Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201830 MATVÆLI&MARKAÐSMÁL Um 140 milljarðar króna fara í matarkaup á ári fyrir utan um 90 milljarða króna sölu veitingastaða: Mikil tækifæri í nýsköpun og milliliðalausum viðskiptum bænda við neytendur Jón Björnsson, stjórnarformaður Krónunnar, flutti erindi á fundi um aukna verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði. Sagði hann að sérstaðan væri það sem íslenskir bændur ættu að slægjast eftir í sínu vöruframboði. Jón sagði að íslenskar fjölskyldur væru að leggja rúmlega 140 milljarða króna í matarkaup á ári. Það er fyrir utan þá fjármuni sem er eytt á veitingastöðum, sem eru tæplega 90 milljarðar. Svipað hlutfall kjöts og fiskjar í innkaupum fólks í áratugi Hann segir að hlutfall kjöts og fiskjar í matarinnkaupum fólks sé mjög svipað og það hefur verið undanfarna áratugi. Aukin kaup á ávöxtum og grænmeti hafi hins vegar verið á kostnað þurrvöru og drykkja. Að fara að óskum neytenda Jón benti á að tilfinning fólks fyrir ákveðnum vörum skiptu miklu máli. Það sem sér fyndist betra, eins og t.d. lambakjöt umfram aðrar kjöttegundir, væri hann tilbúinn að borga meira fyrir en ella. Því þyrftu menn að leita að frekari verðmætasköpun í kjötframleiðslunni í huglægum þáttum gagnvart viðskiptavinunum. Það lægi m.a. í betri merkingum á umbúðum um uppruna vörunnar og framleiðsluhætti. Sólheimar væru eitt dæmi um ágæta markaðssetningu í þessa veru. Benti Jón líka á að einn framleiðandi hafi skapað sér sérstöðu í sölu á hamborgurum og gæti á þann hátt selt þá vöru á hærra verði en aðrir. Kjötkompaníið í Hafnarfirði væri líka eitt þessara fyrirtækja sem markaðssetti sig á gæðaímynd sem fólk viðurkenndi og gæti þannig fengið hærra verð. „Hér eru tækifæri,“ sagði Jón og benti á að í þessu eins og öðru þá væru það skoðanir og kröfur neytenda sem á endanum réðu ferðinni. Þá skipti engu máli hvað framleiðendum eða versluninni fyndist um þá afstöðu. Einn liður í þessu er krafa neytenda um að vörur sem eru komnar nálægt dagsetningu um síðasta besta söludag séu seldar með afslætti fremur en að henda þeim. Sagði Jón að Krónan hafi brugðist við þessu og þetta sé nú mjög vinsælt og hafi orðið til þess að draga úr matarsóun. Bæta þarf milliliðalaus samskipti bænda og neytenda Jón benti á annan þátt sem er skortur á beinum og milliliðalausum samskiptum bænda og neytenda. Þar megi mikið bæta því í því felist tækifæri til að auka verðmætasköpun í landbúnaði. „Ég hef verið kaupmaður í 25 ár. Ég hugsa að fjöldi bænda sem hefur talað við mig séu undir 25. Þar af er einn sauðfjárbóndi og ég man meira að segja ártalið. Ég hef vissulega reynt að tala við bændur, en þeir hafa ekki margir komið til mín til að ræða hvort við gætum ekki gert eitthvað sniðugt. Ég hef hins vegar fengið yfir 1.000 heildsala til að tala við mig og á hverju einasta ári tekur Krónan inn 1.500 nýjar vörur. Það er því ekki skortur á vilja til að taka inn nýjar vörur.“ Jón segist oft spyrja sig hvort samkeppni við erlendar landbúnaðarvörur sé slæm. „Ég held að umræðan um innlendar og innfluttar vörur eða ekki sé dálítið gömul og þreytt. Við eigum fyrst og fremst að hugsa það hvernig við getum aukið virði íslensks landbúnaðar. Því að á endanum er ég nokkuð viss um það að við fáum erlenda samkeppni á einn eða annan hátt. Þá verðum við að vera tilbúin fyrir hana. Ég spyr mig líka; er möguleiki að íslensk bændabýli, sérstaklega í sauðfjárrækt, séu allt of lítil? Það geti ekki náðst hagræðing með þær vörur sem við teljum samt algjörlega frábærar?“ Jón sagði það ljóst að samkeppni skorti í frumframleiðslu á landbúnaðarvörum á Íslandi. Það skýri að hluta hversu fáir framleiðendur tali við hann. Af þeim bændum sem hafi talað við hann í gegnum tíðina séu allir svínabændur landsins, allir eggjabændur, töluvert margir grænmetisbændur og einn sauðfjárbóndi. Áhersla verði lögð á nýsköpun Nýsköpun í landbúnaði er sá þáttur sem Jón telur að bændur ættu að leggja mikla áherslu á. Hann hafi því verið dálítið hugsi þegar hann sá að vegna 35 milljóna króna stuðnings til nýliðunar í lífrænni ræktun, þá hafi einungis tveir bændur sótt um og einungis úthlutað um 4 milljónum króna. „Tækifærin eru þarna og við eigum að hugsa um styrkleika landsins og þá getum við búið til aukin verðmæti í landbúnaði.