Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201812 FRÉTTIR Aðalfundur Samtaka sela bænda verður haldinn í Kötlu á 2. hæð Hótel Sögu, laugar daginn 10. nóv- em ber nk. kl. 9.00. Æðar bændur funda kl 11.00. Selabændur og æðarbændur eru að stórum hluta sami hópurinn, þó ei t thvað hafi kvarnast úr selveiðinni á u n d a n f ö r n u m árum og minna lagt upp úr þeirri hlunnindanýtingu. Pétur Guðmundsson frá Ófeigs- firði er formaður Samtaka sela- bænda. Hann segir nánast enga selveiði stundaða lengur, enda ekkert fyrir skinn eða aðrar afurðir að hafa. Það er helst að einn og einn selur sé veiddur til matar, en bæði þykir kjötið ljúffengt sé það rétt meðhöndlað og spikið ómissandi út á siginn fisk. Selurinn á válista? „Það kom nýtt upp í haust þar sem menn vilja nú setja selinn á válista. Lagði Hafrannsóknastofnun til í sumar að veiðar á landsel verði bannaðar. Vegna þess viljum við koma því á framfæri, hvernig á því standi að selnum fækkaði. Honum fækkaði vegna ofbeldis fiskvinnslunnar og stórútgerðarinnar,“ segir Pétur. Þar vísar hann til þess að þáverandi sjávarútvegsráðherra setti árið 1979 á fót svonefnda hringormanefnd vegna þess að of mikill kostnaður þótti felast í því að hreinsa hringorma úr holdi fisks sem veiddist á grunnsævi. Selurinn var talinn millihýsill fyrir hringorm og frá honum bærust egg hringormsins í fiskinn. Var því sett í gang herferð til að fækka sel og hófst þá stórfellt dráp þar sem greitt var fyrir hvern selshreifa sem skilað var. Hluti af veiðinni var um tíma nýtt í loðdýrafóður en annars hent í sjóinn. Þessi herferð hafði gríðarleg áhrif og var ekki hætt fyrr en mönnum fór að ofbjóða drápið og dauða seli sem lágu eins og hráviði víða um fjörur. Stofninn að braggast en netaveiðar enn vandamál Pétur segir að undanfarin ár hafi selastofninn þó verið að ná sér á strik að nýju hægt og bítandi en samt séu enn höggvin í stofninn stór skörð. „Með stækkun grásleppubátanna fóru þeir að fara lengra með sínar netalagnir og þannig útrýmdu menn selnum nánast alveg í Breiðafirði. Norður frá hjá okkur á Ströndum, út af Skörðunum og á Eiríksgrunn- inu, sæki selurinn í æti á vorin og fer þá í grásleppunetin og drepst. Á einu ári fór nánast allur stofninn á svæðinu og árið eftir fór restin að mestu og einungis örfáir selir eftir.“ Pétur telur að eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta sé að stýra betur netaveiðinni. „Það verður að banna netalagnir á ákveðnum svæðum til að gefa selnum grið. Það er eina leiðin. Ég veit hins vegar ekki hvernig það muni ganga að fá slíkt í gegn,“ segir Pétur. Nokkur óvissa um stofnstærð Landselurinn er algengasta selategund við Ísland og er gjarnan að finna nálægt landi eins og nafnið bendir til. Hin selategundin sem kæpir hér við land er útselur sem er stærri og heldur sig jafnan fjær landi. Vísindamenn segja útselsstofninn í betra ástandi en landselsstofninn og meta hann rétt yfir stjórnunarmarkmiðum sem eru 4.100 dýr. Talning á sel við Ísland og áætlun á stofnstærð hefur alla tíð verið harla ónákvæm. Síðasta talning landsels fór fram 2016 og var stofninn metinn um 7.700 dýr. Samkvæmt matinu er stofninn nú 77% minni en árið 1980 og 36% undir þeim markmiðum sem stjórnvöld setja um lágmarksfjölda sem eru 12 þúsund dýr. Samkvæmt gögnum Hafrannsóknastofnunar