Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201850 Hvað finnur þú í sumar?: Lífveruleit í Laugardalnum Í júlímánuði stendur gestum Grasagarðsins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til boða að taka þátt í lífveruleit í lífríki Laugardalsins. Alls konar lífverur, dýr, plöntur og sveppir hafa valið Laugardalinn sem sín heimkynni. Þá er átt við þær lífverur sem eru þar á eigin vegum, ekki plönturnar sem eru ræktaðar í Grasagarðinum eða húsdýrin í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum. Þetta eru t.d. þrestirnir í trjánum, ánamaðkarnir í moldinni, hunangsflugurnar sem suða í blómabeðunum, fíflarnir sem vaxa upp úr stéttinni og svo framvegis. Það opnast fyrir manni heill heimur þegar grannt er skoðað. Alls staðar finnur lífið sér pláss. Til að taka þátt í lífveruleitinni má nálgast fróðleiksspjöld, annaðhvort í afgreiðslu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, eða í anddyri garðskálans í Grasagarðinum. Spyrjið starfsfólkið ef þið finnið ekki spjöldin. Á spjöldunum eru nokkur einföld verkefni/ viðfangsefni þar sem þátttakendur eru hvattir til að leita að ákveðnum gerðum lífvera og velta fyrir sér nokkrum áhugaverðum spurningum. Verkefnin henta fólki á öllum aldri. Lífveruleitin er samstarfsverkefni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Grasa garðs Reykjavíkur og Reykjavík – iðandi af lífi, en hið síðastnefnda er sérstakt fræðsluátak um líffræðilega fjölbreytni í borginni. /VH MENNING & LISTIR Útgáfa og fræðsla: Náttúrufræðingurinn í nýjum búningi Náttúrufræðingurinn, 1.–2. hefti 88. árgangs er komið út í nýjum búningi, en síðast var útliti tímaritsins breytt árið 2002. Að venju er í tímaritinu fjölbreytt og spennandi efni um rannsóknir á náttúrufari á Íslandi. Náttúrufræðingurinn hefur nú 88. árgang sinn en erindið er enn hið sama: Að vera alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði. Frá 1931 hefur tímaritið átt farsælt samstarf við íslenska náttúruvísindamenn sem hafa miðlað fróðleik um fræðasvið sín og rannsóknir á síðum ritsins. Meðal efnis sem fjallað er um í Náttúrufræðingnum að þessu sinni er eldgos á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, skollakoppur: Líffræði og veiðar yfirlitsgrein um líffræði ígulkersins og veiðar. Auk þess sem fjallað er um áhrif skollakopps á landrof. Fjallað er um áhrif eitrunar á útbreiðslu skógarkerfils og gróður í beitarfriðuðum hólmum. Af öðru efni í ritinu má nefna skýrslu stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags og reikninga fyrir árið 2017 og eftirmæli um Svein P. Jakobsson jarðfræðing. /VH Handverk í Ásahreppi: Jórunn Eggertsdóttir sýnir handavinnuna sína Jórunn Eggertsdóttir í Lækjartúni 2 í Ásahreppi er ein af öflugustu handavinnukonum landsins enda hefur hún frá unga aldri haft mikla ánægju af því að vinna eitthvað í höndunum. Af því tilefni hefur hún ákveðið að sýna verk sín á heimili sínu í björtum og fallegum sýningarsal sem hefur verið settur upp í bílskúr þeirra hjóna, Jórunnar og Sveins Tyrfingssonar. Þar má m.a. sjá, útsaum, hekl, prjón, orkeraða muni, glermuni, postulínsmálun og fleira frá Jórunni. „Ég er svo lánsöm að eftir mig liggur ótrúlega mikið af handavinnu, sem mig langar að safna saman og sýna. Elsti sýningargripurinn er frá því ég var 7 ára gömul, en ég á nokkra muni allt frá barnæsku, ég tími engu að henda ef það tengist handavinnu. Ég vona að sýningin mín verði hvatning til annars handverksfólks að skoða í skúffur og skápa og sýna afrakstur ævistarfsins. Mig hefur oft langað að sjá hvað aðrir eru að gera og elti allt svona á ferð um landið,“, segir Jórunn. Sýningin verður opin frá klukkan 13.00 til 17.00 dagana 3.