Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201842 Aldarafmæli NJF – Félags norrænna búvísindamanna – Afmælisráðstefna í Kaunas í Litháen Dagana 24.–29. júní sl. var haldin í Kaunas í Litháen afmælisráð- stefna Félags norrænna búvís- indamanna – NJF, sem stofnað var í Kaupmannahöfn á því merka ári 1918, bæði í sögu Íslands og Litháens. Um síðustu aldamót fengu búvís- indamenn í Eystrasaltslöndunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen inn- göngu í NJF enda aldagömul og mikil tengsl þeirra við Norðurlöndin, einkum þó Svíþjóð fyrr á tímum. Falleg borg í fögru umhverfi Kaunas er næststærsta borgin í Litháen, á eftir Vilnius, með tæplega 300.000 íbúa. Þeim hefur reyndar fækkað frá yfirráðatíma Sovétríkjanna, líkt og í landinu öllu, en miklar breytingar hafa orðið síðan þjóðin hlaut sjálfstæði 1990 og einnig með aðild að Evrópusambandinu upp úr aldamótunum. Rétt er að rifja upp að Ísland var fyrsta þjóðin í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði Litháens, ári eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Kaunasborg er í fögru umhverfi, flatlendi með vötnum og ám og fjölskrúðugum gróðri, og fallegir skógar blasa við bæði þar og utan borgarinnar. Vegna þess hve fólk hefur flutt mikið úr landi í atvinnuleit um all langt árabil, m.a. til Íslands, er farið að skorta vinnuafl og kemur nú inn töluvert af fólki frá Úkraínu. Landbúnaður er enn mikilvæg atvinnugrein í landinu en margar jarðirnar eru fremur litlar og kjörin kröpp. Þar eru greinilega að verða miklar breytingar. Þess má m.a. geta að lífrænn landbúnaður hefur þróast mun hraðar í Litháen sem og öðrum Eystrasaltslöndum en hér á landi undanfarinn aldarfjórðung. Landbúnaðarháskólinn í Kaunas Snemma á liðinni öld þegar Litháen var sjálfstætt ríki var mikil og góð þróun í eflingu landbúnaðarvísinda og búfræðikennslu í landinu. Á Sovéttímabilinu sem stóð í nær hálfa öld voru háskólamenn meðal þeirra sem voru ofsóttir af yfirvöldum og voru sumir þeirra fluttir í útlegð til Síberíu, þar með búvísindamenn. Það lifði þó í gömlum glæðum, bú- vísindastarfið féll aldrei niður og 1964 var farið að kenna landbún- aðarfræði í Kaunas, nánar tiltekið á góðu ræktunarlandi skammt vestan við borgina. Þar var stofnaður land- búnaðarháskóli árið 1996, fáeinum árum eftir endurheimt sjálfstæðisins en nafni hans var breytt fyrir sjö árum. Þá var farið að byggja þar vel upp og heitir landbúnaðarhá- skólinn nú Aleksandras Stulginskis University með um 6000 stúdenta sem stunda nám og rannsóknir í margvíslegum greinum búvís- inda. Háskólinn er nefndur eftir Aleksandras Stulginskis (1885– 1969) sem var þekktur stjórnmála- maður í Litháen á fyrri hluta 20. aldar og var í fylkingarbrjósti við stofnun Bændasamtaka Litháens 1919, árið eftir að þjóðin losnaði undan yfirráðum Rússa í fyrra skiptið. Þarna var NJF afmæl- isráðstefnan haldin undir stjórn Linas Stabingis, háskólakennara og fulltrúa Litháa í stjórn NJF. Var skipulagning og aðbúnaður allur til sóma en samtals sátu ráðstefnuna um 100 manns og var ég eini þátt- takandinn frá Íslandi. Landbúnaður næstu hundrað árin var yfirskrift ráðstefnunnar. Fjölbreytt efni og gagnlegar umræður Á meðal þeirra sem ávörpuðu okkur við setningu ráðstefnunnar var rektor háskólans, Antanas Maziliauskas, en ráðstefnan fór þannig fram að fyrst voru flutt nokkur all efnismikil inngangserindi en síðan stóðu tvær málstofur sem hinum erindunum var skipt niður á. Þá var prýðileg aðstaða utan við fyrirlestrasalina fyrir vegg- spjaldasýningu og einnig var haldinn fundur um hagsmunamál NJF sem forseti þeirra, Fredrik Fogelberg frá Svíþjóð, stýrði. Samtals voru erindin 56 og veggspjöldin 47. Í smekklegu ráðstefnuhefti á ensku var auk dagskrárinnar