eru líkur taldar á að 1.066 landselir hafi veiðst í grásleppunet árið 2015, en skilagreinar um ánetjun sels hafa reyndar ekki þótt sérlega nákvæmar. Einnig segir Hafró að 46 landselir hafi veiðst í þorskanet árið 2015 og 86 í botnvörpu. Selaveisla í Haukahúsinu um kvöldið Eftir aðalfund Samtaka selabænda verður blásið til hinnar margrómuðu og vinsælu Selaveislu. Verður hún haldin í Haukahúsinu um kvöldið. Húsið verður opnað kl. 19.00 og hefst borðhald kl. 20.00. Miðar verða seldir í Veitingahúsinu Lauga-ási við Laugarásveg, laugardaginn 3. nóvember á milli kl.14.00 og 16.00. Einnig er hægt að hafa samband við Ingibjörgu í síma 895-5808 sem mun sjá um miðasöluna. Villibráðar veisla af bestu sort Guðmundur Ragnarsson, mat reiðslu- meistari á Ve i t i n g a - húsinu Lauga- ási, sem rekur einnig veislu- þ jónus tuna GR veislur, stendur fyrir S e l a v e i s l u 2018. Fyrir slíkum veisluhöldum hefur hann líka staðið um áraraðir í tengslum við aðalfund Samtaka selabænda, enda á hann ættir að rekja til selabænda við Breiðafjörð og þekkir vel til verkunar á sel. Eða nánar tiltekið til Hergilseyjar, en þar bjó Þorbjörg Sigurðardóttir, langamma hans og langafi, Þórður Valur Benjamínsson. Segir Guðmundur að nú verði enn meira lagt í veisluna en áður. Þó þetta heiti selaveisla, sé þetta í raun afar fjölbreytt villibráðarveisla af bestu sort. Matseðillinn er svohljóðandi: FORRÉTTIR Kaldreykt grágæsasalat, bláber & geitasostur. einiber & berjajógúrt. Hreindýrapaté, appelsína & rifsber Sushi langreyð engifer & Wacame. Súrsuð selshreifa útselskópasulta. Úrval af nýbökuðu brauði AÐALRÉTTIR Grillaðar útselskópa- turnbautasteikur. Grillaðar langreyðar-pipar- turnbautasteikur. Saltaður útselskópur. Kofareyktur útselskópur frá Stað. Siginn fiskur, útselskópaselspik Sætbasilkrydduð lambasteik, lerkisveppakremsósa & jarðepli. Ristað ferskt grænmeti með basilolíu. DESSERT kökukonfektbitar Aðalfundur Samtaka selabænda: Selveiðar nánast ekkert stundaðar lengur – en fjöldi ánetjast og drepst í grásleppunetum Pétur Guð- munds son frá Guðmundur Ragnarsson Óska eftir hestatengdu starfsnámi næsta vor Jennifer Broussy, frönsku- og enskukennari við franskan framhaldsskóla frá suðurhluta landsins, ber ábyrgð á að skipuleggja Evrópuverkefni á vegum Erasmus-áætlunarinnar fyrir hóp nemenda sinna. Hún leitar nú að bændum sem myndu samþykkja að taka á móti einum til tveimur nemendum á sinn sveitabæ í tvær vikur á næsta ári. Nemendurnir eru á aldrinum 16 til 18 ára og hluti af verkefninu er að stunda verknám í hestamennsku þannig að þau eru að hluta til í bóklegu námi og að hluta til á hestabúgarði í Frakklandi. „Á þessu ári, eins og síðasta, höfum við sett upp Evrópuverkefnið sem inniheldur meðal annars að senda nemendur okkar erlendis eða til Íslands í tvær vikur vorið 2019. Ég hef skipulagt sambærilegt í átta ár og höfum við farið til Englands Við komum í fyrra til Íslands og eins árið 2015 því þá vorum við í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri,“ útskýrir Jennifer og segir jafnframt: Leitar eftir aðstoð bænda „Á næsta ári langar okkur að koma aftur til Íslands og myndum við hafa tímarammann frá 1. apríl til 13. apríl fyrir 18 nemendur. Þannig að ég er að leita að bændum sem myndu samþykkja að taka á móti einum til tveimur nemendum á sinn sveitabæ í tvær vikur. Við þyrftum að komast að á bæjum með hesta nálægt Borgarnesi eða nálægt Hvolsvelli eða Flúðum. Þetta er launalaus þjálfun en við borgum gjald fyrir húsnæði upp á 3.300 krónur íslenskar hvern dag. Skólinn sér um tryggingar en nemendurnir verða að starfa á sveitabænum frá mánudegi til föstudags. Við kennararnir verðum á Íslandi á þessum tíma sem þjálfunin fer fram og skipuleggjum ferðir með þá um helgar.