Bændablaðið - 19.07.2018, Side 10

Bændablaðið - 19.07.2018, Side 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201810 FRÉTTIR Matís hvetur til aukinnar umræðu um viðskipti beint frá býli: Tækifæri fólgin í heimaslátrun – Ýmsar undanþágur þekkjast vegna heimasölu afurða, segir þýskur sérfræðingur Matís stóð fyrir fundi í Miðgarði í Skagafirði undir yfirskriftinni „Viltu kaupa heimaslátrað?“ Tilgangur fundarins var að fjalla um möguleika til beinna viðskipta með heimaslátrað kjöt og mikil- vægi áhættumats í því samhengi. Fundurinn var vel sóttur og ljóst að mikill áhugi er meðal bænda að hefja slátrun á bæjum sínum og selja afurðir milliliðalaust til neytenda. Ýmsar undanþágur í gildi Á meðal framsögumanna var Andreas Hensel, forseti þýsku áhættumatsstofnunarinnar. Í máli Andreasar kom m.a. fram að ýmsar undanþágur eru í gildi í Þýskalandi um bein viðskipti bænda, m.a. er seld ógerilsneydd mjólk á svokölluðum „Milchhaltestelle“ á bóndabæjum. Jafnframt er eftirliti með slátrun bænda á lömbum undir þriggja mánaða aldri haldið í lágmarki, vegna lágs áhættumats. Bein viðskipti með afurðir af þeim lömbum eru ekki tak- mörkunum háð umfram hefðbundnar afurðir. Grundvöllur þess að hægt væri að fá slíkar undanþágur væri að fyrir lægi vísindalegt áhættumat og aðgerðir til að lágmarka áhættu, svo sem þjálfun bænda í slátrun og meðferð kjötafurða. Aðrir framsögumenn voru Freydís Dana Sigurðardóttir, fags sviðsstjóri búfjáreftirlits hjá Matvælastofnun, Atli Már Trausta- son, bóndi að Hofdölum, Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð og Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís. Líflegar umræður í kjölfar erinda endurspegluðu mikinn áhuga bænda og mikilvægi þess að bein viðskipti með heimaslátrað kjöt yrðu auðvelduð. Þess ber að geta að fundinum var streymt beint í gegnum netið, og hægt er að nálgast upptöku af fundinum á Facebook-síðu Matís. /BR Kindurnar í Eystra- Geldingaholti á Instagram: Sauðfé slær í gegn á samfélagsmiðlum Pálína Axelsdóttir Njarðvík held- ur úti reikningi á Instagram undir heitinu „Farmlifeiceland“ þar sem hún sýnir frá daglegu amstri á bænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem Pálína er uppalin. Pálína er í meistaranámi í sálfræði við HÍ og er búsett í Reykjavík en fer eins mikið heim í sveit og hún getur. Pálína segir að hugmyndin hafi kviknað út frá því að hún hafi verið dugleg að sjá vinum sínum fyrir kindamyndum á sínum eigin Instagram reikningi. „Ég vildi samt ekki drekkja vinum mínum í kindamyndum, þannig mér datt í hug að gera sér aðgang sem væri bara með sveita- myndum. Datt ekkert skárra nafn í hug en farmlifeiceland þannig ég ákvað að nota það. Samt ágætt því það lýsir innihaldinu ágætlega. Svo byrjaði ég að setja inn myndir og boltinn fór að rúlla.“ Fylgjendur reikningsins eru rúmlega 34 þúsund og koma víða að, bæðir hérlendis og erlendis. Reikningur sem þessi á sér hlið- stæður erlendis en hérlendis á hann sér ekki margar hliðstæður. Fólk er mjög áhugasamt um lífið í íslenskri sveit og spyr gjarnan spurninga um séríslenska hluti eins og fjallferðir og réttir. „Fólk er mjög duglegt að spyrja. Í sauðburðinum sagði ég frá því þegar gipsi var sett á fótbrotið lamb. Lambið fékk hátt í 200 kveðjur frá fólki sem óskaði því skjóts bata og fólk er enn að spyrja hvernig þetta lamb hafi það (það hefur það gott).