Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 39 Gróffóðurkeppni Yara á Íslandi 2018 Almennt má segja að bændur á Íslandi vilja forþurrka gróffóður í rúllur talsvert mikið. Hér hafa bændur ólík markmið sem taka mið af aðstæðum og reynslu á hverjum stað. Þegar veðurfar er eins og í sumar er hins vegar ekki í boði að forþurrka að sama marki. Ef stefnt er að því að votverka fóður í rúllum þá er mikilvægt að ná þurrefninu upp undir 35-45% til að tryggja góða verkun og lágmarks fóðurtap. Meira vatn í fóðrinu hefur ýmsa ókosti umfram það óhagræði sem felst í því að geyma og flytja mikið magn af vatni. Ef þurrefnið er undir 30% er alltaf hætta á því að það tapist næringarefni með afrennsli. Mest er hættan niður undir 25% þurrefni. Annað vandamál sem kemur með háu vatnsinnihaldi er að það þarf meiri gerjun til að verkunin verði stöðug. Eftir því sem fóðrið er blautara þarf meiri gerjun (sýruframleiðslu) vegna buffer áhrifa vatnsins. Eftir því sem líður frá æskilegum sláttutíma fellur orkugildi fóðursins og þar með þær auðleystu sykrur sem eru hráefni fyrir gerjunina. Íblöndunarefni geta hér komið að góðum notum. Mest er notað í dag af íblöndunarefnum með sérhæfðum mjólkursýrubakteríum. Þær tryggja að rétt verkun fari afstað. Þær eru líka sérhæfðar í að nýta sem best þau auðleystu kolvetni sem til eru og hámarka þannig sýrugerjun. Með notkun íblöndunarefna má bæta verulega árangur gróffóðurverkunar í bleytutíð. Hins vegar má aldrei gleyma því að undirstaða góðrar verkunar gróffóðurs er gott hráefni og vönduð vinnubrögð. Við óskum bændum góðs gengis við sína gróffóðuröflun það sem eftir lifir sumars. Nú er komið að því að kynna næstu tvö búin sem taka þátt í gróffóðurkeppni Yara þetta árið. Goðdalir í Skagafirði Að Goðdölum er rekið sauðfjár- og hrossabú. Ábúendur eru Smári Borgarsson og Sigríður Sveinsdóttir. Gróffóðuröflun: Gróffóður er ræktað á um 80 ha. Tún eru beitt mikið að vori og hausti. Reynt er að ná sem bestum heyjum hverju sinni fyrir fengieldi og sauðburð. Lakara fóðrið er nýtt til miðsvetrarfóðrunar og í hross. Reynt er að forþurrka eins mikið og hægt er. Áburðaráætlun: Áburðaráætlun er yfirleitt unnin af heimafólki. Eru nýlega búin að vera í verkefninu Sprotanum hjá RML þar sem farið var yfir áburðaráætlun og tekin jarðvegssýni. Það er lítið um tún á mýrlendi hér og ekki þörf á því að kalka. Jarðrækt: Reynt er að endurrækta á hverju ári hluta af túninu 3-5 ha ári. Oftast er sáð rýgresi í 2-3 ár og síðan lokað með grasfræblöndu sem hentar til beitar sem er þá rík af vallarsveifgrasi. Rýgresið er slegið og rúllað og endurvöxtur nýttur til sauðfjárbeitar. Stekkjarflatir í Eyjafirði Að Stekkjarflötum er rekið kúabú. Auk þess telur bústofn nokkrar kindur og hross. Ábúendur eru Hulda Sigurðardóttir og Ágúst Ásgrímsson. Gróffóðuröflun Gróffóður er ræktað á um 100 ha. Markmið hvers árs er að ná góðum heyjum með lágmarks notkun á tilbúnum áburði. Fóður er verkað í rúllur. Reynt er að forþurrka upp undir 60-70%. Áburðaráætlun Mikið er lagt upp úr því að gera áburðaráætlun fyrir hverja spildu. Reynt er að nýta búfjár- áburð sem best og fá sem besta nýtingu á tilbúnum áburði. Búfjáráburður er borinn jafnt á allt ræktunarland. Mikið er lagt upp úr því að styrkur kalís í fóðri verði ekki of hár. Jarðrækt Á hverju ári eru ræktaðir um 6-9 ha af korni. Korn er yfirleitt ræktað í 3 ár og vallarfoxgrasi skjólsáð með byggi á 4 ári. Gjarnan er sáð hreinu vallarfoxgrasi. Hluti af byggökrum eru slegnir í grænfóður um skrið og kúnum beitt á endurvöxtinn. AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Jarðvegsvinur og Plöntunærir eru ný gerð af lífrænt vottuðum áburði og jarðvegsbæti á markaði hér á landi sem ætlað er að örva starfsemi jarðvegslífvera, bæta heilsu jarðvegsins og auka vöxt og uppskeru plantna. „Undirstaða þess að hægt sé að stunda lífræna ræktun er að jarðvegurinn sem notaður er til ræktunarinnar sé lifandi og heilbrigður,“ segir doktor Pius Floris, sérfræðingur í lífrænni ræktun. Floris var staddur hér á landi fyrir skömmu til að kynna lífrænan áburð og jarðvegsbæti sem hann framleiðir undir heitinu Plant Health Cure. Með Floris í för var Hjörtur Grétarsson, einn eigenda Vege ehf., sem flytur inn vörur frá PHC og markaðssetur undir heitunum Plöntunærir og Jarðvegsvinur sem er lífrænt vottaður áburður og jarðvegsbætir. Uppskera í Evrópu fer minnkandi Hjörtur segir að samstarf Vege ehf. og Floris hafi staðið í fimm ár og að tilgangur þess hafi verið að finna jarðvegsbætandi efni sem hægt væri að nota til lífrænnar ræktunar og framleiðslu hér á landi. „Þekking og reynsla dr. Floris og fyrirtækis hans, Plant Healt Cure, er mikilvæg fyrir okkur á Íslandi. Það er gott að byggja á áratuga reynslu rannsókna og þróunar á lífrænni ræktun sem hefur miðað að því að auka framleiðslu, heilbrigði plantna og hafa jafnframt jákvæð áhrif á umhverfið.