Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 20184 FRÉTTIR Komið hefur í ljós að E.coli bakteríur sem geta myndað eiturefni og valdið alvarlegum sýkingum eru hluti af örveruflóru sauðfjár og nautgripa hér á landi. Fyrstu niðurstöður skimunar á vegum Matvælastofnunar benda til að salmonella sé fágæt í svínakjöti á markaði. Hvorki salmonella né kampýlóbakter hafa greinst í kjúklingasýnum í skimununum sem nú standa yfir. Evrópskar rannsóknir sýna að tíðni ýmissa sjúkdómsvaldandi örvera er að aukast hratt í afurðagefandi dýrum í Evrópu. Þetta er mikið áhyggjuefni þar sem rannsóknir hafa gefið vísbendingu um að slæmar bakteríur geta borist í gegnum afurðir í menn. Matvælastofnun í samvinnu við Heilbrigðieftirlit sveitarfélaga hóf skimun á sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti hér á landi fyrr á þessu ári. Til stendur að skima bæði innlent og innflutt kjöt. Á árunum 2014 til 2015 vann Kristrún Sigurjónsdóttir MS-verkefni við Háskóla Íslands í samvinnu við Matís, Mast og Heilbrigðiseftirlitið. Tekin voru sýni úr umhverfi, saur nautgripa og sauðfjár og af kjöti og skimað var fyrir afbrigði E. coli baktería, sem geta myndað eiturefni sem kallast STEC. Í ljós kom að gen sjúkdómavaldandi baktería finnast í saur nautgripa og sauðfjár hérlendis. Einnig greindust genin í kjöti og hrámjólk. Í framhaldi af því þótti ástæða til að skoða nánar tilvist og tíðni STEC í kjöti af nautgripum og sauðfé á markaði þar sem líklegt er að bakterían sé hluti af náttúrulegri örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár og svo hafi verið um langt skeið. Meinvirknigen í lamba- og nautakjöti Mast hefur lokið skimun á 111 kjötsýnum á markaði, 56 af kindakjöti og 55 af nautagripakjöti. Alls reyndust 23 sýni af kindakjöti og 9 sýni af nautgripakjöti innihalda eitt eða fleiri meinvirknigen og sum einnig bindigenið sem þarf til að sýking geti átt sér stað. 47 sýni af nautagripakjöti voru af íslenskum uppruna og 8 af erlendum uppruna. Eitt sýni af nautgripakjöti með erlendan uppruna innihélt meinvirknigen. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að algeng sjúkdómseinkenni vegna STEC-sýkinga séu niðurgangur en í alvarlegum tilfellum getur sjúkdómurinn leitt til nýrnaskaða. Tíðni alvarlegra sjúkdómstilfella af völdum STEC er lág hér á landi. Saurbakteríu í meltingarvegi Svava Liv Edgarsdóttir, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, segir að sýnin sem hafi verið rannsökuð séu tilviljanaúrtök úr verslunum. „STEC er samheiti yfir E. coli bakteríur sem geta myndað eiturefni og valdið sýkingum. E. coli eru saurbakteríur sem eru náttúrulega til staðar í meltingarvegi dýra og manna og gegna þar ákveðnu hlutverki. Hluti þessara E. coli baktería mynda eiturefni. Sermisgerðin O157, svokölluð hamborgarabaktería, er best þekkt og mest rannsökuð og þekkt fyrir það að hún getur valdið mjög alvarlegum sýkingum og í verstu tilfellum nýrnabilun og lífshættulegu ástandi. Undanfarin ár hefur verið farið að skima eftir öðrum sermistýpum en O157 sem valdið hafa alvarlegum sýkingum á borð við nýrnabilun. Eins og O26, O111 og O145.“ Skimað fyrir fimm algengustu sjúkdómsvöldunum Að sögn Svövu hefur í skimunar- verkefninu sem nú stendur yfir verið skimað fyrir fimm algengustu O-týpunum sem geta valdið sýkingum og athugað hvort þær finnist í kjöti á markaði hér. „Undanfarin ár hafa sýkingar af þessum völdum verið núll til þrjár á ári og í mörgum tilfellum hafa þær verið raktar til útlanda en einnig er talið að um innlend smit hafi verið að ræða.“ Svava segir að smitleiðir í kjöti séu margar en að í mörgum tilfellum eigi hún sér stað við fláningu eða innanúrtöku sláturdýra ef gripirnir eru ekki nógu hreinir þegar þeir koma inn til slátrunar og ef ekki er gætt fyllsta hreinlætis. „Til þess að geta myndað eiturefni þurfa O-sermisgerðirnar að hafa í sér svokölluð meinvirknigen. Byrjað er að skima eftir STEC meinvirknigenum, ef þau finnast er bakterían einangruð og reynt að týpugreina hana sem tekst ekki alltaf. Einnig er skimað fyrir ákveðnum bindigenum sem hjálpa bakteríunni að bindast við meltingarveg manna og dýra og auka þannig sýkingahættuna.