Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 31 Víða um land hafa bændur þurft að stunda heyskap undanfarnar vikur í örþurrkum og menn því oft og tíðum neyðst til að rúlla grasið mun blautara en æskilegt er út frá markmiðinu um að hámarka líkur á góðri verkun fóðursins í rúllunum. Í þessum pistli er ætlunin að rifja upp með bændum nokkur atriði sem stuðlað geta að bættri fóðurverkun við þessar krefjandi aðstæður. Hátt rakastig í fóðri er vandamál Vatnið virkar eins og „buffer“ og vinnur gegn sýrustigslækkun, þ.e.a.s. það þarf að framleiða meiri sýru til að sýrustigið lækki og fóðrið nái geymslufestu. Jafnframt getur hátt rakastig fóðursins valdið töf á að gerjun fari í gang þar sem erfiðara er að ná loftfirrtum aðstæðum. Einnig aukast líkur á að þjöppun grassins í rúllunni verði minni þar sem fóðrið er þyngra og meira afl þarf því til að ná sambærilegri þjöppun og þegar þurrara hey er rúllað. Í staðinn verður edik og smjörsýrugerjun ráðandi í rúllunni með of háu sýrustigi og tilheyrandi tjóni á verkun fóðursins ásamt eyðingu auðtekinna sykra úr fóðrinu sem dregur þ.a.l. úr orkuinnihaldi fóðursins og lystugleika Lágmörkum loft í fóðrinu Óskastaðan er að sjálfsögðu að þurfa ekki að rúlla við ofangreindar aðstæður en í árferði eins og nú hefur ríkt hefur slíkt einfaldlega ekki verið í boði. Því er mikilvægt að vera meðvitaður um þær aðgerðir sem menn geta gripið til við að lágmarka tjónið og tryggja sem best kjöraðstæður fyrir mjólkursýrugerlana. Slíkar aðstæður eru best tryggðar með því að lágmarka sem allra mest það loft sem verður inni í rúllunni og tryggja um leið að sem minnst loft komist inn í rúlluna í gegnum plastið. Notkun íblöndunarefna er mikilvægur þáttur í góðri heyverkun og í óþurrkatíð dregur notkun íblöndunarefna umtalsvert úr hættunni á tjóni á fóðri. Hvernig lágmörkum við loftmagnið í fóðrinu? Eins og flestir vita er eina ráðið til þess að draga úr loftmagni inn í rúllunni að búa til þéttari rúllur og hér koma nokkur ráð um hvernig við gerum það: Stillum þjöppun rúlluvélar í botn Allar rúlluvélar eru með stillanlega þjöppun þó verulegur munur sé á hversu mikið mismunandi gerðir rúlluvélar geta þjappað grasinu saman. Notum alla hnífana til að saxa Því fínsaxaðra sem grasið er í rúllunni því minni orku þarf til að þjappa grasinu saman. Hnífafjöldi í vélunum er mjög mismunandi á milli framleiðenda en notið alla hnífana sem rúlluvélin býður upp á að séu notaðir. Brýnum hnífana vel Það segir sig sjálft að vel brýndir hnífar skera grasið mun auðveldara en illa brýndir hnífar. Driflína rúlluvéla er mjög misöflug milli framleiðenda og gerða véla en ef hnífarnir bíta illa þarf meira afl til að þrýsta grasinu í gegnum hnífana. Því verður minni orka eftir til að þrýsta grasinu af afli inn í baggahólfið áður en leyfðu hámarksafli í gegnum driflínu vélar er náð. Þegar leyfðu hámarksafli á driflínu er náð byrjar kúpling í drifskafti að snuða eða öryggisboltar í sumum tilfellum að brotna. Þar sem algengt er að menn hafi einungis um helming hnífanna inni við venjulega rúllun og eigi þá hinn helminginn tilbúinn nýbrýndan til að skipta getur borgað sig fyrir bændur/ verktaka sem eru að rúlla mikið að fjárfesta í auka hnífasetti til að geta skipt um hnífa um leið og bitið í hnífunum fer að minnka. Aksturshraði Mjög mismunandi er milli rúlluvélategunda hversu mikinn ökuhraða þær þola áður en dregur úr þjöppun grassins í rúllunni. Því er mjög mikilvægt að menn hugi vel að ökuhraða við rúllun með tilliti til þeirra véla sem menn eru með. Rúlluvélar sem