–6. ágúst, 11.og 12. ágúst og 18. og 19. ágúst. Aðgangur er ókeypis. /MHH Jórunn Eggertsdóttir. Forsíða 1. og 2. heftis 88. ár- gangs Náttúrufræðingsins. Hér má sjá handavinnu eftir Jórunni sem hún vann síðasta vetur. Undir er teppi sem hún heklaði ung að árum. Allt verður þetta til sýnis í bílskúrnum hennar helgarnar þrjár í ágúst. Ljósmynd / Úr einkasafni Hvanneyri: Myndlistarsýning á gömlu skólastjóraskrifstofunni Listakonan og bóndinn Josefina Morell á Giljum í Hálsasveit opnaði sýningu á verkum sínum á gömlu skólastjóraskrifstofunni á Hvanneyri á dögunum. Í Skólastjórahúsinu sýnir hún fjölbreytt verk, m.a. vatnslitamyndir og kolateikningar sem hún hefur rissað upp á gamlar hurðir og fleka. Þá er handverk úr þæfðri ull eftir Josefinu til sölu og sýnis ásamt myndunum. Á Giljum stundar Josefina búskap með manni sínum og börnum. Þar reka þau hestaleigu og sauðfjárbú. Hún segist taka að sér að mála myndir og teikna fólk og hesta. Þeir sem vilja hafa samband geta nálgast nánari upplýsingar á vefsíðunni www.giljar.com. /TB Myndir / TB Spunasystur heiðursgestir á Handverkshátíð Spunasystur verða heiðursgestir á Handverkshátíð á Hrafnagili sem haldin verður í 26. sinn í ágústmánuði. Spunasystur eru hópur um 16 kvenna í Rangárvallasýslu sem hittast reglulega til að spinna og vinna úr íslenskri ull. Spunasystur hafa sótt ýmis konar námskeið í vinnslu og meðferð ullarinnar og miðlað öðrum í hópnum af þekkingu sinni. Sjónarspil að fylgjast með Spunasystrum! Á vefsíðu Handverkshátíðar segir að þeir sem ekki hafi áður séð Spunasystur ættu að sperra eyrun því það sé mikið sjónarspil að fylgjast með þeim stöllum. „Þær hafa komið með ferskan blæ inn í heim handverksins á undanförnum árum og eins og nafnið á hópnum þeirra gefur að kynna þá kemur spuni við sögu,“ segir þar. Varðveita gamalt handverk Markmið spunasystra eru þau að breiða út þekkingu á þeim möguleikum sem íslenska ullin býður upp á hvað varðar ýmis konar handverk. Einnig vilja þær sýna fram á að hægt sé að skapa meiri verðmæti úr ullinni sem fellur til í sveitinni og nýta hana á fjölbreyttari hátt en áður hefur verið gert. Eins er markmiðið að varðveita gamalt handverk og ekki síður að þróa nútímalegri aðferðir, þá hafa þær að markmiði að efna til sýninga og aðgangs að mismunandi gerðum rokka, kembivélum, þæfingarvélum, vefstólum og öðrum tækjum og tólum til tóvinnu. Sem og að sýna vinnubrögð á ýmis konar handverki sem Spunasystur hafa unnið úr íslensku ullinni og koma í veg fyrir að þessi gerð handverks falli í gleymsku. Lifandi sýning þar sem rokkarnir munu ekki þagna Á Handverkshátíðinni í Eyjarfjarðarsveit munu Spunasystur setja upp sýningu á handunnum ullarvörum. Áhersla verður lögð á lifandi sýningu með kynningu á spuna á snældu og rokk. Að auki verður sýndur spjaldvefnaðarrammi í notkun, ásamt vefstól, ullarkömbum, kembivél og vattarsaumsnálum. Auk sýningargripa verða m.a. handspunnið band, sjöl, taumar og þæfðar ullarvörur til sölu. Spunasystur munu einnig blása til Hópspuna. /MÞÞ Blásið verður til hópspuna á Handverkshátíð á Hrafnagili síðar í sumar. Það er ætíð mikið litskrúð í kringum Myndir / Handverkshátíðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.