stutt yfirlit erinda og veggspjalda en NJF mun síðar birta greinar með efni flestra erinda þessarar 26. ráðstefnu sinnar undir slóðinni http://journal.njfcon- gress26.eu Fáein dæmi um athyglisverðar niðurstöður Svo sem algengt er á bú- vísindaráðstefnum þessi árin var mikið fjallað um leiðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda og aðgerðir til að binda kolefni í jarðvegi. Þá var ágæt umfjöllun um fæðuöryggi, hver þjóð þyrfti að vera undirbúin undir áföll af ýmsu tagi. Neytendur ættu ætíð að hafa aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum. Í Sviss væru slík ákvæði komin í stjórnar- skrána og í umræðunum kom fram að frjáls markaður með landbún- aðarafurðir, án stuðningsaðgerða, væri ekki að tryggja þessa almanna- hagsmuni nægilega vel. Stuðningur við landbúnað hverrar þjóðar væri því oftast nauðsynlegur, það væri sameiginlegt hagsmunamál bænda og neytenda. Töluvert var fjallað um hin stóru, mörg hundruð kúa, tæknivæddu fjós sem eru að rísa víða. Frá sjónarhóli velferðar kúnna væri þó sá galli á gjöf Njarðar að þær væru alltaf inni, í mesta lagi með aðgang að útigerði, og fengju ekki að njóta sumarbeitar. Sérlega athyglisverðar voru niðurstöður jarðræktartilraunar sem hefur staðið samfleytt í 50 ár á vegum landbúnaðarháskólans í Kaunas. Þar er verið að rannsaka áhrif sáð- skipta (skiptiræktunar) á kolefn- isbindingu í jarðvegi. Bestu niður- stöðurnar komu fram þegar gömlu, ensku Norfolk sáðskiptaáætluninni var beitt en stöðug, einhæf og þétt- bær ræktun, t.d. á byggi, kom illa út, og jarðvegur í akurlendi sem ekkert var ræktað í allan þennan tíma batt lítið kolefni. Jákvæð áhrif búfjáráburðar komu vel fram í þessari langtímatilraun og má gjarnan skoða þessar niðurstöður með hliðsjón af lífrænni ræktun þar sem áhersla er lögð á sáðskipti og notkun búfjáráburðar. Að lokum ætla ég að nefna samanburð á slátrun nautgripa í hefðbundnu sláturhúsi eftir 250 km flutning og í færanlegu sláturhúsi á hjólum þar sem slátrað var heima á bæjum í Svíþjóð. Ekki kom fram teljandi munur á kjötgæðum og velferðar- þáttum við slátrun en þess var getið að frekari rannsókna væri þörf. Efni frá Íslandi Á ráðstefnunni í Kaunas var lagt fram tvenns konar efni frá Íslandi. Í fyrsta lagi var flutt erindi um for- ystufé og frumniðurstöður tilrauna- verkefnis sem byggist á íslensk- -norskri atferlisrannsókn. Þar voru könnuð viðbrögð kinda af forystu- kyni við áreiti frá hundum, fólki og drónum, samanborið við annað fé. Þar kemur fram munur. Að þessu verkefni standa Lise Gröva og Emma Brunberg frá Noregi og við Emma Eyþórsdóttir héðan. Við Lise fluttum erindið saman og not- aði ég tækifærið til að greina frá því að síðan 2017 hafi íslenska forystu- féð verið skilgreint sem sérstakt fjárkyn (sjá Bændablaðið 5. júlí, bls. 18). Úrvinnslu gagnanna er ekki lokið en frumniðurstöðurnar hafa nú þegar aukið þekkingu okkar á atferli og sérstöðu forystufjárins. Í öðru lagi kynnti ég á veggspjaldi upplýsingar um þróun lífræns land- búnaðar hér á landi undanfarinn aldarfjórðung sem er mjög hægfara. Vék ég sérstaklega að áskorunum og framtíðarhorfum. NJF samstarfið Þótt NJF haldi ráðstefnur sínar að jafnaði á fjögurra ára fresti, síðast hér á landi vorið 1995, eru haldin nokkur málþing (seminör) um af- mörkuð og sérhæfð efni á hverju ári. Deildirnar sex sjá um að halda þau í hinum ýmsu aðildarlöndum. Þau voru átta að tölu árið 2017 og hafa mörg þeirra verið haldin hér á landi á liðnum árum. Skrifstofa NJF er nú í Uppsölum í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á að- alfundi Íslandsdeildar NJF í mars sl. voru þá skráðir félagar í NJF 674 að tölu, þar af 92 á Íslandi, en flestir eru þeir í Noregi. Þegar litið er um farinn veg hafa íslenskir búvísinda- menn verið ágætlega virkir lengst af í þessu ágæta norræna samstarfi, nú einnig með Eysrasaltsþjóðunum. Íslandsdeildinni stýrir nú Guðmundur Jóhannesson, naut- griparæktarráðunautur hjá RML. Mér hefur reynst samstarfið innan NJF ánægjulegt, gagnlegt og gef- andi alla tíð en nú fer að nálgast hálfa öld síðan ég gerðist félagi. Næsta árhundraðið byrjar vel hjá NJF, nokkur athyglisverð málþing komin á dagskrá, t.d. það 504. sem haldið verður í Uppsölum 26.