“ Þörf til að breyta regluverkinu Jón greindi frá því að Krónan hafi nú í byrjun október staðið fyrir bændamarkaði þar sem fólk fékk afhentar vörur sem bændur höfðu sjálfir selt í gegnum Facebook. Það er fyrirbæri undir nafninu REKO sem Krónan hefur tekið þátt í að móta ásamt Bændasamtökum Íslands og fleirum og er hluti af verkefninu Matarauður Íslands. Sagði Jón að það væri svolítið sérstakt við þetta að þarna væru neytendur að sækja vörur sem bændur eru búnir að selja í gegnum netið, því þeir mættu ekki vegna regluverksins selja vörurnar sjálfir fyrir utan Krónuverslanirnar beint til neytenda. Þarna væri spurning hvort ekki sé tækifæri fyrir eftirlitsiðnaðinn að taka þátt í þessu og koma til móts við þarfir bænda og breyta þessu fyrirkomulagi. /HKr. Tækifæri falin í aukinni meðvitund um umhverfis- og loftslagsmál – að mati Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna Brynhildur Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Neytenda sam- takanna, segir samtökin hafa verið gagnrýnin á íslenskan landbúnað í gegnum tíðina og haft þar ýmislegt út á að setja. Þar hafi m.a verið rætt um skort á samkeppni og að mikið opinbert fjármagn hafi runnið inn í greinina auk þess sem gagnrýnd hafi verið sóun á matvælum auk þess sem tollverndin hafi verið gagnrýnd. Brynhildur sagðist þó ekki sammála gagnrýni fyrrverandi formanns samtakanna á að íslensk svínarækt og kjúklingarækt væri ekki hluti af íslenskum landbúnaði heldur verksmiðjubúskapur. „Fyrir mér er lítill grís alveg jafn merkilegt dýr og lamb.“ Sagði hún að aukið gagnsæi og upplýsingagjöf væri mikilvæg gagnvart neytendum. Vísaði hún þar til jákvæðrar uppbyggingar á búi Ingva Stefánssonar, formanns Félags svínabænda, þar sem fólki mun gefast kostur á að fylgjast með því sem um er að vera inni á búinu. „Þetta mjög spennandi og eitt af því sem neytendur kalla eftir eru upplýsingar. Hvaðan varan kemur og þegar matvara er annars vegar er þessi krafa mjög rík. Þar er m.a. krafa um upprunamerkingar á kjöti sem kemur frá Evrópusambandinu.“ Brynhildur hefur setið í ýmsum nefndum er tengjast landbúnaði og sagðist því gera sér grein fyrir því hversu erfitt geti verið að breyta kerfi eins og í landbúnaði, jafnvel þótt kerfið sé ekki endilega að virka vel. Fólk væri oft fast í viðjum vanans og hrætt við það óþekkta. Eigi að síður myndu menn örugglega ekki hanna landbúnaðarkerfið eins og það er í dag ef menn væru að byrja á mótun þess frá grunni. Mikil tortryggni Hún sagði mikla tortryggni ríkjandi í tali um landbúnaðarafurðir. Eitt af því snerist um skilarétt sem verslanir hafi verið með á landbúnaðarafurðum. Sagðist hún tala þar af reynslu af störfum sínum í fjölmörgum verslunum. Þetta hafi viðgengist gagnvart innlendum framleiðendum en gilti ekki við innkaup á matvöru frá erlendum birgjum. Þess vegna væri tilhneiging hjá verslunum að stilla fremur fram innfluttu kjöti sem þeir geti ekki skilað aftur til seljenda. Því hyrfi hvatinn til að selja íslenska kjötið og þetta væri fyrirkomulag sem hafi valdið matarsóun. „Það er ekki alltaf þannig að þegar neytandinn gengur inn í búð, þá sé hann meðvitaður um hvað hann sé að fara að kaupa, það er svolítið búið að ákveða það fyrir okkur.“ Benti Brynhildur á að Samkeppniseftirlitið hafi sagt í sinni skýrslu að þarna þyrfti að bæta úr. Sem betur fer væri þetta að lagast. Vill íslenskt grænmeti í stykkjatali Hún benti líka á annan þátt er lýtur að pökkun á vörum, t.d. varðandi íslenskt grænmeti eins og paprikur þar sem t.d. eru þrjár saman í pakka. Þarna væri auk þess verið að nota mikið plast af óþörfu. Þegar íslenskir framleiðendur væru spurðir af hverju ekki mætti selja íslensku paprikuna í stykkjatali og ópakkaða, þá hafi verið sagt að þeir treystu ekki versluninni til að blanda henni ekki saman við innfluttar paprikur. Taldi Brynhildur að þetta væri óþarfa tortryggni og fyrirslátt. „Ég sem neytandi vil hafa val um það hvort ég kaupi þrjá íslenska tómata eða eina rauða papriku. [...] Eigum við að trúa því að verslunin fari að hringla í þessu ef íslenskir framleiðendur setji þessar vörur fram í lausu og blandi erlendu grænmeti í íslensku kassana? Ef einhver væri staðinn að verki við slíkt þá væri sú verslun úr leik. Tækifæri í aukinni meðvitund um umhverfis- og loftslagsmál Tækifærin sem ég held að séu í íslenskum landbúnaði eru að loksins er umræðan um umhverfisvernd og loftslagsmál komin upp á yfirborðið. Í þessu felast gríðarleg tækifæri. Það er fjöldi fólks sem er að hugsa um umhverfisvænar vörur. Það hugsar sem svo að það fari ekki að kaupa innflutta jógúrt, jafnvel þó þetta sama fólk fari í þrjár borgarferðir, skíðaferð og til Tenerife um jólin. Það er samt að hugsa svona og þetta held ég að sé mesta tækifærið fyrir íslenskan landbúnað. Sem og gagnsæið og að upplýsa hvaðan varan kemur. Á sama tíma þurfum við að hafa samkeppni því hún er alltaf holl, en þá að sjálfsögðu þannig að allar merkingar séu í lagi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir. Hún varpaði svo í lokin fram þeirri spurningu af hverju íslenski fáninn væri ekki meira notaður á íslenska vöru eins og nú er heimilt að gera. /HKr. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagðist Mynd / HKr. Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.