Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201826 Hestaleigan Laxnesi 50 ára Um þessar mundir eru hvorki meira né minna en 50 ár síðan Hestaleigan í Laxnesi í Mosfellsdal hóf starfsemi sína. Hjónin Þórarinn Jónasson og Ragnheiður Bergsdóttir, eða Póri og Heiða eins og þau eru jafnan kölluð, hafa staðið vaktina á hestaleigunni allt frá 1967. Saga fyrirtækisins er um margt merkileg og áhugaverð, eink- um í ljósi þess hversu stóran sess afþreyingargeirinn er farinn að skipa í atvinnulífinu. Hestaleigan í Laxnesi var ein fyrsta hestaleigan hér á landi með skipulagðar ferðir, og sú elsta sem enn er starfandi. Póri hafði frá ýmsu að segja þegar hann var sóttur heim á dögunum. Það leynir sér ekki að það er hama- gangur í öskjunni á hlaðinu við að koma fólki í hnakk, gestir koma og fara, ýmist til að fá að komast í tæri við hesta eða til að heimsækja heim- ilisfólkið á bænum. Öllum er vel tekið og vinsemdin leynir sér ekki. Þótti framúrstefnulegt framtak Þegar Póri og Heiða fluttu í Laxnes árið 1967 sáu þau strax fyrir sér möguleika og tækifæri til að nýta jörðina á nýjan hátt. Það skyldi verða komið upp sveitaklúbbi, eða country klúbbi, hestaleigu, golfvelli, útivist- arsvæði og fleira. Þessar hugmyndir þóttu algjörlega út í hött, sérstaklega af því að Laxnes væri svo langt frá Reykjavík. Golfvöllurinn var útbú- inn með 9 holum og var starfræktur í nokkur ár. Einnig var starfræktur hálfgerður næturklúbbur, því félags- mönnum golfklúbbsins var heimilt að hafa með sér eigið áfengi og geyma í golfskálanum. Þar hittist fólk gjarnan og skemmti sér. Hestaleigan tók við af golfvellinum sem fljótlega var breytt í beitiland. Hestaleigan hófst fyrir tilviljun Í bókinni Hestaleigan Laxnesi sem gefin var út árið 2013 er sagt frá upphafi hestaleigunnar. Þar kemur fram að Póri hafi verið beðinn fyrir hópi ferðamanna hjá Loftleiðum (þar sem hann vann áður fyrr) og fara með þá í reiðtúr. Upp frá því hófst starfsemin með óformlegum hætti. Póri segist alltaf hafa gengið með þessa hugmynd í maganum. „Ég hef alltaf haft gaman af dýrum og fólki. Það átti ekki við mig læknisfræðin og flugið, svo ég hætti því bara og fór í það sem mér líkaði best og vildi gera.“ Í fyrstu voru aðeins sex hestar á leigunni og hún aðeins starfrækt yfir sumartímann. Meðfram hestaleig- unni var starfrækt tamningastöð og hross voru sömuleiðis tekin í hagagöngu. Fljótlega var fjósi og hlöðu sem voru á staðnum breytt í hesthús og stendur það fyllilega undir nafni enn í dag. Starfsemin færðist svo alfarið yfir í hestaleig- una í lok 8. áratugarins. Lengi vel voru farnar lengri ferðir (6 dagar) frá Laxnesi að Geysi og til baka. Hins vegar eru nú aðeins farnar styttri ferðir sem taka aðeins nokkra klukkutíma. Aðallega er riðið að Tröllafossi, sem er í Leirvogsá. Hestarnir á bænum eru um 120 og eru eins ólíkir og þeir eru margir. „Að eiga hestaleigu er svolítið eins og að eiga fataverslun, þú þarft að eiga allar mögulegar stærðir og gerðir. Hingað kemur fólk með mismikla reynslu, oft eru krakkar með, svo það þarf að eiga hesta sem hentar öllum.“ Ýmsir annmarkar fylgdu því að reka ferðaþjónustu á þessum tíma. Til að mynda gerðist það nokkrum sinnum að fólk sem átti bókað í lengri ferðir mætti ekki þegar það var sótt á hótelið sitt. Þegar farið STÁLGRINDARHÚS Stálgrindarhús hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt við íslenskar aðstæður frá Hafðu samband: bondi@byko.is Mynd tekin í nýju fjósi að Búrfelli í Svarfaðardal Hér má sjá hvernig var umhorfs í Mosfellsdal á árum áður. Horft er í átt að Hraðastöðum af hlaðinu í Laxnesi. Mynd fengin úr bókinni Hestaleigan Laxnesi. Birt Hestarnir voru frelsinu fegnir þegar þeim var hleypt út í grænan hagann. Hér sést Laxnes í vetrarbúningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.