Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 41 Kjarr, 816 Ölfus / S. 482 1718 & 846 9776 / kjarr@islandia.is / kjarr.is úrvali Tré og runnar í Gluggar og hurðir fyrir íslenskar aðstæður Gluggar og hurðir með eða -8 vikur TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá iblb . s F obcea ok Sígild og ný sumarnámskeið á Hvanneyri – Nemendur öðlast þekkingu á náttúrunni frá fyrstu hendi Nýverið stóð Landbúnaðarháskóli Íslands fyrir sumarnámskeiðum sínum, bæði í háskóladeild og búfræðideild. Námskeiðin sem nemendur á starfsmennta- og endurmenntunar- sviði gátu tekið að þessu sinni voru plöntugreining, jarðrækt og járn- ingar. Í háskóladeild voru haldin námskeið í plöntugreiningu og farið í vistfræðiferð og jarðfræðiferð. Bera kennsl á íslenska flóru Plöntugreiningin er fastur liður í búfræðináminu. Tilgangur þess er að nemendur læri að þekkja og greina túngrös og aðrar plöntur sem finna má í íslenskri náttúru. Samkvæmt áfangalýsingu er ætl- ast til að nemendur geti fjallað um plöntur sem tilheyra íslensku flórunni og gert sér grein fyrir breytileika gróðurlenda á Íslandi og hvað einkennir viðkomandi gróður- lendi. Nemendur útbúa sér plöntu- safn og skila af sér. Plöntugreining fer einnig fram í háskóladeild, en þar þurfa nemendur að skila af sér ítarlegra plöntusafni og dvelja í eina viku á staðnum. Spekingar spjalla um jarðrækt Verkleg jarðrækt var nú kennd í fyrsta skipti sem sumarnámskeið. Hópnum var skipt í tvennt og tóku nemendur að sér að endurrækta túnspildu frá upphafi til enda. Kennarar í nám- skeiðinu eru Haukur Þórðarson og Jóhannes Kristjánsson. Í upphafi var spildan mæld upp fyrir plægingu og því næst var teigplógurinn settur við og plægt eftir kúnstarinnar reglum. Að því loknu var spildan tætt með pinnatætara og jöfnuð með flag- jafnara. Til að fullkomna verkið var herfað létt yfir stykkið og valtað yfir með tunnuvaltara. Að lokum var svo að sjálfsögðu sáð í það rýgresi með blástursknúinni randsáðvél sem út- búin er með gjarðavaltara og einnig keflavaltara. Í hverjum verkþætti var rætt um hvernig væri rétt að standa að viðkomandi verki og ýmsu velt upp í sambandi við vinnsludýptir, ökuhraða, snúningshraða, sáðmagn og þess háttar. Slíkar samræður eru ekki síst mikilvægar til að efla þekkingu á jarðrækt. Það gekk þó á ýmsu við jarðræktina því hjá öðrum hópnum var bleytan slík að erfitt var að komast um. Allt hafðist það þó að lokum. Járning er ekki bara járning Á járninganámskeiðinu er farið yfir helstu þætti góðrar járningar og nemendum ætlað að gera sér grein fyrir áhrifum járninga á fótaheilbrigði hesta. Jafnframt er þeim gert að tengja samspil járn- inga og fótstöðu við hreyfingar og ganglag hesta. Námskeiðið var valnámskeið og fór það fram að Mið-fossum. Gunnar Halldórsson sá um að kenna nemendum réttu handtökin. /BR Verðandi búfræðingar spá í spilin ásamt Hauki Þórðarsyni, kennara í bútækni. Menn uppskera eftir því hvernig sáð er. Háskólanemar láta rigninguna ekki stoppa sig í plöntusöfnun. Góð regnkápa gerir sitt gagn. Myndir / LbhÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.