Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201820 Samkvæmt gögnum NUMBEO er Ísland í hópi landa með slakt efnahagsástand og þróunarlanda þegar kemur að útlánsvöxtum miðað er 20 ára reiknaða fasta vexti. Í Evrópu eru aðeins 5 lönd með hærri vaxtakjör en Ísland og öll eru þau í Austur-Evrópu. Staðan er enn verri ef tekið er tillit til verðtryggingar lána sem ekki kemur fram í gögnum NUMBEO sem er þó einn stærsti gagnagrunnur í heimi. Þessi grunnur býr yfir gögnum um lífsskilyrði í löndum um allan heim, framfærslukostnað og húsnæðiskostnað að auki, heilsugæslu, glæpi og mengun. Menn verða að hafa það í huga í öllu tali um vexti að vextir eru ekki lögeyrir og eru ekki ávísun á nein raunverðmæti heldur. Þeir eru reiknað afgjald til þeirra sem eiga peninga (sem lögum samkvæmt enginn má gefa út nema Seðlabankinn) án þess að nokkur raunveruleg verðmæti verði til við lánveitinguna. Einhvers staðar verður þá að taka raunverðmæti til að bakka upp vextina, því annars myndi kerfið hrynja. Þessi verðmæti eru sótt í vasa skuldara og líka með hreinni eignaupptöku. Kerfið er þó ekki betra en svo að skekkjur myndast reglulega við þessar eignatilfærslur og þær eru leiðréttar með því að verðfella krónuna sem er opinber ávísun á raunverðmæti í þjóðfélaginu. Þetta er einfaldlega kallað verðbólga, rétt eins og að baki liggi einhver óútskýrður sjúkdómur. Auk þess sem skuldarar búa þá við að þurfa að láta af hendi raunverðmæti vegna vaxtatöku fjármagnseigenda, þá eru raunverðmæti þeirra þeirra líka rýrð í gegnum verðbólgu. Skellur lántakandans er tvöfaldur og í raun þrefaldur ef hin furðulega verðtrygging er líka reiknuð inn í dæmið. Þetta geta lántakar, sem ekki eru í einhverju fjármálabraski, ekki unnið upp nema að vinna bara meira og hraðar við raunverulega verðmætasköpun. Þannig eru þeir oft dæmdir til að festast í vítahring sem þrælar lánveitenda. Allt íslenska bankakerfið er svo keyrt upp með sjúklega háum stýrivöxtum sem eru í raun að keyra Seðlabankann í mikil vandræði. Vísitala með húsnæðislið inni hefur valdið stórskaða Í tölum NUMBEO er um að ræða fast vaxtahlutfall yfir 20 ára tímabil, sem í raun er þó ógerlegt að fá á Íslandi nema á verðtryggðum skuldabréfum. Meira að segja á slíkum lánum er ekkert fast í hendi, því um leið og verðbólgan rýkur upp hækkar höfuðstóll lánanna eins og enginn sé morgundagurinn. Þá er nánast hvergi á byggðu bóli reiknuð vísitala húsnæðiskostnaðar inn í neysluvísitölu nema á Íslandi, en það gerir stöðu íslenskra skuldara umtalsvert verri en ella, en fjármálastofnanir græða á tá og fingri. Það þýðir að í stað þess að hér hafi ríkt raunverulega verðhjöðnun undanfarin misseri samkvæmt tölum Eurostat, þá er með reiknikúnstum Seðlabanka með húnsæðisliðinn inni í vísitölunni búið að reikna hér upp verðbólgu. Það þýðir stórhækkun lána og allra nauðsynja almennings. Skuldabréf á óverðtryggðum vöxtum eru síðan, allavega samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum, á breytilegum vaxtakjörum sem bankinn ákveður sjálfur. Þannig eru fjármálastofnanir allaf tryggðar í bak og fyrir með belti og axlaböndum á meðan skuldarar verða að taka á sig alla áhættu af lánum. Samt hafa þeir ekkert um það að segja hvernig lánin eru meðhöndluð eftir að búið er að skrifa undir lánasamninginn. Jafnvel þingmaður á háttvirtu Alþingi okkar Íslendinga kallar þetta „ÞRÆLALÁN“. Ofan á allt eru himinhá þjónustugjöld og refsisvextir Ekki má heldur gleyma öllum hliðarkostnaði sem bankarnir hlaða á lántakendur og líka innleggjendur í formi alls konar þjónustugjalda. Svo eru það blessaðir dráttarvextirnir sem eru nú 12% samkvæmt töflu Seðlabankans en fóru allt upp í 26,5% í desember 2008. Þannig gátu bankar hirt meira en fjórðung af eignum fólks á augabragði ef það komst í vandræði með að standa í skilum. Síðan tóku lögfræðingar sinn skerf til viðbótar. Það þarf engan að undra að þúsundir einstaklinga og fjölskyldna hafi farið illa út úr slíkum viðskiptum á meðan fjármálastofnanir rökuðu til sín fjármunum og fasteignum. Fjölmargir úr þeim hópi eru enn í sárum vegna þess háttar viðskipta og munu jafnvel aldrei