Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 13 Ekki hefur verið jafnlangt þurrkatímabil í Noregi í yfir 70 ár og eru veðurskilyrðin því einstök og hafa valdið erfiðleikum hjá mörgum bændum. Talið er að þörf sé á um 100 þúsund heyrúllum fyrir bændur í Noregi sem margir hverjir horfa á eftir svæðum sínum inn í hina miklu þurrka án þess að geta mikið aðhafst. Sömu sögu má segja frá nágrönnum þeirra í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku ásamt bændum í Norður-Evrópu. „Þessi staða er mjög erfið fyrir marga bændur, sérstaklega hjá þeim sem skortir fóður fyrir skepnurnar sínar. Ríkið hefur vegna þessara aðstæðna ákveðið að einfalda reglu- gerðir sem snúa að bótum fyrir upp- skerubrest til að hjálpa þeim bændum sem verða svo illa úti vegna þurrk- anna. Ef til dæmis bóndi slær kornið sitt og nýtir það sem gróffóður fær hann samt sem áður beingreiðslur fyrir korn. „Við höfum ákveðið að flýta bótagreiðslum til bændanna. Frá og með 13. júlí höfum við komið því á að engir tollar verða á innfluttu heyi og hálmi til að koma til móts við bændurna. Við getum því miður lítið stjórnað veðrinu og án þess að fá nokkra rigningu í svo langan tíma göngum við inn í krefjandi haust og vetur,“ segir landbúnaðar- og mat- vælaráðherra Noregs, Jon Georg Dale. Svipað ástand víðar Ástandið er svipað í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi ásamt mörgum löndum í Norður-Evrópu. Nautgripa- og sauðfjárbændur í Svíþjóð eiga við miklar áskoranir að stríða vegna hinna miklu þurrka þar sem erfitt getur reynst að útvega nægilegt fóður fyrir veturinn fyrir búfénaðinn. Síðast voru álíka þurrkar árin 1992 og 1959 í Svíþjóð en allt stefnir í að árið í ár muni slá öll met. Í Finnlandi er áætlað að uppskeru- brestur verði um 30 prósent en heildartjónið gæti orðið meira þegar upp er staðið. Þar hafa félög bænda verið dugleg að standa saman á þessum erfiðu tímum ásamt því að eiga gott samstarf við stjórnvöld í landinu og Evrópusambandinu. Allt að helmingi minni uppskera Christian Lund, upplýsinga- og markaðsstjóri Norsku Landbúnaðarráðgjafarinnar, segir að norskir bændur standi nú frammi fyrir erfiðum aðstæðum vegna hinna miklu þurrka og sérstaklega séu það bændur í Suður- og Austur-Noregi sem verða verst úti ásamt ákveðnum svæðum bænda á Vesturlandinu. „Þurrkarnir hafa í för með sér fjárhagslegt tap en einnig fer þetta á sálina hjá mörgum. Aðilar sem koma að landbúnaði í Noregi hafa komið á sameiginlegri áætlun til að finna lausnir og bera saman bækur sínar. Norska Landbúnaðarráðgjöfin hefur komið á gróffóðurmiðlun á flestum svæðum þar sem við veitum bændum ráðgjöf um meðal annars fóðuráætlanir, ræktunarráð, fjárhagsleg ráð ásamt öryggisráðum,“ segir Christian og bætir við: „Afleiðingarnar eru fyrst og fremst þær að magnið af gróffóðri sem þarf að framleiða verður mun minna en í venjulegu ári, við gætum séð fram á helmingi minni uppskeru. Þetta er nú þegar staðreynd. Það er aðeins of snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur á matvælaframleiðsluna en það er líklegt að mörgum bændum muni skorta fóður fyrir dýr sín og það þýðir fjárhagslegt tap.“ Búast við háu fóðurverði Það sem gerir stöðuna enn erfiðari og alvarlegri er að bændur í Noregi eru ekki þeir einu sem eiga við þurrka að stríða þessa dagana því sömu sögu er að segja um alla Norður-Evrópu og því alls óvíst hversu mikið fóður verður hægt að flytja inn. „Það eru þurrkar einnig á hinum Norðurlöndunum fyrir utan á Íslandi og í Færeyjum en einnig í Norður- Evrópu. Ef þess mun þurfa að flytja inn fóður mun auðvitað reglan um framboð og eftirspurn gilda þar sem líklegt er að verðið verði hátt þar sem eftirspurnin verður mikil. Það getur í raun líka orðið erfitt að nálgast fóður erlendis frá. Því