Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 43 Sigurður Sigurðarson dýralæknir hvetur bændur og stjórnvöld til að halda vöku sinni: Merking á miltisbrunagröfum hefst á ný Síðasta sumar fóru Sigurður dýra- læknir á Selfossi og Ólöf Erla kona hans um landið og merktu miltis- brunagrafir, en þær eru um allt land. Mikilvægt er að þekkja og merkja grafirnar. Sýkillinn sem veldur miltis- brandi lifir sem dvalargró nær endalaust niðri í jörðinni en virð- ist verða hættulítill í yfirborðinu í grennd við grafirnar eftir fáar vikur fyrir áhrif sólarljóss og veðrunar. Ef jörð er raskað, t.d. við skurð- gröft, vegalagningar, byggingar og við flagmyndun sem verður við nauðbeit hrossa svo að hræ dýranna eða hlutar þeirra kunna að koma upp á yfirborðið er hætta á ferðum. Veikin er þekkt í flestum suðlægum löndum, sums staðar er hún skæð og algeng. Miltisbrandurinn kom frá Afríku Sýkingin barst til Íslands með innfluttum ósútuðum húðum um 1865, fyrst og fremst frá Afríku. Veikin kom fyrst upp í Miðdal í Mosfellssveit. Árið 1866 fórust á þeim bæ 20 stórgripir (12 hross og 8 nautgripir) og árið eftir 4 hross og 2 naut og auk þess 3 lömb og 2 hundar, sem snuðruðu í hræjunum. Síðast fannst miltisbrandur hér á landi árið 2004 á Sjónarhóli í Vatnsleysuströnd. Þá hafði sjórinn brotið sjávarkamb og dreift efni úr honum yfir beitiland 4 hrossa, sem þar voru. Þrjú hrossanna veiktust og drápust og það 4 veiktist og var lógað. Sagnir herma að 130 árum áður hafi miltisbrunahræ verið grafið í sjávarkambinum. Dauðsföll þekkt hér á landi Smithætta er fyrir flestar dýrategundir með heitu blóði og fyrir fólk. Að minnsta kosti 10 manns hafa látist af þeim sökum hér á landi og margir tugir manna hafa veikst, sem tekist hefur að lækna. Skepnur, sem drápust úr miltisbrandi voru grafnar djúpt og girt í kring um grafirnar. Þær girðingar eru flestar fallnar nú. Engin hætt á ferð ef jörð er óhreyfð Ef jörðin er látin óhreyfð, á stöðum, sem merktir hafa verið, þá er hættan engin. Þekktar eru um 150 grafir á um 120 stöðum. Merkingarnar eru varanlegri en fyrr, þ.e. stálplata með ágröfnu númeri, sem gæti enst í 100 ár og endurskinslímborði, sem gæti enst í 20 ár. Ekki vannst tími eða nægilega góð veðrátta sumarið 2017 til að ljúka merkingunum, en þeim verður fram haldið nú í sumar og vonandi tekst okkur Ólöfu að ljúka því verki. Merkin eru hvítur sívalur stólpi 50 cm hár og 7 cm í þvermál á jarðföstum teini (kambstál). Fjöldi staða og bæja þar sem veikin hefur fundist eða má ætla að hún hafi fundist eru tilgreindir í meðfylgjandi töflu eftir landsvæðum og einnig hvernig merkingum hefur verið háttað á hverju svæði. Fjölda staða og bæja þarf að taka með svolitlum fyrirvara. Bókstafurinn A stendur fyrir Anthrax:, sem er hið erlenda heiti á miltisbrandi. Margir hafa lagt hönd á plóg Ég fór að undirbúa merkingar á gröf- unum árið 2004, en eftir að ég hætti störfum hjá yfirdýralækni um 2006 hefur þetta starf, þ.e.: öflun upplýs- inga, staðsetning, merking og skrán- ing að mestu verið sjálfboðavinna, en kostnaður, sem undirritaður hefur greitt úr eigin vasa vegna þessa verks er kominn í 850.000 krónur. Í þeirri upphæð eru engin vinnulaun, enda hafði ég ætlað mér að láta eftirlaunin mín duga til þess. Í fyrravor var ég orðinn vondauf- ur um að geta lokið þessu verkefni, einkum vegna daufra undirtekta og æpandi þagnar stjórnvalda við beiðni minni um aðstoð. Þá gekkst Guðni Ágústson, fyrrum landbúnað- arráðherra, fyrir því að útvega bíl og eldsneyti svo að fara mætti á milli miltisbrunastaðanna til að merkja og safna upplýsingum. Guðni er sá, sem mestan skilning hefur á þessu verk- efni mínu og hve nauðsynlegt það er. Heiður og þökk sé honum fyrir það. Svo fékk ég Ólöfu konu mína til að vinna með mér við merkingarnar, en það var og er ómetanlegt. Ýmsir fóru að styrkja þetta verkefni, þegar þeir fréttu af því og fjölmargir hafa lýst ánægju sinni. Hjartans þökk. Það hjálpar okkur Ólöfu af stað. B&L, Bifreiðar og landbúnaðarvélar, leggja til