–27. nóvember nk. um aðgerðir til að bregðast við áföllum í landbúnaði og tryggja fæðuöryggi þjóða. NJF óska ég heilla og nota hér tækifærið til að þakka Íslandsdeild NJF fyrir kærkominn ferðastyrk vegna afmæl- isráðstefnunnar í Kaunas. Þá þakka ég Bændablaðinu góða aðstoð við frágang erindis og veggspjalds. Höfundur: Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, nú sjálfstætt starfandi búvísindamaður, var starfsmaður Bændaskólans á Hvanneyri 1972- 1977 og Búnaðarfélags Íslands, síðar Bændasamtaka Íslands, 1977-2015. BÚVÍSINDI Vottun matvæla – Helstu hugtök og vottunarferlið Hugtök tengd vottun matvæla og ferlið í kringum vottun vefst fyrir mörgum og er markmiðið með þessari grein að fara yfir það í meginatriðum. Staðall Staðall er kröfulýsing á ferli, aðferð eða afurð – vöru eða þjónustu – sem unnt er að sannprófa á grundvelli formlegrar úttektar. Í staðli er að finna skilgreiningar, skýringar og reglur sem tilgreina nánar hvað þurfi að gera til þess að uppfylla kröfur á tilgreindu sviði. Flokka má staðla eftir því hverjir standa að gerð þeirra og hve víð- tæka svæðaskírskotun þeim er ætlað að hafa, þ.e. hvort þeir byggi á formlegri aðkomu stjórnvalds, þ.e. alþjóðastofnana, ríkjasambanda og opinberra aðila, eða frumkvæði og starfi frjálsra félagasamtaka, fyr- irtækja og einstaklinga (sem geta verið eigendur staðals). Staðlar eru jafnan valfrjálsir en stjórnvöld geta gert notkun tiltekinna staðla skyldubundna með vísun til þeirra í reglugerð sem getur virkað sem viðskiptahöft fyrir erlenda framleiðendur. Vottunarstofa Vottunarstofa er aðili sem framkvæmir samræmismat og vottun (þriðji aðili), en samræmismat er úttekt á því hvort vara, ferli, kerfi eða aðili uppfylli kröfur tiltekins staðals eða löggjafar. Vottun felst í því að vottunarstofa staðfesti skriflega kröfur staðalsins eða löggjafarinnar séu uppfylltar. Þriðji aðili er sá sem viðurkenndur er óháður þeim sem úttekt fer fram á, á meðan annar aðili er tengdur máls- aðila. Fyrsti aðili er sá sem sjálfur lýsir sig hæfan. Trúverðugleiki er því jafnan mestur á vottun þriðja aðila. Faggilding Faggilding er formleg viðurkenning faggildingaraðila á því að vottun- arstofa sé hæf til að framkvæma samræmismat og vottun. Faggildingarsvið Einka- leyfastofu (ISAC) annast fag- gildingu vottunar-, eftirlits- og prófunarstofa hér á landi samkvæmt lögum um faggildingu o.fl., nr. 24/2006. Einkaaðilar sinna einnig faggildingu, t.d. IOAS á sviði vottunar lífrænna aðila og ASI á sviði MSC, ASC o g FSC vottunar. Faggilding er starfrækt alþjóð- lega og miðar að því að vara eða þjónusta sem er prófuð, skoðuð eða vottuð í einu landi af faggildum aðila sé viðurkennd í öllum löndum þar sem faggilding er í boði. Vottunarferlið Vottunarferlið hefst þegar umsókn um vottun er send til vottunarstofu. Ákvörðun um vottun er tekin á Landbúnaðarháskólinn í Kaunas, Aleksandras Stulginskis University, hýsir um 6000 stúdenta sem stunda nám og rannsóknir í margvíslegum greinum búvísinda. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Flæðiritið lýsir því samhengi sem vottun á sér stað í og tengslum einstakra aðila sem að því koma. UPPRUNAMERKINGAR & VOTTANIR Oddný Anna Björnsdóttir bjornsdottir@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.