“ Náum til fólksins í gegnum netið Birtingarmynd landbúnaðar gagn- vart almenningi hefur breyst mikið á undanförnum árum þar sem fjarlægð hefur myndast á milli framleiðend- anna í sveitunum og neytendanna í þéttbýlinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður, svo sem fækkun í sveitum, ný kynslóð fólks sem enga tengingu hefur við sveitafólk og fleira. Pálína segir að með þessum hætti sé hægt að ná til fólks og sýna því hvernig hlutirnir gangi fyrir sig til sveita. Hún segir að fyrir fólk úti í heimi sé íslenskt sveitalíf eðlilega mjög framandi. Landbúnaðurinn hér sé sem betur fer enn að mestu leyti fjöl- skyldubúskapur og ekki verksmiðju- framleiðsla. Fólks sé sem betur fer alltaf að hugsa meira og meira um það hvaðan maturinn sem það borðar komi. Því er gott að fólk geti séð hvernig daglegt líf í sveitinni gangi fyrir sig og hvernig hugsað sé um dýrin. Frægðin stígur kindunum ekki til höfuðs Kindurnar kippa sér lítið upp við aukna athygli og segir Pálína að myndatökurnar hafi lítil áhrif á þær. „Skoppa, Skrítla, Botna og flestir gömlu heimalningarnir mínir hafa þurft að taka á sig módelstörf í aukn- um mæli. Athyglin hefur samt hing- að til ekki stigið þeim til höfuðs, þær eru pollrólegar yfir þessu. Annars bitnar þetta mjög lítið á þeim. Þær þurftu reyndar einu sinni að aðstoða mig við einn „sponsaðan“ póst. Svo fékk 317 nafnið Cassandra því það var strákur frá Bandaríkjunum sem vildi gefa vinkonu sinni það í afmæl- isgjöf að kind á Íslandi yrði nefnd eftir henni.“ Hægt er að fylgjast með Pálínu og dýrunum í Eystra-Geldingaholti á Instagram með því að leita eftir notendanafninu farmlifeiceland. /BR Borholureglur til umsagnar Orkustofnun hefur gert drög að reglum um borholur, sem lúta að skráningu, hönnun og frágangi borholna, sem og skil á upplýs- ingum til Orkustofnunar. Í lögum um rannsóknir og nýt- ingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998 (auðlindalög) eru ýmis ákvæði sem varða skráningu, hönnun og frágang borholna. Er nýjum reglum ætlað að draga þau fram og gera aðilum auðveldara að fylgja þeim. Einnig er ætlunin að með reglunum verði ábyrgð á borholum skilgreind betur og upplýsingar um þær aðgengi- legri. Orkustofnun hefur haldið skrá yfir borholur á Íslandi um áratugaskeið og hefur hún verið aðgengileg almenningi á vefsvæði stofnunarinnar og nú í nýrri kortasjá Orkustofnunar. Reglurnar munu gera Orkustofnun betur kleift að halda borholuskránni uppfærðri til hagsbóta fyrir þá sem nýta sér þær upplýsingar sem í henni er að finna. Drögin eru til umsagnar almenn- ings og hagsmunaaðila og er að finna á vef stofnunarinnar, www. orkustofnun.is. Umsagnir þurfa að berast fyrir 15. september. /TB Það er er ekki æsingurinn í þeim mæðgum Lúsí (t.h.) og Botnu (t.v.) þegar þær heilsa upp á Pálínu sem stjórnar Instagramreikningnum #Farmlifeiceland. Blikur á lofti í ferðaþjónustunni en hrun er ekki í aðsigi: „Landslagið er síbreytilegt“ – segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland Uppgangur ferðaþjónustu hér á landi hefur vart farið framhjá nokkrum manni. Víða má sjá fram- kvæmdir sem oftar en ekki tengj- ast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti. Hótel spretta upp og boðið er upp á alls kyns afþr- eyingu á ólíklegustu stöðum. Breytt bókunarmynstur Margt bendir til þess að nú sé að hægja á þeirri miklu fjölgun ferðamanna sem verið hefur síðustu ár hér á landi. Breytingar eiga sér stað í bókunarmynstri ferðamanna, að sögn Sævars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Hey