“ Yfirborðsbaktería „E. coli er yfirborðsbaktería sem fer ekki inn í kjöt. En sé kjöt hakkað, eins og til dæmis í hamborgara, blandast bakterían í auknum mæli við kjötið. Við góða eldun drepast bakteríurnar en ekki ef hamborgararnir eru ekki nógu vel eldaðir. Auk þess sem gæta verður að krossmengun úr hráu kjöti í önnur matvæli.“ Skimun á svínakjöti Fyrstu niðurstöður skimunar benda til að salmonella sé fágæt í svínakjöti á markaði hér á landi. Í frétt frá Matvælastofnun segir að miklar forvarnir séu viðhafðar hérlendis við eldi og slátrun svína til að koma í veg fyrir að afurðir svínakjöts fari á markað sem síðar meir geta sýkt neytendur af salmonellu. Tekin eru sýni við slátrun til að fylgjast með ástandi afurða og sannreyna fyrirbyggjandi aðgerðir gegn mengun við slátrun. Tíðni salmonellumengunar við slátrun svína hefur verið lág undanfarin ár, ef undanskilin er snögg aukning á árinu 2009, 11,2%. Síðan hefur tíðnin haldist lág og var 0,5% árið 2017. Fyrir skömmu sendi Mat- vælastofnun frá sér tilkynningu vegna gruns um salmonellumengun í spænsku svínakjöti eftir að salmonella greindist í sýni. Kjötið hefur verið innkallað. Skimun á salmonellu og kampýlóbakter í alifuglakjöti Hvorki salmonella né kampýlóbakter hafa greinst í kjúklingasýnum í skimununum sem nú standa yfir. Mikill árangur hefur náðst í baráttu við salmonellu frá síðustu aldamótum. Á árunum 2005– 2007 greindist engin salmonella í alifuglum og lengi tókst að halda tíðni smits um eða undir 1%. Árið 2010 jókst tíðni salmonellu talsvert í kjúklingaeldi, en þá þurfti að innkalla 3,6% sláturhópa vegna þess að salmonella greindist í þeim. Síðan þá hefur dregið úr tíðninni og var 0,1% sláturhópa innkallaður árið 2017. Í dag er krafist vottorða um sýnatöku vegna salmonellu með erlendu kjöti og gerð krafa um að það hafi verið fryst í 30 daga. /VH Sumarlokun hjá BÍ Skrifstofur Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni við Hagatorg verða lokaðar vegna sumarleyfa dagana 23. júlí til 13. ágúst. Símaþjónusta verður veitt eftir sem áður. Bændablaðið heldur sínu striki og kemur næst út 2. ágúst. Svava Liv Edgarsdóttir, fag sviðs- stjóri neytendaverndar hjá Mat- vælastofnun. sem geta myndað eiturefni og valdið Greinaflokkur um vottanir og merkingar Í fyrravetur ákvað fagráð matvæla hjá Íslandsstofu að taka sérstaklega til umfjöllunar vottanir og upp- runamerkingar matvæla. Oddný Anna Björnsdóttir var fengin til verksins og skilaði ítarlegri skýrslu um stöðu mála. Hún mun í næstu Bændablöðum birta pistla sem unnir eru upp úr verkefni Íslandsstofu þar sem fjallað verður um vottanir og upprunamerkingar frá ýmsum sjón- arhornum. Fyrsta greinin er birt á bls. 42 hér í blaðinu. Íslandsstofa taldi þörf á því að kortleggja vottanir og fjalla m.a. um eðli þeirra, staðlagerð, staðlaeigend- ur og gildi faggildingar. Markmiðið væri að auka verðmæti íslenskra matvæla og hjálpa fyrirtækjum og öðrum matvælaframleiðendum að fóta sig í frumskógi ólíkra vottana og átta sig á virði þeirra í markaðs- starfi. Oddný Anna starfar sem ráðgjafi en hún er menntaður viðskipta- fræðingur. Hún hefur m.a. verið deildarstjóri hjá Össuri á Íslandi og í Kaliforníu, framkvæmdastjóri heildsölunnar Yggdrasils og sér- fræðingur hjá Krónunni. Nýlega festu hún og eiginmaður hennar kaup á jörðinni Gautavík í Berufirði þar sem þau reka fyrirtæki sitt, Geisla hönnunarhús, og hyggjast stunda blandaðan búskap. /TB Oddný Anna Björnsdóttir. Hægir á fjölgun ferðamanna Ferðamálastofa gaf nýverið út tölur um fjölda ferðamanna hingað til