Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 20182 FRÉTTIR Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá KS: Afkoman slök og óvissan of mikil – Ekki eftirsóknarvert að bæta við innleggjendum Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kjötafurðastöð KS, segir þá stöðu sem uppi er í sauðfjárrækt- inni gera að verkum að ekki sé sér- staklega áhugavert fyrir afurða- stöðvar að bæta við sig nýjum inn- leggjendum, „einfaldlega vegna þess að afkoman hefur verið slök og óvissan of mikil,“ segir hann. Óvissan felist fyrst og fremst í því hversu mikið hver afurðastöð flytur út af sínum afurðum og þess vegna hversu miklum hluta hver afurðastöð kemur á innlendan markað. „Ef hægt væri að tryggja að allir sætu við sama borð þegar kemur að ráðstöfun umframframleiðslu, annaðhvort með útflutningsskyldu eða jöfnunarsjóði þá væri aftur orðið eftirsóknarvert að auka viðskipti,“ segir Ágúst. Hinkra með að gefa út verðskrá Hann segir að nú sé beðið eftir niðurstöðum endurskoðunarnefndar búvörusamninga og í framhaldi af því útspili yfirvalda. „Um leið og það liggur fyrir hvort fyrirhugaðar eru einhvers konar kerfisbreytingar og hverjar þær þá eru, þá verður fljótlega gefið út verð. Meðan óvissa ríkir þá hinkrum við aðeins lengur með að gefa út verð- skrá,“ segir Ágúst. „Ef óvissunni verður ekki eytt þá munum við gefa út lágmarksverð með þeim fyrirvara að við getum bætt við þegar hlutirnir verða skýrari.“ /MÞÞ „Við höfum verulegar og vaxandi áhyggjur af ástandinu. Við byggjum allt okkar á landbúnaði, hér er ekkert þéttbýli en stór hluti íbúanna byggir afkomu sína á sauðfjárbúskap,“ segir Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli og oddviti Húnavatnshrepps. Sveitarstjórn hefur skorað á slát- urleyfishafa að borga viðunandi verð til sauðfjárbænda í haust. Lágt afurða- verð muni koma mjög illa niður á sauðfjárbændum í sveitarfélaginu. Ungu bændurnir með stóru búin verða fyrstir til að bregða búi Jón bendir á að í fyrrahaust hafi afurðaverð lækkað um 35% og árið þar á undan um 10%. „Það er alveg ljóst að lágt afurðaverð er í raun skerðing á rekstararafkomu sauðfjárbænda og alls óvíst hversu mörg bú muni standa undir því. Þolmörkum hefur þegar verið náð. Það má gera ráð fyrir að ungu bændurnir með stóru búin verði fyrstir til að gugna, neyðast til að bregða búi og þá er nú stutt í að samfélagið hrynji,“ segir hann. Ríkið greiddi í fyrrahaust uppbót til bænda í kjölfar þess að afurðaverð lækkaði umtalsvert í einu vetfangi. „Það var gert í ljósi þeirrar stöðu sem þá var uppi og skýrt tekið fram að það yrði í þetta eina skipti svo varla getum við átt von á því aftur. Hafi sláturleyfishafar ekki burði til að greiða hærra verð horfum við fram á ískyggilega stöðu, það verður ansi drungalegt um að litast hér um slóðir,“ segir Jón. Nauðsynlegt að taka upp flutningsjöfnun Furðar hann sig á að sláturleyfis- hafar hafi ekki í fyrrahaust beitt sér fyrir því að tekin yrði upp flutn- ingsjöfnun, það séu þeir sem hafi burðina til að pressa á stjórnvöld. Verið sé að aka fé til slátrunar um langan veg í flestum tilvikum. Bendir hann til að mynda á að al- gengt sé að bændur á Vestfjörðum slátri sínu fé hjá SAH-Afurðum á Blönduósi og aki jafnvel allt að 500 kílómetra leið með það. „Það kostar alveg gríðarlega mikið og ég er hissa á sláturleyfishöfum að hafa ekki beitt sér fyrir því að tekin yrði upp flutningsjöfnun, þeir hafa mest vægi og þunginn í umræðunni hefði átt að koma frá þeim. Svo var ekki, þetta var aldrei rætt. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur skorað á stjórnvöld að finna leiðir til að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins eins og til að mynda með niðurgreiðslu á flutningskostnaði á ull og slát- urfé. Með því móti yrði komið á móts við þann mikla kostnað sem sláturleyfishafar og aðrir í úrvinnslu sauðfjárafurða bera vegna flutninga og sá sparnaður myndi skjóta fastari stoðum undir rekstur afurðastöðvanna. Afurðastöðvar loka á nýja innleggjendur Jón nefnir að sláturleyfishafar séu fáir og stórir og hafi burði til að loka á sauðfjárbændur. Viti hann dæmi þess. SAH-Afurðir er það sláturhús sem næst er Húnavatnshreppi og segir Jón að þar á bæ hafi í fyrrahaust verið greitt einna lakast verð fyrir af- urðir. Bændur þar um slóðir hafi þreifað fyrir sér hjá öðrum, ætlað þá að aka fé sínu um lengri veg í þeirri von að fá ögn meira greitt fyrir. „Ég veit að bændur hér hafa verið að spyrjast fyrir og beinast liggur við að reyna fyrir sér hjá KS á Sauðárkróki, en þar er allt læst, þeir taka ekki við nýjum innleggj- endum. Auðvitað er maður kannski ekki hissa á því að sláturhúsin vilji ólmir taka meira inn fyrst svona illa gengur að selja afurðirnar. Hinir sláturleyfishafarnir treysta á þetta ástand, að menn hafi ekki val um hvar þeir slátra, þeir kom- ist ekkert annað og neyðast til að skipta við sitt sláturhús.“ Heimtökugjaldið hækkaði Jón segir einnig að sveitarstjórn Húnavatnshrepps hafi einnig bent á að tryggja þurfi að bændur geti fengið slátrað á hóflegu verði vilji þeir sjálfir afsetja sínar afurðir. „Það eru margir sem vilja spreyta sig á því verkefni í þeirri von að fá hærra verð. Því miður er þá sú staða upp á teningnum að heimtökunni fylgir gríðarlega hár kostnaður, þannig hækkaði KS heimtökugjaldið verulega í fyrra þannig að eiginlega er búið að taka fyrir þann möguleika bænda þó vissulega sé munur á þessu gjaldi milli sláturleyfishafa.“ /MÞÞ Fyrir ári síðan héldu bændur í Húnaþingi fund á Blönduósi vegna slæmrar stöðu í sauðfjárræktinni. Ekki blæs byrlega um þessar mundir og menn óttast að sumir bændur á svæðinu neyðist til að bregða búi. Spænskt svínakjöt innkallað Matvælastofnun sendi frá sér viðvörun þann 13. júlí sl. vegna gruns um salmonellusmit í spænsku svínakjöti. Krónan brást við og innkallaði allar vörur undir vörumerkinu „Lúxus grísakótelettur“. Var það gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar að neytendur geti skilað vörum sem falla undir þessa innköllun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa undanfarið kannað stöðu á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Er það gert með skimun á innlendu og erlendu kjöti sem á boðstólum er meðal smásala. /BR Pósthús í Bændahöllinni Íslandspóstur mun opna pósthús í Bændahöllinni á næstunni þar sem áður var útibú Arion banka. Bankinn mun breyta sínum rekstri í húsinu og bjóða upp á nýja bankaþjónustu sem m.a. felst í því að viðskiptavinir nýta hraðbanka og fjarfundabúnað í samskiptum sínum við þjónustufulltrúa. Arion banki verður með aðstöðu hjá póstinum fyrir sína starfsemi. Útibúum Íslandspósts á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í miðbæ Reykjavíkur, í Pósthússtræti, verður lokað þegar nýja pósthúsið verður opnað við Hagatorg. /TB Varað við óróa í Öræfajökli Almannavarnir vara við skýrum merkjum um ókyrrð í