“ Þeir bændur sem eiga hesta á þeim svæðum sem óskað er eftir er vinsamlega bent á að hafa samband við Jennifer á jennifer. broussy@yahoo.co.uk /ehg Haustfundum Landssambands kúabænda lokið: Framtíð kvótakerfisins til umræðu – Greiningarvinna í gangi um mögulegar leiðir Haustfundum Landssambands kúabænda (LK) lauk fyrir síðustu helgi, en þeir stóðu yfir frá 8.–26. október. Fyrir kúabændum liggur fljótlega á næsta ári að ákveða hvort áframhaldandi kvótakerfi verður við lýði og því fór mestur tími í að ræða það málefni. Fjórtán fundir voru haldnir víðs vegar um landið og voru þeir vel sóttir, en talið er að um 380 manns hafi alls mætt á þessa fundi. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK, segir að umræðuefni fundanna hafi verið staða verkefna innan greinarinnar. Rædd voru málefni sem varða framleiðslu og sölu á mjólk og nautakjöti, sviptingar í tollaumhverfi, hráakjötsmálið svokallað, efnahalla í mjólkurframleiðslunni og fleira. Þá voru stefnumótanir sambandsins í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu kynntar til umræðu, en formlegar stefnumótanir um framtíðarskipulag verða gefnar út síðar í haust. Sköpuðust góðar umræður um málefnin, að sögn Margrétar. Mest rætt um framtíð kvótakerfisins „Mesta umræðan var um komandi atkvæðagreiðslu meðal mjólkur- framleiðenda um kvótakerfið í mjólkurframleiðslu og endurskoðun búvörusamninga á næsta ári. Það er ljóst að umtalsverðar breytingar þarf að gera á núgildandi búvörusamningi ef meirihluti kúabænda kýs áframhaldandi kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Fari atkvæðagreiðslan svo að bændur vilji falla frá kvótakerfinu, þá verður endurskoðunin mun minni í sniðum,“ segir Margrét. Greiningarvinna um áhrif mismunandi leiða Margrét segir að nú sé í gangi greiningarvinna til að leiða í ljós hvað það hefur í för með sér að kjósa kvótakerfið áfram eða leggja það af. „Til þess að bændur geti tekið upplýsta ákvörðun um atkvæði sitt verður kynnt betur fyrir bændum hvað felst í því ef kvótinn verður áfram annars vegar og ef hann verður kosinn í burtu hins vegar. Liður í þeim undirbúningi er greining á mögulegum leiðum til að eiga viðskipti með mjólkurkvóta og líklegum kostum og göllum hverrar fyrir sig, bæði út frá hagfræðilegu og samfélagslegu sjónarhorni. Hafa LK og Bændasamtök Íslands (BÍ) samið við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að vinna þá greiningu og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í lok nóvembermánaðar. Í framhaldinu mun LK ásamt BÍ vinna úr niðurstöðunum, kynna vel fyrir bændum og teikna upp það kerfi sem gæti tekið við. Eins er þónokkur vinna fram undan vegna hráakjötsmálsins en LK, líkt og önnur búgreinafélög, munu starfa náið með BÍ í því risastóra hagsmunamáli fyrir landbúnað á Íslandi,“ segir Margrét. /smh Mynd / MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.