bera þess bætur. Í hópi allra mestu vaxtaokursþjóða Evrópu Samkvæmt tölum NUMBEO er Ísland með 6,42% meðal fastavexti á 20 ára skuldabréfum. Einungis fimm ríki í Evrópu eru með hærri vexti, en það eru, Makedónía með 6,55%, Rússland er með 11,41%, Moldova með 12,53%, Hvíta-Rússland með 15,08% og Úkraína með 20,63%. Öll Norðurlöndin eru langt fyrir neðan og eru reyndar 16 lönd þar á milli. Næst okkur af Norðurlöndunum er Noregur með 2,61% vexti, Svíþjóð með 2,57%, Danmörk með 2,07% og Finnland með 1,49%. Þar að auki þá hefur á stundum undanfarin ár ríkt raunveruleg verðhjöðnun í þessum löndum sem þýðir að lánin hafa rýrnað og lántakar hafa jafnvel verið að upplifa hraða eignamyndun vegna neikvæðra vaxta. Eitthvað sem er stjarnfræðilega langt frá íslenskum veruleika. Röðum okkur meðal mestu vaxtaokrara heims Þegar rýnt er í stöðuna í víðara samhengi og skoðaðir vextir í 89 löndum um allan heim, verður bilið milli okkar og hinna Norðurlandanna enn meira sláandi. Við erum þar langt fyrir ofan meðaltal allra þessara 89 ríkja, eða í 35. sæti vaxtahæstu ríkjanna á meðan Noregur er í 70. sæti. Meira að segja Grikkland með öll sín fjárhagsvandræði er þar langt fyrir neðan okkur í vaxtagræðginni, eða í 48. sæti, talið frá vaxtaglaðasta ríkinu, sem er Argentína. Í flokki með Venesúela Það er því vægast sagt undarlegt að velmegunarríkið Ísland skuli þar vera nær vaxtahæstu ríkjunum en helstu viðskiptalöndunum sem við viljum gjarnan miða okkar lífskjör við. Þar trónir Argentína á toppnum með 26,6 % vexti, Venesúela er í öðru sæti með 20,96% vexti og Úkraína í þriðja sæti með 20,62% vexti. Samt státa menn af því hér að hagvöxtur sé með því mesta sem þekkist á byggðu bóli og kaupmáttaraukning hafi hvergi verið meiri. Er það virkilega ásættanlegt í augum þeirra sem stýra peningamálum á Íslandi 2018 að við stöndum nær vandamálaríkjum eins og Venesúela í vaxtamálum en frændþjóðum okkar á Norðurlöndum? Talandi um hagvöxt, þá mældist hann 9,4% á Íslandi 2007, eða rétt fyrir efnahagshrunið. Hagvöxturinn hrundi niður í -6,5% 2009 og -3,6% 2010. Síðan hefur hann rétt úr kútnum og var 7,5% 2016 og 3,6% 2017 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Fá ríki nema Kína hafa getað státað af slíkum tölum á undanförnum árum. Hagvöxtur þar í landi var 6,9% 2017 og er nú spáð 6,6% á yfirstandandi ári 2018. Kína með allt sitt uppspennta hagkerfi, sem á sama tíma þarf að glíma við mikla fátækt, er samt með töluvert lægri vexti en hér þekkjast, eða 5,03% samkvæmt tölum NUMBEO. Miðað við mikla meðaltals- velmegun á Íslandi þá hlýtur vaxtastigið hér að sæta mikilli furðu í samanburði við aðrar þjóðir. Er í raun rannsóknarefni að ekki skuli vera fyrir löngu soðið upp úr í þjóðfélagi sem beitir borgarana slíku vaxtaóréttlæti. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Ísland skipar sér í hóp mestu vaxtaokursþjóða veraldar – Stendur þar mun nær ríkjum eins og Írak, Venesúela og Argentínu en frændþjóðunum á Norðurlöndunum 0,00 5,00 10,00 15,00 20,00 25,00 30,00 Japan Sviss Finnland Þýskaland Frakkland Slóvakía Taiwan Litháen Denmark Austurríki Singapúr Tékkland Belgía Spánn Hong Kong Ítalía Holland Svíþjóð Eistland Noregur Lettaland Portúgal Kanada Bretland Sóvenía Rúmenía Ísrael Suður-Kórea Malta Sádí-Arabía Pólland Írland Serbía Samein. arab. furstad. Kýpur Chile Bandaríkin Puerto Rico Búlgaría Ástralía Malaysía Grikkland Nýja - Sjáland Kína Króatía Panama Ungverjaland Moroccó Thailand Alsír Líbanon Kosovo Bosnía Herzegovína Albanía Ísland Túnis Macedonía Filipseyjar Jórdanía Palestína Indónesía Vietnam Uruguay Azerbaijan Costa Rica Indland Perú Suður - Afríka Ecuador Gergía Bangladesh Mexícó Rússland Brasilía Nepal Pakistan Iraq Columbía Moldova Dominíska lýðveldið Tyrkland Sri Lanka Hvíta - Rússland Egyptaland Kazakhstan Íran Úkraína Venezuela Argentína Bæ nd ab la ði ð / H Kr . Bæ nd ab la ði ð / H Kr . Heimild: NUMBEO Þar sitja feitir peningar að völdum sagði einhvers staðar. Þessi mynd var tekin á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2018. Mynd / IMF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.