Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201812 Föstudaginn 22. júní undirrituðu Landssamtök skógareigenda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktin samkomulag um að vinna saman að því að auka gæði og verðmæti íslenskra viðarafurða. Það þótti við hæfi að skrifa undir í faðmi trjáa, nánar tiltekið í Heiðmörk. Að sögn Hlyns Gauta Sigurðssonar, framkvæmdastjóra LSE, er markmið samstarfsins að stuðla að auknum gæðum í ræktun og umhirðu skóga svo afurðir skógarins uppfylli kröfur markaðarins. „Ætlunin er að efla fræðslu sem eykur færni þeirra sem vinna í framleiðslu og með- ferð viðarafurða í þeim tilgangi að hámarka vermætasköpun og gæði. Vonast er til að fræðslustarfið geri skógareigendum kleift að setja á markaðinn byggingatimbur sem uppfyllir m.a. kröfur byggingar- reglugerðar. Einnig mun fræðslan svara þeim kröfum sem gilda fyrir hina ýmsu vöruflokka timburs eins og t.d. framleiðslu á efni í vöru- bretti, kurli, brenni og fleiru.“ Landbúnaðarháskóli Íslands mun sjá um fræðslustarfið og fræðsluefnið verður framleitt í samvinnu við bókaútgáfuna IÐNÚ. FRÉTTIR Lesefni til sjávar og sveita: Bændablaðið sent um gervitungl til sjómanna Fyrir skömmu var haft samband við ritstjórn Bændablaðsins frá fjarskiptafyrirtækinu Símanum. Erindið var að biðja um leyfi til þess að dreifa stafrænni útgáfu af Bændablaðinu um gervitungl svo íslenski fiskiskipaflotinn geti nálgast málgagn bænda. Að sögn Þrastar Ármannssonar hjá Símanum höfðu borist óskir frá sjómönnum um að fyrirtækið tæki að sér dreifinguna. „Þar sem við rekum fjarskipta- samband fyrir íslenska skipaflot- ann um gervitungl þá hafa borist til okkar óskir hvort við gætum miðl- að Bændablaðinu til sjómanna. Um borð í skipunum rekum við upplýs- ingaveitu sem kallast Sjó-varp en þar geta menn nálgast sjónvarp, útvarp, dagblöð og annað efni af netþjóni sem er staðsettur um borð í skipinu,“ segir Þröstur, sem kveður gervi- tunglasambönd ekki ódýr og band- vídd takmarkaðri en það sem við þekkjum í landi. „Þess vegna nýtum við þessa tækni að varpa gögnum út þar sem þúsundir sjómanna hafa aðgang að þeim án þess að þurfa að hlaða gögnunum hver og einn yfir gervitunglasamband skipsins.“ Þess má geta að um nokkurt skeið hefur Bændablaðið flutt fréttir og miðlað fróðleik um sjávarútveg. Pistlahöfundarnir Kjartan Stefánsson og Guðjón Einarsson skrifa reglulega í blaðið en báðir störfuðu þeir um árabil á Fiskifréttum og eru því vel kynntir innan sjómannastéttarinnar. Blaðið ferðast 70 þúsund kílómetra Þjónustan er nú þegar komin upp svo sæfarendur eru vel upplýstir um líf og störf í sveitum landsins. Þröstur segir að vegalengdin sem Bændablaðið ferðist sé umtalsverð. „Til að setja fjarlægðir í samhengi þá er gervitunglið í um 35.000 km fjar- lægð frá jörðinni, gögnin eru send þangað upp frá jarðstöðinni Skyggni við Úlfarsfell og svo frá tunglinu svo niður í búnað skipanna – eða samtals 70.000 km!“ /TB Lokaverkefni í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands: Tækifæri sauðfjárbænda geta legið í skógrækt Nýverið lauk Guðríður Baldvins- dóttir meistaranámi í skógfræði frá Land búnaðarháskóla Íslands. Lokaverkefnið sem hún gerði nefnist „Áhrif mismunandi beit- arþunga sauðfjár á ungan lerki- skóg og viðhorf skógar- og sauð- fjárbænda til skógarbeitar.“ Guðríður gerði beitartilraun á rússalerki, sem er mest ræktaða trjátegundin til fjölnytjaskógræktar hérlendis. Tilraunin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og var framkvæmd í Garði í Kelduhverfi sumrin 2015 og 2016. Óhætt var að beita sauðfé á ungan lerkiskóg Í úrdrætti verkefnisins segir að gerðar hafi verið tilraunir með þrenns konar beitarþunga ásamt friðuðu hólfi og beittri afrétt til samanburðar. Skoðuð hafi verið áhrif á ungan lerkiskóg (9–14 ára) með um þriggja metra yfirhæð. Helstu niðurstöður voru þær að beitin hafði engin áhrif á vöxt og viðgang lerkisins. Engar skemmdir urðu á toppsprotum né berki. Hins vegar urðu bæði sjónræn og mælanlega marktæk áhrif af beit á greinar trjánna í þungbeitta og meðalbeitta beitarhólfinu. Engin lerkitré < 50 cm