Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201822 Bjarni Jónsson rafmagns- verkfræðingur tekur undir álit Peter T. Örebech um orkupakka Evrópusambandsins númer þrjú. Hann sagði m.a. í stuttu erindi á fundi í Háskóla Íslands mánudaginn 22. október að það einkenndi umræðuna hjá þeim sem vildu innleiða orkumarkaðslagabálk ESB á Íslandi að hann sé sárameinlaus og feli í sér litlar breytingar frá örðum orkubálkinum sem nú er í gildi og verði áfram í gildi í EFTA löndunum. „Þar til illu heilli meirihluti alþingismanna kann að fremja það afdrifaríka glappaskot að samþykkja þriðja orkumarkaðslagabálkinn á Íslandi í stað þess að hafna honum.“ Allur orkugeirinn undir reglur EES-samningsins „Afdrifaríkasta breytingin með þriðja orkumarkaðslagabálki ESB er sú að með innleiðingu hans færist allur orkugeirinn undir reglur EES samningsins um innri markað Evrópska efnahagssvæðisins. Sem þýðir að frelsin fjögur munu eftir þessa innleiðingu gilda um orkugeirann, en svo er ekki nú. Það sést best á því að ESA, eftirlitstofnun EFTA, hefur enga athugasemd gert við það þó hér ríki gjaldskrárkerfi á almenna markaðnum fyrir rafmagn. Nýtt embætti „Landsreglara“ og stofnun orkukauphallar Í kjölfar þessarar innleiðingar verður trúlega stofnað nýtt embætti, hugsanlega innan vébanda Orkustofnunar, en samt verður það að vera óháð boðvaldi orkumálastjóra og annarra íslenskra yfirvalda og á að vera óháð íslenskum hagsmunaaðilum samkvæmt raforkumarkaðstilskipun 200972 EB. Embættið hefur verið nefnt „Landsreglari“, sem þýðing á enska heitinu „National regulatory authority“. Lýtur það boðvaldi ESA og ACER, orkustofnunar ESB, sem er undir beinni stjórn framkvæmdastjórnar ESB. Landsreglarinn verður þannig eins konar handbendi ESB innan íslenska orkugeirans og mun m.a. fá það hlutverk að fylgja eftir raunverulegri markaðsvæðingu á raforkuviðskiptum á Íslandi að forskrift ESB. Sú markaðsvæðing felur í sér stofnun orkukauphallar þar sem öll raforkuviðskipti utan langtímasamninga munu fara fram. Þar með talin spákaupmennska með afleiður orkuviðskipta fram í tímann eins og tíðkast í kauphöllum. Það er stórvarasamt við íslenskar aðstæður að innleiða viðskiptalíkan með raforku sem sniðið er að gjörólíkum raforkumarkaði. Þar munar mest um mikinn fjölda raforkubirgja á mörkuðum ESB sem skapar grundvöll fyrir frjálsa samkeppni með raforku, en hérlendis verður aldrei annað en fákeppni á því sviði upp á teningnum sem skapar hættu á markaðsmisnotkun í orkukaupum hérlendis.“ Reist á áreiðanlegu aðgengi að hráorku „Orkuviðskiptalíkan ESB er reist á áreiðanlegu aðgengi að hráorku sem er aðallega jarðefnaeldsneyti, en á Íslandi er hráorkan háð duttlungum náttúrunnar. Úrfelli og snjóbráð fyrir vatnsaflsvirkjanir og vökvastreymi inn í gufuforðabúr jarðgufuvirkjananna. Svo ekki sé minnst á truflanavald á borð við eldgos og jarðskjálfta. Þessar tvær tegundir virkjana á Íslandi eru eðlisólíkar og hafa ólíkt kostnaðarmynstur sem skapar þeim ójafna samkeppnisstöðu. Innbyrðis svipuð samkeppnisstaða á orkumarkaði er hins vegar eitt af skilyrðum fyrir því að frjáls samkeppni á raforkumarkaði verði notendum til hagsbóta.“ Gæti leitt til orkuskorts „Langtíma raforkuskortur hér lendis getur t.d. orðið vegna ótæpilegrar notkunar á takmörkuðu miðlunarvatni með skammtíma gróðasjónarmið í huga. Eða vegna þess að fjárhagslegi hvatinn til nýrra virkjana er of lítill svo að nýjar virkjanir halda ekki í við aukna raforkuþörf í landinu. Af þessum sökum öllum og fleirum mun frjáls markaður leiða til hærra raforkuverðs á Íslandi en ella. Hann skapar líka meiri hættu á alvarlegum orkuskorti en þyrfti að vera ef viðhöfð væri samræmd orkulindastjórnun.