Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201846 Fyrir nokkru ók ég fram hjá BL og sá þar þrjá nýja, mismunandi á litinn, Dacia bíla sem ég hafði ekki prófað. Bíllinn er frá Rúmeníu og heitir Dacia Sandero og búinn til í samvinnu Reunault og Dacia. Verðið á bílnum er undir tveim milljónum og fer hann þá í ódýrasta flokk bíla sem oftast eru smæstu bílarnir, en Sandero er aðeins stærri en smæstu bílarnir og er í raun einum flokki ofar hvað stærð varðar miðað við verð. Til að komast að því hvers vegna bíllinn er svona ódýr miðað við stærð var ekkert annað að gera en að prófa gripinn. Vélin ekki nema 900 cc en skilar góðum krafti Strax og ég settist inn í bílinn varð ég þess áskynja að maður fær það sem maður borgar fyrir, engin aksturstölva er í bílnum sem segir til um hita á olíu og vatni, ekki eyðslumæling sem segir til um bensíneyðslu og meðaleyðslu, né hvað maður kemst langt á því eldsneyti sem á tanknum er. Hliðarspeglar stilltir með handafli inni í bílnum á gamla mátann, ekki hiti í sætum og ekki hraðastillir (cruise control). Sem sagt, þarna er kominn stór hluti af svarinu hvers vegna bíllinn er svona ódýr. Að keyra bílinn er ágætt, sætin þægileg og fótapláss gott. Bíllinn er fimm gíra og vinnur ágætlega miðað við að bensínvélin er ekki nema 900 cc. og á að skila 90 hestöflum, þessi litla vél er nefnilega að þrælvirka. Bíllinn er glettilega snöggur að ná umferðarhraða úr kyrrstöðu með tvær persónur inni í bílnum, en mig grunar að hann sé frekar latur og svifaseinn fullhlaðinn úr 0–90 km hraða. Skriðvörnin kemur frekar seint inn á malarvegum Eins og svo oft áður hef ég nefnt að mér leiðist bílar sem eru með smá ljóstírur að framan en engin ljós að aftan. Sandero er svona út- búinn og ef maður vill tryggja að maður fái ekki 20.000 króna sekt í akstri verður maður alltaf að muna að kveikja og slökkva ökuljósin til að vera löglegur í akstri. Það er mikill misskilningur á lögum um ljósabúnað ef menn halda að það þurfi bara ljós að framan í umferð. Samkvæmt lögum og staðfestingu frá Samgöngustofu eiga að vera ljós á bílum í umferð allan hringinn í akstri. Á 90 km hraða á bundnu slitlagi er töluvert veghljóð inni í bílnum og þegar ekið er á malarvegi er töluvert smásteinahljóð upp undir bílnum aftan til. Þegar ekið er á lausri möl tekur skriðvörnin yfir stjórn bílsins ef hann fer að renna til, en það gerist frekar seint og er bíllinn kominn töluvert út, sérstak- lega að aftan (skriðvörnin fer fyrr á ef bíllinn byrjar að renna til að framan). „Er ekki frá því að útvarpið hafi verið besti hluturinn í bílnum“ Eftir rúmlega 100 km prufuakstur er mín skoðun að þessi bíll sé ágætis kostur sem „snattbíll“ til smærri verka fyrir þá sem ekki gera miklar kröfur til þæginda. Dacia Sandero er, þegar á heildina er litið, meðalbíll á verði smábíla með mikið farangurs- rými og fullbúið varadekk. Verðið er ekki nema 1.990.000 og uppgefin eyðsla er ekki nema 4,9 lítrar af bensíni á hundraðið. Hins vegar vantar flest þægindi í bílinn, en í því felst væntan- lega þetta lága verð á bílnum. Að lokn- um prufuakstrinum var mér hugsað til þess hvað mér hefði fundist best við bílinn, en það mun hafa verið útvarpið sem er mjög gott og kom úr því þessi fíni hljómur (hef oft prófað mun dýrari bíl með verra útvarp). Fyrir áhugasama um að kynna sér Dacia Sandero nánar vil ég benda á sölumenn BL eða á vef- síðuna www.bl.is. É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Hæð 1.519 mm Breidd 1.733 mm Lengd 4.069 mm Helstu mál og upplýsingar Myndir / HLJ jasti Dacia bíllinn heitir Sandero:ýN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.