voru bitin og merkin voru mest á 1,5-2,5 m háum trjám. Rússalerki er almennt ekki eftirsótt af sauðfé og niðurstöður þessarar tilraunar sýndu að óhætt var að beita sauðfé á ungan lerkiskóg yfir sumarið, sem var á bilinu 10 cm til 301 cm á hæð, óháð beitarþunga, sem mestur var 0,67 ær/ha. Marktæk beitaráhrif urðu einnig á botngróður. Almennt jukust þau með auknum beitarþunga. Þótt gróðursett birki hafi ekki verið hluti af tilrauninni þá er vert að geta þess að mikil beitaráhrif sáust á því í meðalbeitta og þungbeitta hólfinu. Skógur er ekki bara skógur Beitarskógar eru náttúrulegir eða ræktaðir skógar sem nýttir eru til beitar þótt þeir séu ekki skipulagðir sérstaklega til beitar. Það er þó hægt að aðlaga beitarskóga með ýmsum hætti að beitarnýtingunni með til dæmis tegundavali eða í umhirðu- áætlun. Skógarbeit hefur verið stunduð hér á landi og víða erlendis allt frá örófi alda, mismikið þó á mismunandi tímum. Sérstaða Íslands felst aðallega í því að hér voru engir barrskógar áður fyrr og stór rándýr og/eða beitardýr í samkeppni við búpening sem er fágætt. Guðríður segir að íslensk skógarbeit hafi af illri nauðsyn verið stunduð hér á landi með hagsmuni búfjár í huga frekar en skógarins. Skjólið gerir búpeningi gott Guðríður segir að það skjól sem fylgir skóginum sé mikilvægur hluti skógarbeitar sem komi búpen- ingi og botngróðri til góða. Þekkt sé að skjóláhrif auki bæði uppskeru botngróðurs og vöxt búpenings. Í skóglendi vex eftirsóttur beitar- gróður, með skjólinu kemur meira af grösum og blómjurtum sem eru yfirleitt eftirsóttari til beitar en lynggróður. Guðríður segir að áhrif beitarinnar á trjágróðurinn sé margs konar og ráðist af mörgum þáttum. Einstakir plöntuhlutar geta verið skemmdir, sprotar og lauf bitin af, börkur nagaður eða nuddaður af, rætur skemmdar með traðki o.s.frv. Áhrif á skóg geta verið neikvæð svo sem að beit kemur í veg fyrir endurnýjun skógar þar sem beitin heldur niðri smáplöntum, eins og þekkt er úr íslenskum birkiskógum. Í vissum tilfellum getur beit haft góð áhrif á skóginn, sérstaklega þegar skógurinn samanstendur af lítt eftirsóttum trjátegundum, þar getur beit dregið úr samkeppni við aðrar plöntur. Beit getur einnig dregið úr sinumyndun, sem er einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr hættu á skógareldum. Bændur ættu að sjá tækifæri í skógrækt Guðríður segir að skógrækt sé fyrst og fremst uppbygging mikilvægrar auðlindar og að viðarafurðir muni alltaf verða mikilvægar. Afleiðingar skógræktar séu jákvæðar svo sem aukin kolefnisbinding sem Landssamtök sauðfjárbænda hafi meðal annars samþykkt að stuðla að með aðgerðaáætlun. Þá stuðli skógrækt einnig að aukinni uppskeru í úthaga, hvort sem það er í formi trjáviðar, undirgróðurs eða jarðvegs. Hún segir jafnframt að beit í skógi sé góð viðbót við annað beitiland hvers bónda og það það geti gefið honum möguleika á að hlífa öðru landi fyrir beit. Skógarlundir og reitir heima við bæ geti t.d. komi að einhverju leyti í stað húsa í slæmum vorveðrum. Hins vegar þurfi að hafa í huga að beita virkri beitarstjórnun og vera vakandi fyrir því ef skógur fer að skemmast vegna beitar. Skógrækt ætti að vera sjálfsagður hluti af öllum nútíma búrekstri. /BR Fulltrúar í samstarfshópnum. Frá vinstri: Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Edda Oddsdóttir, forstöðumaður á Mógilsá, Sæmundur Sveinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda og Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Myndir / Ólafur Oddsson Skógarbeit getur reynst gott skjól fyrir sauðfé og jafnvel komið í staðinn fyrir hús í vondum vorveðrum. Myndir / Guðríður Baldvinsdóttir Háleit markmið stofnana og skógræktar: Vilja auka íslensk viðargæði Íslensk timburstæða úr Heiðmörk. Gervitunglið er í um 35.000 km fjarlægð frá jörðinni. Gögnin eru send þangað upp frá jarðstöðinni Skyggni við Úlfarsfell og svo frá tunglinu niður í skipin. Guðríður Baldvinsdóttir telur að skógrækt ætti að vera sjálfsagður hluti af öllum nútíma búrekstri. Kindum sleppt í tilraunahólf í Garði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.