“ Hækkun orkuverðs „Hækkun raforkuverðs og raforku- skortur skerðir lífskjör almennings og rýrir samkeppnisstöðu landsins svo verulega að fælt getur fjárfesta frá og dregið úr atvinnusköpun. Í versta tilviki munu orkukræf fyrirtæki neyðast til að leggja upp laupana við mikinn óstöðugleika á raforkumarkaði hérlendis. Þótt frjáls samkeppni gagnist stórum eldsneytiskerfum vel eru ýmis slæm dæmi um markaðsvæðingu í afmörkuðum vatnsorkukerfum. Það sem hins vegar þarf að innleiða hér til að ná þjóðhagslega hagkvæmustu nýtingu á orkulindum er samræmd orkulindastjórnun á öllum helstu virkjunum landsins óháð eignarhaldi.“ Landsvirkjun skipt upp vegna markaðsráðandi stöðu „Nú sér Landsvirkjun að miklu leyti um þennan þátt, en aðeins fyrir sínar virkjanir, sem anna um 80% af markaðnum. Slík samræmd auðlindastjórnun þvert á fyrirtæki er óleyfilegt opinbert markaðsinngrip samkvæmt samkeppnisreglum innri markaðar EES. Svo að bestu orkulindanýtingu verður ekki komið við eftir innleiðingu þriðja orkumarkaðslagabálks ESB.“ Hvað mun gerast með eignarhald orkufyrirtækjanna á Íslandi eftir innleiðingu þriðja orkumarkaðslagabálksins? „Prófessor Peter T. Örebech hefur sýnt fram á það í lögfræðilegri greiningu sinni á lagalegri greiningu Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns til iðnaðarráðherra, að fjórfrelsi EES markaðarins tekur gildi um allan orkugeirann í EFTA löndunum þremur, nema um einokunarstarfsemina í flutningum og dreifingu, um leið og þriðji orkumarkaðslagabálkurinn hefur verið innleiddur. Þetta þýðir t.d. að um leið og orkufyrirtæki eða hlutar úr þeim verða til sölu, þá koma erlendir kaupendur innan EES jafnt til greina sem innlendir. Það má ganga út frá því sem vísu að ESA muni gera athugasemd við ríkisstjórnina út af yfirgnæfandi stærð Landsvirkjunar á frjálsum raforkumarkaði á Íslandi. Hugsanlegur ágreiningur á milli ríkisstjórnarinnar og ESA út af leyfilegri markaðshlutdeild mun lenda hjá EFTA dómstólnum sem mun dæma samkvæmt samkeppnislögum Evrópuréttarins. Þá mun Landsvirkjun í kjölfarið væntanlega verða skipt, hugsanlega í tvennt eða þrennt. Hvað verður þá um afhendingarskuldbindingar gömlu Landsvirkjunar er óljóst.“ Landsvirkjun færi líklega í eigu erlendra aðila „Við sölu á hlutum úr Landsvirkjun munu einhverjar virkjanir og samsvarandi orkunýtingarréttur fyrirtækisins lenda hjá nýjum eigendum. Í þeim hópi er líklegt að finna megi stórt erlent orkufyrirtæki. Þessari stöðu mála í orkugeiranum hefur verið líkt við það að hleypa stóru evrópsku útgerðarfyrirtæki inn í landhelgina og sá samanburður er ekki að ófyrirsynju.“ Fullyrðingar hraktar Í tveimur greinargerðum íslenskra lögmanna til iðnaðarráðherra og í málflutningi ráðherra og ráðuneyta hefur verið fullyrt, að í viðskiptum með raforku á Íslandi muni ýmis mikilvæg ákvæði EES samningsins um innri markaðinn, t.d. um bann við magntakmörkunum, ekki gilda fyrr en komið hefur verið á samtengingu íslenska raforkukerfisins við umheiminn. Þetta hrekur prófessor Örebech rækilega í greiningu sinni á hluta af greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns. Öll ákvæði EES samningsins um viðskipti og fjármagnsflutninga munu taka gildi um raforkugeirann íslenska strax og Alþingi samþykkir þriðja orkumarkaðslagabálkinn. Starfræksla millilandasæstrengs skiptir engu máli fyrir þá gildistöku út af fyrir sig.