Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201816 Um 10% aflaverðmæta utan lögsögu FAGUR FISKUR ÚR SJÓ Eitt og annað um froska Fyrstu froskarnir komu fram fyrir eitt hundrað og níutíu milljón árum. Í dag eru þekktar um fjögur þúsund mismunandi tegundir froska í heiminum. Útstæð augun gera þeim kleift að sjá í þrjú hundruð og sextíu gráða radíus. Mega ekki þorna Froskdýr líkjast fiskum, lifa í vatni og anda með tálknum á meðan þau eru ung. Þegar froskar eldast skríða þeir flestir á land og anda með lungum eða húðinni. Lungu þeirra eru óþroskuð og þess vegna anda flestir þeirra einnig með húðinni. Húð froska má ekki þorna og þess vegna liður þeim best í röku umhverfi. Minnstur og stærstur Stærstu froskategund í heimi er að finna í Kamerún í Vestur-Afríku og kallast á máli innfæddra górillufroskur eða á latínu Conraua goliath. Hann getur orðið allt að þrjátíu sentímetrar og þrjú kíló að þyngd. Minnstu froskar í heimi finnast á Kúbu og heita Sminthillus limabuts á latínu. Þeir eru milli 0,85 og 1,2 sentímetrar á stærð. Froskahopp Froskar geta stokkið því sem nemur tuttugu sinnum lengd sinni. Lengsta mælda hopp frosks er tíu metrar og nítján sentímetrar. Froskurinn sem vann þetta afrek heitir Ptychadena oxyrhynchus á latínu og hann gerði það á heimsmeistaramóti í froskahoppi sem haldið var í Suður-Afríku 21. maí 1977. Flestir froskar eru 20 til 80 millímetrar að stærð. Leggjast í dvala Froskar anda með húðinni á meðan þeir eru í dvala. Ameríski skógarfroskurinn þolirað allt að sextíu og fimm prósent líkamsvökva hans frjósi á meðan hann er í dvala. Talið er að líkami frosksins framleiði eins konar frostlög sem kemur í veg fyrir að frumurnar frjósi. Klekjast úr eggjum Þegar froskar klekjast úr eggi nefnast þeir halakörtur og hafa langan hala. Þeir eru með tálkn og lifa í vatni en smám saman breytast halakörturnar í froska. Halinn rýrnar, fætur taka að myndast, tálknin hverfa og lungu myndast í staðinn og þær skríða á land. Froskar verpa eggjum í vatn. Gleypa matinn Froskar tyggja ekki fæðuna heldur gleypa hana í heilu lagi. Ef þeir éta eitthvað vont eða eitrað geta þeir gubbað því í heilu lagi og minnkað líkurnar á magapínu. Froskar drekka ekki vatn, þeir taka upp vökva í gegnum húðina. Framleiða eitur Froskar nota eiturefni til að verjast óvinum sínum. Indíánar S-Ameríku vinna örvaeitrið kúrare úr froskum. Efnið lamar bráðina og drepur hana á skömmum tíma. Sumar froskategundir framleiða milli tuttugu og þrjátíu eiturefni í líkama sínum. Á átjándu öld sleiktu sveimhugar í Evrópu ákveðna froskategund til að komast í vímu. Froskalæri Víða um heim þykja froskalæri herramannsmatur, enda eru þau góð á bragðið. Til er fólk sem safnar þurrkuðum froskum. Í ævintýrum eru til froskar sem breytast í prinsa. /VH STEKKUR Heildaraflaverðmæti íslenskra skipa á síðasta ári var um 110 milljarðar króna en alls veiddust 1,2 milljónir tonna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúm 313 þúsund tonn voru veidd utan lögsögu Íslands að verðmæti um 11,2 milljarðar króna, eða um 10% af heildinni. Saga úthafsveiða Íslendinga er á köflum afar viðburðarík. Þótt Íslandsmið séu gjöful hafa íslenskir útvegsmenn gjarnan leitað á önnur mið. Veiðar utan lögsögu hafa verið með ýmsu móti. Í seinni tíð höfum við veitt utan lögsögu hluta af kvóta okkar í deilistofnum, svo sem í norsk-íslenskri síld. Þær veiðar fara bæði fram í lögsögu annarra ríkja og á alþjóðlegum svæðum. Einnig höfum við veiðiheimildir í lögsögu annarra þjóða sem fengist hafa með samningum, svo sem veiðar á þorski í rússneskri og norskri lögsögu í Barentshafi. Þorskur og uppsjávarfiskur Nánar tiltekið skiptust veiðar okkar utan lögsögu á síðasta ári þannig að tæp 9 þúsund tonn af botnfiski voru veidd í norsku lögsögunni í Barentshafi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Aflaverðmætið þar var um 2,2 milljarðar króna. Í rússnesku lögsögunni í Barentshafi voru veidd rúm 4 þúsund tonn að verðmæti um 975 milljónir. Þetta er nær eingöngu þorskur en lítilsháttar af ýsu. Á öðrum svæðum en í Barentshafi voru veidd samtals um 300 