Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 7 Iðandi mannlíf í Víðidal Þrátt fyrir dumbung og stöku vætu virtust ungir sem aldnir skemmta sér konunglega á Landsmóti hestamanna. Sólin lét sjá sig við setningu hátíðarinnar en þar riðu í braut tugur reiðmanna ásamt fákum sínum, m.a. fulltrúar hestamannafélaga landsins, sem eru 44 talsins, ásamt nokkrum fyrirmönnum, svo sem ráðherrum og formönnum hestatengdra samtaka. Bændur gerðu hlé á störfum sínum til að renna til borgarinnar og njóta hátíðarinnar, maður er jú manns gaman. Áhorfendabrekkurnar voru svo þétt setnar yfir hinum ýmsu dagskráliðum, en keppt var bæði í gæðingakeppni og kappreiðum, sem mörgum þótti gaman af. /ghp Fyrir hreina tilviljun komst ég að því að Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum hefði á aflíðandi vetri gert reisu sína suður til Gísla í Miðási. Þar var þá saman kominn hópur syrgjandi hestamanna til erfidrykkju eftir afrekshestinn Dala-Jarp. Öl var á borðum svona til að hefta mönnum harminn. Undir borðum flutti Jóhannes Dala-Jarpi erfiljóð líkt og tíðkast þá gersemi eru til grafar borin. Með ærnum eftirgangsmunum komst ég yfir eintak af „Dánarskrift Dala-Jarps“: Fyrst í maí þá fæddur var‘ann fljótt af öllum trippum bar‘ann háreistur með harðan svip. Ekki hafði í manna minni maður litið nokkru sinni eigulegri úrvalsgrip. Það var mikið augnayndi er í hlýjum sunnan vindi hann í stóði fremstur fór. Hikaði ekki á hörðu grjóti, hentist lóðrétt upp í móti, fagurjarpur foli stór. Fór um sveitir flokkur manna, fjáður vel með ágirnd sanna, báru fé á eigandann. Aurunum var illt að hafna, ýmsar skuldir þurfti að jafna og bjargráð fyrir búandmann. Þar var hann við túnhlið tekinn, teymdur, dreginn, þvældur, rekinn, öll þó væri gatan greið. Því klárinn var með kergju sanna, og kæti nýju eigendanna dvínaði er á daginn leið. Á suðurlandið sendur var‘ann, síst menn ætluðu að spar‘ann, landsmótsár í vændum var. Öllum þar hann ofjarl reyndist, með einhverfu og tregðu greindist og dæmdur loks til dauða var. Hjá eigendunum illt var skapið, allir vildu minnka tapið og gera á málum gleggri skil. Þeir átu‘ann svo með húð og hári og hétu því, á næsta ári betur mundi takast til. Afdrif Jarps þau alveg sanna auðnuleysi þeirra manna sem yfirlæti ætla sér. En vindgangur mun verða snarpur er vekringurinn Dala-Jarpur í iðrum þeirra frýsa fer. Það var ekki síður harmsefni, þegar í maí síðastliðnum spurðist andlát Gunnars Egilson á Grund í Eyjafirði. Gunnar var hestamaður af lífi og sál, og samferðafólki mikill og sannur gleðigjafi. Jóhannes á Gunnarsstöðum orti við þá andlátsfregn: Nú er Gunnar fallinn frá, finn ég það með sanni hve er einstök eftirsjá að þeim heiðursmanni. Litlu síðar barst svo andlátsfregn skólabróður okkar Jóa, Sturlu Sigtryggssonar, bónda í Keldunesi. Sturla var afreksmaður að upplagi og einstakur vinur. Eftir Sturlu orti Jóhannes: Dauðinn ekki svifaseinn svöðuljáinn brýnir. Hverfa sjónum einn og einn æskuvinir mínir. Alltaf var í anda hress sá eðalgóði drengur. Sífellt mun ég sakna þess að sjá hann ekki lengur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM HROSS&HESTAMENNSKA Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingiskona fór fyrir hópreið hestamanna á setningarhátíðinni en hún er kunnug Fákskona sem lét til sín taka í keppnum á sínum yngri árum. fá að koma fram á Landsmótinu frammi fyrir þúsundum áhorfenda með hestinn sinn. Tvö pör af bræðrum. Guðni Ágústsson, tvíburarnir Þorgeir og Jón Vigfússynir ásamt Sverri Ágústssyni. Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktar- ráðunautur og Hulda Gústafsdóttir, tamningakona og knapi, eru miklir mátar. tamningamanna og prúður vindóttur hestur í forgrunni. Doug Smith, fyrrum sportleiðtogi alþjóðasamtakanna FEIF og núverandi varaformaður, og Gunnar Sturluson, lögfræðingur, hrossabóndi og fyrrum formaður FEIF. Útbúnaður sem va kti athygli. Þessi h jón voru við öllum ve ðrum og vindum b úin, lokuðu svo að sé r á milli atriða. Stúlka úr hestamannafélaginu Létti ásamt fák sínum. Jóna Dís Bragadóttir, varaformaður LH, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurbjörn Bárðarson afreksknapi og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra tóku þátt í setningarathöfninni. Myndir / ghp ársins 2017. Vignir Sigurðsson hrossabóndi kom fram með nokkra úrvalsgæðinga úr ræktuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.