“ Synjun Alþingis á leyfisveitingu vegna sæstrengs yrði marklaus „Ráðherra iðnaðarmála hefur boðað framlagningu frumvarps til laga um að afgreiðsla leyfisumsókna um lagningu og tengingu sæstrengs skuli verða háð staðfestingu Alþingis. Það er mjög til marks um fullveldisafsalið til ESB sem felst í innleiðingu þriðja orkumarkslagabálksins, að synjun Alþingis á leyfisveitingu Orkustofnunar og Landsreglarans fyrir þessum streng, mun ekki hafa nein lagaleg áhrif um niðurstöðu málsins í Evrópurétti. Þess má geta að Evrópugerð númer 347-2013, felur í sér samræmingu á mati EES landanna á leyfisumsóknum á orkuflutningsmannvirkjum milli landa. Þar er m.a. kveðið á um að samþykkja beri verkefnið ef það er samfélagslega hagkvæmt og samfélag í þessu sambandi er allt Evrópska efnahagssvæðið. Það má þess vegna búast við að öll verkefni sem ACER hefur á annað borð samþykkt inn á skrá ESB um verkefni sameiginlegra hagsmuna hljóti samþykki Landsreglara og orkustofnunar viðkomandi lands. Þess má geta að þrátt fyrir mikinn kostnað og vafasama fjárhagslega arðsemi styrkveitinga er IceLink sæstrengurinn milli Íslands og Bretlands enn inni á þessari verkefnaskrá sameiginlegra hagsmuna ESB.“ Meirihluti Norðmanna myndi fagna synjun Alþingis Í niðurlagi erindis síns á fundinum í Háskóla Íslands sagði Bjarni: „Áhætta Íslendinga af þessum innleiðingum er margfalt meiri en að hafa innleiðingu þriðja orkumarkaðalagabálksins og þar með allra fylgifiska hans sem hafa komið frá Brussel og munu koma. Meirihluti Norðmanna myndi fagna synjun Alþingis því samningsstaða Norðmanna er sterk við gerð sérsamninga við ESB um gas- og raforkuvirkjanir.” FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur: Samþykkt þriðja orkumarkaðslagabálks ESB yrði afdrifaríkt glappaskot Bjarni Jónsson rafmagns verk fræð ingur á fundi í HÍ. Mynd / HKr. Hugmyndir um lagningu rafstrengs milli Íslands og Bretlands hafa verið uppi á borðinu í það minnsta á annan áratug. Þetta verkefni fékk fyrir nokkrum árum nafnið IceLink og breskir ráðamenn hafa sótt fast að það verði að veruleika. Breska blaðið The Telegraph birti frétt um það í júní sl. að Bjarni Benediktsson, fjármála- ráðherra Íslands, hafi farið fram á það við bresk yfirvöld að samið yrði um fast orkuverð til langs tíma vegna áforma um sæstreng milli landanna. Haft er eftir Bjarna að verkefnið þurfi að fara í gegnum margar hindranir, [pass a lot of hurdles] sem vörðuðu m.a. umhverfismál og skipulagsmál áður en það fengist samþykkt. Einnig hafði blaðið það eftir fjármálaráðherranum að verkefnið muni nota íslensk eldfjöll til að framleiða orku fyrir bresk heimili. Miðað við þessa frétt er leynt og ljóst unnið að framgangi málsins bæði af hálfu íslenskra og breskra stjórnvalda. Þessi mynd af verði raforku birtist í breska blaðinu The Telegraph í janúar 2017 í tengslum við ítarlega úttekt á mögulegum sæstreng frá Íslandi til Bretlands. Samvæmt þessu má ætla að raforkuverð á Íslandi geti hækkað verulega. Bannað yrði að mismuna orku kaupendum hvorum á sínum enda sæstrengsins IceLink um leið og hann yrði tengdur við orkunet Evrópu. Það sama gerðist að mati norska lagaprófessorsins Peter T. Örebech við innleiðingu orkupakka 3 jafnvel þó enginn strengur af markaðsverði í Evrópu. Það getur þýtt að orkuverð til íslenskra stjórnvöld hefðu hreinlega ekkert með það að segja, heldur ACER, orkustofnun ESB. Fjármálaráðherra vill fast verð á raforku um sæstreng ACER (Agency for the Cooper ation of Energy Regu- lators), sem er orkustofnun Evrópusambandsins (ESB) hóf starfsemi í Ljubljana í Slóveníu árið 2011. Hún hefur sett sæstreng á milli Íslands og Bretlands á verkefnaskrá sína undir nafninu Ice Link. Aðstandendur verkefnisins eru sagðir Landvirkjun, Landsnet og National Grid Interconnector Holdings Ltd. ACER – Agency for the Cooperation of Energy Regulators og IceLink
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.