“ Floris segir að landbúnaður í dag standi frami fyrir mörgum og sífjölgandi vandamálum. „Uppskera við hefðbundinn landbúnað fer víða minnkandi og á öðrum stöðum í Evrópu stendur hún í stað og það hlýtur að vera vísbending um að það sé ekki allt í lagi. Þessu er öfugt farið þar sem er lögð stund á líf- rænan landbúnað þar sem uppskera hefur verið að aukast.“ Ástæða samdráttar í uppskeru, að sögn Floris, er sú að í tæpa öld hafi menn notað tilbúinn áburð og önnur efni til að ná hámarks upp- skeru. „Þetta hefur gengið eftir en nú er komið að skuldadögunum og kolefnið í jarðveginum að mestu uppurið. Slíkt á ekki síst við í jarð- vegi sem inniheldur mikið af stein- efnum og lítið af lífrænum efnum eins og víða er á Íslandi. Ég sé því fyrir mér að Íslendingar eigi að leggja meiri áherslu á að auka magn lífrænna efna í jarðvegi frekar en steinefna þar sem lífið í jarðveginum skiptir í raun meira máli en steinefnainnihald hans til langs tíma. Ókostur þess er að þegar jarðvegur er efnagreindur að það fást einungis upplýsingar um steinefnainnihald hans en engar upplýsingar um innihald lífrænna efna í honum.“ Heilbrigði jarðvegs undirstaða góðrar uppskeru Floris segir að með því að stuðla að heilbrigði jarðvegs verði plönturnar hraustari og uppskeran bæði meiri og betri. „Plant Health Cure framleiðir jarðvegsbæti úr pressuðu vínberjahrati sem breytt er í lífrænan jarðveg. Ferlið tekur níu mánuði og eftir það má dreifa bætinum yfir jarðveginn til að auka heilbrigði hans,“ segir Floris. Slagorð Plant Health Cure er Við ræktum jarðveg. Lifandi Jarðvegsvinur Hjörtur segir að jarðvegsbætirinn sem Vege ehf. flytur inn kallist annars vegar Jarðvegsvinur og sé ætlaður til að rækta örverugróður í jarðveginum eins og til dæmis svepparætur og um leið að stuðla að auknu heilbrigði hans. Hins vegar er það Plöntunæririnn sem ætlaður er til að auka plöntuvöxt og uppskeru. „Jarðvegsvinurinn er ótrúlega fljótvirkur og getur aukið lífið í jarðveginum og um leið gæði hans á tveimur til þremur árum. Rannsóknir sýna einnig að jarðvegur sem meðhöndlaður er með Jarðvegsvininum helst betur á næringarefnum. Ég sé því fyrir mér að efnið geti reynst vel þar sem hætta er á að næringarefni leki út í vatnsból eða vötn eins og til dæmis Mývatn og annars staðar þar sem vatnskerfi eru í hættu vegna mengunar af völdum tilbúins áburðar,“ segir Hjörtur. Floris segir að Jarðvegsvinurinn hafi það fram yfir annan lífrænan áburð að í honum sé auk steinefna lífræn efni eins og fólinsýrur og önnur lífræn sambönd. „Til þess að jarðvegur teljist heilbrigður verður C/N, kolefnis og köfnunarefnishlutfall hans, að vera í jafnvægi. En með því að ausa köfnunarefni eða nitri í jarðveginn, eins og hefur verið gert undanfarna áratugi til að auka uppskeruna, hefur þessu jafnvægi verið riðlað. Mikil notkun á tilbúnum áburði dregur úr starfsemi jarðvegalífvera auk þess sem þeim fækkar. Jarðvegur þolir ekki þess konar meðferð nema í takmarkaðan tíma og að lokum tapast næringarefnin og fram kemur jarðvegsþreyta og jarðvegshrun.“ Mikil möguleikar á notkun „Framleiðsla PHC er mikið notuð af þeim sem stunda lífræna ræktun í Evrópu og tel ég að framleiðslan ætti að geta nýst hér á landi líka. Bæði fyrir þá sem leggja stund á lífræna ræktun og í hefðbundnum landbúnaði þar sem bændur vilja stuðla að auknu heilbrigði jarðvegsins. Jarðvegsvinurinn og Plöntunæririnn henta reyndar við hvaða ræktun sem er, hvort sem það er fyrir pottaplöntur í stofuglugga, heimilismatjurtagarðinn, garðyrkju, landbúnað eða golf- og íþróttavelli,“ segir Hjörtur. /VH Pius Floris og Hjörtur Grétarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.