Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 29 Kaflabrot úr Íslenskum heyskaparháttum Hér á eftir er gripið niður í þrjá kafla úr bókinni Íslenskir hey- skaparhættir eftir Bjarna Guð- mundsson. I „ . . . gjörði súrheyskjallara í gömlum, grónum öskuhaugi.“ Árið 1877 birtist grein í tímaritinu Andvara eftir Svein Sveinsson, sem af mörgum var kallaður búfræðingur enda menntaður sem slíkur. Hann starfaði þá sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Suðuramtsins. Andvara-grein Sveins nefnist „Um grasrækt og heyannir“ og fjallar um fjölmargt er snerti þennan undir- stöðuþátt íslensks landbúnaðar. Meðal þeirra nýmæla sem Sveinn skrifaði um var verkun á súru heyi. Hann skrifaði m.a.: „Til þess að búa það til, verð- ur maður að grafa gryfjur niður í jörðina, er eiga að vera 3 álnir á dýpt og fjórar álnir á breidd; lengdin má vera eptir því sem maður vill. Maður verður að hlaða þær innan með grjóti, og fylla allar holur annað hvort með leir (smiðjumó, deiglumó) eða helzt með kalki eða sementi. Það verður að grafa þær þar sem þurt er. Í þessar gryfjur lætur maður nú heyið einsog það kemur af ljánum, hvort sem það er blautt eða þurt, og þjappar því vel saman ... “ Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem Íslendingum var í rituðu máli kynnt súrheysgerð. Á árunum 1880-90 hófu síðan nokkrir bænd- ur aðferðina í tilraunaskyni. Fyrsta þekking Íslendinga á verkunarað- ferðinni barst frá Noregi og þá með búfræðingum frá búnaðarskólanum að Stend á Hörðalandi en þar hafði Sveinn Sveinsson einmitt numið. Næstu árin var í nokkrum blöð- um greint frá hinni nýju heyverk- unaraðferð, hvað helst á formi erlendra tíðinda, og einhverjir hófu að þreifa sig áfram með aðferðina. Fyrsta reynslan tók að spyrjast út. Svo virðist sem súrhey hafi fyrst verið verkað hérlendis sumarið 1876 og þá á Fossi í Grímsnesi. Nokkru síðar reyndi Torfi Bjarnason í Ólafsdal aðferðina á búi sínu sem og Eggert Finnsson á Meðalfelli í Kjós, en hann hafði numið við búnaðarskólann á Steini í Noregi. Árið 1884 birti Torfi rækilega grein um súrhey þar sem hann lýsti verk- unaraðferðinni og verklagi við hana, auk þess að greina ítarlega frá fyrstu reynslu sinni af súrheysgerðinni. Taldi Torfi nauðsynlegt að menn færu „... að veita súrheyinu eptir- tekt, bæði vegna þess, að opt spillist mikið af heyfeng manna vegna óþurrka, og svo vegna hins, að eptir því sem túnræktinni fer meira fram, eptir því verður algengara að slá há, og sá til ýmsra fóðurjurta til slægna, sem hvorttveggja er jafnan erfitt að þurrka seint á sumri.“ Fyrsta tilraun Torfa var einmitt verkun hafragrass í gamalli tóft í bland við síðslægju og tókst hún vel. Fleiri greindu opinberlega um þetta leyti frá fyrstu reynslu af súrheysgerð, m.a. Eggert á Meðalfelli og Kristinn Magnússon bóndi í Engey, er skrifaði: „Þessi aðferð, sem að framan er skýrt frá, kom mér að þeim notum, að eg hafði einni kú fleiri í fardögum um vorið, en annars hefði orðið.“ . . . II. Heygreip og heykvísl Um miðbik sjötta áratugar síðustu aldar bárust til Íslands þrenn land- búnaðarverkfæri frá Noregi sem þóttu mjög nýstárleg. Tvö þeirra urðu svo vinsæl hérlendis að þau má kalla einkennis-verkfæri við heyskap um árabil. Hér er annars vegar átt við heykvísl og heygreip á dráttarvél en hins vegar heyblásarann. Verkfærin tvö urðu til í Kvernelands-smiðjunum upp úr 1950 en áttu sér hliðstæður í öðrum löndum, m.a. Englandi. Þar hafði bóndinn Rex Paterson í Hampshire seint á fimmta áratugnum hannað lipra heykvísl á þrítengibeisli Ferguson-dráttarvélarinnar að sönnu byggða á eldri og flóknari lausnum. Votheysgerðarmönnum þar í landi þótti