Öræfajökli í Austur-Skaftafellssýslu. Óróanum fylgir aukin jarðskjálftavirkni og þensla, sem kemur fram í úrvinnslu gervitunglagagna og GPS mælinga. Engin merki eru um að hraði þenslunnar fari minnkandi en orsök hennar er talin vera innskot nýrrar kviku í rótum eldstöðvarinnar. Að mati vísindamanna er virkni Öræfajökuls nú dæmigerð fyrir eldfjöll sem búa sig undir eldgos. Virknin getur hætt áður en til goss kemur en um það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ein möguleg afleiðing núverandi þróunar er aukin jarðhitavirkni sem gæti orsakað jökulhlaup og gasmengun. Haldnir hafa verið fundir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu þar sem þeir hafa verið upplýstir um atburðarás undanfarinna mánaða í Öræfajökli. Unnin hefur verið neyðarrýmingaráætlun fyrir Öræfasveit sem virkjuð verður komi til eldgoss. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að tækjum til vöktunar eldfjallsins hefur verið fjölgað verulega og náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands fylgjast grannt með atburðum. Fjarskipafyrirtæki hafa unnið að því að bæta farsímasamband í Öræfum. /TB Þarf að hafa hraðar hendur – segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS „Ef bregðast á við fyrir haustið þarf að hafa hraðar hendur,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauð- fjárbænda. Starfshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði tillögum til ráðherra í byrjun júlí og fundur verður í dag með ráðherra. „Þá kemur betur í ljós hvaða áherslur hann leggur inn í endurskoðunina.“ Hún á von á að starfið í endur- skoðunarnefndinni verði gott, „almenn bjartsýni er alltaf gott veganesti“. Áherslur LS eru skýrar, þær snúast í meginatriðum um að létta þrýstingi á framleiðslu og markaði, lykilatriðið sé að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar náist sem fyrst. Mikilvægt sé að farið sé í hagræðingaraðgerðir í afurðageiranum, bæði gagnvart stöðu sauðfjárræktar og eins vegna harðnandi samkeppni við innflutning á kjötmarkaði. Samhliða þurfi að horfa til þess að styrkja atvinnumöguleika í dreifbýli, sauðfjárbændur hafi í þeim efnum horft til verkefna á sviði kolefnisbindingar. Gengur ekki til lengdar að framleiða undir kostnaðarverði Oddný segir greinina þurfa sinn tíma til að ná vopnum sínum og hún sé fráleitt komin upp úr öldu- dalnum. „Ef við gyrðum í brók og látum verkin tala hef ég trú á að við náum viðspyrnu nokkuð fljótt en það þýðir ekki að sitja og bíða eftir kraftaverkum, það er einfaldlega líklegt til að enda illa,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að taka þátt og brýn nauðsyn sé á að taka skynsamlegar ákvarðanir innan afurðageirans. „Ég lít svo á að sú siðferðilega skylda og samfélagslega ábyrgð hvíli nú á afurðastöðvum, og stjórnendum þeirra, að skila þeirri framlegð sem mögulegt er til bænda. Það liggur fyrir að bændur framleiða undir kostnaðarverði og það gengur ekki til lengdar, það sér hver maður. Þessi staða varðar fólk, í sumum tilfellum eru heimili og jafnvel sam- félög undir.“ /MÞÞ Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli, oddviti Húnavatnshrepps: „Horfum fram á ískyggilega stöðu“ – hafi sláturleyfishafar ekki burði til að greiða hærra verð Í fyrrahaust lækkaði afurðaverð um 35% og árið þar á undan um 10%. - innleggjendum. Mynd / Jón Eiríksson Jón Gíslason. Mynd / HKr. Ágúst Andrésson. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.