Iceland. Hann segir að breytingar séu í loftinu og að hann finni fyrir kólnun meðal ferðaþjónustuaðila, sérstaklega á Evrópumörkuðum sem hafi verið sterkir í gegnum árin. Hann sjái 25–27% samdrátt í bókunum frá evrópskum ferðaskrifstofum frá fyrra ári. Stóru hóparnir og einfararnir halda velli Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt er staðan ekki afleit. Sævar segir að hjá Hey Iceland sé samdrátturinn ekki mikill í skipulögðum hópferðum, en talsvert mikill samdráttur hafi átt sér stað í ferðum þar sem erlendar ferðaskrifstofur ráði þau sem undirverktaka til að útvega gistingu og þjónustu fyrir ferðamenn. Þar sé greinilegasti samdrátturinn á Evrópumarkaði því stór hluti fólks sem þaðan komi hafi verið bókaður með þessum hætti. Hins vegar sé ágætur gangur í bókunum þar sem fólk er alfarið á eigin vegum, þ.e.a.s. ferðamenn sem bóka milliliðalaust hjá Hey Iceland. Slíkir viðskiptavinir séu eftirsóttir þar sem þeir skilja eftir sig mestu verðmætin. Óhætt sé að segja að þar sé árið í ár sambærilegt við árin 2014–2015. Gengið óhagstætt Sterkt gengi krónunnar hefur haft mikið að segja gagnvart ferða- þjónustunni undanfarið og eins hafa launahækkanir og virðis- aukaskattsbreytingar skilað sér inn í verðlag hér á landi, sem að mati Sævars hefur áhrif á kauphegðun fólks. Hann segir að erlendir bók- unaraðilar taki sífellt stærri hluta af kökunni til sín sem minnki hag hérlendra aðila. Sævar segist hafa áhyggjur af því að stórum hlekk úr virðiskeðjunni sé kippt úr landi með hurðum og gluggum með þessum hætti. Það sé ekki minna áhyggjuefni en fækkun ferðamanna. Virðisaukaskattur sem lagður var á ferðaþjónustuaðila árið 2016 nái ekki til þessara dreifiaðila sem séu með sína starfsemi erlendis. Tækifæri í tækninni Eins og málin blasa við í dag er bók- unarfyrirkomulag með þeim hætti að það fer fram í gegnum erlendar bókunarvélar. Sævar sér fyrir sér að aðilar taki sig saman og komi á fót sameiginlegu bókunarkerfi meðal aðila ferðaþjónustunnar. Þannig sé hægt að einfalda alla ferla og auka verðmæti ferðamanna til mikilla muna. „Ferðaþjónustuaðilar eru nú farnir að taka niður bókanir fyrir komandi haust og vetur. Það er algengt að reynt sé að laða fólk að með alls kyns tilboðum á jaðar- tímum og ég veit dæmi um að hót- elgisting sé boðin á 10–12 þúsund krónur pr. nótt. Ég býst við að slík tilboð verði algeng með haustinu. Það er til marks um þær breytingar sem eiga sér stað innan greinarinn- ar,“ segir Sævar en tekur fram að hann telji ekki að hrun sé í aðsigi í ferðaþjónustunni. „Verðlag hér á landi er vissulega hátt sem ýtir sérstaklega ungu fólki til að nýta sér ódýrari gistikosti, eins og bílaleigubíla sem hægt er að gista í. En aðalatriðið er að fólk fái góða þjónustu og góða upplif- un fyrir peninginn,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland. /BR Sævar Skaptaston segir að í harðnandi samkeppni í ferðaþjónustunni sé aðalatriðið að fólk fái góða þjónustu og góða upplifun fyrir peninginn. Mynd / TB Pálína segir fólk sérstaklega forvitið um allt sem við kemur smala- mennskum og réttum. Sjálfsalar með ógerilsneydda mjólk víða í Evrópu eru dæmi um undan- þágu frá almennum reglum sem bændur hafa fengið við sölu beint frá býli. Mynd / TB Mikill áhugi er meðal bænda að hefja slátrun á bæjum sínum og selja afurðir milliliðalaust til neytenda. Mynd / Hrönn Ólína Jörundsdóttir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.