lands. Í þeim kemur fram að brott- farir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní hafi verið rúmlega 234 þúsund talsins sem eru 12 þúsund fleiri farþegar en á sama tímabili í fyrra. Hins vegar er fjölgunin hlutfallslega minni á milli ára en mörg undan- farin ár, eða 5,4%. Af þeim farþegum sem hingað komu voru flestir frá Bandaríkjunum, eða um 40% heildarfarþegafjöldans, og hefur þeim fjölgað um 29,1% á milli ára. Þjóðverjum fækkar veru- lega og sömuleiðis farþegum frá Norðurlöndunum. Íslendingar leita í auknum mæli út fyrir landsteinana, en um 71 þúsund Íslendingar fóru utan í júní, sem er 14,4% fleiri en í júní 2017. Frá ára- mótum hefur brottförum Íslendinga fjölgað um 11,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Sennilega hefur veð- urfarið og Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu karla haft sitt að segja í þeim efnum. /BR Örveruskimun í kjöti á íslenskum markaði: Sjúkdómsvaldandi bakteríur eru hluti af örveruflóru sauðfjár og nautgripa Sala á jörðum til erlendra auðmanna veldur ugg : Búseta verði áfram tryggð til sveita við sölu á bújörðum Undanfarið hefur verið fjallað um kaup erlendra aðila á jörðum víða um land. M.a. fjallaði Bændablaðið um kaup breska auðmannsins James Ratcliffe á jörðum í Vopnafirði og meirihluta Grímsstaða á Fjöllum. Félag sem keypti nýverið 75% hlut í Hótel Kötlu í Mýrdalshreppi er í eigu bandarísks fjárfestingafélags. Þá á Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht nokkrar jarðir í Mýrdalshreppi þar sem m.a. eru mikil vatnsréttindi og veiðiréttindi í Kerlingardalsá og Vatnsá. Þessi kaup eru gerð í skjóli regluverks sem er greinilega mjög ólíkt því sem tíðkast t.d. í Danmörku. Þrátt fyrir að Danir séu hluti af Evrópusambandinu þá hafa þeir sett ströng skilyrði fyrir kaupum á bújörðum þar í landi. Stjórn Bænda - samtaka Íslands vill að stuðlað verði að því að það sé ábúð á sem flestum jörðum og þar sé stunduð einhvers konar starfsemi sem kallar á að fólk sé á staðnum sem tekur þátt í samfélaginu á svæðinu. Herða skal tökin Þrátt fyrir að ráðamenn á Íslandi telji að ekki sé hægt að setja sérstakar reglur um aðila innan EES þá telur Einar Ófeigur Björnsson, fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópi um endurskoðun laga um kaup erlendra aðila á bújörðum, eðlilegt að það fylgi því einhverjar kvaðir að kaupa og eiga jörð. Það sé þó of langt gengið að hafa ábúðarskyldu, en hann sjái fyrir sér að einhvers konar rekstrarskyldu yrði komið á. Það sé þó heppilegast að bændur eigi jarðir sínar sjálfir sem víðast. Einar segir það áhyggjuefni ef eignarhald jarða fer að færast á færri hendur. „Það er kannski í lagi í fyrstu kynslóð en svo kemur nýtt fólk og ný sjónarmið sem ekki er sjálfgefið að séu hagstæð þeim sem búa á svæðinu. Það gæti verið ástæða til að setja fjöldatakmarkanir á einstaka aðila um það hvað þeir megi eiga margar jarðir og einnig mætti huga að einhvers konar hámarki sem einstakir aðilar gætu átt í ferkílómetrum. “ Jörð er ekki bara jörð Magnús Leópoldsson fasteigna- sali, sem hefur komið að jarðasölu í áratugi, segir að nauðsynlegt sé að skilgreina nýtingu jarða og svæða þannig að hægt sé að tryggja viðeigandi búsetu. Land sem hentar til búskapar ætti að vera nýtt sem slíkt, og jarðir sem henti ekki sem slíkar ættu að skilgreinast á annan hátt. Í því samhengi þurfi að hugsa um almannahagsmuni. Þau viðskipti sem stunduð hafa verið undanfarið hafa ýtt undir umræðu um jarðaverð bújarða. Magnús segir að seljendur setji oft óraunhæfan verðmiða á jarðir og slái svo hressilega af verðinu þegar fram líður. Hann segir jarðaverð ekki vera að lækka, það sé nokkuð stöðugt. Verðið hafi smátt og smátt verið að hækka eftir efnahagshrunið og sé um það bil að ná því verði sem það var fyrir hrun. /BR/HKr. Einar Ófeigur Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.