kvíslin strax hið mesta þing. Sumarið 1952 var Árni G. Eylands á ferð um Jaðarinn í Noregi og kom við hjá Kverneland. Heykvíslin og -greipin vöktu athygli hans og varð heimsókn Árna upphaf að miklum innflutningi þeirra til Íslands. Norsku smiðirnir kusu að kalla verkfærin Høysvans og Silosvans. Heitið svans var þeim sameiginlegt. Það merkir hali eða skott, til dæmis á ref. Heitið hefur án efa verið sótt í tengingu verkfæris við dráttarvélina og ekki síður útlit ækisins séð frá hlið þegar fullhlaðið er. Bæði verk- færin voru nefnilega hönnuð á þrí- tengibeisli dráttarvéla sem nokkurt nýmæli taldist um þær mundir en brátt varð staðalbúnaður þeirra. Silosvans skyldi auðvelda hirðingu votheys en Høysvans var ætlaður til hirðingar þurrheys. Bæði minntu verkfærin á handkvíslar fyrir hey, tað og fleira, aðeins löguð að afli og getu dráttarvélar. Frá baki sem myndaði einnig festingu við beisli dráttarvélarinnar gengu langir tindar, mislangir eftir því hvort unnið skyldi með vothey/nýslegið hey eða þurrhey. Þannig minntu tækin, og þá einkum Høysvans, á heyýturnar er buðust með Farmall A og eintök bárust af til Íslands á fimmta áratug fyrri aldar. Þau áttu sér því beinar og óbeinar fyrirmyndir. Verklagið var það að dráttarvél með Høysvans á þrítengibeislinu var ekið aftur á bak, tindunum rennt undir heyið og kvíslin fyllt. Síðan var henni lyft með vökvabeisli drátt- arvélarinnar og beislinu læst áður en ekið var heim að hlöðu. Þar sem þurrheyið er bæði léttara og fyr- irferðarmeira en nýslegið hey var Høysvans búinn tvíarma kló sem læst var yfir heyhlassið þannig að sem minnst slæddist úr því á heim- leiðinni. Votheysgerð var á þessum árum orðin afar útbreidd í Noregi. Búin voru flest smá og því víðast stutt á tún. Algengt var að gripahús væru á tveimur hæðum, jafnvel þremur (að haughúsi meðtöldu), og að aka mætti dráttarvél inn á hlöðuloftið (kjørebrulåve). Með Silosvans gat því verið auðvelt að hirða hey til votheysverkunar. Árni G. Eylands virðist hins vegar hafa haft öllu meiri áhuga á Høysvans þeirra Kvernlendinga enda þurrheysverkun ráðandi aðferð hér- lendis. Þar sem súgþurrkun var ekki orðin eins algeng og síðar varð var heyið gjarnan sett í sæti/lanir ef ekki tókst að hirða það fullþurrt úr flekk. Heysætin voru svo hirt síðar. Algeng varð sú aðferð á mörkum hestatímans og fyrstu ára heimilisdráttarvélanna að draga staðin og sigin sætin upp á sleða eða lághjóla vagna til heim- flutnings, ellegar draga þau í heilu lagi með hestum, dráttarvél eða jeppa á reipum heim að eða í hlöðu. Árni taldi sig sjá að með Høysvans mætti vinna það verk á enn hraðvirkari hátt en áður hafði þekkst; með því að taka sætin í heilu lagi með heygreipinni og aka þeim síðan heim á góðum hraða. III. Erlend hugmynd löguð að íslenskum aðstæðum Súgþurrkun heys má með sanni kalla byltingu í heyverkun hérlendis. Tækninni, í einni eða annarri mynd, var komið upp á velflestum búum landsins. Segja má að aðferðin hafi verið ríkjandi heyverkunarháttur hérlendis frá seinni hluta sjötta ára- tugarins og fram yfir 1990 – í ríflega þriðjung aldarinnar. Fáar þjóðir ef nokkur nýttu súgþurrkun í þeim mæli og með þeim hætti sem Íslendingar gerðu á þessum tíma. Mjög snemma hófu menn að reyna þurrkun jarðargróða undir þaki. Maltkorn var til dæmis eftir spírun þurrkað með yljuðu lofti frá örófi alda. Minna má á íslensku sofn- húsin þar sem melurinn var þurrk- aður við varma frá eldi, aðferð sem átti sér hliðstæðu meðal nágranna- þjóða. Bretar gerðu tilraunir með hey- og kornþurrkunarvélar allt frá sjöunda áratug 19. aldar og upp úr fyrri heimsstyrjöldinni hófust ýmsar tilraunir beggja vegna Atlantshafsins