Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 37 Elding frá Lambanesi ,hlaut auk þess heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en hún er einnig móðir Aryu og Neptúnusar sem sýnd voru á árinu, sem og amma Kastors. Hamarsey Eigendur Hamarseyjar eru Inga Cristina Campos og Hannes Sigurjónsson en ræktunin er um 10 ára gömul. Dómar sex sýndra hrossa frá búinu liggja til grundvallar útreikningum Fagráðs í ár og var meðaleinkunn þeirra 8,33. Meðaleinkunn sköpulags var 8,35 og meðaleinkunn kosta 8,31. Auk þess hlaut Hákon frá Ragnheiðarstöðum fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi í ár. Íbishóll Elisabeth Jansen og Magnús Bragi Magnússon standa að hrossaræktarbúinu Íbishóli í Skagafirði sem er nú tilnefnt í fyrsta sinn. Sex sýnd hross liggja til grundvallar útreikningi ársins og er meðaleinkunn þeirra 8,24. Meðaleinkunn sköpulags var 8,06 og meðaleinkunn kosta 8,36. Þá hlaut Óskasteinn frá Íbishóli fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi en fimm af þessum sex sýndu hrossum eru undan Óskasteini. Steinnes Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir og fjölskylda rækta hross í Steinnesi í A-Húnavatnssýslu. Sjö sýnd hross frá búinu eru metin inn í útreikning Fagráðs í ár og er meðaleinkunn þeirra 8,21. Meðaleinkunn sköpulags er 8,15 og meðaleinkunn kosta 8,25. Þá hlaut Kiljan frá Steinnesi heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu og annað sætið. Steinsholt Þetta er í fyrsta sinn sem Steinsholt hlýtur tilnefningu en feðgarnir Jakob S. Sigurðsson og Sigurður G. Sigurðsson standa að ræktuninni. Fjögur hross voru sýnd frá búinu í ár og er meðaleinkunn þeirra 8,40. Meðaleinkunn sköpulags er 8,43 og meðaleinkunn kosta 8,38. Hæst dæmda hross búsins í ár er Paradís sem var önnur í fimm vetra flokki hryssna á Landsmóti. Stóra-Vatnsskarð Benedikt G. Benediktsson ræktar hross í nafni Stóra- Vatnsskarðs í Skagafirði. Dómar sjö hrossa liggja til grundvallar útreikningum Fagráðs í ár en meðaleinkunn þeirra er 8,25. Meðaleinkunn sköpulags er 8,15 og meðaleinkunn kosta 8,32. Auk þess hlaut Lukku-Láki fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Hann er elsta afkvæmi Lukku sem er einnig móðir Kylju og Sigurs. Stuðlar Hrossaræktarbúið að Stuðlum í Ölfusi eru þriðju nýliðarnir á lista Fagráðs í ár en Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson standa að þeirri ræktun. Hún byggir á heiðursverðlaunahryssunni Þernu frá Arnarhóli. Í ár liggja dómar sex hrossa til grundvallar útreikningunum og er meðaleinkunn þeirra 8,29. Meðaleinkunn sköpulags er 8,36 og meðaleinkunn kosta er 8,24. Torfunes Baldvin Kr. Baldvinsson hefur ræktað hross kennd við Torfunes í Þingeyjarsveit síðan 1978. Fimm sýnd hross liggja til grundvallar útreikningum Fagráðs í ár og er meðaleinkunn þeirra 8,33, Meðaleinkunn sköpulags er 8,49 og meðaleinkunn kosta er 8,21. Auk þess hlaut Eldur frá Torfunesi fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Þúfur Gísli Gíslason og Mette Mannseth rækta hross að Þúfum í Skagafirði. Níu sýnd hross frá búinu liggja til grundvallar útreikningum Fagráðs í ár og er meðaleinkunn þeirra 8,36. Meðaleinkunn sköpulags er 8,35 og meðaleinkunn kosta 8,36. Fimm af þessum hrossum eru undan Trymbli frá Stóra-Ási sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á árinu. Bræðurnar Lukku-Láki og Sigur frá Stóra-Vatnsskarði. Alls voru kveðnir upp 1.267 kynbótadómar á árinu, þar af um 1.100 fullnaðardómar en 1.014 hross komu til dóms á 17 sýningum. Sýningarknöpum fer ört fjölgandi en 200 knapar sýndu kynbótahross í ár. M e ð a l a l d u r s ý n d r a hrossa í ár var 6,2 ár. 27% sýndra hrossa voru sýnd sem klárhross, fengu 5,0 fyrir skeið. Meðaleinkunnir eru svipaðar og síðustu ár en meðaltal fyrir fet hefur hækkað og meðaltal fyrir skeið lækkað. Stóðhestarni r Þrá inn frá Flagbjarnarholt i og Kveikur frá Stangarlæk 1 skipta með sér titlum þegar litið er á hæstu einkunnir ársins. Kveikur hlaut hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunn klárhrossa, 8,76 en Þráinn var hæstur alhliðahrossa með 8,95. Þráinn hlaut jafnframt hæstu einkunn fyrir kosti án áverka, 9,11. Hæstu einkunn fyrir sköpulag hlaut Caruzo frá Torfunesi, 8,81. Fimm hr yssur h lutu h e i ð u r s v e r ð l a u n f y r i r afkvæmi á árinu: Djörfung frá Ketilsstöðum, Dögg frá Breiðholti, Gbr., Arndís frá Feti, Eva frá Hvolsvelli og Elding frá Lambanesi. Kastor frá Garðshorni á Þelamörk. Knapi er Agnar Þór Magnússon. Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink. Aðalsteinn 8,18 8,66 8,47 Snillingur 8,26 8,58 8,46 Stilling 8,03 8,7 8,43 Hraunsteinn 8,15 8,04 8,09 Stássa 8,18 8,02 8,08 Sigur Ósk 7,56 8,18 7,93 Íbishóll Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink. Kylja 8,16 8,88 8,59 Fífa 8,13 8,79 8,52 Sigur 8,17 8,36 8,29 Erla 8 8,3 8,18 Venus 8,29 7,95 8,09 Brák 8,14 8,04 8,08 Álfadís 8,17 7,91 8,01 Stóra-Vatnsskarð Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink. Torfunes Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink. Stuðlar Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink. Steinnes Sýningarárið 2018 Gísli Gíslason og Mette Mannseth á hryssunum List og Lukku frá Þúfum. Þór frá Torfunesi. Knapi er Gísli Gíslason. Þrjár glæsihryssur frá Hamarsey, Þoka, Þórhildur og Sóllilja. Nafn Sköpulag Kostir Aðaleink. Þúfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.