verðum við að nota öll þau svæð- isbundnu úrræði sem við getum eins og hagana, miðlun á hálmi sem er í boði, svæði með fræfram- leiðslu ásamt endursáningu til að ná aukaslætti fyrir haustið ásamt fleiru,“ segir Christian hjá Norsku Landbúnaðarráðgjöfinni. Samstaða og samvinna mikilvæg Norsku Bændasamtökin fá margar fyrirspurnir frá bændum sem óttast um heilsufar sitt vegna þurrkatíðar- innar því ástandið fer á sálina hjá bændum í sveitum landsins. „Nú er samstaða og samvinna innan samtakanna mikilvægari sem aldrei fyrr. Það er mikil hætta á, sér- staklega þegar þessu þurrkatímabili lýkur, að bændur fari með sig and- lega. Margir eru áhyggjufullir og nú þegar hafa nokkrir bændur sent hluta af gripum sínum til slátrunar vegna óvissunnar. Mörgum bænd- um finnst þeir vera varnarlausir í þessum krefjandi aðstæðum sem hugsa um fjárhagslegar afleiðingar og virði sem hverfur fyrir framan augun á þeim,“ segir Lise Boeck Jakobsen, upplýsingafulltrúi norsku Bændasamtakanna. „Nú erum við mjög upptekin af því að bændurnir, með sjálfboðavinnu, hjálpi hver öðrum eins vel og mikið og þeir geta. Við eigum mjög gott samstarf við ráðuneytið og félög sem tengjast landbúnaði og það er mjög jákvætt að stjórnvöld sjá alvöru málsins og hafa brugðist við vegna þess,“ útskýrir Lise. Skógareldar og smitsjúkdómar Það eru margar hliðar á þurrkatímabilinu sem kemur við marga á þeim svæðum þar sem þeir geisa. Nú eru skógareldar til dæmis farnir að valda mönnum miklum áhyggjum í Suður-Noregi. Nýsköpunarsjóður Noregs sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þess efnis að bændur sem verða fyrir þurrkunum geta fengið frest á afborgunum lána. Matvælaeftirlitið í Noregi hefur nú áhyggjur af því að alvarlegir smitsjúkdómar geti borist með kaupum á innfluttu gróf- fóðri og rannsaka nú hvort tryggt sé að kaupa slíkt. Telur eftirlitið að ekki sé nægileg yfirsýn yfir hvað- an innflutt er og nefnir í því sam- bandi hættuna á hinum hættulega dýrasjúkdómi afríkanskri svínapest sem herjar í Eystrasaltslöndunum Póllandi, Tékklandi, Rúmeníu og Ungverjalandi. Óttast menn að sjúkdómurinn geti borist til Noregs með innfluttu fóðri. Bendir eft- irlitið á að einnig sé hætta á smiti með jarðvegi sem er utan á umbúð- um og að gæta skuli sérstaklega að því að umbúðir séu án nokkurs jarðvegs. Talin er lítil hætta á að flytja inn gróffóður frá Svíþjóð og Finnlandi en einnig er leyfi- legt að flytja inn til Noregs hey og hálm frá nokkrum löndum utan Evrópusambandsins, þar á meðal Íslandi. /ehg – BT, BN Packo býður upp á lausnir fyrir þarfir hvers og eins mjólkurframleiðanda um allan heim. Þetta leiðir til mikils úrvals af mjólkurtönkum sem kæla niður mjólkina á áreiðanlegan og skilvirkan hátt. Við höfum til sölu Packo mjólkurtankana í öllum stærðum og gerðum. Gunnbjarnarholti, 801 Selfoss Sími 480 5600 Opið alla virka daga kl. 8 - 17 Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum Sími 471 1901 Opið alla virka daga kl. 9 - 17 landstolpi.is landstolpi@landstolpi.is Við erum líka á Fésbók! Dagbjört Dís Pálsdóttir og Kári Kiljan Pálsson eru eplabændur með for- eldrum sínum í Álavík í Harðangurs- geði við að vökva eplatrén nokkrum sinnum í viku og eru svo lánsöm að geta tekið vatn úr bæjarlæknum. þessum slóðum. Christian Lund, upplýsinga- og - arráðgjafarinnar, segir að norskir bændur standi nú frammi fyrir erf- iðum aðstæðum vegna hinna miklu þurrka og sérstaklega séu það sem verða verst úti. geta notað vatn ótakmarkað allan daginn vegna takmarkana. UTAN ÚR HEIMI Langvarandi þurrkar ógna fóðuröflun í Skandinavíu: Varnarlausir bændur á þurrkatímum Í Ási, sem er nálægt Osló, slógu bændur á dögunum bygg sem nýtist sem gróffóður. Myndir / ehg, cl og bg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.