tvídrifa bíl og N1 leggur til elds- neyti. Það gerðu þeir á síðasta ári og ætla að sýna þann skilning og vináttuvott, að endurtaka aðstoðina á þessu sumri. Baldur Baldursson, BB-skilti ehf (bbskilti@bbskilti.is), hefur gengið fram af drengskap og krafti við að koma þessu verkefni af stað. Hann útvegaði stálplöturnar og fékk ýmsa góða menn til að styðja þetta verkefni t.d. Micro ryðfrí sérsmíði, Wurth, Verkfæralagerinn, Arkir ehf. o.fl. Björn Jenson rennismiður hefur lánað rafmagnsborvél og draghnoða- töng. Aðrir verða að taka við ábyrgðinni Ég geri mér ljóst, að ég mun ekki geta tekið þetta verkefni með mér yfir í aðra heima. Aðrir verða að taka við ábyrgðinni. Ég hef nú rætt við Matvælastofnun. Hún tekur því vel að taka við starfi mínu og eft- irliti og gera tillögur um reglugerð, sem tryggi öryggi merkinganna og endurnýjun merkja, sem kunna að falla útaf eða týnast, en sem betur fer virðist merkingarlag okkar traust og endingargott. Hrossum verður þó að halda frá slíkum merkjum. MERKTAR MILTISBRUNAGRAFIR Svæði Bæir/staðir, fjöldi Grafir, fjöldi A1-A100* - Suðurland 32 43 A101-A200 Vesturland og Vestfirðir 31 36 A201- 300 Norðurland 16 21 A301-400 Austurland 41 45 A401-500 Suðausturland 4 6 ALLS 124 151 * Bókstafurinn A stendur fyrir Anthrax, sem er hið erlenda heiti á militsbrandi. grundvelli úttektar á starfsemi um- sækjanda. Þjálfaður úttektarmaður annast úttektina fyrir hönd vottun- arstofunnar. Vottunin er staðfest með vottorði sem tilgreinir nafn þess sem hlýtur vottun, þær reglur eða staðal sem vottað er samkvæmt, gildistíma vottunar og umfang hennar. Vottunin veitir handhafa heimild til að nota vottunarmerki og tilvís- un samkvæmt samningi þar um á umbúðir og við markaðssetningu vottaðrar framleiðslu Rekjanleikakeðja Rekjanleiki er grundvallaratriði við vottun matvæla, fóðurs, búfjár og búfjárafurða - og allra aðfanga og efna til slíkrar framleiðslu. Skilgreining á rekjanleika er möguleikinn á að rekja feril þess sem framleitt er í gegnum öll stig frumvinnslu, úrvinnslu og dreifingar. Sannprófun rekjanleika er mikilvægur þáttur í úttektum og vottun. Rofni rekjanleiki er ekki unnt að sýna fram á hvaðan vara eða þjónusta hefur borist og hvort framleiðsla hennar hafi uppfyllt kröfulýsingu staðals eða löggjafar. Í næstu grein verður fjallað um helstu alþjóðastofnanir og samtök á sviði vottunarmála. - Oddný Anna Björnsdóttir er bóndi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Greinar í Bændablaðinu um merkingar og vottanir byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018. Staðlar og vottanir hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir við kaup á matvælum. Nýlegar breytingar á lögum kveða á um að refsivert sé að stjórna skráningarskyldri vinnuvél án gildra réttinda frá Vinnueftirlitinu. Samkvæmt þessum lögum hefur hámark dagsekta hækkað úr 100.000 krónum í allt að eina milljón krónur fyrir hvern dag. Hafa dagsektir Vinnueftirlitsins því hækkað sem því nemur. Dráttarvélar og tæki með drif skafts tengdum eða vökvaknúnum vélum eða tækjum teljast til skráningarskyldra vinnuvéla. Á dráttarvélum sem skráðar eru á ökutækjaskrá er ID númer Vinnueftirlitsins sem notað er við eftirlit og skráningu vélanna. Björn Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir að dráttarvélar með átengdar vinnuvélar falli undir skráningarskyldar vinnuvélar en sé einungis um akstur dráttarvélar án vinnuvéla gildi almenn umferðarlög. Vinnueftirlitið hefur þegar hafið að framfylgja réttindaskyldunni og mun stofnunin kæra til lögreglu öll mál þar sem stjórnandi skráningarskyldrar vinnuvélar er án gildra vinnuvélaréttinda. /VH Refsivert að stjórna skráningarskyldri vinnuvél án réttinda: Dagsektir allt að einni milljón króna Merking við Miðdal í Mosfellssveit. Stálplata með ágröfnu númer. Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Mynd / TB Kambstál er rekið í jörðu og merkingu á miltisbrunagröf komið fyrir í kjölfarið. Myndir / SS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.