá okkur
„Sumarið gekk vel
og sá stærsti, 100
cm, var veiddur
opnunardaginn á
„Sunray“ í Djúpós og
var það leigutakinn
Olaf sem fékk
hann, boltahængur,
gríðarsterkur,“ sagði
Jóhannes Hinriksson,
umsjónarmaður með
Ytri-Rangá.
Ytri-Rangá gaf
flesta laxana í sumar
í veiðiánum en síðan
koma Eystri-Rangá og
svo Þverá í Borgarfirði.
„Annars voru
veiðimenn ánægðir og vilja halda
sínum dögum, þó margir hafi fengið
heldur færri en þeir áttu að venjast
síðastliðin þrjú ár sem hafa verið
sannkölluð veisla. Árin fjögur
þar á undan voru líkari þessu, en
aftur árin þrjú þar á undan voru
ævintýralegt mok sem gæti vel átt
sér stað aftur ef sjórinn skilar vel.
Lokatalan í Ytri-Rangá eru 4.032
laxar,“ sagði Jóhannes enn fremur.
Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is
ALHLIÐA
VÉLAVERKSTÆÐI
Hafðu samband í síma 587 1300
og við sérsníðum lausn sem hentar þér!
Rjúpa fyrir austan Hvolsvöll. Mynd / María Gunnarsdóttir.
Jóhannes Hinriksson.
Mynd / Róbert Þórhallsson