Bændablaðið - 19.07.2018, Síða 18

Bændablaðið - 19.07.2018, Síða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201818 GróLind er ætlað að meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda: Kanna atferli sauðfjár í sumarhögum með GPS-staðsetningartækjum Að undanförnu hefur Bryndís Marteinsdóttir, verkefnis stjóri GróLindar, dreift staðsetningar- tækjum til sauðfjárbænda sem þeir hafa sett á lambær. Síðustu tíu tækin voru sett á lambær í eigu Kristins Guðnasonar í Árbæjarhjáleigu. Alls verða 120 staðsetningartæki sett á lambær sem ganga um afréttir og úthaga landsins í sumar og sumarið 2019. Staðsetning ánna er skráð á 2–6 tíma fresti. Bryndís segir að gögnin muni gefa verðmætar upplýsingar. „Við fáum upplýsingar um það hvar lambærnar halda sig og stærð svæða sem kindurnar nýta. Þessum upplýsingum er svo varpað stafrænt á gróðurkort af Íslandi. Þar með vitum við betur í hvernig gróðurlendi kindurnar sækja,“ segir Bryndís og bendir á að lítið sé vitað um beitaratferli sauðfjár í sumarhögum á Íslandi. „Þar sem úrtakið er stórt og fylgst verður með sauðfé víða um land, verður hægt að leggja mat á hversu almennar niðurstöðurnar eru og hvort beitaratferli sauðfjár sé breytilegt, t.d. eftir ástandi lands. Niðurstöðurnar munu nýtast til að bæta beitarstjórnun á Íslandi,“ segir Bryndís. Hægt verður að tengja niðurstöður mælinga við þunga lamba og áa. Þar með fást vísbendingar um hvort tengsl séu á milli þrifa sauðfjár annars vegar og hvar það gengur hins vegar. Samvinna og þekking er undirstaða beitarstjórnunar Bryndís segir að aukin vísinda- leg þekking og samvinna bænda og vísindamanna sé undirstaða beitarstjórnunar. Rannsóknin sem hér um ræðir er samstarfs- verkefni Landgræðslu ríkisins og Landssamtaka sauðfjárbænda en styrkt af Framleiðnisjóði landbúnað- arins. Rannsóknin mun nýtast beint til að meta áhrif sauðfjárbeitar á mis- munandi beitarland og við að þróa aðferðir til að stuðla að sjálfbærri beit sauðfjár. Stuðlar að sjálfbærri nýtingu GróLind er verkefni sem ætlað er að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarð- vegsauðlinda landsins og þróa sjálf- bærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna. Verkefnið er byggt á samkomulagi milli atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Landgræðslu ríkisins og Landssamtaka sauðfjárbænda. Landgræðsla ríkisins er með yfir- umsjón verkefnisins en verkefnið er fjármagnað í gegnum búvöru- samningana og með eigin framlagi Landgræðslu ríkisins. Áhugasamir geta lesið meira um verkefnið og GróLind á vefsíðunni https://grolind.land.is/ Viðlagatrygging heitir nú Náttúru- hamfaratrygging Íslands Viðlagatrygging Íslands, sem hefur það hlutverk að vátryggja gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara, svo sem eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjó- og vatnsflóða, fékk nafnið Náttúruhamfaratrygging Íslands, skammstafað NTÍ, frá 1. júlí 2018 þegar breytingar á lögum um starfsemi stofnunarinnar tóku gildi. Með breytingunum, sem afgreiddar voru frá Alþingi í byrjun maímánaðar, er það hlutverk stofnunarinnar að sinna betur umfangsmiklum tjónum vegna náttúruhamfara skýrar afmarkað en áður var. Helstu breytingar eru þær að eigin áhætta tjónþola lækkar úr 5% í 2%, samhliða því sem lágmarksfjárhæðir eigin áhættu hækka. Eigin áhætta í hverju tjóni fer úr 20 þúsund krónum í 200 þúsund krónur vegna lausafjár, úr 85 þúsund krónum í 400 þúsund krónur vegna húseigna og úr 850 þúsund krónum í eina milljón króna vegna opinberra mannvirkja. „Tilgangur þessara breytinga er að gera Náttúrhamfaratryggingu Íslands kleift að sinna betur þeim sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara. Breytingin er til hagsbóta fyrir þá sem verða fyrir tjóni sem nemur meira en 8 milljónum króna á fasteignum sínum, þar sem þeir munu greiða lægri eigin áhættu af tjóni sínu. Þeir sem verða fyrir minna tjóni bera hins vegar hærri eigin áhættu en áður,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri NTÍ. /MHH Íslandus mysudrykkur í framleiðslu á Erpsstöðum Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, sem stofnaði fyrirtækið Kruss ehf. fyrir 5 árum í kringum framleiðslu á mysudrykknum Íslandus og mysukexi, hefur ákveðið að stíga til hliðar með fyrirtækið og hafa hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir á Rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum keypt af henni fyrirtækið. Í byrjun sumars tóku Þorgrímur og Helga við fyrirtækinu en Sigríður mun sjá um framleiðsluna fram í september sem verður þá flutt að fullu á Erpsstaði. Framleiðslan á sér stað í dag í viðurkenndu eldhúsi hjá Matís. Nú eru fjórar stærðir í boði af drykknum ásamt mysukexinu. „Sigríður Anna ákvað í vetur að koma þessu af sér og þar sem við höfum lagt til mysuna í drykkinn frá upphafi ákváðum við að taka við keflinu sem hún treystir okkur fyrir. Við höfum gert mysudrykki hér heima svo þetta á vel saman, að taka við Íslandus-drykknum og mysu kexinu sem gert er úr mysu og íslenskum jurtum,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Þetta vinnst vel með því sem við gerum nú þegar, við eigum til búnaðinn en okkur vantar geymslurými fyrir hráefni og umbúðir en við vinnum með það. Við höfum átt mjög gott samstarf við Sigríði Önnu frá upphafi og það er ekkert hætt þó að þessi vendipunktur verði núna, hún er komin á fullt í matarferðamennsku og á án efa eftir að koma með gesti til okkar í skyrsmakk og örnámskeið í skyrgerð.“ /ehg Bryndís Marteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landgræðslunni, kemur hálsbandinu fyrir en Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði, heldur við. Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Mynd / NTÍ Hagræðingaraðgerðum Landsbankans mótmælt Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ályktaði á dögunum gegn hag- ræðingaraðgerðum Lands bankans sem hún segir fyrst og fremst miða að því að fækka útibúum og störf- um og skerða þjónustu við íbúa á landsbyggðinni. „Bæjarstjórn ætlar ekki að draga í efa að hagræðingar sé þörf í bankakerfinu hér á landi en finnst skjóta skökku við að fara í þessar aðgerðir á landsbyggðinni þar sem Landsbankinn hefur fækkað útibú- um sínum, fækkað störfum og skert þjónustu verulega á síðustu árum. Á sama tíma hafa verkefni sem óháð eru staðsetningu ekki verið færð til Fjarðabyggðar,“ segir í bókun bæj- arstjórnar. Ekki lengur banki allra landsmanna „Með þessum síðustu aðgerðum Landsbankans er þjónusta hans við íbúa Fjarðabyggðar enn minni en hún var og það átelur bæjarstjórn harðlega og telur einsýnt að Landsbankinn er ekki lengur banki allra landsmanna heldur einungis höfuðborgarsvæð- isins. Slíkt verður að teljast mikil afturför,“ segir í bókuninni. /MÞÞ Alls verða 120 staðsetningartæki sett á lambær sem ganga um afrétti og úthaga landsins í sumar og sumarið 2019. Hálsböndin eru létt og meðfærileg en með þeim er hægt að skrá atferli kindanna á 2–6 klst. fresti. Myndir / Áskell Þórisson Þegar búið var að setja staðsetningartækin á kindurnar var þeim ekið inn á afrétt. Tilgangurinn með verkefninu er að kortleggja beitaratferli sauðfjár í sumarhögum. Rjómabúið Erpsstöðum hefur keypt fyrirtækið Kruss ehf. sem framleitt hefur mysudrykkinn Íslandus og mysukex.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.