þúsund tonn að verðmæti um 8 milljarðar í fyrra. Þar er um uppsjávarfisk að ræða, kolmunna og norsk-íslenska síld en einnig makríl. Á síðasta ári veiddu Íslendingar um 204 þúsund tonn af kolmunnakvóta sínum utan lögsögu, eða rúm 90% af heildarafla okkar í kolmunna. Rúm 195 þúsund tonn veiddust í færeyskri lögsögu og rúm 8 þúsund tonn á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi. Íslensk skip veiddu rúm 34 þús- und tonn af norsk-íslenskri síld utan lögsögunnar í fyrra, eða um 38% af heild í þeirri tegund. Um 30 þúsund tonn veiddust í færeyskri lögsögu en um 5 þúsund tonn í Síldarsmugunni svokölluðu, sem er alþjóðlegt haf- svæði milli Íslands og Noregs. Loks má nefna að íslensk skip veiddu 62 þúsund tonn af makríl utan lögsögu, eða 37% af heild. Þar af veiddust um 59 þúsund tonn í Síldarsmugunni en eitthvað í færeysku og grænlensku lögsögunni. Fjölbreyttar veiðar Saga úthafsveiða okkar hófst eftir að við eignuðumst stærri skip og togara á fyrri hluta síðustu aldar. Íslensk skip stunduðu til að mynda þorskveiðar á Barentshafi með hléum strax á árunum 1930 til 1960 og aftur eftir 1990 sem nánar verður vikið að. Íslendingar héldu einnig til veiða við Grænland hér á árum áður og fundu þar fengsæl mið. Saltfisktúrar síðutogara á sjötta áratugnum við Vestur-Grænland eru til dæmis í minnum hafðir. Þeir voru langir, upp í þrjá mánuði, og aðbúnaður um borð slæmur. Allt að 40 manns voru í áhöfn, sumir þurftu að deila kojum, og vatn til þrifa var af skornum skammti. Íslensk skip veiddu um tíma karfa á Nýfundnalandsmiðum sem var mikið hættuspil að vetri til. Þar varð eitt hörmulegasta sjóslys í sögu Íslands í febrúar 1959. Þá fórst síðutogarinn Júlí frá Hafnarfirði og með honum 30 manns í aftakaveðri og mikilli ísingu. Íslendingar veiddu einnig síld við Jan Mayen og langt norður í höf þegar göngur Norðurlandssíldarinnar tóku að breytast á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Ennfremur héldu íslensk síldarskip til veiða í Norðursjó í lok sjöunda áratugarins eftir hrun síldarinnar. Þegar Norðurlandssíldin, sem nú er kölluð norsk-íslensk síld, hjarnaði við eftir 1990 veiddu Íslendingar hana utan lögsögu fyrst í stað en síðan hefur hún verið veidd innan lögsögu eða utan eftir hent- ugleika. Í upphafi 10. áratugarins hófu Íslendingar veiðar á rækju á Flæmingjagrunni, sem er austan við lögsögu Kanda, en þær veiðar eru ekki stundaðar lengur. Við eigum þar sögulegan rétt ef rækjan réttir úr kútnum. Á svipuðum tíma hófust veiðar okkar á úthafskarfa utan lögsögu á Reykjaneshrygg suðvestur af landinu. Þær veiðar hafa dregist verulega saman og taka íslensku skipin sinn kvóta nú eingöngu rétt innan við landhelgislínuna. Af þessari upptalningu, sem er alls ekki tæmandi, má sjá að íslensk skip hafa lengi stundað fjölbreyttar og umtalsverðar veiðar utan lögsögunnar. Hörð milliríkjadeila Veiðar íslenskra skipa í Smugunni í Barentshafi á árunum 1993 til 1999 er einn dramatískasti þáttur í sögu úthafsveiða Íslendinga. Vert er að rifja þá ævintýrlegu sögu upp lítillega og er hér stuðst við MA- ritgerð Arnórs Snæbjörnssonar í sagnfræði um veiðar Íslendinga í Barentshafi 1993-1999. Smugan er alþjóðlegt hafsvæði sem markast í austri af rússnesku efnahagslögsögunni, í suðri af lögsögu Noregs og í vestri af fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Færeyingar kölluðu þetta svæði „Loynikrókurinn“ og segja má að þeir hafi vísað Íslendingum veginn þangað. Sumarið 1993 héldu íslensk skip í Smuguna til að freista gæfunnar en erfiðleikar voru þá í útgerð heima fyrir. Þetta ár stunduð 42 skip, sem Íslendingar gerðu út, veiðar og afli þeirra nam 9.300 tonnum. Norðmenn mótmæltu veiðum okkar og sögðu að þorskstofninum í Barentshafi gæti verið ógnað. Rússar lögðust einnig gegn þessum veiðum. Árið 1994 gengu veiðar okkar í Barentshafi afar vel. Þá stunduðu 63 skip veiðarnar og fengu þau alls 34.200 tonn. Þessi afli skilaði um 5 milljörðum í þjóðarbúið sem nam 5,5% af útflutningsverðmætum sjávarafurða. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu voru fleiri íslenskir togarar að veiðum í Smugunni þegar vika var af september 1994 en á Íslandsmiðum. Smugudeilan varð að harðri og lagalega flókinni milliríkjadeilu milli Noregs og Íslands, einkum eftir að nokkur íslensk skip héldu til veiða á svonefndu fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða. Til átaka kom á miðunum á Svalbarðasvæðinu þegar íslenskir útvegsmenn létu reyna á þolrif norskra stjórnvalda. Þessari atburðarrás lyktaði með því að skip voru færð til hafnar í Noregi og sektuð haustið 1994. Þessi deila hélt áfram næstu árin. Árið 1995 var afli íslensku skipanna rúm 32 þúsund tonn en minnkaði eftir það og varð aðeins 5.900 tonn árið 1997 og 1.400 tonn árið 1998. Smugusamningurinn Eftir nokkrar samningalotur náðust samningar í Smugudeilunni milli Íslands, Noregs og Rússlands árið 1999. Í stuttu máli felur samningurinn í sér heimild Íslendinga til að veiða þorsk í lögsögu Rússlands og Noregs í Barentshafi. Er um að ræða ákveðið hlutfall af heildaraflamarki í þorski í Barentshafi. Kvóti okkar í norsku lögsögunni er jafnan hærri en í þeirri rússnesku. Það stafar af því að við gerðum gagnkvæman fiskveiðisamning við Noreg sem heimilar norskum skipum að veiða botnfisk á línu í íslenskri lögsögu. Við látum Norðmenn einnig hafa töluvert magn af loðnu, sem er breytilegt milli ára og dregst frá kvóta okkar. Íslensk lögsaga var ekki opnuð fyrir rússnesk skip en í stað þess var samið við Rússa um að við ættum rétt á að leigja tiltekið magn af þorski til viðbótar á markaðsverði. Sum árin höfum við nýtt þennan rétt okkar en önnur ekki. Norðmenn veiddu í lögsögu Íslands 568 tonn af botnfiski á síðasta ári, aðallega keilu, löngu og þorsk, samkvæmt smugusamn- ingnum. Auk þess veiddu þeir rúm 60 þúsund tonn af loðnu á Íslandsmiðum. Þar af eru rúm 30 þúsund tonn sem Ísland lét þá hafa af sínum kvóta gegn veiðiheim- ildunum í Barentshafi. Veiðar utan lögsögu eru þýðingarmikill þáttur í sjávarútvegi Íslendinga. Þó ber að hafa í huga að við látum Norðmenn hafa aflaheimildir á móti hluta af kvóta okkar í Barentshafi. Þá gætum við ef á þyrfti að halda veitt meira af norsk-íslenskri síld í lögsögu okkar eða á alþjóðlegu svæði. Hings vegar gæti verið örðugt að veiða allan kolmunnakvótann ef færeysk lögsaga stæði ekki íslenskum skipum opin. Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Frumvarpsdrög um myndavélaeftirlit og fasta ísprósentu dagróðrabáta Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi. Meginmarkmið frumvarpsins er að skapa traust til sjávarútvegsins með notkun á nýjustu tækni við eftirlit með vigtun, brottkasti og framhjáafla. Frumvarpið er þannig uppbyggt að það tekur til allra fiskihafna, vigtunarleyfishafa og allra skipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni. Nokkur reynsla er komin af myndavélaeftirliti erlendis og er sú reynsla góð. Ef þetta frumvarp verður að lögum yrði Ísland í fremstu röð á þessu sviði sökum þess hve gildissvið þess er víðtækt. Föst ísprósenta Á vef atvinnu- vega- og ný- s k ö p u n a r - ráðuneytisins seg i r að f r u m v a r p i ð hafi að geyma nokkur atriði sem snúa að öðru en myndavélaeftirliti og má þar helst nefna að lögð er til föst ísprósenta fyrir afla allra dagróðrabáta. Aukinn tæknibúnaður Nokkur kostnaður mun fylgja samþykkt frumvarpsins vegna þess tæknibúnaðar sem þarf. Það er þó þannig að margir aðilar í útgerð og vinnslu búa nú þegar yfir eigin myndavélakerfum sem hægt er að nýta. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru eingöngu 15 hafnir sem eru ekki með myndavélakerfi svo það sama ætti að gilda þar. Mögulegt er þó að auka þurfi við tækjabúnað eða endurnýja ef hann er ekki af þeim gæðum sem krafist er. Mikilvægt er að benda á að frumvarpið tekur tillit til ákvæða laga um persónuvernd. Frumvarpsdrögin má finna á Samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. ágúst. Einnig er hægt að senda inn umsagnir á póstfangið postur@anr.is. /VH Dragnót. Veiðar á kolmunna í færeysku lögsögunni. Kolmunni er sú tegund sem íslensk skip veiða mest af utan lögsögu. Mynd / Viðar Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.