eru með veika drifrás þurfa að fá góðan tíma til að koma sem mestu grasi inn í rúlluna meðan rúlluvélar með öfluga drifrás geta haldið nánast fullum afköstum að því gefnu að dráttarvélin sem knýr rúlluvélina sé nógu öflug því umtalsvert meira afl fer í rúllun á blautu fóðri með fullri söxun en við hefðbundna rúllun með minni söxun. Nota ríflegt af rúlluneti Því miður er algengt að menn spari verulega netmagnið sem notað er á rúlluna og fari jafnvel niður undir 2 hringi af neti á rúllu. Í aðstæðum eins og nú eru ráðlegg ég að nota ekki minna en 3,5 hringi af neti á rúlluna til að minnka sem mest stækkun rúllunnar þegar hún kemur úr baggahólfinu. Algengt er að rúllur stækki um 6–8 cm í þvermál þegar baggahólfið opnar þar sem verulega teygist á netinu auk þess sem það getur hæglega dregist til á rúllunni þegar net er sparað. Öll stækkun rúllunnar þegar baggahólfið opnar er ávísun á minni þjöppun rúllunnar og aukið loft í rúllunni. Þeir sem eru með rúlluvélar sem geta hvort sem er notað net eða plast utan um rúlluna ættu undantekningarlaust að nota plast þar sem límið í plastinu tryggir að rúllan þenst ekkert út þegar rúlluhólfið er opnað og tryggir þannig að þéttleiki rúllunnar helst í hámarki og lofti í lágmarki. Gera strax við göt sem koma á plastið Ef slysagöt koma á plastið og/ eða fugl gatar plast er mjög mikilvægt að gera við slík göt strax þar sem tjónið af slíkum götum á mjög blautum rúllum getur orðið verulegt samanber ofangreindan texta um mikilvægi loftfyrrtrar gerjunar til að tryggja fóðurgæðin. Loftleki í gegnum plast Í huga flestra okkar er rúllan orðin loftþétt um leið og við erum búin að pakka hana en því miður er það ekki svo sem sjá má best á því að margir láta sig ekki dreyma um að pakka einungis fjórfalt heldur pakka allt sexfalt því menn telja sig sjá verulegan mun á hvað fóðurgæði verða betri við sexfalda pökkun. Þegar rúllað er mjög blautt gras eykst hætta á því að laust vatn/ safi safnist saman í rúllunni eftir pökkun og leitist við að komast út. Það segir sig sjálft að ef vatnið finnur leið á milli plastlaga út úr rúllunni eru líkurnar á að loft geti einnig komist inn um sömu leið verulegar. Því mæli ég eindregið með að menn skoði vel hvort ekki muni borga sig að pakka það fóður sem menn ætla að gera að gæðafóðri áttfalt. Stöflun í stæður og á vagna Ef gras í rúllum er mjög blautt og þungt eykst hættan á leka vatns / lofts í gegnum plastið verulega og því þarf öll meðhöndlun rúllanna að taka mið af slíku. Þarna skiptir líka miklu máli hversu vel til hefur tekist við að þjappa í rúllurnar þar sem hætta á aflögun á rúllum í stæðum er verulega meiri á lítið þjöppuðum rúllum en vel þéttum. Því þurfa menn að skoða vel stöðuna hjá sér og meta í framhaldinu hvort gæti borgað sig að stafla rúllum sem eru mjög blautar einungis í 2 hæðir til að draga úr geymslutöpum í stæðum. /Finnbogi Magnússon Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Láttu dæluna ganga! Hjá Dynjanda færðu öflugar háþrýstidælur fyrir fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Á FAGLEGUM NÓTUM Rúlluheyskapur í óþurrkatíð – lágmörkum tjónið Eplauppskeru- og ævintýraferð til Noregs 3. – 7. október 2018 Verð á mann í tvíbýli: 134.800,- Verð á mann í einbýli: 147.800,- (Allt innifalið fyrir utan 2 hádegisverðir og 2 kvöldverðir ásamt drykkjum) Fararstjóri: ÖRFÁ SÆT I LAUS! Bændur á vestan- og sunnanverðu landinu þurfa að ýmsu að huga við hirðingu á heyi í þeirri bleytutíð sem ríkt hefur í þessum landshlutum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.