með hraðþurrkun heys með upp- hituðu lofti í vélvæddum þurrk- unarbúnaði. Vinnslukostnaðurinn reyndist mikill og því fóru menn í Bandaríkjunum að huga að einfaldari og ódýrari vélþurrkunaraðferðum. Um 1940 tók að mótast ný aðferð þar: Heyið skyldi þurrkað lítillega á velli, helst aðeins í einn dag, og síðan hirt í hlöðu þar sem lofti skyldi blásið í gegnum heystæðuna og hún þurrkuð þannig (Barn Hay Drying). Það voru einkum ríkin Virginia og Tennessee sem þar fóru fremst enda kallaði veðrátta á þeim svæðum á slíkar umbætur. Umfangsmiklar til- raunir með aðferðina voru gerðar við háskóla og rannsóknastofnanir þar vestra á árunum 1940-1945. Þeim kynntist ungur Íslendingur, Jóhannes Bjarnason frá Reykjum í Mosfellssveit, er skrifaði síðar: „Þegar þetta gerðist var ég við verkfræðinám í Kanada og Bandaríkjunum, og árið 1943 er ég var við framhaldsnám við ríkishá- skólann í Iowa, þar sem ég lagði stund á sérnám í landbúnaðarverk- fræði, kynntist ég þessari aðferð. Þótti mér hún strax svo athyglisverð, að ég taldi fulla ástæðu til þess að koma fréttum af henni á framfæri heima ...“ Sumarið 1947 var haldin mikil landbúnaðarsýning í Reykjavík. Fjöldi tækninýjunga búskapar var kynntur þar, meðal annars súgþurrk- un. Fyrirtækið Orka hf. sýndi þar „súgþurrkunartæki“; viftu, bens- ínvél og hitara, allt ensk tæki, og Rafvirkinn hf., fyrirtæki Ágústs Jónssonar, sýndi súgþurrkunartæki á útisvæði en var auk þess með kynningu á sýningarbás innan dyra. Vegna kynningarinnar hafði Ágúst tekið saman ríflega 20 blaðsíðna fjölrit um súgþurrkun. Meginefni þess voru svör átján bænda víðs vegar að af landinu við ítarlegum spurningum um súgþurrkun sem þeir höfðu komið sér upp „með til- hjálp hans [Ágústs]“, eins og þar sagði, og reynt á búum sínum. Ágúst hafði þá þegar gefið út mjög ræki- legar notkunarreglur um heyþurrk- un við súg – í ekki færri en sextán liðum. Formála fjölritsins skrifaði Sigurður Þórðarson, starfsmaður Nýbyggingaráðs, en þar sagði hann meðal annars: „Hér er um svo merka nýjung að ræða að bændastétt landsins hefur alls ekki efni á að gefa henni ekki gaum ... Ágúst Jónsson hefur allra manna mest beitt sér fyrir fram- kvæmdum og útbreiðslu þessarar heyþurrkunar hér á landi. Hann hefur útvegað vélar sem til þurfa og sett upp súgþurrkunartæki hjá rúmt 100 bændum ... Ég vona að bændur sem koma á landbúnaðarsýninguna taki vel eftir súgþurrkunartækjunum og styðst sú von mín við það að fjölda margir bændur hafa skrifað mér og beðið mig um upplýsingar viðvíkj- andi súgþurrkun ... Ég veit með vissu að hún mun ryðja sér til rúms í hverri sveit landsins, þegar bændur kynnast kostum hennar ...“ Umsagnir bændanna átján voru allar á einn veg: Að komin væri aðferð við heyverkun sem miklu breytti til bóta, bylting sögðu sumir, framtíðarlausn kölluðu aðrir hana. Vinnusparnaður við heyskapinn var enn það sem margir nefndu. Og Jóhanna Magnúsdóttir frá Núpi sagði í umsögn sinni: „Ég álít að heyþurkunarvélin ætti að koma í allar hlöður á Íslandi.“ Á fyrstu árum rúlluheyskapar var rúllunum stungið í sérstaka plastpoka (tadda) til verkunar og geymslu. Þarna eru Guðmundur Hallgrímsson, ráðsmaður á Hvanneyri (t.v.) og Kristján Jónsson, starfsmaður Bútæknideildar, að störfum þegar aðferðin var fyrst reynd á Hvanneyri, sumarið 1983. Með komu heykvíslar á moksturstæki dráttarvéla um miðjan sjötta áratug tilraunastjóri á Akureyri, mokar heyi á vagn með Fordson-dráttarvél á Galtalækjartúnum; starfsmaður Tilraunastöðvarinnar, Stefán Kristjánsson, á vagninum. Páll H. Jónsson, bóndi á Stóruvöllum í Bárðardal, gengur frá heyi sínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.